Þjóðviljinn - 29.01.1986, Side 5
Um menn og málefni
eftir Gunnar Guttormsson
Umræða um skipan framboðs-
lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík við borgarstjórnar-
kosningarnar í vor hófst með
nokkuð sérstæðum hætti. Ég man
ekki betur en það væru málgögn
andstæðinganna, Morgunblaðið
og Dagblaðið sem fluttu manni
„fyrstu fréttirnar“. Þar var það
haft eftir tveimur félögum, þeim
Kristínu Ólafsdóttur vara-
formanni flokksins og Össuri
Skarphéðinssyni ritstjóra
Þjóðviljans, að þau myndu keppa
að því að ná kosningu í efstu sæti
á framboðslista flokksins í
Reykjavík. Kristín sagðist stefna
á fyrsta sætið en Össur á 2.-5.
sæti.
Aðdragandi þessara yfirlýs-
inga var í stuttu máli sá að for-
valsnefnd flokksfélagsins í
Reykjavík hafði lagt að þessum
félögum að gefa kost á sér til for-
vals, en þau sögðu þá nei við. Það
var svo rétt áður en skilafrestur til
forvals rann út um áramót að þau
ákváðu að gefa kost á sér í ákveð-
in sæti.
Þetta þýddi í reynd að Kristín
og Össur ætluðu að bjóða sig
fram á móti en ekki með þeim
félögum sem verið hafa í fylking-
arbrjósti fyrir flokkinn í borg-
armálapólitíkinni. Og ekki varð
annað séð en þau ætluðu Morg-
unblaðinu og Dagblaðinu að
verða helsti vettvangur sinn til að
kynna sérstöðu sína. - Reyndin
hefur svo orðið sú - eins og jafn-
an þegar valdatafl er sett á svið -
að sérstöðu skapar maður sér
ekki nema með því að segja með
einhverjum hætti að maður sé
betri en „hinir“. Kristín og Össur
völdu þá leið að auglýsa sig sem
sérstaka málsvara „lýðræðisafl-
anna“ í flokknum. Hin sem gefa
kost á sér í forvalinu tilheyra þá
væntanlega „flokkseigendafélag-
inu“; vilja hvorki nýtt fólk til
starfa né neinar breytingar á
starfsháttum.
Þetta var sannarlega hvalreki
fyrir íhaldsmálgögnin. Nú gátu
þau farið að spila á „óeininguna í
Alþýðubandalaginu", hringja í
forystuliðið og ota manni gegn
manni. - Það síðasta sem rak á
fjörur andstæðinganna mátti lesa
í Dagblaðinu 22. þ.m. Þar var
það haft eftir Össurri ritstjóra að
listi Alþýðubandalagsins væri því
aðeins sigurstranglegur að hann
og Kristín skipuðu einhver af
fjórum efstu sætum listans.
Umræðan um framboðsmál
flokksins hefur góðu heilli færst í
ríkara mæli inn á síður Þjóðvilj-
ans upp á síðkastið. Þar hafa
nokkur greinakorn birst eftir þá
sem gefa kost á sér til forvals, auk
þess sem blaðið birti ágæta kynn-
ingu á öllum frambjóðendum í
forvalinu. - í síðasta helgarblað-
inu var grein eftir Kristínu, þar
sem hún áréttar fyrri yfirlýsingu
sína um að hún stefni á fyrsta sæt-
ið. Hún getur þess jafnframt að
þessi yfirlýsing sín „hafi valdið
nokkrum taugatitringi".
Ég skal fúslega játa að endur-
teknar yfirlýsingar þeirra Kristín-
ar og Össurar hafa valdið mér
verulegum heilabrotum og ég
hygg að í röðum flokksmanna og
stuðningsfólks AB hafi margir
velt því fyrir sér hvað þau séu
eiginlega að hugsa: Býr hér ein-
hver alvara að baki eða birtist lifér
hinn nýi starfsstíll?
Ég vona að ég fari með rétt mál
þegar ég segi að það hafi lengst af
einkennt störf sósíalista og ann-
arra róttækra vinstri manna að
setja málefnabaráttu ofar þræt-
um um það hverjir veldust til
trúnaðarstarfa á vegum samtaka
þeirra. Að því er Alþýðubanda-
lagið áhrærir held ég að ekki hafi
þar skort verkefni fyrir áhuga-
sama félaga. Reyndar má segja
Égskalfúslega játa að
endurteknar yfirlýsingar
þeirra Kristínar og
Össurar hafa valdið mér
verulegum heilabrotum
og ég hygg að í röðum
flokksmanna og
stuðningsfólks A B hafi
margir veltþvífyrir sér
hvað þau séu eiginlega að
hugsa: Býr hér einhver
alvara að baki eða birtist
hér hinn nýi starfsstíll?
að flokkurinn hafi oft á tíðum lagt
of mikið á þá sem mesta fórnar-
lund hafa sýnt. - Það hve Al-
þýðubandalagið hefur lítið lagt
upp úr „persónupólitík" á sér
sjálfsagt að nokkru leyti sögu-
legar og siðferðilegar ástæður.
