Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 15
LANDBUNAÐUR______ Fiskeldi sem búgrein Til umfjöllunar á Búnaðarþingi Stjórn Búnaðarfélags ís- lands beinir því til Búnaðar- þings að það athugi hvort ekki sé tímabært að ráöinn verði til félagsins ráðunaut- ur í matfiskeldi. Telji þingið að svo sé verði leitað eftir því við stjórnvöld, að stað- an fáist viðurkennd og fjár- veiting ákveðin til starfsem- innar. Bent er á að umræður um fisk- eldi hafi einkum snúist um stórar einingar fjársterkra aðila en minna sinnt um athugun á því hvort fiskeldi geti verið arðvæn- leg búgrein hjá einstökum bænd- um. Þær fisktegundir, sem eink- um eru taldar koma til álita, eru regnbogasilungur, bleikja og lax. Lagt er til að Framleiðnisjóður styrki sérstaklega þróun fiskeldis sem búgreinar hjá þeim bændum, sem hafa til þess aðstöðu á jörð- um sínum með því að: a) Leita til Veiðimálastofnunar um að hún láti hanna og gera áætlun um fiskeldisstöð, sem hentaði sem rekstrareining á venjulegu sveitabýli, þar sem að- gangur væri að nægilegu og not- hæfu heitu og köldu vatni. b) Styrkja sérstaklega nokkra' bændur og eða Bændaskólann á Hvanneyri til að koma upp slíkri fiskeldisstöð. Tilraunir. bæði innlendar og erlendar, benda til þess, að unnt sé að ala lax í sláturstærð alfarið í ósöltu vatni. Því má ætla, að bændur, sem eiga kost á „ódýr- um" jarðhita og góöu köldu vatni, geti stundað arðvænlegt iaxeldi. Þeir, sem hyggja á matfisks- eða seiðaeldi þurfa einkum að fá forathuganir og leiðbeiningar á þremur eftirtöldum sviðum: 1. Athuganir á möguleikum þess að fá nægilegt og nógu gott heitt og kalt vatn og síðan áætlun um virkjun þess og virkjunar- kostnað. 2. Leiðbeiningar um byggingu eldishúsa og útimannvirkja og tæknibúnað í sambandi við fóðr- un og annað. 3. Margháttaðar leiðbeiningar í sambandi við matfiskeldið sjálft svo sem fóðrum, aðbúnað, sjúk- dómavarnir, val á eldisfiski (teg- undum) og annað, sem varðar hina líffræðilegu hlið málsins. Að Smiðjuvöllum 9 á Akranesi er verksmiðja okkar á 2700 ferm. — Hér framleiðum við timbureiningar í einbýlishús og sumarbústaði og auk þess hurðir, glugga, innréttingar, viðarþiljur og margt fleira. Við sinnum einnig einstökum byggingum. á góðu verði Smíöum stálgrindahús fyrir refa, minka og laxaeldi, tilbúin til uppsetningar á sökkul. Boltuö saman í mœni. Stœröir eftir pöntun. Eigum á lager 10,8 — 13 og 14 m breiö hús. Tökum einnig aö okkur alla almenna járnsmiöi. Leitiö tilboöa. Smiðjuvegi 28 — Símar: 78590— 78600 Póstárltun 4028,124 Reykjgyik FÓLKÁFERÐ! ^ Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yUMFERÐAR RÁÐ VANDAÐAR VÉLAR Á GÓÐU VERÐI PÖTTINGER sláttuvélar PÖTTINGER fjölhnífavagnar Verðið tugþúsundum undir næsta keppinaut. NÚ ERLAG Gerðu góð kaup strax Ný sending á leiðinni & GROMET Jarðtætarar STOLL heyþyrlur og múgavélar GYRO ámoksturstæki á allar dráttarvélar 0.00 042. IMT DRÁTTARVÉLARNAR sem bárust til landsins seint á síðasta ári náðu því að verða mest seldu vélarnar frá þeim tíma. Stærðirfrá 51-78 hestöfl. Eigum nú loksins aftur fyrirliggjandi URSUS dráttarvélar 85 og 100 ha. VERÐIÐ MJÖG HAGSTÆTT Vélaborg Butækni hf. Sími 686655/686680

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.