Þjóðviljinn - 15.01.1986, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Qupperneq 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsfmi: 81663. Miðvikudagur 15. janúar 1986 11. tölublað 51. árgangur. DJÖÐVIUINN Seljahverfi Bensínstöð á ÍR-svæði Eftirhálfs annars árs dvala dúkkaði bensínstöð Olís við Stekkjarbakka upp í borgarráði ígœr. Samþykkt gegn atkvœði Alþýðubandalagsins. Hafa ÍR-ingar og íþróttaforkólfar Sjálfstœðisflokksins skipt um skoðun? Meirihluti borgarráðs sam- þykkti í gær að heimila Olíufélaginu hf. að reisa bensín- stöð við ÍR-svæðið í svokallaðri Syðri-Mjódd, beint á móti Alaska í Breiðholti. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarráði, Sigur- jón Pétursson var á móti en Krist- ján Benediktsson fulltrúi Fram- sóknar studdi meirihlutann enda er Olíufélagið eða Essó dótturfyr- irtæki Sambandsins. Harðar deilur urðu um þetta mál í borgarstjórn í júní 1984 og studdu Albert Guðmundsson og Júlíus Hafstein þá tillögu Al- þýðubandalagsins um að vísa málinu til umsagnar ÍR, íþrótta- ráðs íbúa Seljahverfis og umferð- arnefndar. Málið lenti í biðstöðu hjá borgarráði skömmu síðar og hefur ekkert til þess spurst fyrr en í gær, en stjórn IR mótmælti stað- setningu bensínstöðvarinnar harðlega í lok júní 1984. Svæðið sem hér um ræðir er svokallað „grænt“ svæði á skipu- lagi og er ætlunin að þarna rísi stórt íþrótta- og útivistarsvæði fyrir Breiðholtsbúa. ÍR hefur hluta af svæðinu og hefur látið gera þar nýjan völl og mun bens- ínstöð að mati flestra skapa aukna hættu fyrir þau fjölmörgu börn sem leita inná íþróttasvæðið yfir Stekkjarbakkann. Bensín- stöðin er hins vegar samþykkt nú Borgarstjórn Maraþon- fundur annað kvöld Fjárhagsáætlun, flugvöllur ogfjöldi ágreiningsmála r Amorgun verður önnur og síðari umræða í borgarstjórn Reykjavíkur um fjárhagsáætlun þessa árs en í fyrra lauk fjárhags- áætlunarfundinum laust fyrir klukkan átta næsta morgun. Bú- ast má við að hið sama verði uppi á teningnum nú. Síðari umræða um fjárhagsá- ætlun tekur venjulega 4-6 klukkutíma og verður áreiðan- lega ekki í styttra lagi núna á kosningaári. Þá tekur atkvæða- greiðslan sjálf 2-3 klukkutíma því fjölmargar breytingartillögur liggja fyrir frá minnihlutaflokk- unum og einnig lagfæringar frá meirihlutanum frá því í fyrri um- ræðu. En áður en til alls þessa kemur má búast við löngum um- ræðum um fjölmörg ágreinings-, mál sem fyrir þessum sama fundi liggja, þeirra á meðal um að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi með nýju deiliskipulagi og um stjórn- arkjör borgarstjóra í Granda hf. Borgarfulltrúar verða því vænt- anlega orðnir framlágir þegar fundi lýkur á föstudag en hann hefst á morgun klukkan 17. _Ái samkvæmt 16 ára gömlum samn- ingi olíufélaganna um skiptingu Breiðholts á milli sín. Samkvæmt honum skyldi Shell eiga efra- Breiðholt, Olís hið Neðra, en Essó Seljahverfi. Tvær bensín- stöðvar eru innan við kílómeters fjarlægð frá hinni fyrirhuguðu Essó-stöð. Málið verður tekið fyrir í borg- arstjórn á morgun, fimmtudag. - AI. Fiskveiðasjóður Kolbeinsey til Húsavíkur? Líklegt talið að Útgerðarfélag Akureyringa dragi tilboð sitt til baka eftir að Þórshafnarmenn, sem áttu hæsta tilboð, hœttu við Stjórn