Skyldi ekki sú grundvallarhugsun
búa að baki að stjórnmálabarátta
vinstri manna sé í eðli sínu félags-
leg og mismunandi hæfileikar
einstaklinga eigi og þurfi að fá
notið sín innan félagsheildar,
hvort sem hún er stór eða smá.
Sem andstæðu framangreindra
viðhorfa nægir að benda á starfs-
aðferðir ýrnissa flokka sem eiga
sér ekki rætur í alþýðuhreyfing-
um. Sjálfstæðisflokkurinn er hér
skýrt og nærtækt dæmi. Þar virð-
ast stefnumið oft á tíðum hverfa í
skugga persónulegs valdabrölts
og tilheyrandi hjaðningavíga. -
Vill Alþýðubandalagið taka upp
slíka starfshætti?
Sem liðsmanni í Alþýðubanda-
laginu virðist mér sem störf fé-
laga okkar að borgarmálum hafi
einkennst af málefnalegri sam-
stöðu þegar á heildina er litið.
Með kosningasigrinum 1978 og
myndun vinstri meirihlutans svo-
nefnda að þeim loknum urðu
óneitanlega þáttaskil í starfi
flokksins að borgarmálum. Þátt-
taka í stjórnun borgarinnar lagði
félögum okkar skyndilega aukna
ábyrgð og skyldur á herðar. Þótt
við hefðum kosið að þetta sam-
starf skilaði miklu meiri árangri
en raun bar vitni, komu menn út
úr því reynslunni ríkari. Sérstak-
lega mun þetta samstarf hafa ver-
ið strangur skóli fyrir þá sem voru
nýkomnir til starfa. Það er fagn-
aðarefni hve margt af því yngra
fólki sem á liðnum tveim kjör-
tímabilum hefur tengst borgar-
málastarfinu skuli nú aftur gefa
kost á sér til starfa. - Ég held að á
engan sé hallað þótt sagt sé að
Adda Bára Sigfúsdóttir hafi á síð-
ustu árum verið santeinandi afl í
starfi flokksins á þessum vett-
vangi. Hún hefur nú ákveðið að
draga sig í hlé að þessu kjörtíma-
bili loknu. Það er von mín að
starfsstíll hennar, fórnfýsi og
tryggð við málstað hreyfingarinn-
ar verði leiðarljós þeirra sem við
taka.
Gagnrýni á stefnu flokksins í
borgarmálum jafnt sent lands-
málum er höfuðnauðsyn. Sama á
við um gagnrýni á störf þeirra fé-
laga sem á hverjum tíma bera hita
og þunga starfsins á hvorum vett-
vangi. En því aðeins leiðir
gagnrýni til jákvæðra breytinga
að hún sé vel rökstudd og hafðar
séu í heiðri þær leikreglur
flokksfélaga sem við viljum að
gildi almennt í samfélaginu.
Með starfsháttum sínum við
undirbúning forvalsins hér í Rvík
vegna komandi borgarstjórnar-
kosninga hafa Kristín og Össur
gert forvalið að allt annars konar
athöfn en því er ætlað að vera. Sá
„málefnaágreiningur" sem lesinn
verður út úr skrifum þeirra og yf-
irlýsingum í Morgunblaðinu og
Dagblaðinu skýrir varla hvað
þeim gengur til með framboði
sínu í tiltekin saeti efst á listanum.
Alla vega þurfa þau að gera okk-
ur flokksmönnum mun skýrari
grein fyrir tiltæki sínu en þau hafa
gert til þessa. Þá - en fyrr ekki -
er hægt að taka málefnalega af-
stöðu til framboðs þeirra.
Ekki verður hjá því komist að
benda á að Kristín og Össur hafa
sett Alþýðubandalagið á lands-
vísu í nokkuð einkennilegt sviðs-
ljós. Ég vek athygli á að flokkur-
inn hefur valið þau hvort um sig
til mikilvægra trúnaðarstarfa:
Kristín var kosin varaformaður
flokksins á síðasta landsfundi og
Össur hefur gegnt starfi ritstjóra
Þjóðviljans um nokkurt skeið. Sú
krafa hlýtur að vera gerð til fé-
laga í slíkum lykilstöðum að þeir
leggi sig fram um að sætta ólík
sjónarmið en ýti ekki undir
sundrungu og tortryggni. Ég
eftirlæt lesendum að meta til
hvers hið síðarnefnda muni leiða
í flokki sem öðru fremur byggir á
hugsjónum um samhjálp og
bræðralag.
