Þjóðviljinn - 19.01.1986, Side 9
tungumáli bókmenntanna, af-
hjúpað ranghugmyndir og dregið
gleymda höfunda frammí dags-
ljósið. Hins vegar ber við í þess-
um fræðum einsog víðar að menn
fyllast fullmiklum ákafa og líta
helst ekki við öðru.
Aðferðir
- Núna eiga sér stað miklar um-
ræður í erlendum háskólum um
aðferðafræði og heimspeki bók-
menntamálsins, og samskonar
umræða þyrfti að eflast hér. Það
er skylda þeirra sem kenna við
háskólann að kynna nemendum
ólík sjónarmið og hjálpa þeim að
nýta þá þekkingu við bók-
menntalestur og rannsóknir.
Aðferðir við bókmenntarann-
sóknir, segirðu, - hvar setur þú
sjálfan þig niður á það landakort?
Það er rœtt um œvisögulega að-
ferð, nýrýni með áherslu á textann
hráan, þjóðfélagslegar aðferðir,
jafnvel marxiskar...
- Ég held að ég geti ekki dregið
mig afdráttarlaust í neinn þessara
dilka. Þegar ég var í bókmennta-
námi heillaðist ég af strúktúral-
isma, formgerðarstefnunni, sem
þá var ofarlega á baugi. Þar segir
að skáldverkið lúti ákveðnum
innri lögum sem gera verkið að
sjálfstæðum veruleika, og sú trú
býr að baki strúktúralisma að það
sé hægt að skipuleggja mann-
legan reynsluheim og lesa úr hon-
um ákveðin algild form, - form
sem séu óháð sögulegum og per-
sónulegunt tilviljunum. Strúktúr-
alistar telja semsagt að mannleg
vitund og ytri veruleiki lúti kerfis-
bundnum lögmálum, og fræði-
manna er þá að finna þau og
greina.
- Ég er ekki strúktúralisti.
Þessi stefna færir manni í hendur
ákveðna aðferðafræði, mjög
þarflega, en ég dreg í efa megin-
hugsun strúktúralismans og for-
sendur hans. Skáldskapurinn er
ekki aðeins strúktúr, - hann er
líka innblásinn ímyndunarafli og
tilfinningu einstaklings, og verð-
ur aldrei skýrður til hlítar á hlut-
lægan fræðilegan hátt. í minni
krítík hef ég reynt að tvinna sam-
an persónulega upplifun og gagn-
rýna strúktúralíska hugsun, reynt
að finna syntesu þar á milli.
Þín rannsóknarathygli hefur
hingaðtil helst beinst að tveimur
hópum rithöfunda, eiginlega að
tveimur kynslóðum mótuðum
hvor af sinni heimsstyrjöldinni;
annarsvegar til dcemis Gunnar
Gunnarsson og Jóhann Sigur-
jónsson, hins vegar Thor Vil-
hjálmsson, Geir Kristjánsson og
svo framvegis. Af hverju? Eiga
þessir eitthvað sameiginlegt?
Segja þeir okkur eitthvað sérlegt?
- Já, þeir eiga margt sameigin-
legt, þetta eru kynslóðir sem hafa
búið við mikið umrót, stríð og
almennan lífsháska. Reynsla
þeirra sýnist mér hafa gert þeim
kleift að kafa dýpra en aðrir í til-
finningalíf og stöðu mannsins. Ég
held að verk þeirra eigi mikilvægt
erindi til okkar núna; þeirra
heimur virðist vera okkar fram-
tíð.
- Gunnar Gunnarsson til dæm-
is; ein af ástæðum þess að ég hef
fengist við Gunnar Gunnarsson,
fyrstu verk hans, er sú að þau
verk hafa verið vanmetin; ég ef-
ast um að í öðrum verkum ís-
lenskum sé glímt á jafn einlægan
hátt við erfiðustu vandamál
mannlífsins. Þarer allt lagt undir,
svo mjög að minnir á ekki síðri
höfund en Dostojefskí.
Bók af bók
Þú hefur verið langdvölum við
skrifborð undanfarið, - hvað er
um?
- Það er helst tvennt sem ég hef
verið að fást við uppá síðkastið.
Annarsvegar að skrifa ritgerð um
Kristján Fjallaskáld og búa kvæði
hans til prentunar. Kristján var
held ég merkilegra skáld en
margur hyggur. Það má finna í
ljóðunt hans andrúmsloft og hug-
myndir sem hafa einkennt skáld-
skap þessarar aldar. Og honum
tekst í verkum sínum að túlka ítr-
ustu andstæður í mannsálinni,
æsta gleði og svartasta harm. Ég
gæti trúað að leiðin til nútíma-
ljóðsins liggi um skáldskap þeirra
Jóhanns Sigurjónssonar og Krist-
jáns.
