Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 10
LANDBÚNAÐUR Agnar Guðnason Bændur stórbæta kartöfluframleiðsluna Hlutur kaupmanna liggur eftir Eins og áður mun raunar hafa verið greint frá hér í blaðinu hefur Agnar Guðnason látið af starfi sem blaðafulltrúi bænda- samtakanna. Nú hefur hann tekið að sér annað þýðing- armikið ábyrgðarstarf, er yfirmatsmaður garðávaxta. Blaðið tók Agnar tali vegna þessa nýja starfs hans og snerist orðræðan einkum um kartöflur. - Það fer ekki milli mála að þær kartöflur, sem seldar eru í versl- unum, eru útlitsfallegar og í flest- um tilfellum bragðgóðar þegar þær koma frá pökkunarstöð eða beint frá framleiðendum, sagði Agnar. - En mjög víða er pottur brotinn hjá verslunum varðandi geymslu á kartöflum og umbúnað í versluninni. Bætt meðferð hjá bændum. Þú vilt þá segja að meðferð á kartöflunum hali tekið framför- um hjá framleiðendum? - Já, á sl. þremur árum hefur nánast orðið bylting hjá kartöflu- bændum í meðferð kartaflna. Upptökuvélar eru rétt stilltar, kartöflurnar meðhöndlaðar eins og önnur viðkvæm matvara og geymslur eru með loftkælingu og rakastilli. Aður en bóndinn sendir kart- öflurnar frá sér eru þær yfirfarn- ar. Allar kartöflur með yfirborðs- skemmdum eru tíndar úr og einn- ig kartöflur, sem eru of litlar mið- að við gildandi flokkunarreglur. í stærri pökkunvarstöðvum eru kartöflurnar þvegnar áður en þær eru settar í plastpoka og enn- fremur er reynt að tína allar skemmdar kartöflur úr áður en þeim er pakkað. Það er helst hætta á að kartöflur lendi í neytendaumbúðum með ein- hverjar innri skemmdir. Mats- menn, sem starfa á öllum helstu móttökustöðvum kartaflna, meta kartöflurnar bæði með tilliti til ytri og innri skemmda. Ef þessir gallar eru yfir ákveðnu lágmarki ná kartöflurnar ekki fyrsta gæða- flokki og falla í annan eða þriðja flokk. Milliiiðakostnaður hefur vaxið Hvernig er meðferð í verslun- um? - Hjá þeim er víða pottur brot- inn. I rauninni eru kartöflur kæli- vara en ég veit aðeins um einn kaupmann, sem hefur kartöfl- urnar í kæli. Víða eru þær hafðar til hliðar í versluninni stundum uppi við miðstöðvarofn og oftast undir sterku ljósi. Þetta er meingallað, sérstaklega eftir að farið var að pakka í glæra plastpoka. Kartöflurnar verða grænar og óætar á fáum dögum. Nú ætti ekki að vera ástæða fyrir kaupmenn að sýna kartöfl- unum þessa óvirðingu, því álagn- ing er frjáls. Þeir geta tekið þá þóknun, sem þeir telja sig þurfa. Það er auðvitað allt annað mál, að kartöflurnar eru að verða nokkuð dýrar miðað við það, sem þær voru fyrir nokkrum árum. Milliliðakostnaður, sem var mjög lítill á tímum einkasölunnar, er nú orðinn verulegur, en það virð- ist aðeins gleðja neytendur eða Neytendasamtökin. Þó að ég segi þetta er ég ekki að harma að einkasalan skuli hafa verið lögð niður því ég held að slíkt forn- aldarfyrirbrigði eigi engan rétt á sér. Leyfilegt framhjáhald en minnkandi Selja bændur mikið beint? - Það er ekki mjög mikið um það nú. í fyrra munu á milli 50 og 60 stærri framleiðendur hafa selt hluta af uppskeru sinni beint í smásöluverslanir. Það er ekki óleyfilegt svo framarlega að stað- in séu skil á lögboðnum gjöldum og tekjurnar taldar fram til skatts. En þar held ég að skorti eitthvað á. Þá eiga allar kartöflur að vera metnar og merktar í samræmi við niðurstöður matsins. Það var Agnar Guðnason, ytirmatsmaður garðávaxta. nokkur tilhneiging hjá bændum og kaupmönnum að koma sér hjá að fá kartöflurnar metnar. En þetta er sem betur fer að breytast. Eru þeir kaupmenn margir, sem selja ómetnar