Þjóðviljinn - 19.01.1986, Side 4
rásargirnina við taflborðið. Núm-
er eitt er að óttast ekki andstæð-
inginn. Áður bar maður ótta-
blandna virðingu fyrir leikjum
þekktra andstæðinga. Var
stöðugt á nálum um að þeir væru
að leggja gildrur fyrir mann og sá
drauga í hverju horni. En það má
eiginlega orða þetta einsog einn
góður vinur minn sagði: Pó þetta
séu frægir menn þá verða þeir þó
að fara mannganginn. Þó ég hafi
öðlast stórmeistaratitilinn, þá
veitir það mér ekki undanþágu
frá mannganginum.”
Ungu mennirnir
„Mér líst vel á þessa unglinga
sem eru að koma upp núna. Ég fæ
ekki betur séð en að breiðfylking
10-15 unglinga geti átt framtíðina
fyrir sér við taflborðið. Þeir
mættu þó leggja meiri vinnu í
þetta og leggja meiri, rækt við
fræðin.” -—
Hvað með þig sjálfanfHvernig
heldurðu þér við efnið milli móta?
„Einsog þú sérð þá er ég í fullu
starfi hér í bankanum en tafl-
mennska mín nýtur skilnings hjá
vinnuveitandanum, annars væri
þetta ekki hægt. Ég legg að vísu
ekki eins mikla rækt við fræðin og
áður og á milli móta líða jafnvel
vikur án þess að ég tefli eina ein-
ustu skák. Ég nota hinsvegar tím-
ann á mótum til að stúdera en það
er mjög nauðsynlegt að fylgjast
stöðugt með því sem er að gerast í
skákheiminum. í Hastings höfðu
andstæðingar mínir 100 síðustu
skákir mínar fyrir framan sig og
því vita allir hvaða vopnum mað-
ur beitir. Það er hægt að gjör-
þekkja andstæðinginn án þess að
hafa nokkurntímann teflt við
hann.”
Áhugamál
„Því miður hef ég lítinn tíma til
að sinna öðru en vinnu, skák og
fjölskyldu, þó reyni ég að fylgjast
með því sem er að gerast í bók-
menntum, og les töluvert bæði ís-
lenskar og enskar bækur. Þeir
höfundar sem ég held mest upp á
eru Saul Bellow, en ég hef lesið
allt sem ég hef komist yfir eftir
hann. Þá held ég mikið upp á
Tjekov, þó ég sé ekki enn búinn
að sjá Þjóðleikhússýninguna á
Villihunangi. Vonast þó til að
geta gefið mér tíma til þess.”
Líkamleg þjálfun. Purfa skák-
menn ekki að vera í toppformi
þegar þeir setjast við taflborðið?
„Ekki er það verra en ég geri
alltof lítið af því. Áður var ég
töluvert í fótbolta en svo fót-
brotnaði ég fyrir tveim árum og
hef ekki lagt í knattspyrnuna aft-
ur. Ég fer oft í göngutúra, það má
segja að það sé eina líkamlega
þjálfunin mín.”
Og hvort er nú mikilvœgara
Margeir, skákin eða lögfrœðin?
Nú brosir stórmeistarinn og
hugsar sig um áður en hann svar-
ar: „Ég veit ekki hvort er mik-
ilvægara en það er meiri alvara í
dómsmálum en við taflborðið
þótt við virðumst mjög alvöru-
gefnir þar. Leiki maður af sér í
skák er það bara maður sjálfur
sem geldur þess, en leiki maður
afleik fyrir dómi geta aðrir þurft
að gjalda þess.”
Sáf
Titillinn
veitir
engar
undanþagur
Hver stóratburðurinn rekur ann-
an í lífi Margeirs Péturssonar
þessa dagana. Um síðustu helgi
kom hann heim frá Hastings í
Englandi með stórmeistaratitil og
sigur í mótinu upp á vasann og á
fimmtudaginn flutti hann sitt
fyrsta prófmál í borgardómi, en
hann er nýbúinn að fá réttindi til
að verða héraðsdómslögmaður.
