Þjóðviljinn - 21.01.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Side 9
VIÐHORF Er borain óvinnandi vígi? Það fer víst ekki á milli mála að kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins er hafin. Nú á auðsjáan- lega að taka Reykvíkinga með trompi; syngjandi borgarstjórinn með glænýja fjárhagsáætlun uppá vasann á afmælisári borgar- innar þar sem aldeilis verður slett úr klaufunum. Skoðanakannanir berma að Davíð sé vinsæll og fjöl- miðlar keppast hver um annan þveran við að koma honum í sviðsljósið. Margt bendir vissulega til að staða íhaldsins sé mjög sterk í Reykjavík og víða heyrist uppgjafa- og vonleysistónn í röðum vinstri manna. Er borgin þá óvinnandi vígi? Ég segi nei! En til þess að hnekkja ofurvaldi íhalds- og gróðaaflanna þarf öfluga vinstri hreyfingu, sem framar öllu byggir afl sitt á lifandi og virkum tengslum við launafólk og ýmsa hagsmunahópa þeirra, sem búa við misrétti undir núver- andi stjórn borgarinnar. Ég hef starfað með Alþýðu- bandalaginu s.l. tvö ár og á þeim tíma hef ég oft þurft að svara þeirri spurningu, hvers vegna í ósköpunum ég sé að eyða öllum mínum frístundum í „þetta“. Margir félaga minna og ég sjálf, erum af þeirri kynslóð sem vakn- aði til vitundar í kjölfar stúdent- auppreisnanna 68 og höfum eytt ómældum tíma í starf með náms- mannahreyfingunni, kvenna- hreyfingunni og stjórnmálahópum á vinstri kant- inum. Mörg höfum við búið er- lendis um árabil og tekið þátt í baráttunni á þeim vettvangi. í dag erum við flest ósköp venjulegt launafólk sem eins og aðrir glíma við að koma yfir sig húsnæði og að ná endum saman. Höfum við þá engan tíma til að taka þátt í stjórnmálastarfi lengur eða eru baráttumálin og hugsjón- irnar gleymdar í dagsins önn? Það held ég varla að sé rétta orð- Helga Sigurjónsdóttir skrifar ið. Undrun félaga minna á því að nokkur skuli vilja eyða tíma í að starfa með Alþýðubandalaginu, byggist fremur á þeirri skoðun að manna ef við viljum og erum til- búin til að taka stefnu og starf til nauðsynlegrar endurskoðunar. Því miður hefur sáralítil urn- sú skylda að gera það sem í okkar valdi stendur til að sameina alla þá krafta, sem vilja vinna að hagsmunum launafólks og ann- „Við getum lagtgrunn að öflugri sókn vinstri manna efvið viljum og erum tilbúin til að taka stefnu ogstarftil nauðsynlegrar endurskoðunar“ það sé bara eins og allir hinir flokkarnir. Vonlaust að hafa áhrif á stefnu og starf. Bara hluti af „kerfinu" sem virðir þarfir okkar og annarra launamanna í sömu sporum að vettugi. f mínum augum er þó grund- vallarmunur á Alþýðubandalag- inu og öðrum flokkum, og mér finnst tímanum að mörgu leyti vel varið við störf fyrir það. Sá mun- ur er fyrst og fremst fólginn í því að Alþýðubandalagið er sterk- asta stjórnmálaaflið, sem byggir á hagsmunum og afli launafólks og annarra undirokaðra hópa. Hins vegar er AB alls ekki nógu öflugur málsvari þessa fólks og ekki nærri nógu vel í takt við þær hræringar, sem eiga sér stað með- al þess. Nærtækasta staðfesting þess er einmitt óhugnanlega sterk staða íhaldsins í borginni og tregða margra fyrrum baráttugl- aðra félaga við að koma til starfa. Ég er hinsvegar mjög bjartsýn og álít að einmitt í komandi