Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Skák
Lesotho
Herínn steypir stjóminni
Sokolof
rúllar
Vaganjan
Moskvu, Tilburg — Askorenda-
einvígið í Minsk þar sem sovét-
mennirnir Andrei Sokoiof og
Rafael Vaganjan eigast við er
nú hálfnað og stefnir allt í stór-
sigur Sokolofs. Eftir fimm
skákir hefur hann 4 vinninga
gegn einum vinningi Vaganj-
ans.
1. og5. skákinni í einvígi sovét-
mannanna lyktaði með jafntefli
en Sokolf vann hinar þrjár. Þarf
hann aðeins að fá hálfan annan
vinning úr skákunum sem eftir
eru til að sigra.
í Tilburg í Hollandi er einvígi
hollendingsins Jan Timmans og
sovétmannsins Júsupofs
skemmra á veg komið. Timman
vann í fyrstu skákinni en í annarri
skák gerðu meistararnir jafntefli.
Þriðja skákin var svo tefld í gær
en engar fréttir höfðu borist um
úrslit hennar í gærkvöldi.
Bahrain — Samið var um
vopnahlé í borgarastyrjöldinni
sem geisað hefur í Suður-
Jemen i viku og gekk það í giidi
á sunnudag. í gær var svo að
sjá sem það væri virt en erfitt
er að gera sér grein fyrir hver
hefur undirtökin í landinu.
Um 3.000 erlendir borgarar
voru um helgina fluttir sjóleiðina
til Djibouti og segja þeir ófagrar
sögur af átökunum. Að þeirra
sögn er höfuðborgin, Aden, að
stórum hluta í rúst og um tíma
tókust deiluaðilar á um hverja
götu og hvert hús. Miklir eldar
hafa geisað í borginni og er gisk-
að á að uþb. 9.000 manns hafi
fallið í bardögunum.
Útvarpsstöð í höndum upp-
reisnarmanna skýrði frá því í gær
að andstæðingar Nasser Moham-
meds forseta hefðu undirtökin í
landinu og að forsetinn hefði
flúið land meðan átökin stóðu
yfir. Aðrar fregnir herma að
hann sé á heimaslóðum sínum
þar sem liðsmenn hans ráða
lögum og lofum. Svo virðist sem
fyrrverandi varnamálaráðherra
landsins, Ali Ahmed Nasser Ant-
ar, hafi komið sterkur út úr þess-
um átökum og grafið undan völd-
Maseru — Herinn í smáríkinu
Lesotho sem er umlukið
Suður-Afríku gerði í gærmorg-
un stjórnarbyltingu og fór hún
fram án blóðsúthellinga. For-
sætisráðherranum, Leabua
Jonathan, var vikið til hliðar en
við tekur herforingjaráð undir
forystu lítt þekkts hershöfð-
ingja, Justice Lekhanye.
Aðdragandi þessa valdaráns
var sú ákvörðun stjórnar Suður-
Afríku að svo gott sem loka land-
amærum ríkjanna. Var látið heita
að þetta væri gert til að hamla
gegn starfsemi skæruliða Afríska
um forsetans og Ismails fyrrver-
andi forseta sem bitust um völd-
in. En eins og áður er nefnt er
Suður-Jemen
þjóðarráðsins, ANC, í Lesotho.
Jonathan forsætisráðherra hefur
á síðustu árum snúist til andstöðu
við stjórn hvíta minnihlutans í
Pretoríu og tekið undir með
ANC þó hann hafi neitað þvi, að
skæruliðar fengju að nota landið
til árása á Suður-Afríku.
Lokun landamæranna hófst á
nýársdag og var farin að valda
alvarlegum vöruskorti í Lesotho.
Samningaviðræður höfðu staðið
milli stjórnanna en miðaði lítið.
Talið er víst að nýju valdhafarnir
muni fylgja stefnu sem er Suður-
Afríku meira að skapi en stefna
óvarlegt að segja neitt um valda-
hlutföllin í landinu eins og stend-
ur.
Jonathans. I gærmorgun var létt
mjög á landamæragæslunni og
fyrsti lestarfarmurinn af eldsneyti
barst til Maseru stuttu síðar.
Lítið er vitað um pólitíska af-
stöðu Lekhanye sem er 45 ára að
aldri. Þó er vitað að hann er
sanntrúaður kaþólikki og ákafur
andkommúnisti. Mun hann vafa-
laust binda endi á samskipti Le-
sotho við Sovétríkin og fylgiríki
þeirra sem hófust í stjórnartíð
Jonathans og hafa farið vaxandi,
stjórnvöldum í Pretoríu til mikill-
ar hrellingar.