Þegar Margeir er ekki að tefla,
stúdera skák eða sinna fjölskyld-
unni situr hann á skrifstofu sinni í
Austurstræti. Margeirerlögfræð-
ingur Búnaðarbankans. Blaða-
maður Þjóðviljans leit við á skrif-
stofu Margeirs nú í vikulokin, ekki
í þeim tilgangi að kvarta undan
vaxtaokrínu, heldur til að eiga
stutt spjall við nýorðinn stór-
meistara.
Margeir segist ekki endilega
hafa átt von á að ná stórmeistar-
atitlinum á Hastingsmótinu,
hinsvegar hefði hann gert sér
miklar vonir um að ná titlinum í
ár. Vissulega skipti það miklu að
vera orðinn stórmeistari, en þó
kannski ekki eins miklu og ætla
mætti. Margeir hefur verið það
hár að stigum að hann hefur get-
að valið úr mótum til að keppa á.
Á hinn bóginn getur hann átt von
á hagstæðari boðum nú og ætlast
til að mótshaldarar greiði allan
útlagðan kostnað, ferðir, uppi-
hald og annað, þannig að hann
komi ekki út með tapi, þó svo að
hann vinni ekki mótin.
„Þetta hefur verið dýrt. Ætli ég
hafi ekki sótt um 50-60 mót er-
lendis á undanförnum árum og
einkum fyrstu árin kom ég iðu-
lega út með tapi. Á sfðustu árum
hefur þetta þó skilað örlitlum
hagnaði.”
En hvernig gekk að fjármagna
þetta fyrstu árin?
„Skáksambandið og Taflfélag
Reykjavíkur styrkti mig, einkum
fyrstu árin, en það hefur verið
minna seinni árin, enda eðlilegt
að unglingarnir séu mest styrktir.
Þá skilst mér að ríkið styrki stór-
meistarana, en enn hefur enginn
rætt við mig um það.”
Hvað veldur því að svona
margir sterkir skákmenn eru af
þinni kyrtslóð?
„Tvímælalaust á heimsmeistar-
aeinvígi í Reykjavík milli Fisc-
hers og Spasskís stærstan þátt í
því. Þá var ég 12 ára og einvígið
varð til þess að ég gerði ekkert
annað en að tefla í öllum mínum
fnstundum, auk þess, sem ég fór
að stúdera skák um það leyti. Þá
hafa verið mjög góðar aðstæður
hér heima, þannig að við höfum
Viðtal við Margeir
Pétursson, nýbakaðan
stórmeistara í skák
aldrei slakað á. Hvert stórmótið
rekur annað og í því felst mikil
hvatning. Ef við berum okkur
saman við Svíana t.d. þá kom upp
hópur af sterkum skákmönnum
þar um 1975 og fram til 1980 voru
þeir mun sterkari en við. Nú eiga
Svíar bara tvo menn í Norður-
landaúrvalinu, sem mun keppa
við Bandaríkin en íslendingar
fimm og gætu átt sex ef Friðrik
Ólafsson hefði getað verið með.
Ástæðan fyrir því að Svíarnir
hafa dalað er sú að í Svíþjóð virð-
ist skákin ekki eiga upp á pall-
borðið í umræðunni og fjölmiðlar
sinna henni því lítið, auk þess
sem engin stórmót eru haldin í
landinu, að minnsta kosti ekkert í
líkingu við hér.”
Reykjavíkurmótið
Þú munt vœntanlega taka þátt í
Reykjavíkurmótinu?
