Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Afmælisgjöfin til öryrkjanna í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar hefur Davíð Oddsson borgarstjórinn sniðugi, og íhaldið komið sér saman um alveg einstaklega viðeigandi afmælisgjöf til fjölmargra öryrkja, sem framleigja húsnæði af Reykjavíkurborg. Borgin hefur nefnilega ákveðið að hækka húsa- leigu þessa fólks um 67 prósent. Þetta var einkum vel til fundið þegar haft er í huga, að einmitt um þessi sömu mánaðamót fengu öryrkjar stórkostlegar hækkanir á lífeyri og tryggingabótum, sem hækkuðu um heil 5 - fimm - prósent! Auðvitað sjá allir, að með fimm prósent hækkuninni hafa öryrkjar í rauninni alltof mikið af peningum handa á milli. Þeir fá nú heilum þúsund krónum meira en áður í lífeyri. Þess vegna var það sniðugt hjá Davíð og Sjálfstæðis- flokknum að hækka húsaleiguna um tvö þús- und svo að segja sama dag. Ekki dregur úr útsjónarsemi Sjálfstæðis- flokksins þegar haft er í huga að kjarasamning- arnir eru nýafstaðnir, og grundvöllur þeirra var einmitt loforð þess opinbera að stilla hækkun- um í hóf. Þessvegna var mjög sniðugt hjá Davíð að hækka húsaleiguna hjá öryrkjunum ekki nema um 67 prósent. Svo er þetta eiginlega ekki hækkun. Sérstak- ur húsnæðisfuíltrúi borgarinnar, Gunnar Þor- láksson, bendir eimitt á það í Þjóðviljanum í dag, að 67 prósent hækkunin sé „ekki hækkun, held- ur endurskoðun á niðurgreiðslu". Það er auðvit- að allt annað mál, og furðulegt að öryrkjarnir skuli vera með múður í fjölmiðlum yfir þessari hækkun sem er semsagt engin hækkun, þó húsaleigan aukist um allt að 67 prósent. Snið- ugir menn, Davíð og Gunnar. Húsnæðisfulltrúinn er líka einkar sanngjarn maður, einsog kemur berlega fram í viðtalinu við Þjóðviljann. Hann gengst fúslega við því að öryrkjarnir séu sýknt og heilagt að kvarta undan þessu hræódýra húsnæði sem hann og Davíð skaffa þeim. „Það er rétt að ábendingar um viðhaldsskort hafa komið fram,“ segir hann í viðtalinu. Þetta er líka alveg stórsniðugt, að nota bara orð einsog „viðhaldsskort" yfir hriplekt og úrsérgengið húsnæði borgarinnar. Það kemur auðvitað miklu betur út á skýrslum. Húsnæðisfulltrúinn er meira að segja svo sanngjarn að fallast á að ítrekaðar ábendingar hafi komið fram um „viðhaldsskort'1. Hins vegar hafi þurft að bíða eftir því að eigandi hússins, sem borgin leigir af, ákvæði hvers kyns breytingar hann hygðist gera á því. Auðvitað var sjálfsagt mál að láta öryrkjana bíða á meðan, í niðurníddu og hripleku húsnæði. Auðvitað var sjálfsagt mál, að láta húseigandann ráða, og sá er vafalaust önnum kafinn maður sem ekki hef- ur haft neinn tíma til að sinna málinu. Sjálfsagt mál að láta öryrkjana sitja í rigningu í eigin stof- um þangað til. Var það ekki bara frekja í þeim að vera með undirskriftalista og mótmæla svo snöggri og stórri hækkun á ónýtu húsnæði? Og þó þeir hafi verið að kvarta í þrjú ár- hvað með það? Sjálfstæðisflokkurinn verður auðvitað að taka hagsmuni húseigandans framyfir hag ör- yrkjans. Það sem er einna skrítnast við þessa sniðugu sparnaðarhugmynd hjá Sjálfstæðisflokknum sem felst í því að