Þjóðviljinn - 28.12.1985, Síða 6
Til viðskiptamanna
banka og sparisjóða.
Lokun 2. janúar
og eindagi víxla.
Vegna áramótavinnu veröa afgreiöslur
banka og sparisjóða lokaöar fimmtudaginn
2. janúar 1986.
Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót
liggjaframmi í afgreiðslum.
Reykjavík, 13. desember 1985
SAMVINNUNEFND
BANKA OG SPARISJÓÐA
Blaðberar óskast
í Hafnarfjörð í gamla vesturbæ
og í
Garðabæ í Tún og Mýrar.
DJÓÐVILJINN
Styrkur til háskólanáms
í Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi tram styrk handa íslenskum
stúdent eöa kandídat til háskólanáms í Noregi háskólaáriö 1986-87. Styrktim-
abiliö er níu mánuöir frá 1. september 1986 að telja. Til greina kemur aö
skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur 3.900,- n.kr. á mánuði.
Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár
viö háskóla utan Noregs.
Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum prófskírteina og meðmælum,
skalkomiðtilmenntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 1.
febrúar n.k.- Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
19. desember 1985.
Jólafundur SÍNE
verður haldinn kl. 14 laugardaginn 28. desember í
Félagsstofnun stúdenta. Jólafagnaður um kvöldið á
sama stað.
Blaðburðarfólk | / 4 * ress.'
Ef þú ert morgunh
Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljaiis, sími 681333
Laus hverfí:
Seltjarnames, Grandi, Hverfisgata, Laugavegur efri hluti, Fossvogur, Hamraborg.
L f>aö bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviqann BefmUad
________MINNING________
Geir Jónasson
bókavörður
fœddur 5. sept. 1909 - dáinn 12. des. 1985
Geir Jónasson fyrrverandi
bókavörður andaðist hinn 12.
desember 76 ára að aldri. Hann
fæddist á Akureyri 5. september
1909. Foreldrar hans voru Jónas
Gunnarsson trésmíðameistari,
sem var af eyfirsku kyni, og kona
hans Sigríður Porkelsdóttir,
sunnlenskrar ættar, sem átti í
ættir fram að telja til hinna stór-
látu sýslumanna Norðmýlinga,
þeirra sem tóku þar völd á önd-
verðri 18. öld og héldu um aldar-
skeið.
Geir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
árið 1930 og meistaraprófi í sagn-
fræði frá Oslóarháskóla sex árum
sfðar. Þegar hann kom heim frá
námi var kreppa og atvinnuleysi í
landi og fátt til fanga ungum
sagnfræðingi. Næstu árin fékkst
hann nokkuð við útgáfu bóka og
kenndi um skeið við Gagnfræða-
skólann á Akureyri auk ýmislegs
annars og sat þá í stjórnarnefnd
Amtsbókasafnsins. Arið 1944 var
hann bókavörður við Lands-
bókasafn íslands, en kenndi jafn-
framt nokkur ár við Verslunar-
skólann. Starfi sínu við Lands-
bókasafnið gegndi hann í 28 ár
eða uns hann réðst forstöðumað-
ur Borgarskjalasafns Reykjavík-
ur 1971. Þá var orðið skammt til
starfsloka og þrekið að bresta.
Með komu Geirs í Landsbóka-
safn má í rauninni telja starfsferil
hans hefjast. Þar markaði hann
sér þann vettvang sem hann vék
ekki af bestu og starfsömustu ár
ævinnar. Hann reyndist ham-
hleypa til verka og svo aðsætinn,
að oft vann hann jafnt á helgum
dögum sem virkum. Eins og
vænta mátti var áhugasvið hans
tengt sögu og félagsfræði og
öllum þeim greinum er þau mál-
efni snerta. Geir gerðist stórlega
fróður um bækur á því sviði, og
þar sem maðurinn var hjálp-
samur og greiðvikinn var þægi-
legt að leita til hans um fræðslu.
