Þjóðviljinn - 14.01.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Síða 7
JóhannG. Jóhanns- son stjórnaöi kór Leikfélagsins og blásturskvintett sem lékmeðkórnumogí upphafi athafnarinnar. (lokinvarsungiðloka- lag úr „Ævintýri á gönguför" sem sýnt hefurverið oftaren nokkuðannað verká 89árasöguLeikfé- lagsins. Stefán Baldursson leikhússtjóri rakti sögu Leikfélagsins og húsbygging- armálsins í stuttu máli og afhenti borgarstjóra mynd af gömlu Iðnó frá Leikfélaginu fyrir dyggilega fram- göngu við byggingu Borgarleikhúss- ins. Sveinbjörn Sigurðsson húsasmíða- meistari bar hitann og þungann af uppsteypu hússins. Mikið fjölmenni var við lagningu hornsteinsins og var það mál manna að Hornsteinn lagður að Borgarleikhúsi athöfnin hefði verið bæði hátíðleg og skemmtileg. Fullur rekstur hefst 1988 Hornsteinn var lagður að Borgarleikhúsinu s.l. laugardag að viðstöddu mikiu fjölmenni. Borgarstjóri, Davíð Oddsson, lagði hornsteininn, kór Leikfé- lagsins söng ný og gömul lög, Hljómskálakvintettinn lék og Stefán Baldursson leikhússtjóri flutti ávarp. Áður en hornsteinninn var lagður rakti borgarstjóri bygging- arsögu hússins og lýsti gerð þess. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar og Þorsteinn Gunnarsson leikari og einn arkitekta hússins. Ljósm. Sig. Eins og fram hefur komið eru í því tveir salir.annar með 540 sæt- um á hallandi gólfi og hinn tekur 170-270 manns í sæti og er hægt að leika þar á ýmsa vegu eftir sætaskipan og stærð leiksvæðis. Gryfja er fyrir 50-56 hljóðfæra- leikara og sviðsbrún í stærri saln- um. í ræðu borgarstjóra kom fram að stefnt er að því að byrjað verði að leika í húsinu í sept. 1988. Athöfnin fór fram í anddyri hússins, sem er mjög rúmgott, 700 m2 salur sem rúmar fata- geymslu,veitingasölu o.fl. Allur aðbúnaður jafnt að áhorfendum sem starfsmönnum verður mjög góður, en jafnframt því sem leikstarfsemi verður í húsinu hef- ur Reykjavíkurborg afnot af því fyrir ráðstefnur og fundi. í hornsteininn var settur blý- hólkur með hornsteinsskjali þar sem fram kemur hverjir eiga sæti í borgarráði, bygginganefnd o.fl. auk þess var „Stofnskrá fyrir borgarleikhús“ frá 1975 undirrit- uð af þáverandi leikhússtjóra Vigdísi Finnbogadóttur og þáv. Davíð Oddsson borgarstjóri og jafn framt formaður bygginganefndar Borgarleikhússins ber sig fagmann lega að við lagningu hornsteinsins. borgarstjóra Birgi Isl. Gunn- arssyni sett í blýhólkinn, einnig teikningar af húsinu og afrit af fundargerð stofnfundar Leikfé- lags Reykjavíkur frá 11. janúar 1897. Næsta sumar á afmæli borgar- innar verður umfangsmikil tæknisýning í anddyri leikhússins og einnig verður leiksýning á litla sviðinu, þótt það verði ekki full- búið. í byggingarnefnd borgar- leikhúss eru auk Davíðs Odds- sonar, sem er formaður, Guð- mundur Pálsson leikari og Pórð- ur Þorbjarnarson borgarverk- fræðingur. Þriðjudagur 14. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.