Þjóðviljinn - 19.01.1986, Side 12
SJÓNVABP
Námskeið í náttúruvernd
- Landvarðanámskeið -
Náttúruverndarráö auglýsir námskeiö í náttúru-
vernd.
Tilgangur námskeiösins er aö gefa fólki innsýn í
náttúruvernd á íslandi, þjálfa þaö til aö hafa eftirlit
meö friðlýstum svæöum og fræöa fólk um náttúru
landsins.
Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orönir 20
ára og hafa staögóöa framhaldsmenntun.
Fjöldi þátttakenda veröur takmarkaöur.
Þátttaka í námskeiöi sem þessu er skilyrði fyrir
ráðningu til landvörslustarfa á vegum Náttúru-
verndarráös, en tryggir þátttakendum þó ekki slík
störf.
Námskeiðið veröur haldiö á Akureyri og í Mý-
vatnssveit og fer fram eftirfarandi daga:
14., 15. og 16. mars á Akureyri,
4., 5. og 6. apríl á Akureyri,
og 24.-27. apríl í Mývatnssveit.
Skriflegar umsóknir, meö heimilisfangi og síma,
er greina frá menntun, aldri, störfum, áhugamál-
um og ööru sem máli skiptir, skulu berast Náttúr-
uverndarráöi, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík,
fyrir 10. febr. 1986.
Árbæjarbúar
Eftirfarandi námsflokkar eru í boði á vorönn 1986 í Félags-
miðstöðinni Árseli.
Enska 1.fl. mánud.
Enska 2.fl. mánud.
Enska 3.fl. mánud.
Þýska 1.fl. miðv.d.
Þýska 3.fl. miðv.d.
Leikfimi mánud. og miðvikud.
A-hópur kl. 1710-1750
B-hópur kl. 1755-1835
C-hópur kl. 1840-1920
Aöeins er hægt að bæta örfáum við í leikfimi hópanna.
Lokainnritun fer fram í Árseli mánud. 20. jan. kl. 17-19.
Kennsla hefst sama dag.
Námsflokkar Reykjavíkur
símar: 12992-14106
Miðbæjarskólanum
kl. 1800-1920
kl. 1925-2050
kl. 2100-2220
kl. 1800-1920
kl. 1925-2050
Breiðholtsbúar
Eftirfarandi námsflokkar eru í boði á vorönn 1986 í Menning-
armiðstöðinni við Gerðuberg:
Þýska 1.fl. mánud. kl. 1800-1920
Enska byrj. mánud. kl. 1800-1920
Enska 1.fl. þriðjud. kl. 1925-20so
Enska 2.fl. þriðjud. kl. 2100-2220
Enska 2.fl. mánud. kl. 1925-2050
Enska 3.fl. fimmtud. kl. 1925-2050
Enska 4,fl. fimmtud. kl. 2100-2220
Saumar miðvikudaga eða fimmtudaga kl. 1925-2220
Fullbókað er á mánudögum og þriðjudögum.
Lokainnritun fer fram í Gerðubergi mánudaq 20. ianúar kl
17 til 19.
Kennsla hefst 20. janúar.
Námsflokkar Reykjavíkur
símar 12992 og 14106.
Cyrano greifi af Bergerac (Derek Jacobi) og stúlkan fagra, Roxane (Sinead Cusack).
Rómantískur greifi
með stórt nef
Sjónvarpið sýnir margverðlaunaða uppfœrslu Royal Shakespe-
are Company á Cyrano de Bergerac á mánudagskvöldið
Sviðsmynd úr Cyrano de Bergerac. Eins og sjá mátti í Nikulási Nickleby er
sviðið í Barbican geysistórt og Ralph Koltai þótti nýta það mjög vel þegar hann
gerði leikmynd sína.
Annað kvöld, mánudag kl. 21.05,
sýnir sjónvarpið okkur margverð-
launaða uppfærslu Royal Shak-
espeare Company á leikritinu
Cyrano de Bergerac eftir frakk-
ann Edmond Rostand. Er sýn-
ingin tekin upp á sviði Barbican-
leikhússins í London líkt og gert
var við þættina um Nikulás Nic-
kleby sem sjónvarpið sýndi í
fyrra.