borg- arstjórnarkosningum sé tækifæri til að breyta stöðunni. Við getum lagt grunn að öflugri sókn vinstri ræða farið fram um stefnu Al- þýðubandalagsins í borgarmál- um. Það er ekki bara spurning um að stja fram vel orðaða og fallega uppsetta kosningastefnu- skrá eða að finna „góð mál“ til að klekkja á íhaldinu með. Virkt starf og lifandi umræða um mál- efni borgarbúa þarf að vera órjúf- anlegur hluti af starfi allra virkra Alþýðubandalagsfélaga í Reykjavík. Við Alþýðubandalagsfólk eigum að rífa okkur upp úr þeirri ládeyðu sem hefur ríkt gagnvart borgarmálum. Tökum nú af- dráttarlaust frumkvæði að því að virkja þau samtök og það fólk, sem lætur sig málefni íbúa borg- arinnar varða og hefjum víðtæka umræðu um nýja stefnu í borg- armálum. Nýja stefnu sem hefur félagshyggju og virkt lýðræði að hornsteinum og getur orðið raun- hæfur valkostur við þá einstaklings- og gróðahyggju, sem nú ræður ríkjum í stjórn borgarinnar og hefur gert alltof lengi. Á okkur sem stekasta stjórnmálaafl vinstri manna hvílir arra undirokaðra hópa, í öfluga sókn gegn ofurvaldi íhaldsins. Ég get nefnt nokkur atriði, sem að mínu áliti eru í takt við skoð- anir og þarfir fjölmargra Reykvíkinga og ættu erindi í slíka umræðu. - Það þarf að gjörbreyta embættismanna- og stjórnkerfi borgarinnar og korna því í lýð- ræðislegra og nútímalegra horf. Þar á að vera í fyrirrúmi góð þjónusta við borgarbúa, öflugt upplýsingastreymi til þeirra og að íbúum borgarinnar verði gefinn kostur á að hafa bein áhrif á á- kvarðanir, sem snerta nánasta umhverfi þeirra og lífsskilyrði. - Það verður að vera forgangs- verkefni að stuðla að bættum skilyrðum fyrir uppvöxt og upp- eldi barna og unglinga í borginni. Það þarf að marka stefnu í þess- um málum sem tekur mið af því að í Reykjavík nútímans vinna yf- irleitt báðir foreldrar utan heimil- is og því er uppeldishlutverk fjöl- skyldunnar mjög breytt frá því sem var fyrir bara einum áratug. Það þarf að gera ýmsar breyting- ar sem snerta bæði dagvistun ungra barna, starfssemi skól- anna, tómstundastarf barna og unglinga og umferðamál, svo nokkur dæmi séu tekin - Það þarf að leggja áherslu á miklu fjölbreyttari stefnu í hús- næðismálum þar sem ýtt er undir húsnæðissamvinnufélög, leigu- húsnæði í eigu borgarinnar og fleiri sambýlisform sent korna til móts við mismunandi þarfir borg- arbúa í samræmi við aldur og aðr- ar aðstæður. - Sem einn stærsti atvinnu- rekandi landsins gæti borgar- stjórn, hliðholl launafólki, tekið forystu um að konia til móts við kröfur kvenna um endurmat á kvennastörfum og hrint í fram- kvæmd hugmyndum um atvinnu- lýðræði í fyrirtækjum og stofnun- um borgarinnar. - Borgin getur og á að hafa ótvíræðu hlutverki að gegna í uppbyggingu fjölbreytts atvinnu- lífs bæði með beinni þátttöku og stuðningi við nýjar atvinnugrein- ar. Ég er sannfærð um að opinská og víðtæk umræða um nýja stefnu í borgarmálum, sem bæði gæti farið fram hér í Þjóðviljanum og á opnum fundum víðsvegar um borgina þar sem ýmsum sam- tökum og öðrum stjórnmála- flokkum vinstri manna væri boð- in þátttaka, gæti lagt grunninn að öflugri sókn í komandi kosninga- baráttu og myndi laða áhugasamt fólk til starfa. Að lokum vil ég skora á sem flesta