Fiskveiðasjóðs ákvað í gærkvöldi að ganga til samninga við Útgerðarfélag Akureyringa um kaup á hinu umdeilda skipi Kolbeinsey frá Húsavík sem Fiskveiðasjóður eignaðist eftir að það var selt á nauðungaruppboði. Aðilar á Þórshöfn, sem áttu hæsta til- boðið í Kolbeinsey, um 180 miljónir króna drógu sitt til- boð til baka á síðustu stundu. Hins vegar bendir nú allt til Það er ró yfir þessari fleytu í Húsavíkurhöfn en það sama er ekki hægt að segja um aðra hús- víska, Kolbeinsey. Myndina tók E.ÓI. fyrir skömmu. þess að nýtt útgerðarfyrirtæki á Húsavík muni hreppa togar- ann á endanum. Húsvíkingar áttu 3ja hæsta tilboðið í Kolbeinsey. Akur- eyringar áttu annað hæsta boð en í þeirra tilboði var jafn- framt ákvæði um að ef það yrði hið næsta fyrir ofan tilboð Húsvíkinga, myndu Akur- eyringarnir draga sigíhlé. Bú- ist er við að það muni þeir gera innan tíðar og því muni Húsavíkurmenn fá skipið til útgerðar. Kristján Ásgeirsson á Húsavíic vildi lítið segja um málið í gærkvöldi en sagði þó að leiðin fyrir Kolbeinsey til Húsavíkur færi að styttast. Hann staðfesti umrætt ákvæði í tilboði Akureyringa en vildi ekkert spá um framhald mála. -v Reykjavík 300 þúsund í Miss World Borgarráð samþykkti ígœr að gerast aðili að samningi við Miss World um auglýsingar erlendis. Sigurjón Pétursson: Aþetta ber að líta sem styrk að er furðulegt að Reykjavík- urborg sem slík skuli ætla að taka þátt í samstarfl við þetta fyr- irtæki um kynningarstarfsemi, þetta er ekkert annað en styrkur við þessa aðila, sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Abl. í samtali við Þjóðviljann í gær en hann greiddi atkvæði gegn því í borgarráði að borgin gerðist aðili að auglýsingasamningi Miss World Jersey Ltd. og ýmissa ís- lenskra fyrirtækja í ferðamanna- iðnaði. Borgarráð samþykkti í gær að greiða 300 þúsund krónur við gerð samningsins, en sem áður segir með mótatkvæði Sigurjóns. Hann sagði í gær að andstaða hans við þennan samning stafaði fyrst og fremst af því að borgin væri í raun ekki að kaupa neitt með þessu heldur bæri að líta á þetta sem styrk. Samningurinn sem felur það í sér að Ungfrú heimur, Hólmfríð- ur Karlsdóttir, mun auglýsa ýmis íslensk fyrirtæki í ferðamanna- iðnaði og útflutningi á ferðum sínum erlendis þetta ár sem hún ber kórónu fyrirtækisins Miss World Jersey Ltd., er runninn undan rifjum ferðamálaráðs Reykjavíkur. Hann hefur áður komist í fréttir sökum þess að fulltrúar Kvennaframboðs í borg- arstjórn mótmæltu honum harð- lega fyrir áramótin eftir að hafa frétt af honum í Morgunblaðinu. Töldu Kvennaframboðskonur að ekki væri réttlætanlegt að nota líkama Hólmfríðar í þessum til- gangi og borgin ætti alls ekki að gerast aðili að því. -gg VSI-kœra Kröfu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um að kæru VSÍ vegna uppskipunarbanns á suðurafrískum vörum yrði vísað frá var sy n j að af félagsdómi í gær. Atli Gíslason lögfræðingur Dagsbrúnar sagði í samtali við hafnað Þjóðviljann í gær að hann byggist við að málið yrði tekið til efnis- flutnings fyrir félagsdómi innan tíðar. Fyrir nokkrum vikum var þessu máli vísað frá vegna ýmissa formgalla á kæru VSI, en VSÍ kærði á nýjan leik. - gg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.