Þjóðviljinn - 25.01.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Page 13
HEIMURINN Skæruliðar hertaka Kampala s Uganda kirkjuna í Kampala á sitt vald en manns sem leitað hafa skjóls ógnaraldar sem ríkt hefur þar hafast við allt að 4 þúsund vegna bardaganna og þeirrar landinu. Suður-Jemen Átökunum lokið með sigri uppreisnaraflanna Kampala — Skæruliðar úr Þjóðlega andspyrnuhernum, NRA, réðust inn t Kampala, höfuðborg Úganda í gær og virðast hafa stökkt stærstum hluta stjórnarhersins á flótta. , Ekkierljósthverfermeð völd- in í Kampala en skæruliðar hafa amk. nokkur hverfi hennar á valdi sínu, þám. miðborgina. Við innrásina brast á mikil ringulreið meðal stjórnarhermanna sem brugðust fyrst við með því að ráð- ast á óbreytta borgara. Skutu þeir marga til bana en skáru aðra á háls. Síðan flúðu þeir í stórum hópum í austurátt til borgarinnar Jinja. A veginum þangað urðu átök sem benda til þess að NRA hafi umkringt Kampala því þeirra yfirráðasvæði eru suður og vestur af borginni. Útvarpsstöðin í borginni þagnaði í gær og flug- vellinum í Entebbe var lokað. Sjónarvottar sögðu að skærulið- um hefði verið tekið fagnandi þegar þeir tóku kaþólsku dóm- ERLENDAR FRÉTTIR ÞRÖSTUR HARALDSSON Aden — Borgarastyrjöidinni sem háð hefur verið í Suður- Jemen undanfarna 12 daga virðist nú lokið með fullnaðar- sigri uppreisnarmanna. Skipuð hefur verið bráða- birgðastjórn í landinu og í gær var tilkynnt að forseti lands- ins, Ali Nasser Mohammed, yrði dreginn fyrir rétt. Sendingar útvarps og sjón- varps hófust að nýju síðdegis í gær og að sögn sjónarvotta var lífið í höfuðborginni Aden að færast í eðlilegt horf í gær. Gífur- legar skemmdir hafa þó orðið þar í bardögunum sem kostuðu amk. 10 þúsund manns lífið. Átökin munu svo til eingöngu hafa átt sér stað í Aden og næsta nágrenni hennar en lítið breiðst til annarra landshluta. Nýju valdhafarnir greindu frá því í gær að 55 háttsettir flokks- og embættismenn hefðu fallið í átökunum. Meðal þeirra er Ali Ahmed Nasser Antar fyrrverandi varnarmálaráðherra en sam- kvæmt fréttum leit út fyrir það um tíma að hann hefði treyst mjög stöðu sína í átökunum. Yfir 6.000 útlendingar voru fluttir burt frá landinu meðan á átökunum stóð til borgarinnar Djibouti handan Rauðahafsins. Bretland Annar ráðherra kveður London — Leon Brittan viö skipta- og iðnaðarráðherra bresku stjórnarinnar sagði af sér í gær í kjölfar deilnanna sem orðið hafa um framtíð breska þyrlufyrirtækisins Westland. Er hann annar ráð- herrann í stjórn Thatchers sem segir af sér á tveimur vikum. Ástæðan fyrir afsögn Brittans var sú að hann hafði gerst sekur um að „leka“ til þingmanna bréfí sem ekki átti að fara út fyrir stjórnina. Bréfið var þýðingar- mikið í deilunum um Westland og kom birting þess sér illa fyrir Michael Heseltine varnarmála- ráðherra og helsta andstæðingi Brittans í Westland-málinu. /REUIER Andlát Joseph Beuys myndlistar- maður látinn Dusseldorf — Vesturþyski framúrstefnulistamaðurinn Joseph Beuys lést í gær eftir langa sjúkdómslegu. Hann varð 65 ára gamall. Beuys er talinn einn fremsti myndlistar- maður Þýskaiands eftir síðari heimsstyrjöld og hefur haft áhrif á amk. tvær kynslóðir ís- lenskra myndlistarmanna. Beuys kallaði sjálfan sig „fíflið með flókahattinn" og fór hann sjaldan alfaraleiðir í list sinni. Hann vakti oft athygli og hneykslan í heimalandi sínu fyrir gerninga og verk sín vann hann gjarnan úr algengum brúkshlut- um. Hann var geysiafkastamikill oggerði yfir 15 þúsund teikningar og um 30 þúsund klippimyndir, skúlptúra og önnur verk. Verk Beuys voru á sínum tíma sýnd í Gallerí SÚM við Vatnsstíg. Beuys var mjög virkur í stjórnmálum og einn af stofnend- um flokks Græningja í