Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 2
Aukning á sölufrystra afurða hjá SÍS en samdráttur hjá SH. Guðjón B. Olafsson: Erum að auka markaðshlutdeild okkar. Guðmundur H. Garðarsson: Ekki á okkar kostnað. Erum svo til birgðalausir __________FRÉTT1R Fisksala TORGIÐ Síðustu tveir mánuðir hafa ver- ið mestu sölumánuðir í sögu Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum. Á sama tíma hefur hins vegar orðið nokkur samdráttur í sölu frystra afurða hjá Coldwater Seafood dótturfyr- irtæki Sölumiðstöðvarinnar. „Við höfum verið að auka okk- ar markaðshlutdeild og þessi aukning hefur náðst þrátt fyrir verulegan vöruskort. Það hefur vantað illilega ýmsar mikilvægar tegundir og ég get slegið því föstu, að það hefði verið hægt að hafa söluna talsvert meiri,“ sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Ice- land Seafood í samtali við Pjóð- viljann. Fyrirtækið seldi í janúar og febrúar frystar fiskafurðir fyrir um 29 miljón bandaríkjadollara og nam söluaukningin tæpum 9 miljónum dollara miðað við sama tíma í fyrra. A þessum sama tíma seldi Coldwater Seafood frystar fisk- afurðir fyrir samtals 37.8 miljón dollara sem er um 7% minni sala en í janúar og febrúar í fyrra. „Ástæðan fyrir þessari sölu- minnkun hjá okkur er fyrst og fremst sú að við seldum mjög vel þessa mánuði á si. ári og síðan ekki síst að Coldwater hefur alls ekki fengið nóg af fiski til sölu. Sérstaklega hefur skort karfa- flök. Það vantar fisk og við erum svo til birgðalausir,“ sagði Guð- mundur H. Garðarsson blaða- fulitrúi SH í samtali við Þjóðvilj- ann. Hann sagði af og frá að sölu- aukning . Sambandsins væri á kostnað SH en hins vegar væri það að koma núna skýrt í ljóst að meiri aukning hefði verið á síð- ustu árum hjá Sambandsfrysti- húsum í frystingu og útgerð og það væri kvótakerfið sem þar hefði ráðið mestu um. _ie. Má ekki bara endurskoða nið- urgreiðslur á kaupmætti? Megas heldur konsert í Roxzý í kvöld: Ljósm. eik. Roxzý Lifandi músik á boðstólum Erlendir listamenn líka ísigtinu Gamla Safari hefur heldur bet- ur fengið innri upplyftingu eftir að nýir eigendur, 6 talsins, tóku við staðnum. Mikilvægasta breytingin er sú að danspallurinn er á miðju gólfi - var áður úti í horni - og stækkanlegt svið við enda hans, enda markmið eigenda staðarins að bjóða upp á lifandi tónlist á fimmtudags- og föstudagskvöldum, en diskótek á laugardögum. Nafn staðarins er nú Roxzý. Þessa vikuna býður Róxzý upp á hljómleika með Megasi en þeir verða í kvöld, fimmtudag, og Kukli, sem spilar annað kvöld, nýkomið úr hljómleikaferð í Evr- ópu. í næstu viku koma þar fram Grafík, The Voice og Skaga- bandið Winston Light Orchestra og þeirri þar næstu Drýsill (þetta verða þeirra kveðjuhljómleikar), Centaur og Akureyrarsveitin Skriðjöklar. Húsið er opnað kl. 21 á fimmtudögum en 22 á föstudög- um og laugardögum, og verður aðgangseyrir öll kvöld 250 krón- ur, nema þegar útlendir músik- antar koma fram, en slíkt er á dagskrá í samvinnu við Grammið og Mjöt. Engin nöfn hafa verið nefnd í því sambandi, en órök- studdar fréttir herma að ekki sé útilokað að Tom Waits, Imperiet og Cabaret Voltaire fáist hingað til hljómleikahalds. Þá hefur heyrst að til standi að Roxzý haldi sína eigin listahátíð í ár. Þeir sem hafa áhuga að troða upp í Roxzý geta haft samband þangað (Skúlagötu 30, s. 11555) eða í síma 23878 (Pétur) og 14988 (Freyr). Og svo er bara að sjá hvort þetta þarfa framtak í að gefa fólki kost á lifandi músik verður metið að verðleikum. -A Sambandið með sölumet Samtök kvenna Oviðunandi samningar Kjaraskerðingunni viðhaldið. Engin lágmarkslaun tilgreind. Engin verðtrygging Samtök kvenna á vinnumark- aði lýsa óánægju sinni með ný- gerða kjarasamninga. Ástæðurn- ar eru fyrst og fremst eftiríar- andi. 1. Frá júní 1983 hafa laun verkafólks verið skert um 30%. Þessir samningar viðhalda þeirri skerðingu. Kaupmáttur hefur rýrnað um 5% frá áramótum. 