Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 2
\iku skammtur af gliðnun í Texas í skoöanakönnun sem gerö var hér á landi einhvern tímann í fyrra, kom það í Ijós aö íslend- ingar væru trúaðasta og hamingjusamasta þjóö veraldar. En nú vaknar sú spurning hvert sé þanþol hamingjunnar í heimi hroöalegra hörm- unga. Hve lengi getum viö setið í sálarjafnvægi og látiö ástandiö úti í hinum stóra heimi eins og vind um eyrun þjóta. Viö getum auövitað safnaö fé handa hungruðum heimi og friðað samvisk- una meö því. Viö getum gefiö Vetrarhjálpinni fötin okkar, keypt blys af flugbjörgunarsveitinni, perur af Kívanísmönnum, miða í happdrætti Þjóðviljans og slegiö þannig á sárustu neyð þeirra sem verst eru settir. Viö getum látið hungraöa og klæölitla njóta molanna af boröum okkar, gefiö fuglum fræ og börnum brauö. Já, þar sem neyðin er stærst, getum viö veriö hjálpin sem er næst. En sumstaðar í heiminum er ástandiö þannig að viö fáum ekkert aö gert. Þannig er þaö lengi búiö aö vera í einu af fylkjum Bandaríkjanna, nánar tiltekiö í Texas. Viku eftir viku, mánuö eftir mánuö og ár eftir ár höfum viö þurft aö fylgjast meö gífurlegri óhamingju bjargarlauss fólks, sem hefur oröiö illum örlögum aö bráö og viö erum gersamlega ráðalaus því ekkert þaö sem er í okkar valdi getur komiö þessu fólki til hjálpar. Vandi þessa fólks verður nefnilega ekki leystur með fjársöfn- un, matargjöfum, plötuútgáfu, rakettum eöa perum. Vandi þessa fólks er af öðrum toga en þriöja heimsins. Ástandið í Dallas er nú oröið slíkt aö ég fæ ekki lengur oröa bundist. þaö er í rauninni hroðaleg tilhugsun að þurfa að sitja hjá og geta ekki látið neitt gott af sér leiða eins og komið er fyrir Ewing fjölskyldunni og þeirra nánustu. Oft hefur ástandiö verið slæmt og örvænting óham- ingjunnar á næsta leiti, en nú er reiðarslagið dunið á. Sue Ellen er farin aö drekka aftur,sprungin. Þaö veröur raunar aö segja þaö eins og er, og þýðir ekki aö vera aö reyna aö draga fjööur yfir það, aö ástandiö hefur fariö hríöversnandi á Southfork aö undanförnu. Þaö er eins og allt hafi verið aö gliðna bæði innvígö hjónasam- bönd, sambúðir og jafnvel konurnar sjálfar í eiginlegri merkingu. Samband Bobbís og Pam er þegar gliönaö og hún sömuleiðis í samskiptum viö Mark Gray- son. Miss Ellí hefur hægt en sígandi verið aö gliöna fyrir Clayton Marlow, en nú virðist sam- band þeirra vera aö gliöna vegna þess aö Sue Ellen gliðnaði til muna í ölæði í rúmi Claytons bara núna í vikunni. Lúcý, sem oröin var afar kynköld af samskiptum sínum viö karlmenn, hefur nú bæöi bráðnað og gliðnað fyrir Mickey frænda. Vonandi aö samband þeirra eigi ekki eftir aö gliðna líka. Hin fjölmörgu ástarsambönd Aftonar hafa í gegnum tíöina gliðnað og hún sjálf væntanlega jafn oft bæöi til gagns og gam- ans. Þaö virðist vera sammerkt með gliðnun allra kvennanna í Dallas, aö þær gliöna af fús- um og frjálsum vilja, nema ein og þaö er Holly Harwood sem meö klækjum lokkaöi J.R. uppí rúm til sín og þóttist gliðna til þess eins aö hjónaband Sue Ellenar og J.R. gliönaöi endan- lega. Það sem uggvænlegast virðist í stööunni núna er aö Katherine, systir Cliffs og Pamillu hefur verið að gliöna til muna í samskiptum sínum viö Bobbí og þaö gæti orðið til þess aö samband þeirra Bobbís og Pam gliönaöi enn meira en oröiö er. Satt aö segja er varla hægt aö gera sér í hugarlund hve uggvænlegar afleiö- ingar þaö gæti haft ef Mark Grayson hlypi end- anlega í skarðið hjá Pam. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Sá þanki gerist æ áleitnari, hvort þaö sé eitthvað sem maöur geti gert fyrir þetta óham- ingjusama fóik á Southfork, Dallas, Texas og nístandi vonleysi grípur mann. Þaö er endalaust hægt aö bjarga soltnum og klæðlausum börn- um, hungruðum heimi meö því aö skjóta saman í púkk, en hér á sú aðferð ekki viö. Þaö virðist deginum Ijósara aö enginn getur bjargað Ewing fjölskyldunni frá glötun, nema famelían sjálf. En þá veröur fólkiö líka aö fara aö talast við eins og heilbrigöar manneskjur. Nú er þaö oddur á olíubor sem veldur gliönun, upplausn, úlfuð og hatri. Wentworth hefur sem sagt endanlega hannað bor með oddi sem hugsanlegt er aö vinni á freranum sem er í jörð í Kanada. Sá er bara gallinn á gjöf Njarðar að Cliff neitar aö láta Bobbí hafa borinn, en þaö liggur í loftinu aö systurnar Pamilla og Katherine muni sameinast gegn Cliff og stuðla að því aö Bobbí fái borinn. Þær vita báöar sem er aö borinn er þaö sem framtíð Bobbís byggist á, bæöi í frosthörkunum í Kanada, sem og heima í Texas. Þær vita sem er, systurnar, aö Bobbí stendur meö bornum eöa fellur. Og því á þessi vísa svo undur vel viö núna: Þó kalt sé í Kanada á vorinn fer kannske bráðum að þiðna. Og þegar hann Bobbí fær borinn munu báðar systurnar gliðna. Dýrasta landafræði- ritgerðin Eins og menn muna eyddi fyrrverandi iðnaöarráöherra stórfé til þess aö láta Hag- vang gera úttekt á ýmsum stofnunum sem undir þetta ráðuneyti heyra. Ein af þeim var Orkustofnun. Ritgeröin um hana var á sínum tíma kölluð dýrasta landafræðirit- gerö sögunnar, talin kosta aö minnsta kosti 1800 þúsund krónurfyrra bindi. Ekki ertalið að árangur hafi að sama skapi orðið af þessu mikla verki. Yfirlýst markmið þess var að tryggja að hæfir - en kannski fáir - menn væru við störf ástofnuninni. Sams kon- ar úttekt var líka gerð á Vita- og hafnarmálastofnun. Al- mælt var að þar væri styrjald- arástand innanhúss. Verk- fræðingur nokkur þar var tal- inn fremstur í flokki. Honum átti því að hagræða burt. En nýlega var auglýst eftir manni til starfa á orkuspárdeild Orkustofnunar. Tvær umsóknir bárust, önnur frá ungum, efnilegum hagfræð- ingi sem er að Ijúka námi í Bandaríkjunum. Aður en yfir- menn Orkustofnunar fengu ráðrúm til þess að mæla með hagfræðingnum hafði Albert Guðmundsson sett Berg- stein Gizurarson verkf- ræðing og framsóknarmann ( starfið. Er mælt að Steingrímur Hermannsson hafi stuðlað að þessu, þegar Ijóst var að Matthías Bjarna- son vildi losna við manninn af Hafnarmálastofnun. Yfir- menn Orkustofnunar eru að vonum hissa á því hve stutt entist hagræðingarandinn ... Jón og séra Jón Framkoma yfirvalda varðandi sígarettuauglýsingar tímarits sem kallast „Samúel“ á dög- unum vekur nokkra athygli ef borið er saman við hvernig komið var f ram við útgefendur Spegilsins á sínum tíma. Fyrst þusuðu yfirvöld um mál- ið og hægri pressan auglýsti hefti Samúels vel upp. Þetta vakti forvitni og blaðiö rok- seldist. Síðan var ákveðið að innkalla ritið utan Reykjavíkur en leyfa sölu á því í Reykjavík. Stendur þessi kabarett raunar enn. En þegarSpegillinn birti Ijósmynd og greinarkorn sem einum hæstaréttardómaran- um líkaði ekki, þá hljóp Þórður frændi til, þótt hægfara sé, og stöðvaði sölu á blaðinu strax um allt land og engin umfjöll- un um það átti sér stað fyrr en búið var að stöðva sölu þess. Aðstandendur Samúels eru velmetnir félagar í Sjálfstæð- isflokknum en útgefandi Spegilsins Alþýðubanda- lagsmaður. Það er ekki sama Jón og séra Jón.B „ Kitlur” á Skaga Steinunn Jóhannesdóttir leikkona er nú að leggja síð- ustu hönd á unglingaleikritið „Kitlur”, sem hún ætlar að leikstýra hjá Fjölbrautaskól- anum á Akranesi. Verkið samdi hún upphaflega að beiðni barna- og unglinga- deildar Útvarpsins, en hún og leiklistarstjórinn, Jón Viðar Jónsson hafa ekki getað komið sér saman um endan- lega gerð þess. Nemendur Fjölbrautaskólans hafa nú fal- ast eftir verkinu og er Steinunn að endurvinna það fyrirsvið. Fjölbrautaskólinn er annars þekktur af leiklistaraf- rekum, en í fyrra var farið í mikla frægðarför til Finnlands með „Grænjaxl” Péturs Gunnarssonar í leikstjórn Sigríðar Hagalín. ■ Má treysta því Og nú ætla Norðmenn að slíta samstarfinu við okkur frændur sína og hóta að hætta að senda okkur sjón- varpsleikrit. Raunar hafa Norðmenn aldrei verið sér- lega hátt skrifaðir á þessu sviði og enginn grét þegar hætt var við að senda yfir okk- ur norskt sjónvarp í gegnum gervihnött. Þeim tókst nú samt að sigra með hinum ó- gleymanlegu „Bobbysocks" og laginu „La det svinge" í Evrópusöngvakeppninni. Við íslendingar glöddumst með frændum vorum, þótt öllu hörmulegri lagasmíð hafi varla heyrst pg sést. Nú skorum við á íslendinga að senda til Noregs í komandi keppni skemmtiatriðið úr ára- mótaskaupinu með Tinnu og Eddu sem „Bobbysocks". Þá getur verið að norsararnir standi við hótuninaB AB með galopið prófkjör Alþýðubandalagið í Garða- bæ mun fyrir vorið halda það galopnasta prófkjörsem hald- ið hefur verið hér á landi. Samþykkt hefur verið að aug- lýsa í blaði félagsins, Alþýðu- bandalaginu, eftir frambjóð- endum til prófkjörsins og eftir að þeir hafa gefið sig fram út- býr þriggja manna kjörnefnd kjörseðilinn. Kjörseðillinn verður síðan prentaður í málgagninu sem borið verður í hvert hús í Garðabæ. Menn geta fengið fleiri en eitt blað á hvert heimili og póstleggja kjörseðilinn síðan til kjör- nefndar. Er ekki að efa að Garðbæingar munu notfæra sér þetta einstæða tækifæri til að velja næsta meirihluta í bæjarfélaginu því Alþýðu- bandalagið þar syðra stefnir auðvitað að því að velta þeim gamla! ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.