stuðningsmenn og félaga að taka þátt í forvali um fram- boðslista til borgarstjórnarkosn- inganna, sem fer fram þann 31. janúar og 1. febrúar næstkomandi. Það skiptir miklu hverjir veljast til forystu í þeirri baráttu sem framundan er. Reykjavík 19. janúar 1986 Helga Sigurjónsdóttir Fyrri hluta desembermánaðar flutti Ragnar Arnalds tillögu á al- þingi um stofnun opins háskóla hér á landi. Samkvæmt fréttatil- kynningu Morgunblaðsins hinn 29. desember hlaut tillaga Ragn- ars góðar undirtektir þingmanna úr öllum flokkum. Vegna áhuga míns á fullorðins- menntun setti ég mig í samband við opna háskólann í Bretlandi og hef nú haft samband við hann síð- an 1983. Þar sem ég geri ráð fyrir því að almenningur geri sér litla grein fyrir því hvað opinn háskóli er mun ég nú lýsa í nokkrum dráttum opna háskólanum í Bret- landi (U.K.), en hugmyndin um opinn háskóla var framkvæmd þar og hafa nú ýmsar aðrar þjóðir tekið Breta sér til fyrirmyndar í þessu efni. Breski opni háskólinn vinnur á tveimur sviðum. Hér er um að ræða almennt fræðslusvið (Com- munity Education Courses) sem eru námsáfangar ætlaðir til upp- rifjunar á fyrra skólanámi. Enn- fremur er hér um að ræða námsá- fanga sem eru fólgnir í því að dregin er saman ýmis þekking sem kann að fara fram hjá okkur í önn og erli dagsins og er aðallega birt í blöðum og tímaritum. Þess- ir námsáfangar eru ekki prófá- fangar og gefa því ekki stig til háskólagráðu. Um þátttöku í þessum áföngum eru ekki gerðar aðrar kröfur en að væntanlegur nemandi sé orðinn fullra 16 ára og sé búsettur í Bretlandi. Hér er því að nokkru leyti um að ræða almenna fullorðinsfræðslu. Um opinn háskóla Hitt fræðslusviðið er hið eigin- lega háskólanám (Associate Stu- dent Courses). Um inngöngu gilda þær reglur um að umsækj- andi verður að vera orðinn 21 árs að aldri og búsettur í Bretlandi. Námið fer þannig fram að nemandi velur sér ákveðna áfanga og við valið á nemandinn kost á því að ráðfæra sig við námsráðgjafa. Að áfanga lokn- um tekur nemandi próf í áfangan- um og safnar stigum en hver áfangi fyrir sig gefur ákveðinn stigafjölda. Algengast er að áfangi sé metinn eitt stig eða hálft stig en til BA prófs þarf 6 stig. Að sjálfsögðu er öllum heimilt að taka einstaka áfanga þótt ekki sé stefnt að ákveðinni náms- gráðu, þó það sé algengast. Þetta hefur þýðingu fyrir þá sem þegar hafa námsgráður fyrir en vilja bæta við sig áföngum sem ef til vill hafa ekki verið í boði þegar viðkomandi lauk sínu námi. Kennslan fer þannig fram að í upphafi námsáfanga fær nemandi send gögn til námsins svo sem pappírsgögn með upplýsingum um útsendingar kennsluefnis í út- eftir Má Arsœlsson varpi og sjónvarpi, videospólur, hljóðsnældur og ef áfanginn krefst, þá einnig ýmis tilrauna- tæki til þess að gera tilraunir í heimahúsum. Slík tæki lánar há- skólinn nemendum sínum, en annars eru einnig reknir æfingaá- fangar um sumartímann þegar ekki er eins mikið að gera á rannsóknarstofum skólanna við almenna kennslu. Sérhver áfangi er undir stjórn ákveðins aðila sem síðan hefur sambönd við kennara sem eru staðsettir um allt landið. Opni háskólinn hefur skipt Bretlandi niður á svæði og eru innan hvers svæðis ákveðnar námsmiðstöðv- ar (Study Centres), en