Vestur- Þýskalandi. Varð hann fyrir barðinu á atvinnuofsóknum yfir- valda á síðasta áratug þegar hann var rekinn frá Listaháskólanum í Dusseldorf en settur aftur í starf sitt eftir mikla mótmælaöldu. Portúgal Fjögur slást um forsetastoiinn Hœgriöflin sameinuð en vinstriöflin þríklofin. Verðurfyrsta konaforseti? Diogo Freitas do Amaral frambjóðandi hægriaflanna þykir líklegastur sigurveg- ari í fyrri umferðinni en ólíklegt má telja að hann beri sigurorð af sameinuðum vinstrivængnum í þeirri seinni. Sjóslys Olíuskip í árekstri Cromer—Grísktolíuskip lenti í árekstri við hollenskan togara 60 mílur undan austurströnd Englands í gærmorgun. Gat kom á síðu olíuskipsins og olía streymdi t sjóinn þar sem hún brann. Um tíma rak skipið í átt að borpalli sem vinnur jarðgas en áður en til árekstrar kom tókst að koma taug um borð í skipið og draga það í burtu. Olíuskipið er 76 þúsund tonn að stærð og lekur olían úr því. Argentína Allsherjar- verkfall gegn IMF Buenos Aires — Athafnalíf í Argentfnu lamaðist gersam- lega í gær þegar verkalýðs- hreyfing landsins efndi til sól- arhrings allsherjarverkfalis til að mótmæla stefnu stjórnar Raul Alfonsin forseta í efnahags- og kjaramálum. í yfirlýsingu sem verkalýðs- hreyfingin gaf út í gær segir að verkfallsþátttakan hafi verið 97%. Þar segir einnig að verkfall- ið sé í raun þjóðaratkvæða- greiðsla gegn því að efnahagslífi Argentínu sé stjórnað af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, IMF. Efnahagsstefna stjórnvalda tekur mið af þeirri kröfu IMF að allt kapp sé lagt á að draga úr verðbólgu svo efnahagslífið rétti úr kútnum og þjóðin geti endur- greitt hinar miklu erlendu skuldir. Síðari hluta ársins 1985 ríkti bann við launahækkun og vissulega tókst að draga verulega úr verðbólgunni en kaupmáttur launa minnkaði um 30% að mati verkalýðshreyfingarinnar. Hreyfingin er sammála forset- anum um nauðsyn þess að efla atvinnulífið en telur að eina leiðin til þess sé að hækka launin, rjúfa tengslin við IMF og hætta endurgreiðslum af erlendum lán- um um einhvern tíma. Lissabon — Á sunnudaginn fara fram forsetakosningar í Portúgal. Fernt er í framboði, þrír karlar og ein kona, og nái ekkert þeirra hreinum meiri- hluta, sem telja má mjög ólík- legt, verður kosið aftur milli tveggja efstu þann 16. febrúar nk. Kosningabaráttan hefur þótt lífleg og tvísýn. Frambjóðandi hægriaflanna er talinn líklegastur til að fá flest atkvæði en ekki eins líklegt að honum takist að sigrast á vinstriöflunum sameinuðum í seinni umferðinni. Vinstriöflin bjóða fram tvo karla og eina konu en sennilegt má teljast að þau sameinist í seinni umferð- inni. Og þar sem vinstriöflin hafa hlotið meirihluta atkvæða í öllum kosningum sem fram hafa farið í Portúgal síðan lýðræði var endur- reist í landinu vorið 1974 er á brattann að sækja fyrir Diogo Freitas do Amaral. Frjálshyggja og ríkisrekstur Amaral er yngstur frambjóð- endanna, 44 ára gamall lögfræði- prófessor sem nam lög undir handleiðslu Marcelo Caetanos en hann tók við embætti forsætisráð- herra eftir að Salazar einræðis- herra féll frá árið 1968. Það er því engin furða á að vinstrimenn hafi beitt því gegn honum að hann sé fulltrúi gamla tímans og að hon- um fylgi andblær einræðisins. Amaral var einn helsti hvata- maður að stofnun flokks kristi- legra demókrata og gegndi ráð- herraembættum fyrir flokkinn þegar hann komst til valda árið 1980. Amaral dró sig í hlé árið 1982 og hóf á ný háskólakennslu en birtist aftur í sviðsljósinu þeg- ar hann bauð sig fram til forseta sl. haust. Hann leggur í áróðri sínum áherslu á nauðsyn þess að losa efnahagslífið úr fjötrum ríkisvaldsins og sú stefna hefur aflað honum opinbers stuðnings kristilegra demókrata og