Þjóðviljinn - 29.01.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 29.01.1986, Page 4
LEIÐARI Aumkunarverð ríkisstjóm A sínum tíma töldu margir aö staöa Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæöisflokksins væri mjög veik utan ríkisstjórnar. Þegar honum tókst í stólapókernum í haust, aö ná undir sig ráö- herrastól, fannst mörgum aö nú væri formann- inum ekkert aö vanbúnaði, - hann væri að hefj- ast handa viö landsstjórnunina. í dag eftir nokkurra mánaða reynslu, hefur sú undarlega þversögn birst alþjóö, aö staöa Þor- steins innan ríkisstjórnarinnar er enn veikari en utan hennar. Meö því aö ýta til hliðar Geir Hallgrímssyni hefur staöa flokksforystunnar veikst til muna. Innan ríkisstjórnarinnar virkaöi Geir Hallgríms- son einsog skjaldborg gagnvart óánægju og spjótalögum heildsalaklíkna, Morgunblaösins og ýmissa sérhagsmunahópa innan Sjálfstæö- ísflokksins. Að Geir brottu gengnum er skjaldborgin hrun- in og Þorsteinn og aðrir ráðherrar standa ber- skjaldaöri eftir. Sú pólitíska málefnafátækt ef ekki nekt stingur þeim mun meira í augu sem tíminn líður. Eftir skoðanakönnunum aö dæma halda ríkisstjórnarflokkarnir aö vísu nokkuð í fylgi sitt, en þaö er fráleitt til marks um styrk stjórnarinnar. Vantrúin á getu ríkisstjórnarinnar til að halda þannig um stjórnvölinn að skammlaust geti tal- ist, grefur um sig hvarvetna í þjóöfélaginu. Hagsmunasamtök atvinnurekenda hafa misst trúna, forystumenn flokksfélaga stjórnarflokk- anna á landsbyggöinni og æskulýðssamtaka þeirra hafa sömuleiöis glataö allri von um aö ríkisstjórninni takist aö gera nokkuð annaö en þaö sem horfir til verri vegar fyrir íslenska þjóö- arbúið. Þegar Þorsteinn Pálsson hefur komið sveröi sínu og skildi fyrir í Seölabankanum veröur hlá- leg staöa formannsins enn auösærri en áður. Innan Sjálfstæöisflokksins hafa aðrir valda- menn gert sér grein fyrir því, að Þorsteinn er enginn sá skörungur í ríkisstjórninni aö lappaö geti uppá neikvæöa ímynd stjórnarinnar. Þess vegna hefur nú Morgunblaöiö m.a. skoriö upp herör gegn ýmsum einstaklingum í forystu flokksins. Þaö nægir ekki lengur aö gera lítið úr Albert Guömundssyni, - heldur heggur Morgunblaöiö hvaö eftir annaö í áttina aö Friðrik Sophussyni varaformanni Sjálfstæöisflokksins og þaö örlar á stundum á því aö blaðið geri lítiö úr Þorsteini Pálssyni. Og nýveriö sagöi Morgunblaöið í ritstjórnar- grein þingflokknum stríö á hendur: „Það er Ijóst að endurnýjunar er þörf í þingflokki sjálf- stæðismanna". Hanskanum er kastað. Viö hverja er átt? Hvaöa þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins á aö skáka útúr stjórnmálunum? Eftir þessa yfirlýsingu veröur þeim ekki svefnrótt: Agli Jónssyni, Halldóri Blöndal, Gunnari Schram, Eggert Haukdal og öörum óbreyttum þingmönnum. En andvökunætur ýmissa þingmanna Sjálf- stæöisflokksins eru þó ekki mikið í samanburöi við martraðirflokksforystunnar. Hún situr nefni- lega sem fangi Steingríms Hermannssonar og Framsóknarflokksins alls inní ríkisstjórn sem hún hefur meira að segja sjálf skömm á. Engar málefnalegar pólitískar forsendur eru lengur fyrir hendi í stjórnarsamstarfinu. Öll markmið ríkisstjórnarinnar eru hrunin, hneykslismálin sem tengjast stjórnarflokkunum eru fleiri en tölu verður yfir komiö, - og enginn ráöherranna getur gert annað en að missa fót- anna og skaðast pólitískt fram aö stjórnarrofi og kosningum í haust. Sjálfstæöisflokkurinn vildi gjarnan ganga útúr þessari ríkisstjórn, - en þaö getur hann ekki vegna þess aö Davíð Oddsson borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins bannar flokknum á lands- vísu aö rjúfa stjórnarsamstarfiö fyrir sveita- stjórnarkosningarnar í vor. Þess vegna er Sjálf- stæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki einungis fangi Steingríms Hermannssonar heldur og bandingi Davíðs arfakóngs í Reykjavík. Þjóöin geldur svo fyrir stundarhagsmuni borgarstjórans meö verstu ríkisstjórn frá lýðveldisstofnun. Þannig situr hún áfram stjórnin, - innanstokksmönnum til háöungar og áhangendur stjórnarflokkanna ráfa um meö blygðun í brjósti og horfa hnípnir í ískalda storö. - óg. KUPPT OG SKORIÐ Tjóðrið á háskólaíhaldinu Vöku, félagi háskólastúdenta með hægri slagsíðu, hefur einatt verið ógreið leiðin upp á pallborð stúdenta. Gegnum söguna hefur félagið sýnt það aftur og aftur, að hagsmuni Sjálfstæðisflokksins metur það meir en baráttuna fyrir bættri aðstöðu stúdenta. í sjálfu sér er lítið við því að segja. í því birtist einfaldlega sú grimma sér- hyggja, sem ævinlega