Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 1
Bifreiðatryggingar Stórhækkun iðgjalda Iðgjöld af ábyrgðartryggingum hœkka um 22% frá 1. mars. Eigin ábyrgð úr 4500 Í5600 krónur. Jónas Bjarnason FÍB: Hóflega ánœgður r Igaer var ákveðið að hækka ið- gjöld bifreiðatrygginga um 22% að meðaltali frá og með 1. mars, minnst 7,7%., mest 31,8%. Bónusgreiðslur trygging- afélaganna verða hins vegar óbreyttar. Á sama tíma í fyrra hækkuðu iðgjöld af ábyrgðar - tryggingum um68%,en þá hækk- uðu bónusgreiðslur jafnframt. Hækkanirnar hafa verið staðfest- ar af tryggingaráðuneytinu. Félag íslenskra bifreiða- eigenda hafði áður búist við meiri. hækkunum á iðgjöidum, og segir í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér áður en ákvörðun um þetta var tekin að það teldi líklegt að tryggingafé- lögin myndum fara fram á mun meiri hækkun en raun er orðin á. „Mín fyrstu viðbrögð við þess- ari frétt eru þau að ég er hóflega ánægður með þessa hækkun ábyrgðartrygginga bifreiða. Ég tel að þetta sé að hluta til árangur harkalegra mótmæla sem urðu vegna hækkananna í fyrra," sagði Jónas Bjarnason framkvæmda- stjóri FÍB þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á hækkun- unum í gær . Auk þess sem iðgjöld hækka að meðaltali um 22%, hækkar eigin áhætta úr 4500 krónum í 5600, sem er um 24% hækkun, framrúðutrygging hækkar um 22%, ökumanns- og farþega- trygging hækkar um 20%. Er- lendur Lárusson hjá Trygginga- eftirlitinu í gær sagði í gær að fjár- hagur tryggingafélaganna hefðu í fyrra staðið í járnum. -gg- MANNLÍF LANDBÚNAÐUR HEIMURINN S-Afríka Beit eyrað af lögregluþjóni Höfðaborg - Edward Pietersen, 27 ára gamall Suður-Afríkani var í gær dæmdur í 600 klukkustunda fangelsi fyrir að bíta eyrað af lög- regluþjóni. Pietersen mun hafa misst stjórn á skapi sínu þegar götulög- regluþjónn stöðvaði hann fyrir gáleysislegan akstur. Hann sló til lögregluþjónsins, sparkaði í hann og beit síðan af honum eyrað. Pietersen mun afplána dóm sinn um helgar og er ástæðan fyrir því sögð vera sú að þannig geti hann haldið starfi sínu áfram. Bókmenntir Alltaf að skrifa Bœkur Tryggva Emils- sonar gefnar út á þýsku. Eg er mjög ánægður með þessa útgáfu, maður er ekki orðinn svo gamail að maður geti ekki glaðst, sagði Tryggvi Emilsson rithöfund- ur í samtali við Þjóðviljann í gær, en bækur hans hafa nú verið gefn- ar út á þýsku í 10 þúsund cin- tökum. Það eru bækurnar Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan, endurminningar Tryggva. Bruno Kress, sem er fs- lendingum að góðu kunnur, þýddi bækurnar á þýsku og eru þær gefnar út í einu bindi hjá Aufbau-Verlag í Berlín. Titill bókarinnar á þýsku er Arm sein ist teuer, sem útleggst: það er dýrt að vera fátækur. Tryggvi er nú kominn á níræð- isaldur, en hann stundar ritstörf enn af miklu kappi. „Ég skrifa frá morgni til kvölds, hef verið að fást við að rita ættartölur foreldra minna síðastliðin þrjú ár og er það starf nú langt komið," sagði Tryggvi í gær. -gg Það er dýrt að vera fátækur. Mynd E.ÓI. Reykjavíkurborg Óskir íbúa hundsaðar Húsnœðisfulltrúi Reykjavíkurborgar: Ekki hœkkun - bara endurskoðun á niðurgreiðslu! ítrekaðar ábendingar um skort á viðhaldi í mörg ár Húsnœðismálin Vandinn er ekkileystur Húsnœðish reyfingin: Aðgerðir í húsnœðismál- um alls ekki fullnœgjandi Húsnæðishreyfingin fundaði í gær um fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismál- um. Segir í ályktun að í aðgerð- unum felist engar úrbætur sem leiðrétti það misgengi sem hafi lagt ómældar byrðar á fjárhag húsnæðiskaupenda. Aukin lán þeim til handa duga ekki. Of lítil kaupmáttaraukning nýgerðra kjarasamninga eykur á vandann, segir einnig þar. Sjá bls 3. etta er ekki hækkun, heldur endurskoðun á niðurgreiðslu, sagði Gunnar Þorlákssson, hús - næðisfulltrúi Félagsmála- stofnunar, þegar Þjóð- viljinn spurði hann út í ástæður fyrir hinni furðulegu 67 prósent hækkun borgarinnar á fram- leigðu húsnæði til öryrkja. Aðspurður hví í ósköpunum hækkun af slíkri stærðargráðu hefði ekki verið rædd í fél- agsmálaráði eða öðrum kjörnum stofnunum borgarinnar sagði Gunnar það vera vegna þess, að í rauninni væri bara verið að laga fjárhagsstuðning borgarinnar að reglum sem félagsmálaráð hefði verið búið að setja. Gunnar upplýsti, að fundur þriggja deildarfulltrúa stofnunar- innar, yfirmanns fjölskyldu- deildar og hans sjálfs hefðu upp á sitt eindæmi ákveðið hækkunina. í samtölum við íbúa húss, sem borgin framleigir, héldu íbúarnir því fast fram að stöðugar óskir um endurbætur á leku og úr sér gengnu húsnæði hefðu verið bornar fram ítrekað á síðustu árum. „Að minnsta kosti þau þrjú ár sem ég hef verið hér,“ sagði einn íbúinn. „Það er rétt að ábendingar um viðhaldsskort hafa komið frarn," sagði Gunnar Þorláksson, hús - næðisfulltrúivið Þjóðviljann. Að- spurður féllst hann á, að ítrekað- ar ábendingar um það hefðu komið fram. - Afhverju hefur þá ekki verið ráðin bót á ágöllum húsnœðisins? „Það er ýmislegt sem hefur komið í veg fyrir það. Eigandi húsnæð'sins hefur til dæmis á- formað breytingar á því, og við höfum viljað bíða eftir því.“ - En varþað ástceða til að bíða með nauðsynlegar úrbœtur í þrjú ár? „Ég kannast ekki við að hafa fengið ábendingar um viðhalds- skort strax fyrir þrernur árum,“ sagði Gunnar. Sjá leiðara bls 4 -ös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.