kartöflur? - Þeir eru ekki margir. Mig grunar að það séu sömu kaup- mennirnir sem seldu - stolnu mjólkina. Annars veit ég reyndar ekki hvaða kaupmenn keyptu mjólk beint af starfsmönnum Mjólkursamsölunnar en mér hef- ur fundist það liggja í loftinu að þeir gætu alveg eins hugsað sér að svindla smávegis í sambandi við sölu á kartöflum. Menn eru ekki óheiðarlegir aðeins á einu sviði. -mhg , BOÐA FOÐURTURNAR Bændur1 A siðasta ari seldi BOÐI 5 Boðaturna Nu hofum við nað mjog goðum samnmgum um solu a 10 þetta ar Þvi hvetjum við alla þa sem hyggia á slikar (ramkvæmdtr að setja sig i samband við solumenn okkar, sem hafa nu þegar oðlast mikla reynslu og þekkingu á þessum éfnum, og gefa allar upplysingar Boðaturnana er hægt að fa i ollum stærðum, með topplosun- arbúnaði, sem gegnir tviþættu hlutverki. Við fyllingu sér hann um að jafna til svo heyið leggist betur Þetta gerir það að verk- um að turninn tekur um 15-20% meira hey en með öðrum bun- aði Við losun vinnur búnaðurinn eðlilega, alls óháður ástandi heysins og blæs þvi um rör til gjaíar Hafið samband við sölumenn okkar í síma 91-651800, Kaplahrauni 18, Hafnarfirði. OÐI Nyjung Einfasa votheyslosari Sáfyrsti þeirrargerðar hérlendis Svo bar við í fyrrasumar að bóndi austur í Hruna- mannahreppi, Hjörleifur Ól- afsson á Fossi, ákvað að koma sér upp tveimur steinsteyptum votheys- turnum. Turnarnir eru 12 m háir og 5 m víðir og má ætla að þeir rúmi 25-30 kýrfóður. Nú er að því að víkja að Vélaborg/Bútækni hf., Bílds- höfða 8 í Reykjavík er umboðs- aðili fyrir austurríska fyrirtækið „Vogel & Noot“, en það fram- leiðir m.a. votheyslosara. Hjör- leifur fékk sér einn slíkan og er það fyrsti losarinn þessar gerðar, sem settur er í votheysturn á ís- landi. Tæknimaður frá Vogel Noot, Anton Knebl, sá um upp- setningu tækisins. Losarinn vinnur þannig að á armi, sem snýst í hring ofan á heystæðunni er keðja með hníf- um, sem rífa upp votheyið. Síðan færa tveir sniglar það inn að miðju turnsins, þar sem blásari sogar það upp og skilar því út úr turninum. Rafmótorar eru tveir, annar 3 kv sem knýr losunararm- inn hinn 7,5 kv. og knýr sá sog- blásarann. Er hann tengdur beint á blásarann og snýst 2900 snún- inga á mínútu. Blásara og mótor er komið fyrir neðan á turnþak- inu. Milli blásarans og losarans liggur „teleskopiskt" rör og frá blásaranum liggur annað rör út um lúgu ofarlega á turnveggnum, og er loftskilja á enda þess. Vot- heyið kemur svo riiður í tengi- byggingu milli turnsins og fjóss- ins. Votheyið hjá Hjörleifi á Fossi er talsvert forþurrkað. Síðan er það hirt með fjölhnífavagni og er bil milli hnífa um 4 cm. Athugun Þorgeir Elíasson, framkvæmdastjóri Vélaborgar hf., sýnir blaðamönnum nýja votheyslosarann. Mynd: Sig. á afköstum Iosarans bendir til að hann skili um 50 kg. af votheyi á mínútu. Þau afköst teljast góð en má þó auka með öflugri blásara og stærri rafmótor. Nú er þessi votheylosari engin nýjung í veröldinni. Fyrirtækið hefur framleitt hann árum saman og selt til fjölmargra landa. Þetta er á hinn bóginn fyrsta tækið, sem afhent er með einfasa mótorum - en þeir eru framleiddir í Frakk- landi - og þar með hefur það ver- ið lagað að íslenskum aðstæðum. í því felst nýjungin, sem um leið gerir það að verkum, að þrátt fyrr einfasa rafmagn ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að bændur geti notfært sér þetta tæki til los- unar á heyi úr votheysturnum. Má því ætla að margir íslenskir bændur eigi eftir að feta í fótspor Hjörleifs á Fossi. -mhg 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.