Þjóðviljinn - 28.12.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Árni Egilsson, 15 ára nemi: Það hefur ekki mikið verið gert. Mér finnst að það þyrfti að gera eitthvað í sambandi við atvinnu- mál unglinga fyrst og fremst. Ég held að félagslíf sé allt í lagi og nóg um að vera fyrir unglinga til dæmis í skólunum, og félagsmið- stöðvarnar eru ágætar. Guðný Ólafsdóttir, 14 ára nemi: Mér finnst ekkert sérstakt hafa verið gert. Við krakkarnir getum aldrei farið neitt og það þyrfti að gera miklu meira, eins og til dæmis opna fleiri félagsmið- stöðvar fyrir okkur. Óthar Edvards, 14 ára nemi: Mér finnst lítið sem ekkert hafa verið gert á ári æskunnar og ég vildi að það yrðu opnaðir að minnsta kosti tveir skemmtistaðir fyrir unglinga og æskuiýðshöll. Ég vildi líka að það væri enginn heimalærdómur um helgar. Atli Sævarsson, 13 ára nemi: Ja, það hefur voða lítið verið gert fyrir unglinga á þessu ári, lítið meira en vanalega. Það mætti hafa verið meira gert til dæmis á vegum æskulýðsráðs, eins og að halda böll og skemmtanir. Magnús B. Kærnested, 19 ára nemi: Eitthvað hlýtur að hafa verið gert þó það sé kannski lítið. Ég veit að á hinum Norðurlöndunum var mest gert í sambandi við atvinnu unglinga svo það er kannski eðli- leg skýring á því hvers vegna lítið var gert í málum unglinga hér á ári æskunnar því hér er lítið atvinnuleysi. Ég veit heldur ekki hvert var markmiðið með þessu ári, jú það var prentaður alls kon- ar áróður á mjólkurfernur. Það er erfitt að svara því hvað hefði átt að gera. Helst hefðum við átt að fá að gera eitthvað sjálf og fá að taka þátt í því sem er að gerast í kringum okkur. í sam- bandi við það sem reynt var að gera á ári æskunnar fannst mér skorta á samstarf íslands við hin Norðurlöndin, það má taka Nordjobb sem dæmi. Einar Traustason, 19 ára nemi: Það hefur frekar lítið verið gert, að minnsta kosti hefur maður ekki tekið neitt æðislega eftir því. Ég hefði gjarnan viljað að eitthvað hefði verið gert í sam- bandi við ferðalög til Norður- landanna, til dæmis lækka far- gjöldin þannig að auðveldara yrði að ferðast. Ég veit að það voru einhver æskulýðssamtök með undirskriftasöfnun til að fá fargjöldin lækkuð en það kom ekkert út úr því. Hvort eitthvað hefði átt að gera í sambandi við félagslíf unglinga þá held ég að það sé ekkert sem yfirvöld geta nema þá kannski fyrir yngri ungiinga. Það vantar staði fyrir unglinga 16 ára og yngri. Hvort ekki hafi verið þörf á ári æskunnar? Ég veit það ekki, það ríkir svo sem ekkert neyðará- stand í málum unglinga á fslandi. Axel Viðar Hilmarsson, 20 ára nemi: Ég er nú kannski of gamall til að meta það hvort eitthvað hafi ver- ið gert á ári æskunnar. Það hefur þá allavega ekki verið neitt merkilegt. Það sem hefði mátt gera er að auka atvinnutækifæri fyrir unglinga, þá á ég fyrst og fremst við sumarvinnu skóla- fólks. Láta það gera eitthvað gagnlegt en ekki eins og í ung- lingavinnunni sem virðist mest vera leikur enda kaupið eftir því. Það er algjör klíkuskapur ef fólk fær einhverja almennilega vinnu og það er dýrt til dæmis að byrja í menntaskóla. Einnig er erfiðara að fá vinnu þegar maður fer að nálgast tvítugt. Hvað varðar úrbætur í sambandi við félagslíf unglinga var til dæm- is enginn félagsmiðstöð í þeim bæjarhluta þar sem ég ólst upp. Maður gerði lítið annað í skemmtanalífinu en að sjá allar' myndir sem voru í bíó. Á ári æskunnar hefur mest verið rætt um úrbætur í sambandi við félags- og skemmtanalíf unglinga en ekkert verið komið inná samfélagsleg vandamál sem koma upp þegar foreldrar hafa svona lítinn tíma til að sinna upp- eldishlutverkinu, þar sem þeir eru yfirleitt bundir í öðru;það er að segja þurfa að vinna úti langt fram á kvöld til að hafa í sig og á. Mér finnst að það þyrfti að taka þetta sérstaklega fyrir. Skjóttu þínum manni é stjörnuhimininn 12gerðirafflugeldum sem tileinkaðir eru stórsprengjum stjórnmálanna. Skjóttu þínum uppáhalds stjórnmálamanni upp á stjörnuhimininn. ITI FLUGELDAMARKAÐIR ■■ ■HJÁLPARSVEITA SKÁTA Jón Baldvin Hannibalsson Matthías Á. Mathiesen Steingrímur Hermannsson Albert Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.