- Hinsvegar hef ég verið að
ganga frá riti sem væntanlega
verður kallað Ast og útlegð, um
sagnagerð frá 1850 til 1920. Þetta
er ekki beinlínis bókmenntasaga,
—en tekur þó fyrir þessa nútíma-
klasstkera okkar, Jón Thorodd-
sen, Þorgils gjallanda, Jón
Trausta, Einar Kvaran. Þarna er
reynt að greina formgerð bók-
menntaskeiðsins með því að
draga upp heimsmynd fengna úr
ákveðnum fjölda texta, finna
helstu mið og form í þessum
heimi, innri vensl og andstæður.
- Það getur nærri að bók vaxi af
bók á þessu tímabili, og sömu
hugmyndir virðast sækja á hvern
höfundinn af öðrum. Listræn tog-
streita þessara sagna skapast af
andstæðu milli reglu og öngþveit-
is, efnisþráðurinn yfirleitt ofinn
um baráttu elskenda við andsnú-
ið umhverfi; lýst samfélagi sent
hefur stirðnað í ákveðnum form-
um og einstaklingum sem reyna
að rjúfa þau. Leik, hlátri og ást er
stefnt gegn reglunni og jafnvægi
samfélagsins þannig ógnað innan
frá. Um þetta þema fjallar rit-
gerðin, þessar andstæður milli
bælingar og ástríðu, valdboðs og
uppreisnar.
Hérlendar bókmenntir okkar
daga, Matthías?
- Ég held að það sé margt
merkilegt á seyði. Margir eru að
ieita fyrir sér í formi og færast
mikið í fang. Yngri höfundar eru
ekki lengur hræddir við að skrifa
um einstaklinginn, tilvist hans og
tilfinningalíf, án þess að binda
hann í félagslega formúlu. Það
má vera að núna sé komin upp sú
kynslóð í bókmenntum sem
menn bjuggust við um 1970, kyn-
slóð sem efast, og er fær um að
nýta sér lærdóma módernismans.
Að minnsta kosti er komið úr
tísku að afneita módernismanun
á bernskan hátt einsog tíðkaðist
um tíma. Það er rneira líf en oft
áður, meiri gerjun, til dæmis í
ljóðlistinni, frjósamara andrúms-
loft. Kannski má fara að búast við
skemmtilegri úrkynjun, deka-
dens, slíkt hefur oft fylgt aldar-
lokum.
Aldarlok; verðurðu þá einn
hinna mosagrónu í Háskóla Is-
lands?
- Það vona ég ekki, - ég lít ekki
á þessa stöðu sem neina friðar-
höfn, og er reyndar ekki ráðinn
nema til þriggja ára. Hvað þá
tekur við veit ég ekki. Ég skipu-
legg ekki langt frammí tímann.
- En ég hugsa gott til glóðar-
innar um þetta starf við íslensku-
deildina, þar felast ýmsir mögu-
leikar. Mér finnst reyndar deildin
hafa verið fulleinangruð frá þeirri
umræðu sem fram fer um bók-
menntir í samfélaginu. Samtím-
inn, það sem er að gerast, þarf að
fá meira rúm. Menn halda núna
ræður um hvað það sé mikilvægt
að háskólinn þjóni atvinnuveg-
unum, - mér sýnist hitt ekki síður
mikilvægt, og reyndar miklu mik-
ilvægara, að háskólinn sé í sent
nánustum tenglsum við menning-
arlífið.
NÚ ER
NISSAN
OG VIÐ SLÁUM ÚT
VILTÞÚ SPILAMEÐ?
TROMP
ÍA
Við bjóðum frábær verð á
okkar bílum, auk þess getur
þú valið um greiðslukjörin:
20.000,- kr. staðgreiðsluafslátt
eða lánagreiðslur í allt að 2 ár
og tökum flesta gamla bíla upp í nýja.
Gerðu samanburð á okkar bílum, verði og greiðslukjörum við verð og greiðslukjör
annarra sambærilegra bíla, kemur síðan til okkar og við spáum í spilin.
Vorum að fá sendingu af þessum
sívinsælu Nissan bílum:
Nissan Cherry 3ja dyra, 5 dyra, sjálfskiptur, beinskiptur, verð frá kr. 368.500.
I^SfaáL-jr
Nissan Sunny, fólksbíll, skutbíll, Coupé, beinskiptur, sjálfskiptur,
verð frá kr. 435.500.--
MARGARAÐRAR
GERÐIR NISSAN BÍLA
ÁBOÐSTÓLUM
Litið við á bílasýningunni um helgina,
Nissan Bluebird frá kr. 695.000.- 'augarda9 09 sunnudag ,rá kl'14'17'
INGVAR HELGASON HF.
Sýnmgarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.