Vopnahlé virt en Aden í rúst
og óvíst hver ræður í landinu
Samgöngur
England tengist meginlandi Evrópu
Tœplega tveggja alda gamall draumur Napóleons um göng undir Ermarsund
virðist loksins œtla að rœtast. Samningarundirritaðir ígœr
Þannig er ætlað að göngin undir Ermarsund verði. Tvennir gangar fyrir járn-
brautarlestir og einn fyrir viðhald, loftræstingu og þjónustu. Um aldamótin er
áformað að bæta tvennum göngum við fyrir bílaumferð.
Lille — í gær hittust þau Fra-
ncois Mitterrand forseti Frakk-
lands og Margaret Thatcher
forsætisráðherra Bretlands
hittust í gær í borginni Lille í
Norður-Frakklandi til að taka
afstöðu til fjögurra tilboða í
gerð jarðganga eða brúar yfir
Ermarsund. Niðurstaðan af
fundinum varð sú að tekið var
tilboði ensk-frönsku sam-
steypunnar France Manche/
Channel Tunnel Group um
gerð 50 km langra járnbrautar-
ganga.
Tilboð samsteypunnar var hið
lægsta og hljóðaði upp á rúmlega
150 miljarða króna en þegar fjár-
magnskostnaður hefur verið
reiknaður með er áætlað að
kostnaðurinn fari upp í liðlega
280 miljarða. Að samsteypunni
standa frönsku bankarnir Crédit
Lyonnais, Banque Indosuez og
Banque Nationale de Paris og
bresku bankarnir Midland og
National Westminster auk verk-
takafyrirtækja úr báðum
löndum. Það var skilyrði bresku
stjórnarinnar fyrir gerð ganganna
að breska ríkið þyrfti ekki að
veita neinu fé til verksins né held-
ur að veita ríkisábyrgðir og hefur
samsteypan tryggt sér áhættufjár-
magn frá bönkum og lánastofn-
unum í fjölmörgum Evrópuríkj-
um.
Draumur Napóleons
Það var Napoleon sem fyrstur
hreyfði hugmyndinni um sam-
tengingu Englands og Frakk-
lands árið 1802 en fyrsta tilraunin
til að láta draum keisarans rætast
var þó ekki gerð fyrr en um 1880.
Sú tilraun skildi eftir sig 2 km
löng göng í nágrenni Dover og
rúmlega 200 m löng göng Frakk-
landsmegin. Á þessari öld hefur
oft verið bryddað á þessari hug-
mynd en eins og á 19. öldinni
strandaði framkvæmdin á and-
stöðu áhrifaafla í Bretlandi, ekki
síst hershöfðingja sem óttuðust
að samtenging við meginlandið
byði heim árásarhættu.
Árið 1973 ákváðu stjórnir
Frakklands og Bretlands að gera
alvöru úr samtengingunni og var
hafist handa um undirgöng sem
taka átti í gagnið árið 1981. Svo
kom olíukreppan og meðfylgj-
andi verðbólga sem ma. orsakaði
það að kostnaðaráætlunin meira
en tvöfaldaðist. Stjórn Harold
Wilsons ákvað að rifta samningn-
um við frakka og hætta við verk-
ið. Þá var búið að verja 200 milj-
ónum dollara til járnbrautar-
ganganna og frakkar brugðust
reiðir við þessum samningsrofum
breta.
Þegar þau Thatcher og Mitter-
rand hófu viðræður að nýju um
samtengingu landanna voru
frakkar mjög varkárir, minnugir
svikanna frá 1974. Settu þeir
fram kröfur urn pottþéttar trygg-
ingar fyrii því að ekki yrði
hlaupið frá verkinu í miðju kafi.
Þær virðast hafa fengist því nú
liggur samningurinn fyrir.
Göng eða brú?
Tilboðin fjögur sem komu
fram voru æði ntisjöfn. í einu
þeirra var gert ráð fyrir því að
byggja brú frá Doverút á uppfyll-
ingu úti í sundinu. Þar áttu bílarn-
ir að aka niður einskonar „hring-
stiga“ niður í 20 km löng neðan-
jarðargöng sem lágu yfir í aðra
uppfyllingu úti fyrir Frakklandi
en þar tæki svo við brú upp á
land. Annað tilboð gerði ráð fyrir
tvöföldum neðanjarðargöngum,
öðrum fyrir bíla og hinum fyrir
járnbrautarlestir. Þriðja tilboðið
gerði ráð fyrir hengibrú fyrir bíla
og neðanjarðargöngum fyrir lest-
ir.