„Ég býst við því. Þetta verður
spennandi mót því þarna tefla
margir sterkir menn. Þó er það
svo að þeir sem telja sig eiga litla
vinningsmöguleika á mótinu
sækja það ekki og ástæðan er ein-
faldlega sú að það er dýrt að ferð-
ast hingað. Verðlaunin eru mjög
há, ég veit bara um eitt mót þar
sem verðlaun eru hærri en það er
Opna mótið í New York. Aftur á
móti dreifast verðlaunin á mun
færri. Fyrstu verðlaun eru hálf
milljón íslenskra króna.”
Nú hefur Kasparov sýnt mótinu
áhuga.
„Ég vona bara að hann láti ekki
verða af því að koma hingað og
tefli einvígið við Karpov.”
Hvað finnst þér um þá ákvörð-
un Campomanes að endurtaka
einvígið strax?
„Það er hneyksli að Kasparov
þurfi að verja titilinn strax eftir
þrjá mánuði. Fram til þessa hafa
menn fengið að njóta þess að
minnsta kosti í eitt ár að vera
heimsmeistarar áður en þeir hafa
þurft að verja titilinn. En valdið
er hjá Campomanes. Sovétmenn
og aðrir sem studdu hann gegn
Friðriki Ólafssyni eru nú að súpa
seyðið af þessu. Ég hef heyrt
háttsetta og virta menn innan
FIDE segja að það sé brjálað
hvernig hann stjórni samband-
inu. Ég vona samt að Kasparov
tefli og vinni hann einvígið aftur
er hann sá heimsmeistari, sem er
best kominn að titlinum í sögu
skákarinnar.”
Gömlu meistararnir
„Það hafa verið uppi margir
gífurlega miklir hæfileikamenn í
skákinni, en ég er hræddur um að
það þýddi lítið fyrir gömlu
meistarana að setjast við tafl-
borðið og heyja kapp við þá
Kasparov og Karpov. Þeir þyrftu
fyrst að setjast niður og stúdera í
minnst þrjú ár, því skákin hefur
þróast mikið og mun halda áfram
að þróast. Möguleikarnir eru
ótæmandi. Hver miðjutaflstaða
býður t.d. upp á ótrúlega margar
áætlanir og mörg byrjunaratriði
eru lítið stúderuð.”
Hvað með að skákin muni
deyja jafnteflisdauða, einsog
margur hefur haldið fram?
„Jú, menn hafa verið hræddir
við þetta en gerum okkur bara
grein fyrir því að það vinnur eng-
inn skák nema andstæðingurinn
leiki af sér. Það er stundum erfitt
að sj á h var maður lék af sér, eink-
um á þetta þó við þegar teflt er
við Karpov, þá getur oft verið
erfitt að sjá hvar mistökin voru,
en einhversstaðar var samt af-
leikur.”
Hvernig fá menn andstœðing-
inn til að leika af sér?
„Það eru til ýmis ráð til þess.
Algengast er að leika óvæntan
leik og hleypa þannig skákinni
upp og koma andstæðingnum úr
jafnvægi. Vissulega getur slíkt
brugðist til beggja vona, en þú
nærð aldrei langt með því að tefla
upp á öryggi. Kasparov hefur
sýnt fram á að ef menn finna rétta
aijgnablikið til að koma skákinni
úr jafnvægi og leggja þannig nógu
erfið vandamál fyrir andstæðing-
inn, þá er hægt að sigra hvern sem
er. Sem dæmi um það er hægt að
nefna 16. einvígisskákina, sem
var stórkostleg.”
Skapgerð
skákmanna
„Fyrst og fremst verður skák-
maður að búa yfir þolinmæði og
gefast ekki upp þó á móti blási.
Hann má ekki láta töp fara í
taugarnar á sér. Hann verður að
hafa sjálfstraust og má ekki vera
hræddur við andstæðinginn.”
Er ekki nauðsynlegt að vera
árásargjarn við taflborðið?
„Jú, við taflborðið, en það er
ekki þar með sagt að skákmenn
séu árásargjarnir dags dagléga.
Svo er að minnsta kosti ekki með
mig. Kannski fæ ég útrás fyrir á-
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1986