Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 9
Sjónvarp Þegar kœrleikurinn verður fjarstœðukenndur Bleikar slaufur eftir Steinunni Sigurðardóttur 1 Dásamlegt sakleysi, peningar eru bara bréf. Guðlaug María Bjarnadóttir og Eggert Þorleifsson. Hvernig getur vel meinandi kristilegur náungakærleikur getiö af sér morð og upplausn fjölskyldunnar? Hann getur það því miður í þjóðfélagi þar sem harðduglegt fólk á það á hættu að verða geggjað af því að reyna að byggja sér þak yfir höfuðið. Hann getur það í þjóðfélagi þar sem peninga- hyggjan er allsráðandi og hef- ur síðasta orðið um það hvort fólk á einhvern möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi og halda sjálfsvirðingu sinni. Þessum boðskap tókst Steinunni Sigurðardóttur og kompaníi að koma til skila á snjallan hátt í sjónvarpsleikritinu Bleikum slaufum sem frumsýnt var á annan dag j óla í sjón varpinu okkar. Með því að stilla saman tveimur andstæðum í þeim fjöl- skyldum sem voru í leikritinu tókst að sýna hvernig kristilegur náungakærleikur, í orðsins fyllstu merkingu, getur orðið fjarstæð- ukenndur við vissar aðstæður. Tvenn ung hjón flytja inn í nýj- ar íbúðir verkamannabústaða. Fjölskyldurnar eru stórar og fara stækkandi. í öllu því brjálæði sem fylgir því að kaupa íbúð verður önnur fjölskyldan heppin. Hún vinnur stóra vinninginn í happ- drættinu. Hjónakornin, Helgi og Margrét, hafa haldið sinni sak- lausu barnatrú og eru yfirgengi- lega góðhjörtuð. Þeim finnst því ekkert annað koma til greina en að gefa þeim Guðmundi og Erlu væna sneið af kökunni. Einsog Helgi segir þegar hann afhendir Erlu þykkt seðlabúntið, „Þetta er fundið fé.“ Þau eigi ekkert meiri rétt á þessu en Erla og hennar fjölskyida. En þessi gæska hefur afdrifa- ríkar afleiðingar. Guðmundur er á sjúkrahúsi og Erla ræður ekki við það að fá slíkar fjárhæðir upp í hendurnar. Allt það sem býðst fyrir peninga gerir hana ringlaða. Og það bætir ekki úr skák að Erla er dálítið fyrir sopann. Þarna eru sem sagt tvenn gjörólík hjón, Helgi og Margrét með grátkíökkar Jesúmyndir upp á vegg og síðan Erla og Guð- mundur sem eru hert í eldi hvers- dagsleikans. Auðvitað eru per- sónur og atburðarás dálítið ýkt en ýkjurnar falla vel saman við boð- skap verksins. Þær aðstæður sem fólkið er í eru fjarstæðukenndar. Það er fjarstæðukennt að þurfa að vinna þrefalda vinnu til þess að halda uppi heimili. Og leikararnir fara geysilega vel með þessi erfiðu hlutverk. Það er vitað mál að eitt erfiðasta hlutverk sem nokkur leikari get- ur fengið er að leika algóða manneskju. Algott fólk er yfir- leitt hræðilega leiðinlegt og svip- laust. En sú lúmska hæðni sem er í verkinu hjálpar leikurum mikið. Eggert Þorleifsson og Guðlaug María Bjarnadóttir fara með hlutverk englabossahjónanna Helga og Margrétar sem geta ómögulega séð neitt vont í fólki, fyrirgefa allt. Þegar Erla (Edda Björgvinsdóttir) forfærir þannig sakleysingjann, Helga á billjarðborðinu getur Margrét ekki annað en vorkennt hennu Erlu sem á svo erfitt með sig. Edda Björgvinsdóttir og Harald G. Haralds leika harðsoðnu hjónin og þau mynda svo til fullkomið mótvægi við yfirgengi- legt sakleysi og góðmennsku Eggerts og Guðlaugar. Edda leikur mátulega groddalega og Harald nær góðum tökum á þreytta eiginmanninum, Guð- mundi. Eggert Þorleifsson sýnir stöðugt á sér nýjar hliðar. Að- lagar sig nýjum miðlum og ólík- um