Þjóðviljinn - 28.12.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Blaðsíða 7
Ár œskunnar Hefur eitthvað gerst? f upphafi ársins sem nú er senn á enda höfðu menn uppi stór orð um að bœta hag œskufólks. Stjórnmálamenn og aðrir fullyrtu hver upp í annan að œskan œtti að erfa landið og því þyrfti að hlúa vel að henni líkt og trjágróðrinum á ári trésins. Skipaðar voru nefndir á nefndir ofan og alls kyns uppá- komur skipulagðar til að vekja at- hygli á œskufólki, störfum þess og leik. En nú þegar þetta 12 mánaða skeið er á enda er rétt að stinga ögn við fótum og spyrja krakkana sjálfa hvað hafi í raun áunnist. Glœtan fór á stúfana og hitti nokkra unglinga að máli og lagði fyrir þá ofangreinda spurningu. Berglind Ármannsdóttir, 19 ára af- greiðsiustúlka: Það hefur ekkert verið gert, alla- vega hefur þá lítið borið á því. Ég held það vanti ekki staði fyrir unglinga yngri en 16 ára, félags- miðstöðvarnar eru mest fyrir þá og ég er ekki viss um að það vanti staði fyrir heldur eldri unglinga, vantar frekar stemmningu. Ég hef ekki orðið vör við að það væri sérstaklega erfitt fyrir ung- linga að fá vinnu en ég held að það sé dálítið atvinnuleysi núna en það er almennt og ekki bundið við ákveðinn aldurshóp. Guðmundur Arnarson, 14 ára nemi: Mér finnst hafa verið gert mjög mikið fyrir okkur á ári æskunnar. Við getum tekið karnivalið í Höllinni sem dæmi og í þessum skóla getur fólk mætt á hverju fimmtudagskvöldi. Svo voru skátarnir með félagsmiðstöð hérna og það á víst að opna hana aftur. Það er líka jákvætt að það verði opnuð félagsmiðstöð í KR- heimilinu. En það ætti kannski að gera meira fyrir krakka sem eru yngri en 16 ára og svo sting ég upp á að það verði líka ár barnanna yngri en 10 ára. Ragnheiður Skúladóttir, 15 ára nemi: I raun og veru hefur ekkert verið gert. Til dæmis þessi sjónvarps- þáttur, hann var bara til að bjarga þessum köllum fyrir horn. Þeir sögðu ekkert, bara já við öllu sem krakkarnir sögðu. Við fórum líka með undirskriftarlista til borgar- stjóra þar sem við fórum fram á lækkun fargjalda með strætó og ekkert kom út úr því. Það sem liggur mest á er að opna geðdeild fyrir unglinga og stað fyrir afbrotaunglinga og það þarf að vinna meira fyrirbyggj- andi starf og sýna einhvern lit í þessum málum. Mér finnst ömurlegt hvernig að þessu ári æskunnar hefur verið staðið og tek undir þau orð að góðir pólitíkusar sinni líka þeim sem eiga að kjósa seinna, ekki bara þeim sem eru komnir á kosningaaldur. Helga Sveinsdóttir, 15 ára nemi: Það hefur eitthvað verið gert en ekki mikið. Og til dæmis borgar- stjórnarfundur unglinga fékk sama og enga umfjöllun í fjöl- miðlun. Það mætti opna staði fyrir unglinga sem hafa lent í afbrotum eða eru í fíkniefnum. Ég held að það séu til peningar til að gera ýmislegt og ég er til dæm- is með nokkrar sparnaðartillög- ur, eins og það að borgarstjórnar- fulltrúar borgi bílana sína sjálfir og hætt sé að eyða peningum í veislur borgarstjóra. Einnig mætti stoppa allar fjárveitingar til Tjarnarskólans og það hefði mátt setja íslenskt grjót á Laugaveginn í staðinn fyrir rándýrt portúgalskt grjót. Magnea Lena Björnsdóttir, 18 ára afgreiöslustúlka: Mér finnst lítið hafa verið gert. Það hefði mátt leggja áherslu á félagslíf unglinga. Félagsmið- stöðvarnar eru ágætar en þær eru eiginlega takmarkaðar við vissan aldur. Það er ekki til neinn staður þar sem unglingar til dæmis eldri en 16-17 ára geta hist. Það þyrfti líka að gera eitthvað í atvinnumálum, til dæmis koma á fót sérstakri atvinnumiðlun fyrir unglinga því það er erfitt að fá vinnu ef maður er ekki orðinn 18 ára. Atvinnumiðlunin þar sem hægt er að sækja um unglinga- vinnu er bara starfandi á vorin og miðast við þá sem fara í unglinga- vinnuna á sumrin. Árni Árnason, 15 ára nemi: Mér finnst ekki mikið hafa verið gert, það mætti gera meira og sýna einhvern lit, til dæmis opna fleiri staði fyrir unglinga. Einnig í sambandi við vinnu, það er erfitt að fá vinnu og ef maður fær vinnu er það yfirleitt í gegnum klíku. Það er sennilega nógar félags- miðstöðvar í Reykjavík en af hverju ekki einhverjar fleiri út á landi? Þóra Hjaltadóttlr, 14 ára nemi: Það hefur mjög lítið verið gert fyrir unglinga á ári æskunnar. í sambandi við félagslíf hefur þó ýmislegt verið reynt eins og með Óðal í haust en allt lagst niður aftur. Það vantar félagsmiðstöð hér í vesturbæinn en hún á víst að koma um áramótin. Mér finnst vanta staði þangað sem krakk- arnir geta farið. Það sem hefur verið gert og er jákvætt er til dæmis svona umræðuþættir eins og voru í sjónvarpinu um og með unglingum. Særún Samúelsdóttir, 13 ára nemi: Það hefur ógeðslega lítið verið gert. Það ætti að gera meira, opna fleiri staði fyrir unglinga hafa meira í sjónvarpinu fyrir okkur, til dæmis Skonrokk einu sinni í viku og fleiri tónlistar- þætti. Það mætti líka hafa beinar útsendingar frá popptónleikum í staðinn fyrirsinfóníutónleika. En það hefur líka eitthvað verið gert eins og til dæmis halda borgar- stjórnarfund unglinga, það fannst mér mjög gott. Reynir Jóhannesson, 14 ára: Það hefur ýmislegt verið gert eins og karnivalið uppí Höll, þó mér þætti það ekkert spes. Það mætti líka opna fleiri félagsmiðstöðvar eða æskulýðshöll. Ég vildi líka að kennsluháttum í skólum yrði breytt og okkur krökkunum yrði leyft að taka meiri þátt í tímum, að heimalærdómur yrði minni og enginn um helgar. Sævar Einarsson, 15 ára af- greiðslumaður: Ég veit það nú ekki hvort eitthvað hefur verið gert fyrir unglinga á ári æskunnar. Meiri- hluta ársins var ég fyrir norðan en mér finnst ástandið ágætt hér í Reykjavík. Það mætti þó hafa fé- lagsmiðstöðvarnar opnar lengur um helgar. Ástandið í atvinnu- málum unglinga er ekki gott, það er erfitt að fá vinnu og ntér finnst tvímælalaust að það mætti bæta úr því. Laugardagur 28. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.