skattleggja öryrkja umfram annað fólk er það, að enn hefur Morgunblaðið ekki birt neina mynd af Davíð Oddssyni þar sem hann er að óska öryrkjum til hamingju með afmælisgjöfina. Hvernig stendur á því? Þó Morgunblaðið og ríkisfjölmiðlarnir þegi yfir þessari afmælisgjöf, þá vill að minnsta kosti Þjóðviljinn nota tækifærið og óska Davíð Odds- syni sérstaklega til hamingju með það hugvit, sem felst í því að hækka húsaleigu hjá öryrkjum um 67 prósent sama dag og tryggingabæturnar hækka um 5 prósent. Það þarf meira en venju- legan mann og venjulega samvisku til að finna upp á slíku. Hvílfk rausn - hvílíkur stórhugur - hvílíkur afmælisbragur! -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Gleðitíð Einhver besti gleðiviðburður sem fyrir klippara hefur komið síðustu daga eru fréttirnar af lækkun bifreiða. Þessi lækkun er einhver mesta og besta kjarabót sem fyrir gat komið nema ef vera skyldi þegar smjörið var lækkað á dögunum. Enda var hækkunin á öðrum unnum mjólkurvörum að- eins smáræði, sem maður gleymir strax. Þar sem flestir sem komnir eru á einhvern björgulegan aldur þurfa ekki að fá sér ökuskírteini, sem hækkaði um 500% í síðasta mánuði, - en á móti kemur að hjólbarðar hafa lækkað í verði frá og með síðustu mánaðamótum. Það er í rauninni meiri kjarabót heldur en ef ökuskírteinisverðið hefði staðið í stað, þarsem fjórir hjólbarðar eru undir hverri bif- reið, en ekki nema einn skírt- einishafa þarf til að stjórna slíku tæki. Að kaupa bíl Fyrir hvern einstakling og fjöl- skyldu er það meiriháttar pólitísk ákvörðun að fjárfesta í húsnæði og bílum. Menn þurfa að hafa ótvíræðan tilgang, mótif, ástæðu til að stússa í þess háttar. Hvaða rök hníga að því fyrir fólk með meðallaun að kaupa bíl í dag? Kaupið hækkar ekki, en bíllinn lækkar í verði. í sjálfu sér næg ástæða. Dagvistargjöldin sem hækkuðu um 20% í janúarmán- uði hafa lækkað um 5% - eða hafa hækkað um 15%. Það er því 15% dýrara að hafa barn á barna- heimili en áður. Gæti ekki bíll komið í stað barnaheimilis? Og hvað með orkusparnaðinn? Raf- orka hækkaði um 14% á dögun- um en lækkaði svo um 10% eða hún hefur hækkað um 4%. Getur ekki verið órkusparnaður af því að vera í bílnum en minna heima? Þessu er eflaust hægt að svara ját- andi, - svo það er sjálfsagt að kaupa bíl. Að vanda valið Sjálfsagt er að vanda valið þeg- ar um bifreiðakaup er að ræða. Einsog kunnugt er hefur bensín lækkað í verði á alþjóðamarkaði og það var eiginlega samið um það líka á íslandi, þannig að auð- sætt er að bensínfrekja bifreiða skiptir nú litlu máli. Það sem mestu skiptir er lækk- un bifreiðaverðs. Og því meiri sem lækkunin er þá græði ég meira samkvæmt þeirri rök- hyggju sem þegar er viðtekin í þjóðfélaginu einsog sagt er. Þá er að líta á bílverðin, - hvað kosta bílar eftir lækkun? Jákvæð hugsun Og þarsem flestir eru menn já- kvæðra viðbragða, þá er rétt að fara að þessu dæmi opnum huga. Og þarsem kaupmátturinn er ekki alltof hár er best að byrja að skoða stéttartáknið - Skoda. Ódýrasti Skodinn kostaði 193 þúsund fyrir kjarabót, en kostar núna 149 þúsund. Mismunurinn, þ.e. það sem kaupandinn græðir