Hygg ég að ýmsir minnist þess
enn, hve handhægt er að grípa til
slíks manns í stærsta bókasafni
landsins. Af löngum samstarfs-
ferli er mér það kunnugt, að
margir leituðu til Geirs sér til
fræðslubóta, ef um vandasöm
verkefni var að ræða, og furðu oft
gat hann vísað til vegar um frum-
skóga heimildanna. Hitt var þó
ekki minna, hve mikla alúð Geir
lagði við að efla bókakost
safnsins, ekki síst að undirstöðu-
ritum, og mun safnið bera þess
lengi minjar. Annað mál er það,
að sumum kann að hafa þótt
hann helsti mikill einstefnumað-
ur og húmanisti í bókavali sínu og
vanmeta raunvísindi, enda tók nú
Háskólabókasafn að viða að sér
og auka bókakost í þeim fræðum.
Þannig myndaðist nokkur verka-
skipting milli safnanna.
Auk þess átti Geir löngum
drjúgan þátt í erlendu bókavali
safnsins og annaðist prentskil, og
var það eitt fyrir sig ærið verk-
efni, þegar prentsmiðjum fjöl-
gaði og bókagerð færðist nær
heimilisiðnaði í bílskúra og önnur
smáhýsi. Um langt skeið vann
hann að heildarskrá um íslensk
blöð og tímarit, þar sem hverju
blaði og hefti var lýst fyrir sig og
rakin öll afbrigði. Skrá þessari
lauk hann aldrei og liggur hún í
drögum til frekari úrvinnslu. Að
öðru leyti fékkst Geir ekki mikið
við ritstörf.
Sú náttúrugáfa sem Geir hlaut
af mestu örlæti var frábært minni,
og þar réðust skapanornirnar
(sennilega heilarýrnun) til atlögu
fyrst og um aldur fram. Upp frá
því varð hann eins og skuggi af
sjálfum sér, þrotinn að andlegum
og líkamlegum burðum og
dauðinn eina líknin, og hann
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
kemur ekki alltaf af skyndingu.
Síðustu árin urðu honum hörð,
uns óminnið breiddi yfir allt.
Leiðir okkar Geirs lágu fyrst
saman sem unglinga fyrir nær
sextíu árum. Þá tókust með okk-
ur þau kynni sem aldrei rofnuðu.
Síðar urðum við samverkamenn
á þriðja tug ára og oft var ég gest-
ur á heimili hans. Kynni okkar
voru því löng og góð og samvinna
hin besta. Hann gat raunar orðið
dálítið snefsinn ef svo bar til og
þótti mér þá sem fyrir brygði
þótta og kappi hinna ríkilátu
Krossvíkinga, forfeðra hans, en
þetta jafnaðist óðar en varði. Hitt
fæ ég aldrei skilið, og kann þó að
renna grun í það, hvers vegna
Geir valdi þann kost að hverfa frá
bókasafni til annarra starfa og
þótti sem honum segði fyrir.
Geir var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Svava Stefánsdótt-
ir, ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau
skildu. Síðar kvæntist hann
Kristínu Jónasdóttur frá Stuðlum
í Reyðarfirði og lifir hún mann
sinn, hin ágætasta kona, sem
studdi Geir eftir megni í bágind-
um síðustu áranna. Við Sigrún
sendum henni og öðrum aðstand-
endum innilegustu samúðar-
kveðju.
Haraldur Sigurðsson.
Nú 12. desember lést hér í
Reykjavík Geir Jónasson sem
seinast gegndi embætti borgar-
skjalavarðar og var þá endi bund-
inn á langt og strangt sjúkdóms-
stríð. Geir Jónasson var fæddur á
Akureyri 5. sepetember 1909,
sonur hjónanna Sigríðar Þorkels-
dóttur og Jónasar Gunnarssonar
trésmíðameistara. Geir varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1930, stundaði nám í
sagnfræði við Háskólann í Osló
og lauk þaðan magistersprófi
1936. Eftir heimkomuna var
hann við ýmis störf á Akureyri,
samdi m.a. minningarrit um 30
ára starfsemi Ungmennafélags
fslands og kom sú bók út 1938.
Geir fluttist til Reykjavíkur og
var megin starfsvettvangur hans
þar í Landsbókasafni íslands, eða
frá 1944 til 1. júní 1971. Þá tók
hann við starfi borgarskjalavarð-
ar og gegndi því til 1976 eða svo
lengi sem heilsan leyfði. Einnig
stundaði Geir ýmis önnur störf,
má þar nefna stundakennslu við
Verslunarskóla íslands og störf
við bókasafn Dagsbrúnar.