núver- andi stjórnarflokks, Sósíaldem- ókrata. Elstur og þekktastur fram- bjóðendanna er án efa Mario So- ares sem hefur haft forystu fyrir þremur ríkisstjórnum á undan- förnum áratug. Hann stofnaði Sósíalistaflokkinn árið 1973 og hefur verið óskoraður leiðtogi hans alla tíð eða fram á síðasta haust þegar hann lét af for- mennsku til að bjóða sig fram til forseta. Soares er lögfræðingur eins og Amaral en 18 árum eldri. Soares lýsir sjálfum sér sem lýðræðissinnuðum sósíalista og raunsæismanni í stjórnmálum. Auk sinna eigin flokksmanna höfðar hann til miðjukjósenda og þeirra sem ekki eru ginnkeyptir fyrir frjálshyggju Amarals. Telur hann sér það mjög til tekna að hafa stuðlað að inngöngu portúg- ala í Efnahagsbandalag Evrópu en hún öðlaðist gildi nú um ára- mótin. Óþekkt stærð Þriðji lögfræðingurinn í hópn- um er Salgado Zenha, 61 árs að aldri. Hann var náinn félagi Soar- es í Sósíalistaflokknum fram til 1980 þegar deilur um hugmynda- fræði olli því að leiðir skildi með þeim. Hann komst æ meir upp á kant við flokkinn uns hann sagði sig úr honum í fyrra þegar hann bauð sig fram til forseta. Zenha nýtur ekki eins mikillar alþýðuhylli og tveir fyrstnefndu frambjóðendurnir en þykir koma vel fram í sjónvarpsumræðum þar sem hæðni hans nýtur sín. Hann boðar það serri hann nefnir „nýtt lýðræði" en boðskapur hans einkennist af sterkum sið- gæðiskröfum til stjórnvalda sem hann vill að séu áreiðanleg, heiðarleg og starfi sínu vaxin. Zenha nýtur opinbers stuðnings hins moskvuholla kommúnista- flokks og, merkilegt nokk, einnig Ramalho Eanes forseta sem ekki má bjóða sig fram vegna ákvæða stjórnarskrárinnar um að enginn megi gegna embætti forseta lengur en tvö kjörtímabil. Síðast en ekki síst ber að nefna Mariu de Lourdes Pintasilgo sem er að flestu leyti frábrugðin körlunum þremur. Fyrir það fyrsta er hún kona og ógift og þar að auki ekki lögfræðingur heldur efnaverkfræðingur að mennt. Hún er líka óbundin stjórnmála- flokkum þótt hún hafi setið í tveimur ríkisstjórnum og verið forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnar um fimm mánaða skeið árið 1979. Pintasilgo er 56 ára gömul og hún hefur háð baráttu sína með allt öðrum hætti en andstæðing- arnir. Hún lætur sér ekki nægja að halda fundi með íbúum borg- anna og stærri bæja heldur leggur sérstaka áherslu á að þræða smá- bæi og þorp til sveita. Hún notar ekki hefðbundið málfar stjórnmálamanna heldur reynir að höfða beint til hjartans í fólki. Hún segist vera frambjóðandi grasrótarinnar í portúgölskum stjórnmálum og þótt hún þyki ögn menntamannsleg í máli bætir hún það upp með afar líflegri framkomu og fasi. Pintasilgo er sanntrúaður kaþólikki og blandar trúnni sam- an við heimspekilega þanka og sterka réttlætiskennd. Hún er óþekkt stærð í kosningunum og andstæðingarnir óttast að hún kunni að sópa til sín fylginu. Platframboð Kosningabaráttan hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig utan hvað Soares mátti þola nokkra pústra á einum fund- inum en slapp þó ósár. Framboð fulltrúa kommúnistaflokksins olli nokkrum deilum en hann lýsti því yfir í miðri kosningabaráttunni að hann myndi draga sig í hlé áður en kjördagur rynni upp. Við það stóð hann nú í vikunni en tímann og athyglina notaði hann til að hvetja kjósendur til að greiða Salgado Zenha atkvæði. Það þykir tíðindum sæta að nú er ljóst að embætti þjóðhöfðingja verður ekki skipað herforingj a en þeir hafa setið einir að þessu embætti í sextíu ár. Það yrðu þó öllu meiri tíðindi ef kona veldist til starfans því öllu lengra mun vera síðan slík manntegund hefur vermt æðsta valdastól í þessu forna sjóveldi. Laugardagur 25. janúar 1986 iÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.