leikaðferðum eins og ekkert sé. Það sama má eiginlega segja um alla leikarana. Þeir hafa allir verið í gjörólíkum hlutverkum upp á síðkastið en laga sig ein- staklega vel að þeim hófstillta leikmáta sem leikrit Steinunnar krefst. Ekki má gleyma Soffíu Jakobsdóttur í gervi hinnar snobbuðu systur Helga. Hressi- legt innlegg hennar gefur ádeilunni á peningahyggjuna og það tvöfalda siðgæði sem hún leiðir af sér, aukið vægi. Þá er það leikstjórinn, Sigurð- ur Pálsson sem á auðvitað mestan heiðurinn af því að kaldhæðni Steinunnar kemst svo vel til skila. Hann á heiðurinn af því að leikritið leiðist ekki út þann farsa sem íslensk gamanleikrit í sjón- varpi lenda svo oft í. Þessi hóf- stillta leikaðferð á mikið undir því að vel sé farið með tímasetn- ingu, að jafnvægi haldist í verk- inu. Sá þáttur tókst afskaplega vel. Sigurður stýrði öðru verki eftir Steinunni í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum, Líkamlegt sam- band í vesturbænum, þar sem einmitt þetta tókst svo vel. Þessi taktur. að leyfa hófstilltri kaldhæðninni að njóta sín, áltón- listinni og tónlistarvalinu mikið að þakka. Það var t.d. ótrúlega vel til fundið að nota, „Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn" til að undirstrika yfirgengilega góð- mennsku þeirra Helga og Mar- grétar. Tónlistin öll undirstrikaði reyndar allan tímann hina marg- umtöluðu kaldhæðni. Efnisþráðurinn er að sumu leyti dálítið farsakenndur en leikarar fara aldrei út í farsastíl- inn. Halda sig yfirleitt á lágu nót- unum og þannig fellur uppsetn- ingin vel að boðskap verksins, gengur upp. En eitt er það í byggingu verks- ins sem gengur ekki alveg upp. Þegar Guðmundur kemur heim af spítalnum gengur hann inn í íbúð sem er á hvolfi. Erla hefur um nóttina verið með mikið sukksamkvæmi og ókunnugt fólk liggur sofandi um alla íbúð. Uppi í hjónarúminu liggur eiginkonan sofandi, hálfnakin, og par með henni. Guðmundi er auðvitað all nokkuð brugðið, dregur fram hníf og leggur í konu sína. Málið er að dramatískur atburður sem þessi hefur ekki fengið næga undirbyggingu. Athyglinni hefur lyrst og fremst verið beint að íbúðakaupaveseni þeirra hjóna, og tónninn hefur verið kald- hæðnislegur. Með þessu ástríð- umorði er dramatíkin skyndilega keyrð af stað. Að þessu leyti kemur morðið eins og skrattinn úr sauðarlegggnum. Slíkur at- burður hefur ekki verið undir- byggður sem skyldi. Það verður því nokkuð tómarúm í kringum þetta atriði. Leikritið endar síðan með því að Guðmundur er lagður inn á geðdeild og Helgi og Mar- grét taka að sér börnin. Þetta dramatíska morð skekkir nokkuð hlutföllin í verkinu. Boðskapur verksins sem hafði fram að þessu verið borinn fram með hófstilltri kaldhæðni verður skyndilega undir í þeirri snöggsoðnu dra- matík sem kemur fram undir lok leikritsins. Þessi dálítið brengluðu hlutföll breyta hins vegar ekki því að boð- skapurinn kemst til skila. Þegar Erla segir Guðmundi eignimanni sínum frá þeirri peningagjöf sem þau hafa fengið hefur Guðmund- ur það eitt að segja um það, að þau Helgi og Margrét séu einfald- lega klikkuð. Svona geri enginn og það sé best að halda þessu leyndu. Þetta kallar maður vel- heppnaða samfélagslýsingu. -IH Idór Ásgrímsson * Jón Helgason Ragnhildur Helgadóttir Árni Johnsen Sverrir Hermannsson Guðmundur J, Þorsteinn Pálsson Geir Hallgrímsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.