Þjóðviljinn - 14.01.1986, Síða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsfmi: 81663.
Þriðjudagur 14. janúar 1986 10. tölublað 51. árgangur
DJÚÐVILJINN
Reykjavíkurborg
Drjúgur tekjustofn
143 miljónir í dráttarvexti. Tekjur borgarsjóðs af
dráttarvöxtumfóru 50% framúr áœtlun á nýliðnu ári
Dráttarvextir af vangreiddum
opinberum gjöldum eru að
verða ríki og borg drjúgur tekju-
stofn. Tekjur Reykjavíkurborgar
af dráttarvöxtum í fyrra fóru um
50% framúr áætlun; urðu 143
miljónir í stað 95 miljóna sem
áætlað var í upphafi árs.
Kristján Kristjánsson fjárhags-
áætlunarfulltrúi borgarinnar,
sagði í viðtali við Þjóðviljann að
skýringarinnar á þessari vanáætl-
un væri ekki aðeins að leita í
Höfn
Togari upp
á land
Sökkti áður 80 tonna
trébáti íhöfninni
Togarinn Þórarinn Daníelsson
frá Höfn á Hornafirði rak upp í
fjöru í gærkvöldi, en áður en
þangað kom hafði hann sökkt 80
tonna trébát í höfninni. Björgun-
araðgerðir hófust seint í gær-
kvöldi, en mikill sjór var kominn í
skipið.
Að sögn lögreglunnar á Höfn
bar þetta þannig að, að þegar
færa átti skipið fór eitthvað úr-
skeiðis í vél þess og slitnaði það
frá bryggju, rak þvert yfir höfn-
ina og rakst á bát með þeim af-
leiðingum að báturinn sökk. Það-
an rak togarann upp á land.
Versta veður var á Höfn þegar
þetta varð.
- gg-
Þríblöðin
Fundur
í kvöld
Málfundafélag
félagshyggjufólks efnir til
fundar í kvöld.
Samvinna
Blaðaprentsblaðanna á
dagskrá
Opinn fundur um sameiningu
og samvinnu dagblaðanna
þriggja ; Alþýðublaðsins, Tímans
og Þjóðviljans, verður haldinn í
kvöld, þriðjudaginn 14. janúar
kl. 20.30 að Hótel Hofi við Rauð-
arárstíg.
Frummælendur á fundinum
verða,
Svavar Gestsson, alþingismaður
og Bolli Héðinsson, hagfræðing-
ur.
Fundarstjóri verður Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson, hagfræð-
ingur.
Á fundinn mæta:
Össur Skarphéðinsson, ritstjóri
Þjóðviljans, Helgi Pétursson, rit-
stjóri Tímans og Sighvatur Björg-
vinsson, sem sæti á í útgáfustjórn
Alþýðublaðsins.
auknum vanskilum. „Þegar áætl-
unin var gerð í upphafi árs var
búist við lækkun vaxta“, sagði
hann, „eða að vextir myndu alla
vega standa í stað. Vextir voru
hins vegar hækkaðir og þar með
dráttarvextir".
Dráttarvextir eru nú 3,75% á
mánuði og ef litið er til þess að
Reykvíkingar skulda ríki og borg
Margeir, ánægður með sigurinn, titilinn og dótturina Elísabet sem skilur
hins vegar ekki neitt í neinu. Mynd: Sig.
Margeir Pétursson
Kom, sá
og
sigraði
Varð sigurvegari í
Hastings, fékk 9V2
vinning og er orðinn 5.
íslenski stórmeistarinn
Margeir Pétursson er kom-
inn í stórmeistaraklúbbinn ís-
lenska í skák. 9Vi vinningur á
skákmótinu í Hastings dugði
til þess. Hann kom til landsins
í gær og Þjóðviljinn náði tali
af honum. Var hann með titil-
inn í huga þegar hann fór á
mótið?
„Nei, eiginlega ekki. En ég
sleppti boði á 11 umferða mót
í ísrael vegna þess að Hastings
mótið var 13 umferðir, sem ég
þurfti til að ná þessum áfanga.
Þannig að kannski hef ég haft
þetta á bak við eyrað.
En mér gekk lygilega vel í
byrjun mótsins, vann þá
nokkra sterkustu keppend-
urna á mótinu í fyrstu skákun-
um og komst í eitthvert stuð.
Þá fór ég nú að sjá fram á það
að þetta væri mögulegt.
Nú, íslendingum hefur
alltaf gengið vel í Hastings,
Friðrik sló þarna í gegn fyrir
30 árum, Guðmundur sló
þarna í gegn ’74-’75 þannig að
kannski var þetta bara eðlilegt
framhald“, sagði Margeir.
