Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 4
LEIÐARI Búskussar stjómarinnar Þaö er stundum erfitt aö átta sig á því hvaöa stefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur. Þó er þaö hreinasti barnaleikur hjá því aö reyna aö skilja hvaða stefnu formaöur flokksins, Þorsteinn Pálsson, fylgir í þaö og þaö sinnið. Hiö undarlega áttaskyn formannsins hefur hvergi betur birst en einmitt í svokallaðri „skatt- alækkunarstefnu" hans. En einsog alþjóö veit, þá hefur Þorsteinn Pálsson um fátt talaö jafn oft og jafn lengi á síðustu tveimur árum en einmitt nauösyn þess aö lækka tekjuskatt fólksins í landinu. Þegar honum, eftir langan og strangan barning, tókst svo loksins aö bola Albert Guö- mundssyni úr stóli fjármálaráðherra og setjast þar sjálfur, þá var eitt fyrsta verk hans aö bíta í skjaldarrendur og lofa aö úr þessu þyrftu menn nú ekki iengi aö bíöa tekjuskattslækkunarinnar. Síöari þáttur þess leikrits sem Þorsteinn hóf þá, var svo leikinn viö afgreiðslu fjárlaganna fyrir jól. Marga kynduga uppákomuna bar þá fyriraugu úrbúöum stjórnarsinna. En engajafn furðulega og þegar í stólinn sté Þorsteinn Páls- son, sérlegur talsmaður skattalækkunar, og til- kynnti að stjórnin heföi nú ákveðið aö falla frá marglofaöri lækkun tekjuskatts um 400 miljónir! Þar meö hefur Sjálfstæöisflokkurinn náö þeim sérstæöa áfanga aö hafa brotið öll kosn- ingaloforðin frá 1983. Flokkurinn, sem lofaöi aö lækka, og síðar útrýma tekjuskatti, hefur nú forgöngu um aö hindra aö lækkunarloforð nái fram aö ganga. Og til aö gera fáránleika þessa absúrdleikrits enn sterkari er þaö svo Þorsteinn Pálsson, gamli skattalækkunarklifarinn, sem er látinn tilkynna gjörninginn! Þetta kann aö hljóma einsog gamall og lúinn farsi í eyrum marga. Hins vegar var þetta mjög í stíl viö annað sem kom fram viö afgreiðslu fjár- laganna. Tökum dæmLupphæðin sem í fjárlögum er veitt til Lánasjóös íslenskra námsmanna er aö minnsta kosti 200 miljónum minni en þarf til aö veita lán til námsmanna aö óbreyttum reglum. Meö þessu er auðvitað stefnt að því aö hrekja frá námi fjölda manna, einmitt á tímum þegar þekking og menntun ákvaröar aö verulegu leyti afkomu þjóöa. Þó er mun lægra hlutfall mennta- manna í atvinnulífi íslendinga en meö mörgum öörum þjóöum, sem einmitt standa á hærra tekjustigi en viö. Og þaö skaðar ekki aö minna á, aö lán til námsmanna eru aö fullu verö- tryggö. Eitt af markmiðum nýrra fjárlaga á aö vera, aö ekki veröi meira tekiö af erlendum lánum af opinberum aöilum, en sem nemur „afborgunum eldri gengisbundinna lána“, einsog sagöi í greinargerð meö frumvarpinu. Geir Gunnars- son hefur þó sýnt fram á, aö afborganir á næsta ári af eldri lánum opinberra aöila munu veröa 2,9 miljarðar en fyrirhugaöar erlendar lántökur næsta árs hins vegar 3,7 miljaröar. Þannig munu nýjar lántökur fara verulega fram úr af- borgunum eldri lána, og baggi erlendra skulda mun því enn vaxa og þyngjast. Þaö vantar sárlega fjárframlög til aö Ijúka skólum, sjúkrahúsum og til aö byggja heilsu- gæslustöðvar út um allt land. Um það eru flestir sammála. Er þá ekki nöturleg staöreynd, aö óstjórnin í fjármálum ríkisins er orðin slík, aö einungis vaxtagreiöslur af auknum fjárlagahalla þessa árs, eru meiri en nemur öllum fram- lögum til einmitt bygginga skóla, heilsugæslu- stööva og sjúkrahúsa? Fjárlagahallinn er auövitaö farsi útaf fyrir sig. Þaö er hollt aö rifja þaö upp, aö Geir Gunnars- son sagöi einmitt í fyrra, viö afgreiöslu fjárlaga þess árs sem nú er að Ijúka, aö fjárlagahallinn yröi ekki 750 miljónir einsog ríkisstjórnin sagöi þá, heldur yröi hann 2 miljarðar. Raunin varö auövitaö sú, aö Geir hafði betra vit á fjármálum stjórnarinnar en stjórnin sjálf, því fjárlagahallinn varö 2,5 miljarðar. Stjórnarliöar heföu því gott af aö ganga í læri til Geirs til aö skilja þau fjárlög sem þeir voru aö samþykkja fyrir jólin. Sjálfir telja þeir aö fjár- lagahallinn verði „ekki nema“ 1800 miljónir. Geir Gunnarsson telur hins vegar aö hann veröi að minnsta kosti um 2,5 miljarðar. Og þá er spurt: hvar á aö taka peningana? Væntanlega meö því aö fara aö fyrri ráöum Þorsteins Pálssonar og fá mismuninn aö „láni“ hjá Seðlabankanum. Þannig ætlar Sjálfstæöis- flokkurinn enn aö fara þá gömlu leið aö prenta seðla og auka erlendar skuldir. Er nema von þó illa fari. - ÖS. Ó-ÁUT DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófartcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Siaríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. UtbreiÖ8lustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.