þar starfa kennarar sem leiðrétta verkefni sem eru send með pósti og enn- fremur geta nemendur ráðfært sig við þessa kennara. Hér er um að ræða menn sem eru gjarnan háskólakennarar eða menntaskólakennarar eða því líkt. Þessir kennarar standa svo í nánu sambandi við viðkomandi stjórnunaraðila. Fjöldi slíkra námsmiðstöðva er í Bretlandi geysimikill sem dæmi má nefna að í Skotlandi einu eru a.rn.k. milli 30 og 40 slíkar miðstöðvar. Rekstur svona skóla er að sjálf- sögðu mjög dýr og eru skólagjöld fyrir alla áfanga auk þess sem nemdur verða að greiða bækur og rituð gögn. Bretar hafa þó rekið í tengslum við opna háskólann stofnun sem veitir illa stæðum nemendum fjárhagslega aðstoð við námið. Fyrir ríkið (rekstra- raðila) er kostnaður að mestu fólginn í viðhaldi kennsluefnis og launum. Hins vegar ber á það að líta, að hér er skóli sem veitir þjónustu fólki sem af ýmsum ástæðum hefði enga möguleika til náms. Má hér nefna fólk sem hef- ur af einhverjum ástæðum lent utan hins almenna skólakerfis svo sem vegna búsetu, erfiðrar fjárhagsaðstöðu eða vegna fötlu- nar. Opni háskólinn í Bretlandi veitir fötluðum ýmsa séraðstoð sem þeim kemur að haldi. Ef vinna á að því að koma slík- um skóla á fót á íslandi myndi þurfa töluverða fjárveitingar frá opinberum aðilum til undirbún- ings og skipulagningar. Skipu- lagning myndi væntanlega vera tvenns konar annars vegar heildarskipulagning og hins veg- ar skipulagning einstakra námsá- fanga. Þetta hvort tveggja er mikið verk og kostnaðarsamt ekki síst hið síðara. Útbúa þyrfti námsgögn þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að nota er- lend námsgögn nema að litlu leyti og þau sem eru fyrir hendi þarf að Efvinna á aðþvíað koma slíkum skóla áfótá Islandi myndi þurfa töluverðarfjárveitingar frá opinberum aðilum til undirbúnings og skipulagningar athuga, breyta og fella að íslensk- um skóla. Hér væri um að ræða myndbönd, hljóðsnældur, prent- uð og fjölfölduð gögn e.t.c. Enn- fremur þarf að fella þetta inn í dagsskrá útvarps og sjónvarps. Hér rná geta þess að fyrir fáum árum settu Danir á stofn Jóskan opinn háskóla í tengslum við þrjá háskóla á Jótlandi, þ.e. Há- skólann í Árósum, Háskólamið- stöðina í Álaborg og Suðurjósku háskólamiðstöðina. Fastar stöð- ur við þann skóla nema aðeins tveimur hálfum stöðugildum, þar sem kennslu annast kennarar við aðra skóla á svæðinu þ.e. Jót- landi. Eins og er (þ.e. 1986) fer aðeins fram kennsla í 11 námsá- föngum og eru þeir aðallega á sviði málvísinda og sagnfræði. Hér er því urn að ræða áfanga sem að mestu eru bóklegir og krefjast ekki mikilla tækja, en kostnaður við þennan skóla er á milli 2 og 3 milljónir danskra króna á árinu 1985. Hér er þó aðeins um að ræða rekstrarfé en ekki stofnkostnað nema að mjög óverulegu leyti. Inntökuskilyrði í þennan skóla er aðeins aldur, umsækjendur þurfa að vera 25 ára að aldri, en alveg óháð búsetu, atvinnu og fyrri menntun. Ég hef nú skráð hér fáeinar upplýsingar og hugleiðingar um þetta mál og vona ég að þetta verði ef til vill einhverjum að gagni en þá er tilgangi þessara skrifa minna náð. Reykjavík, 9. janúar 1986 Már Ársælsson. Þriðjudagur 21. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.