- IH.
samtals um 1450 miljónir króna
af álagningu nýliðins árs er ljóst
að hér er um drjúga tekjulind að
ræða.
-ÁI
Danmörk
Sovétmenn
á hálum ís
Helsingjaeyri — Fjórum sovésk-
um diplómötum var í gær bjargað
af næfurþunnum ís á Esrum vatni
á Norður-Sjálandi. Þeir voru allir
með veiðistangir en að því er
virðist engin veiðileyfi.
íbúar í nágrenni vatnsins til-
kynntu um ferðir sovétmannanna
og voru björgunarsveitir sendar á
vettvang. Ekki varð þess vart að
mennirnir gerðu sig seka um
veiðiþjófnað og telja margir
sennilegra að þeir hafi haft meiri
áhuga á ratsjárstöð sem er í
grennd við vatnið en þeim kóðum
sem leynast kynnu undir ísnum.
—ÞH/reuter
Skák
Tal, Miles
Larsen...
Þrír tugir stórmeistara á
Reykjavíkurmótinu í
febrúar
Yfir sextíu skákmenn hafa þeg-
ar tilkynnt um þátttöku á Reykja-
víkurskákmótinu í næsta mán-
uði, og líklegt er að tala þátttak-
enda verði enn hærri þar sem
skráningarfrestur íslendinga er
ekki útrunninn.
28 stórmeistarar hafa látið skrá
sig til keppni, jrar á meðal skák-
stjörnurnar Mikaíl Tal (Sovét),
John Miles (Englandi) og Bent
Larsen (Danmörku), Efím Gell-
er (Sovét) og Bandaríkjamenn-
irnir Yassir Seirawan, Larry
Christiansen, Lev Alburt og
gamla brýnið Samuel Reshevsky,
Jim Plaskett hinn enski og ungur
lítt þekktur sovétmaður, Valerí
Saloff. Enn má nefna þá Ljubom-
ir Kavalek, Walter Brown og An-
atoly Lein frá Bandaríkjunum,
Júgóslavann Predrag, Nikolic,
Norska spútnikkinn Simon
Agdestein og Svíana Harry
Schussler og Lars Carlson.
Stórmeistarar úr hópi heima-
manna hafa allir tilkynnt um þátt-
töku að Friðriki Ólafssyni undan-
skildum, - en fregnir herma að
hann sé að hugsa sig um, og al-
þjóðlegu meistararnir Sævar
Bjarnason og Karl Þorsteins
verða einnig með í leiknum.
Mótið hefst 11. og lýkur 23.
febrúar. Verðlaunafé er samtals
34.400 dollarar bandarískir; 1.
verðlaun 12 þúsund dollarar
(u.þ.b. hálf milljón íslenskar
krónur) 2. verðlaun 8 þúsund
dollarar og svo framvegis niðrí
12. sæti sem gefur 100 dollara.
Teflt verður á Hótel Loftleiðum.
Þórshöfn
Sækja um niðurfellingu vaxta
Utgerðarfélagið á Þórshöfn sem villfá Kolbeinsey ÞH hefur óskað eftir niðurfellingu vaxta
á lánum aftogara sínum Stakfelli. Heimildsett innáfjárlög til að verða við þeirri ósk.
Þórshafnarmenn fengu á sínum tíma allt kaupverð Stakfellsins lánað
Asama tíma og útgerðarfyrir-
tækið á Þórshöfn, sem gerir út
togarann Stakfell ÞH, sækir það
af ofurkappi að fá togarann Kol-
beinsey ÞH, sem Húsvíkingar
áttu, frá Fiskveiðasjóði, þá fara
þeir framá að fá fellda niður vexti
af láni ríkisábyrgðarsjóðs, sem
þeir fengu þegar þeir keyptu
Stakfellið. Þegar útgerðarfyrir-
tækið fékk Stakfellið á sínum
tíma lánaði ríkisábyrgðarsjóður
80% af kaupverðinu en Fram-
kvæmdasjóður 20%.
Húsvíkingar bíða sem kunnugt
er milli vonar og ótta eftir
ákvörðun Fiskveiðasjóðs í dag,
um það hvort að þeirra tilboði í
skipið verður gengið, eða hvort
tilboðinu frá Þórshöfn verður
tekið en það er nokkuð hærra.
Þess má og geta að ástæðan
fyrir því að sótt er um niðurfell-
ingu vaxta af lánum Stakfellsins
er sú að þau skip sem Fiskveiða-
sjóður hafði lánað til, fengu slíka
vaxtalækkun, nema Kolbeinsey
og þau önnur skip sem boðin
voru upp í haust og Fiskveiða-
sjóður keypti. Þau fengu ekki
vaxtalækkunina vegna þess að
þau áttu ekki veð fyrir skuldum
skipa sinna.
-S.dór