Tilboðið sem varð ofan á gerir
ráð fyrir neðanjarðargöngum
fyrir járnbrautarlestir sem flytja
bíla yfir sundið. Bílunum verður
ekið upp í lestirnar en síðan geta
bílstjórar setið í veitingavagni
lestarinnar þann hálftíma sem
ferðin tekur. Gert er ráð fyrir því
að á mestu annatímum verði lest-
arferðirnar á þriggja mínútna
fresti og segja verktakarnir að
lestirnar muni anna 4.000 bílum á
kiukkustund í hvora átt.
Samningurinn miðast við að
samsteypan annist rekstur gang-
anna fram til ársins 2020 en þau
eiga að komast á gagnið árið
1993. í tilboðinu eru nefndar
hugsanlegar tölur um verð á
þjónustunni en samkvæmt þeim
myndi hver farþegi í bíl greiða
liðlega 1.200 kr. fyrir aðra leiðina
en lestarfarþegi um 350 kr. Á síð-
ustu stundu var bætt við tilboðið
gerð jarðganga fyrir bíla og segir í
samningnum að samsteypan
verði að leggja fram framkvæmd-
aáætlun um þau fyrir aldamót,
ella missir hún rekstrarleyfið.
Áhyggjur
Eins og áður segir verða
göngin 50 km löng en þar af eru
3/4 hlutar undir sjó. Göngin
verða á 40 metra dýpi undir hafs-
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R E U1E R
botninum. Eftir undirritun verk-
samningsins í gær sagði Mitter-
rand að hér væri um að ræða
stærsta viðfangsefni aldarinnar á
sviði verkfræðinnar. Verktakarn-
ir segja að 60 þúsund manns fái
vinnu við gerð ganganna og 7.500
við rekstur þeirra eftir að þau
verða opnuð fyrir umferð.
Atvinnuleysið í báðum löndum
átti stóran þátt í að samkomulag
náðist um gerð ganganna. Bygg-
ingariðnaður og verktakastarf-
semi hafa dregist mjög saman og
gæti þetta risaverkefni haft mikil
og jákvæð áhrif á þessar starfs-
greinar. Á móti kemur að fjöldi
manns missir vinnu sína við ferj-
urnar sem nú flytja fólk, bíla og
járnbrautarlestir yfir sundið.
Viðbrögð ferjueigenda í gær voru
þau að tilboðið sem varð ofan á
væri illskársti kosturinn því það
hefði í för með sér 50% samdrátt í
ferjuflutningunum, önnur tilboð
hefðu haft mun meiri áhrif.
Umhverfisverndarmenn hafa
einnig haft áhyggjur af því raski
sem göngin muni valda, einkum
hafa slíkar raddir verið háværar í
héraðinu Kent á Englandi. Þeir
sem Reuter ræddi við í gær tóku
þó í sama streng og ferjueigendur
og sögðu að járnbrautargöngin
væru illskársti kosturinn. í
Frakklandi hefur verið mjög lítil
andstaða gegn göngunum, það er
helst að ferjusjómenn og hafnar-
verkamenn í Calais hafi möglað.
Borgarstjórinn í Calais sem er
kommúnisti var í upphafi andvíg-
ur göngunum en honum hefur
snúist hugur. Segir hann eins og
margir aðrir frakkar að gerð
ganganna og rekstur þeirra muni
hafa það mikil og góð áhrif á at-
vinnuástandið og efnahagslífið í
Norður-Frakklandi að það vegi
upp neikvæðu hliðarnar.
Leiðin styttist
Það sem snýr að ferðamönnum
og öðrum þeim sem yfir Ermar-
sund eiga erindi er að ferðatí-
minni milli Lundúna og Parísar
styttist úr fimrn tímum í hálfan
fjórða tíma með tilkomu gang-
anna. Járnbrautarfyrirtæki
beggja landa hafa uppi áform um
að koma upp sérstökum hraðlest-
um sem tengjast göngunum og
sjá frakkar þar möguleika á að
nýta betur hraðlestina fínu TGV
sem hefur gert það gott á leiðinni
París-Lyons-Marseilles.
Göngin munu einnig verða til
þess að auðvelda og efla viðskipti
breta við meginlandið og önnur
rfki í EBE en þau viðskipti hafa
reyndar þegar aukist verulega
eftir inngöngu breta í bandalagið.
Enn rnunu þeir bretar þó vera
margir sem hafa mestar áhyggjur
af því að göng undir Ermarsundið
neyði þá til að taka upp þann
Ijóta sið íbúa meginlandsins að
aka á hægri helming vegarins.
Víst er um að sá vandi krefst
lausnar þegar bílagöngin koma til
sögunnar en fram að aldamótum
ættu bretar þó að geta ekið
vinstra megin eins og þeir hafa
gert frá því bíllinn hélt innreið
sína í siðmenninguna fyrir réttri
öld.
(Stuðst við Time)
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17