hefur verið hugsjónagrunnur hinnar svoköll- uðu Sjálfstæðisstefnu, og hefur á stundum birst í sínu öfgafyllsta formi hjá háskólastúdentum. Það eru því tæpast fréttir fyrir fólk sem hefur einhverja nasa- sjón af háskólapólitíkinni, að Vöku sé fjarstýrt úr Heimdalli eða einhverjum öðru skúmaskoti Sjálfstæðisflokksins. Þannig hef- ur það ævinlega verið frá því Jó- hann heitinn Hafstein, fyrrum ráðherra, stofnaði Vöku árið 1936. Vikapiltur Sverris En fyrr má nú rota en dauðrota. Sennilega hefur það aldrei fyrr gerst í sögu Háskólans að forkólfar íhaldsstúdenta bók- staflega lýsi því opinberlega yfir, að þeir hlýði fremur skipunum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en fylgja þeirri stefnu sem stúdentar hafa sjálfir markað sér í hagsmunabaráttu sinni. En fram- komu Ólafs Arnarsonar, eins af forystumönnum Vöku, og fyrrum fulltrúa Stúdentaráðs í stjórn Lánasjóðsins er tæpast hægt að túlka öðru vísi. Ólafur þessi var á sínum tíma fulltrúi í stjórn Lánasjóðsins, til- nefndur af Stúdentaráði sem íhaldsstúdentar og Umbótasinn- ar í Háskólanum réðu í samein- ingu. Þegar svo Sverrir Her- mannsson varð menntamálaráð- herra var umsvifalaust hafin hat- römm atlaga að námsmönnum. Meðal annars Iét Sverrir „frysta" lánin, þannig að til dæmis náms- menn í útlöndum áttu ekki að fá leiðréttingu vegna gengis- breytinga. Þetta hefði leitt til stórkostlegs misréttis milli náms- manna eftir því í hvaða löndum þeir stunduðu nám sitt. Sumir hefðu vafalaust þurft að hætta námi af þessum sökum. Linka íhaldsfulltrúans Þrátt fyrir að hér væri um grimmilega árás á kjör náms- manna að ræða, þá svaraði meiri- hluti íhaldsstúdenta og umbóta- sinna þessu með furðulegu að- gerðarleysi. Og ekki varð betur séð en Ólafur Arnarson, fulítrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðsins, væri samþykkur atlögunni að eigin umbjóðendum. Þetta leiddi til mikillar ólgu á meðal stúdenta, meirihlutinn í Stúdentaráði var felldur og nýr myndaður undir forystu Félags vinstri manna. Samþykkt var vantraust á Ólaf Arnarson og nýr fulltrúi, Guðmundur Auðunsson úr hópi vinstri sinna, var kjörinn. Hið fáheyrða gerðist þá, að Sverrir Hermannsson neitaði að hleypa hinum nýja fulltrúa í stjórn LIN. Þess í stað skipaði hann Ólafi Arnarsyni að sitja áfram í trássi við viíja stúdenta. Undir öllum venjulegum kring- umstæðum hefði maður í sporum Ólafs Arnarsonar neitað að verða að tilmælum Sverris, sagt af sér með hliðsjón af vantraust- inu sem búið var að samþykkja á hann, og hleypt hinum nýja full- trúa að. En Ólafur kaus að hlýða Sjálfstæðisflokknum fremur en hlíta lýðræðislegri ákvörðun stú- denta. Enn situr Óli, án umboðs frá stúdentum. Á meðan fær lýð- ræðislega kjörinn fulltrúi þeirra, Guðmundur Auðunsson, ekki að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, stúdenta Háskóla fslands. Pettaþýðir auðvitað, að Ólafur Arnarson er ekki fulltrúi náms- manna, heldur persónulegur full- trúi Sverris Hermannssonar. Undirskrifta- söfnun Þess má geta, að óvinsældir Ólafs, vikapilts Sverris, eru nú orðnar slíkar vegna þjónkunar- innar við Sverri og Sjálfstæðis- flokkinn, að stúdentar sjálfir eru farnir að safna undirskriftum gegn honum. Undirtektir við söfnunina munu vera með mikl- um ágætum. Þannig er ljóst, að þó Sverrir kalli hann fulltrúa stú- denta, þá eru þeir sjálfir alger- lega á móti honum. DV segir um þetta í leiðara í gær: „Ekki bœtir úr skák Vöku, að Sverrir fékk fulltrúa félagsins til að draga til baka úrsögn sína úr stjórn Lánasjóðs námsmanna og kyssa á vönd ráðherrans. Það verður ekki til að auka veg og vinsœldir Vöku meðal náms- manna í náinni framtíð“. Þetta eru orð að sönnu. Vaka hefur í gegnum alla sögu sína staðið slælega að hagsmunamálum stúdenta, og síðustu viðburðir sýna svo ekki verður um villst, að stúdentar geta fráleitt treyst henni fyrir for- ystu í sínum málum. Þess má að lokum geta, að Ólafur Arnarson stundaði um tíma viðskipti undir heitinu ís- lenskir eðalvagnar hf og flutti inn gamla glæsibíla frá útlöndum. Þau viðskipti tókust ekki betur en svo, að bílarnir seldust ekki og voru um síðir fluttir úr landi. Við- skipti Ólafs fyrir stúdenta virðast hafa lukkast með svipuðum hætti. Væri ekki ráð fyrir stúdenta að fylgja fordæmi Ólafs með bílana forðum, senda hann bara úr landi á eftir druslunum sem enginn vildi kaupa? _qc DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rlt8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglý8inga8tjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.