Leikritið um Cyrano greifa af
Bergerac var frumsýnt í París um
jólin 1897 og varð þegar í stað
geysivinsælt. Síðan hefur það
verið sýnt víða um heim og er fyrir
löngu komið í hóp sígildra verka
leikhússögunnar.
Nefstórt skóld
Leikritið gerist í Frakklandi á
17. öld þegar rómantíkin var og
hét. Sögusviðið er það sama og
við könnumst við úr verki Victor
Hugo, Skyttunum þremur, og
reyndar kemur ein þeirra við
sögu, gaskóninn hugrakki d Art-
agnan. Andi Richelieu kardínála
svífur yfir vötnunum og karl-
menn taka upp sverð af minnsta
tilefni. Efni leiksins er hinn sígildi
þríhyrningur. Cyrano greifi ann
stúlkunni fögru, Roxane, hugást-
um en hún sér ekki sólina fyrir
ungum og fríðum pilti sem er
kadett í herflokki greifans. Úr
þessu verður heilmikið drama og
þar leikur gríðarstórt nef Cyran-
os stóra rullu.
Auk þess að vera riddari og að-
alsmaður er Cyrano skáld gott og
allur texti verksins er í bundnu
máli. Leikflokkurinn flytur okk-
ur margrómaða enska þýðingu
Anthony Burgess en Óskar Ing-
imarsson fékk það erfiða hlut-
verk að koma honum til skila á
íslensku.
Margverðlaunuð
sýning
Leikstjóri í sýningunni er
Terry Hands en með aðalhlut-
verkið, Cyrano greifa, fer hinn
þekkti enski leikari Derek Jacobi
en hann lék ma. aðalhlutverkið í
sjónvarpsþáttunum sem byggðir
voru á leikritinu Ég, Kládíus.
Roxane er leikin af Sinead Cus-
ack en Tom Mannion fer með
hlutverk Christian, unga kadetts-
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
ins. Höfundur leikmyndarinnar
er íslendingum að góður kunnur.
Þar er á ferð Ralph Koltai sem
gerði leikmynd við umtalaða sýn-
ingu Þjóðleikhússins á Lé kon-
ungi sem Hovhannes Pilikian
setti á svið árið 1977. Eins og
áður segir fór upptaka fram á
sviði Barbican-leikhússins en
henni stjórnaði Michael Simp-
son.
Þessi sýning var fyrst færð á
svið árið 1983 en síðan hefur hún
farið víða, ma. til Broadway þar
sem hún hlaut mikið lof
gagnrýnenda. Á Englandi sópaði
sýningin til sín verðlaunum.
Leikárið 1983-84 fékk Derek Jac-
obi fern verðlaun fyrir túlkun
sína á Cyrano greifa, Terry
Hands tvenn fyrir uppfærsluna og
Ralph Koltai ein fyrir leikmynd-
ina.
Sýningin á Cyrano de Bergerac
tekur hálfan þriðja klukkutíma í
flutningi en leikritið er í fimm
þáttum.
Kíkóti
og Moliére
Mánudagsleikrit sjónvarpsins
hafa oft þótt verulega bitastæð og
víst er um að leikhússáhugafólk
kíkir alltaf í dagskrána til að sjá
hvað er á boðstólum á mánu-
dögum. Það verður ekki svikið á
næstu vikum og mánuðum því
ýmis merk leikrit verða á dag-
skránni. Þar má nefna sýningu
Royal Shakespeare Company á
Moliére eftir rússann IVIikhail
Bulgakof og Herra Kíkóti eftir
Graham Greene. Inn á milli
verða sýndar sjónvarpsmyndir og
kvikmyndir og má þar nefna
leikna heimildarmynd frá BBC
sem nefnist Threads en hún fjall-
ar um ógnir kjarnorkustríðs og er
einskonar svar breta við banda-
rísku kvikmyndinni The Day
After. Nánar verður greint frá
mánudagsleikritum sjónvarpsins
þegar þau verða tekin á dagskrá.
—ÞH
Aðalfundur
Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna
boðar til framhaldsaðalfundar laugardaginn
25. janúar að Smiðshöfða 6, Reykjavík, og
hefst kl. 10 árdegis.
Dagskrá: venjuleg aðalfundastörf.
Stjórnin