Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 8
RœttviðBirgi Engilberts, höfund Upphitunar.eina nýja íslenska leikritsins.sem Þjóðleikhúsið frumsýniráþessu leikári MENNING Birgir Engilberts, höfundur Upphitunar, hefur komið sérfyrir í rósótta hægindastólnum í kjallaranum á sviði Þjóðleikhússins. Hafsbotnamósaik voru skrifaðir 1972. Síðan birtist ekkert eftir mig fyrr en 1982, að Andvökuskýrslurnar voru gefnar út, en þær innihalda þrjár sögur. Ástæðan fyrir þessari löngu þögn er fyrst og fremst sú, að ég fékk nóg af leikhúsinu að starfa í því frá níu til fimm. í>ó hætti ég aldrei algjörlega að skrifa og á tímabili skrifaði ég töluvert fyrir rusla- tunnuna, en ég tel að allir höf- undar hafi gott af slíku. Reynslan af leikhúsinu nýtist mér mj ög vel í Upphitun. Áhorfendur munu uppgötva að leikritið er skrifað af manni sem gjörþekkir leikhúsið, sérstaklega í öllu sem viðkemur ballettinum.“ Einrœðis- herrann „Það er tvennt ólíkt að skrifa sögu og að skrifa leikrit. Leikrit- inu er aldrei fulllokið. Stöðugt hægt að breyta og bæta og kann- ski verður fyrst hægt að setjast niður að frumsýningu lokinni og skrifa endanlega gerð leikritsins. Það er hætt við að ég myndi al- gjörlega umskrifa það þá. Þegar saga er rituð er maður sjálfur ein- ræðisherra og ákveður allt upp á sitt eindæmi, t.d. hvenær loka- punkturinn er settur. Ljóð hef ég aftur á móti aldrei reynt að skrifa, ekki einusinni á unglingsárunum. Ég býst við að það sé álíka mikill munur á ljóði og sögu og á sögu og leikriti.“ Djúp sálarlffsins „Upphitun var lengi í smíðum hjá mér, en skriftirnar fóru fyrst og fremst fram 1984. Það má segj a að ég rói þarna á svipuð mið og í Andvökuskýrslunum, mið sálarlífsins. í mínum huga er Upphitun einskonar hafsbotn- amósaik og alls ekki fylgt hefð- bundinni leikritagerð. Sjálfsagt mun einhverjum þykja það sér- kennilegt. í leikritinu er sögð viss saga en farið öfugan hring að henni. í sjálfu sér er ekkert nýtt eða frumlegt við það, enda efast ég um að nokkuð nýtt sé til undir sólinni. Við erum stöðugt að fara í hringi. Rétt er þó að leyfa yngstu kynslóðinni að trúa á frumleikann því annars er hætt við stöðnun. I Upphitun er engin bein atriðaskipting heldur leiðir eitt af öðru og hefst leikurinn á sama stað eftir hlé og honum lauk.“ Konurnar lykillinn „Upphitun fjallar um konur og konur eru lykill að þeim heimi sem leikritið fjallar um. Ég vil síður tjá mig um hversvegna karl- mennirnir eru víðs fjarri, heldur eftirlæt ég hverjum og einum að draga sínar ályktanir í leikslok." Um 20 manns koma fram í Upphitun og eru það allt konur. Mest mæðir á leikkonunum Kristbjörgu Kjeld, sem er á svið- inu alían tímann og Þóru Frið- riksdóttur, en þær leika systurnar Þórey og Sóley. „Titillinn Upphitun hefur margræða merkingu. Leikritið fjallar töluvert um ballett og dansarar verða að hita upp áður en þeir taka sporið. Annars er hægt að hiita svo margt upp, t.d. má hita upp fortíðina." „Það er mjög einkennilegt, já eiginlega skrýtið, að sjá þetta, sem byrjaði sem óljós hugmynd verða að raunveruleika á sviðinu. Utkoman verður aldrei eins og maður bjóst við. Þó er ég sjálfs- agt í betri aðstöðu en höfundur sem er að senda frá