Gunnar Guttormsson
Fellum íhaldið í Reykjavík
Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar
Við búum okkur undir borg-
arstjórnarkosningar. Verkefnið
er skýrt og klárt. Við höfum það
verkefni að fella íhaldið. Við höf-
um það verkefni að taka höndum
saman að loknum kosningum við
aðra vinstri flokka og stjórna
Reykjavíkurborg. Stjórna borg-
inni á þann veg að fólkið í borg-
inni finni að henni er stjórnað af
samhentum hópi, sem hefur
hagsmuni heildarinnar að
leiðarljósi. Hópi, sem hafnar ein-
ræðislegum vinnubrögðum
manna á borð við Davíð Oddsson
og hans líka. Verkefnin eru bæði
mörg og brýn. Þau þekkja flestir
og óþarfi að tíunda í smáatriðum.
Nægir að nefna mál eins og
öflugra og traustara atvinnulíf,
húsnæðismál, kjör aldraðra og
umhverfismálin í borginni.
Fyrsti áfanginn er forval Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík
um næstu helgi. Forval er aðferð
sem við höfum valið til að velja
fólk á framboðslista. Það er hægt
að finna galla og hnökra á þessari
aðferð. En núna er það ekki við-
fangsefnið. Við tökum forvalið af
fullri alvöru, tökum þátt í því,
hlítum þeim leikreglum sem forv-
alið býður og unum niðurstöð-
unni.
Það má færa rök fyrir því að
framboðslisti stjórnmálaflokks er
í raun tæki til þess að ná lengra
með þau sjónarmið og baráttu-
mál sem stjórnmálaflokkurinn
hefur. Auk þess erum við að velja
einstaklinga til þess að fara með
þá málaflokka sem eru viðfangs-
efni sveitarfélags í umboði
flokksins og kjósenda hans. Af
báðum þessum ástæðum er mikils
um vert að vel takist til um skipan
listans. Ekki aðeins að áliti
sumra, heldur sem allra flestra,
helst allra félagsmanna og liðs-
manna Alþýðubandalagsins.
Ég vil halda því fram að forval
Alþýðubandalagsins nú séu raun-
hæfar forkosningar. í framboði
er hópur fólks, sem hefur áhuga,
vilja og getu til að takast á við þau
verkefni sem sveitarstjórnarmál
eru. í hópnum eru einstaklingar
sem hafa reynslu af sveitarstjórn-
arstörfum og gefa nú kost á sér á
ný. í hópnum eru aðrir sem hafa
reynslu af öðrum störfum, jafnt
innan flokksins sem utan. Þeirra
reynsla er líka mikils virði. Það
sem skiptir þó mestu er að þeir
„Ég vil halda þvífram að
forval Alþýðubandalags-
ins nú séu raunhœfar
forkosningar. íframboði
er hópur fólks sem hefur
áhuga, viljaoggetutilað
takast á við þau verkefni
sem sveitarstjórnarmál
eru
sem kjósa í forvalinu eiga úr hæf-
um hópi að velja. Hver og einn
getur búið til sinn lista eftir því
sem honum finnst best og
skynsamlegast. Við sem bjóðum
okkur fram til starfs og stefnum
að því að vera í þeim hópi sem
skipa mun efstu sæti listans hljót-
um að gera ráð fyrir því að starfa
með öðrum þeim sem á listanum
verða. Ekki aðeins sumum. Það
er einmitt eðli forvalsins að þar
verður raðað saman fólki, sem
valið hefur verið af stórum hópi.
Menn velja ekki sjálfir sína næstu
granna í þessu efni. Það hefur
borið nokkuð á titringi og spennu
vegna forvalsins undanfarna
daga, en þó varla meira en við má
búast. Allt er þetta innan þeirra
leikreglna, sem félagið hefur sett
og samþykkt.
Meðal okkar Alþýðubanda-
lagsfólks eru auðvitað skiptar
skoðanir um sitthvað sem við er
að fást. í flokknum, í verkalýðs-
hreyfingunni, í sveitarstjórnum,
á þingi og víðar. En verkefnið er
eftir sem áður sameiginlegt. Við
höfum það verkefni að sækja
fram á öllum vígstöðvum í þágu
vinnandi fólks, verja það og
breyta lífskjörunum í landinu.
Að hér lifi upprétt fólk við góð
kjör í samfélagi þar sem hver og
einn getur notið margvíslegra
réttinda og mannsæmandi lífs.
Að öllu þessu er vegið af and-
stæðingunum. Það þekkjum við
sem störfum í verkalýðshreyfing-
unni. Það birtist á alþingi og það
birtist í Reykjavíkurborg. Sjálf-
stæðisflokkurinn í Reykjavík er
einn hornsteinn þess valds og
þeirra áhrifa, sem afturhaldið á
Islandi hefur. Þessu valdi þarf að
hnekkja. Það gerurn við í vor,
engan barlóm. Við förum fram
með sterkan G-lista, kraftmikinn
flokk og þróttmikið starf.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson er
framkvæmdastjóri MFA.
Miövikudagur 29. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5