Ég hef heyrt að Geir hafi verið
ráðinn að Landsbókasafni af pól-
itískum ástæðum. Sósíalistar
hefðu viljað koma sínum
mönnum þar að. Ekki veit ég
sönnur á þessu, en eitt er víst, að
Geir skilaði þar vel verki sínu og
var þar einn af burðarásum um
langa hríð. Um sósíalista segja
stundum illar tungur, að þeir geri
meiri kröfur til annarra en sjálfra
sín. Ekki ætla ég að reyna að
dæma um réttmæti þessarar
kenningar, en hún sannaðist ekki
í það minnsta á Geir Jónassyni.
Hann sem sannur sameignarsinni
lét hagsmuni safnsins ganga fyrir
öðru.
í Landsbókasafni stundaði
Geir margháttuð störf. Hann sá
um að lögboðin eintök bærust
safninu úr prentsmiðjum. Getur
oft orðið snúningasamt og taf-
samt að koma öllu í hús og fylla í
skörðin, t.d. í blöðum og tímarit-
um. Við þetta var Geir
óþreytandi og tókst oft að fylla
tímarit, stundum löngu síðar.
Kom sér þá vel mjög sterkt
minni. Jafnhliða þessu vann Geir
að nákvæmri skrá um íslensk
tímarit frá upphafi þeirra 1773.
Er mikill skaði, að þessu verki
hefur ekki verið lokið og það gef-
ið út. Geir fékkst einnig mikið við
aðföng erlendra rita og var hann
að sumu leyti fróðari um erlendar
bækur en íslenskar. Við þau að-
föng kom að miklu gagni staðgóð
menntun hans erlendis í húman-
ískum greinum. Sumum þótti
hann jafnvel of duglegur í vissum
greinum félagsfræði, en það
dæma aðrir endanlega síðar. Geir
hafði oft á orði er talað var um
erlend rit: „Þetta verður að vera
til“. Fyrir vikið eru ýmis sígild rit
til sem ella skorti. Mun lengi að
öllum þessum aðföngum búa.
Þetta var þó aðeins hluti af störf-
um Geirs í Landsbókasafni; hann
bjó m.a. bækur í hendur bók-
bindara. Stundum var sagt, að
Geir ræki Landsbókasafnið sem
einkabókasafn. Því fylgja kostir
og gallar, en kostirnir verða meiri
er frá líður. Er slíkt hátterni þá
ekki af hinu góða?
Geir minntist oft á það, að sér
hefði ekki verið tekið vel, er hann
kom á bókasafn sem unglingur.
Hann vildi því ekki að slíkt kæmi
fyrir aðra. Þess fékk sá sem þetta
ritar að njóta. Þegar ég kom til
Reykjavíkur, feiminn sveita-
drengur um fermingu, fyrir um
það bil þrjátíu árum, lagði ég leið
mína á Landsbókasafnið. Mér
var sagt að tala við bókavörð sem
ættaður var úr sveit minni. Þegar
til átti að taka hafði ég ekki upp-
burði í mér til þess. Ég rakst þá á
Geir Jónasson, sem leiddi mig
víða um sali, og ég man eftir
ýmsu, sem hann sýndi mér þar.
Síðar átti ég eftir að starfa með
honum í Landsbókasafni og
reyndist hann mér alltaf hjálp-
samur og ótal fleirum. Hann var
fyrir mínum sjónum höfðingi í
reynd.
Geir var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Svava Stefánsdótt-
ir, en þau slitu samvistum. Seinni
kona hans var Kristín Jónasdótt-
ir, sem lifir mann sinn. Hún mátti
horfa upp á að sjá þennan minn-
uga og starfsama mann missa
minni, starfsþrek og loks vera
árum saman út úr heiminum.
Henni skulu að lokum færðar
samúðarkveðjur.
Einar G. Pétursson
Er ekk!ll!áírifandl?
öð ge
fflSÍ
DJÓÐVIIJINN