er 44 þúsund eða 22.7% sam- kvæmt áreiðanlegum útreikning- um Morgunblaðsins. Lada bíll sem áður kostaði 235 þúsund kostar núna 199 þúsund, mismunurinn 36 þúsund eða 15.3%. En jákvæður maður vill spara meira en sem nemur 36 þúsundum eða 44 þúsundum, svo það er best að skoða dýrari bíla. TollaJækkanirnar: Dýrari bílar lækka um verð nokkurra smábíla MORGUNBLAÐIÐ hefur birt tðlur um lækkun á verði nokkurra algengra bifreiðategunda vegna lækkunar á aðfhitningagjðldum bifreiða. En hvað skyldu dýrari bflamir Wlrlta mildð? Morgunblaðið kannaði bjá nokkrum bflaum- boðum lækkun bifreiða sem koetað hafa frá 800.000 <■' upp undir tvær mihjjónir króna. Lækkun þeirragnjj^ verði nokkura amábfla. FW Mercedes Benz eru fluttir inn fólksbflar með þrenns konar yfir- byggingu. Af hverri gerð eru *>- margar mismunandi vél» Dæmin sem hér »- ódýrasta hf ’ v \W! & ‘&000 V*b kostaði ' & ay,0 ^.000 <1^ \»o V. ^.000 ■é ^looo T2..' .00° nv 000 \ftí> \b? V* w V1 \*vAooo ^ooo yft.O •2.3,0 Dýrir bílar ódýrastir Og nú verða undur og stór- merki. Eftir því sem bílarnir eru dýrari þeim mun meiri afsláttur, bæði hlutfallslega og í krónum talið. Þannig kostaði Opel Rec- ord 870 þúsund krónur áður, en nú kostar hann skitnar 600 þús- undir. Mismunurinn er hvorki meira né minna en 270 þúsund j/fO- ..eufylgjandi verð þeirra bfla er f gær auk nokkurra f krónur eða 31%. BMW 520, sem er dýrasti bíllinn sem fæst hjá því umboði kostaði áður 1 miljón 37 þúsund, en kostar núna ekki nema 765 þúsund krónur og hef- ur lækkað um 272 þúsund eða 26.2%. Fundið fé Hér er greinilega fundið fé. Landsfeðurnir hafa vísað veginn til sparnaðar og gróðasöfnunar hjá okkur fávísum launa- mönnum. Auðvitað fá allir sér dýra bíla. Morgunblaðið gefur líka tóninn í gær þarsem segir að „dýrari bílar lækka um verð nokkurra smábíla." Þeir sem mögulega geta selja auðvitað íbúðarholuna sína, sem hvort eð er er alltof dýr í rekstri, og kaupa dýran bíl, BMW eða Mercedes Bens. Og með sömu hagfræði fá menn náttúrlega út, að það borgar sig að kaupa slíkan bíl og spara sem samsvarar verði tveggja skoda-bifreiða. Græða þarmeð tvo skoda. Allir á forstjórabíla Launamenn taka þessu að sjálfsögðu fagnandi, afþví að nú lifa menn eftir kjörorðinu: allir á forstjórabíla. Skítt veri með kaupið og matinn þegar hægt er að kaupa forstjórabíl. Þetta er dásamlegt líf og fjölskyldurnar flytja í breiða stóra og góða bíla. Þjóðhagsýni f þjóðfélögum einsog okkar eru alltaf til einhverjir neikvæðir menn, andófsmenn sem skilja ekki hvað er þjóðinni fyrir bestu. Þegar bílarnir hafa lækkað svona í verðinu munu þeir æða af stað með sínu venjulega nöldri og segja: „Hefði ekki verið ábyrgara að stuðla að gjaldeyrissparnaði, sparifjármyndun á íslandi og minni þenslu í bifreiðainnflutn- ingi? Og lækka lyf og matvöru í staðinn fyrir dýra bíla.“ Klippari vill vara við neikvæðum röddum af þessum toga. -óg DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalísma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ölöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóná Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.