sér sitt fyrsta leikverk, þar sem ég gjörþekki leikhúsið og vinnubrögðin sem þar eru tíðkuð. Það er hætt við að nýgræðingur myndi ekki þekkja eigið verk þegar það er komið á fjalirnar. I Upphitun byggi ég töluvert á eigin persónulegri reynslu. Hversu mikið maður notar úr eigin lífi er þó erfitt að gera sér grein fyrir. Nú svo koma leikararnir með sitt og miðla af sinni reynslu þegar þeir skapa \ persónurnar og ekki má gleyma leikstjóranum, sem einnig leggur sitt til og oft á tímum mjög mikið. Þau áhrif, sem áhorfandinn verð- ur fyrir, er svo útkoman úr öllum þessum þáttum. Það getur því verið erfitt að átta sig á hvað sprottið er frá höfundi og hvað frá hinum.“ _sáf „Gömlu leiöslumar þagna aldrei," segir Sóley við Þórey systursína, semsiturog blaöar í gömlu eintaki af Life. Þetta tölublaö er frá stíðslok- um og prýöir baksíðuna mynd af kjarnorkusprengjunni. Sviðið er geymsla í kjallara og ægirþarýmsum munum saman, munum sem kveikja minningar í hugum systranna sem komnar eru á miðjan aldur. Móðir þeirra nýlátin og nú skal kofinn seldur. Þessi gömlu bárujárnshró eru kom- in í tísku. Sóley æðir um sviðið og fyllir hvern ruslpokann á fætur öðrum gömlu skrani, en Þórey hálf dofin í stóinum, keðjureykir á mörkum þessa heims og veraldar minning- anna. Neigömlu leiðslurnar þagna aldrei, hvorki í kofan- um né í hvelfingu kúpunnar. Á stóra sviðinu í Þjóðleikhús- inu átti sér stað fyrsta rennslið á nýju íslensku leikverki, Upphit- un eftir Birgi Engilberts fyrr í vik- unni. Blaðamaður leit við á æf- inguna til að fá smjörþefinn af leikritinu og rabba við höfund. „Einsog þú sérð, þá er þetta kjallarageymsia í gömlu húsi og hér er alls ekki allt sem sýnist,“ sagði Birgir rétt áður en rennslið hófst. Og viti menn þegar líða tók á fyrri helming sýningarinnar lifnaði sviðið og eiga lausnir leikmyndateiknarans, Sigurjóns Jóhannssonar, eflaust eftir að koma áhorfendum á óvart. „Þessi sýning hefur verið mjög erfið í uppfærslu og takist hún vel þá eiga þeir Sigurjón og Þórhall- ur Sigurðsson, leikstjóri, stóran þátt í því. Og ekki má heldur gleyma Nönnu Ólafsdóttur, sem hefur samið og æft dansa, en þeir skipa stóran sess í leikritinu." „Við Þórhallur erum báðir nemendur Benedikts Árnasonar. Hann er fyrrverandi kennari Þór- halls og ég hef unnið sviðsmyndir fyrir hann. Höfum við báðir lært mikið af honum. Benedikt er mjög sjónrænn leikstjóri og það vildi mér til happs að hann komst fyrstur mann í leikritið eftir að ég hafði lokið því. Sá hann hvaða möguleika það bauð upp á og hvatti mig til að koma því á fram- færi. Ég býst líka fastlega við því að það verði hinn sjónræni þáttur verksins sem muni standa upp úr.“ Of mikið af því góða „Það hefði verið of mikið af því góða að vera bæði höfundur leikritsins og sviðsmyndateikn- ari,“ segir Birgir, en hann er starfandi sviðsmyndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég skrifaði nokkra einþátt- unga áður. Sá fyrsti. Loftbólur, var frumsýndur í Lindarbæ 1966 og síðustu tveir einþáttungarnir Kristbjörg Kjeld í hlutverki Þóreyjar. Gamla brúðan má muna sinn fífil fegri, þegar hún fékk að kúra við hlið Þóreyjar. Myndir E.ÓI. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.