5% launahækkun nú er eingöngu til að mæta því. Launahækkanir síð- ar á árinu eiga greinilega að mæta hluta af hækkun vöruverðs. 2. Engin lágmarkslaun eru til- greind í samningunum. Lægstu taxtar verða enn undir 20 þúsund krónum í árslok. Laun flestra kvenna munu hækka um 800- 1500 kr. við samþykkt samninga. Segir það lítið í verðhækkanir síð- ustu mánaða. 3. Fátækrastyrkurinn, sem mest getur orðið nálægt 600 kr. á mánuði, hlotnast einungis þeim lægst launuðu sem ekki hafa tæki- færi til að slíta sér út í bónus. vaktavinnu og yfirvinnu. Fá- tækrastyrkurinn miðast við heild- artekjur. 4. Engin verðtrygging felst í samningunum. Hvað sem öllum forsendum líður hrynur verð- bólgan ekki á einum degi úr 35% í 7%. Dag hvern munu launin okkar skerðast áfram án bóta. í samningunum felst að þótt vöru- verðhækkifrá 1. jan. -1. nóv. um 6,1%, þá verður það aldrei bætt eða rætt. Vöruverð hækkar meira og þær verðhækkanir verða ræddar af svokallaðri launa- nefnd, sem mun ekki tryggja okkur dýrtíðarbætur. 5. Samkvæmt samningunum fær fiskvinnslufólk loks mögu- leika til fastráðningar og 4ra vikna uppsagnarfrests. Þessi mannréttindi ná þó ekki til far- andverkafólks og atvinnurekend- ur seilast í atvinnuleysistrygg- ingasjóð til að standa straum af kostnaðinum. 6. Boðuð er ný leið - verðlækk- unarleið, sem felst í því að greiða niður vísitölu framfærslukostn- aðar. Þess vegna lækka td. tollar á bílum þarsem rekstur einkabfls mælir 15% í grundvelli framfærs- luvísitölunnar. Lækkun búvöru- verðs felst í því að sumar búvörur hækka ekki 1. mars, enda mælist búvara aðeins 9,4% af framfærs- lukostnaði. Láglaunafólk eyðir mun stærri hluta af tekjum í ma- tvæli, og gömlu bílarnir hrynja í verði. Lækkun skatta felst í því að samræma krónutöluna lægri launum en áætluð höfðu verið fyrir þetta ár. Tekjuskattur og út- svar verða sama hlutfall af tekj- um ársins og áætlað var. Verðlækkun á ýmsum þjónustu- liðum hins opinbera er lækkun á þegar orðnum hækkunum, sem við höfum þegar greitt fyrir janú- ar og febrúar. 7. Það er hart að verkalýðs- hreyfingin gangist inná það að af- henda stóran hluta af lífeyrissjóð- um sínum til að íhaldið geti staðið við kosningaloforðin sín varð- andi húsnæðismál, en lofað var að lán skyldu nema 80% af íbúð- arverði. Þegar búið er að fara yfir samn- ingana kemur í ljós að það er launafólk sem borgar brúsann. Þeir sem græða eru sem fyrr at- vinnurekendur og ekki s st versl- unareigendur og heildsalar. Samningarnir eru ávísun á á- framhaldandi vinnuþrælkun kvenna og annarra láglauna- hópa. VININsf. HEILDVERSLUN, Pósthólf 10 095 SÍMI 91 -672211 /eMy- ÖRYGGISLOKAR Aukum öryggi barnanna Lokumöllum raf- magnsinnstung- um svo að sak- laus leikur endi ekki í hörmulegu slysi. /y- AUTOMATIC Lokar sjálfkrafa rafmagnsinnstungunni um leíð og klóin er tekin úr. Auðvelt að stinga aftur í samband. - AUTOMATIC Fyrir rafmagnsinnstungur án jarðteng- ingar. -duo Öryggisloki sem lýsir í myrkri og aðeins er hægt að fjarlægja með sérstökum lykli. /<e*/*/y- Einfaldur öryggisloki fyrir innstungur án jarótengingar. Fjarlægist með lykli. /tr*/*(u- ¥y- Einfaldur öryggisloki sem hentar vel fyrir lítið notaðar innstungur. Fjarlæg ist með lykli. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.