Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 24
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 6. mars 1986 54. tölublað 51. örgangur. Tékkheftin Ráðherra tekur í taumana Allir bankar búnir að hœkka verð tékkhefta um 10-40% nema Alþýðubankinn. Matthías Bjarnason: Oþarfi. Getur ekki skipt sköpum fyrir bankana. Kristján Gunnarsson Búnaðarbanka: Misskilningur hjá ráðherra. Erum bara að fylgja hinum Viðskiptaráðherra Matthías Bjarnason hefur sent Búnað- arbankanum erindi og óskað eftir því að ákvörðun bankans um að hækka verð á tékkaheftum um 40%, úr 100 kr. i 140 kr. verði tekin til baka. Frétt Þjóðviljans í vikunni um stórhækkun tékkheft- anna kom ráðamönnum greini- lega að óvörum en samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa allir Handboltalandsliðið 5 miljónir frá Alþingi Þingmenn úr flestum flokkum með þingsálykt- unartillögu um stuðning við landsliðið. Ellert B. Schram: Þökkum fyrir unnin afrek og móralsk- ur stuðningur fyrir leik- inn í dag í dag verður lögð fram á Al- þingi þingsályktunartillaga frá þingmönnum úr flestum flokkum um að Alþingi sainþykki að veita Handknattleikslandsliðinu 5 miljón kr. styrk fyrir góða frammistöðu á Heimsmeistara- mótinu í Sviss. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Ellert B. Schram en aðrir flutningsmenn eru þeir Jón Bald- vin Hannibalsson, Stefán Guð- mundsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Friðrik Sophusson. Óvíst var í gær hvort þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna og Kvenna- lista yrðu meðflutningsmenn að tillögunni. „Þjóðin hefur hrifist af afrek- um landsliðsins okkar og þetta hefiir ekki unnist fyrirhafnar- laust, og við teljum að það sé vel þess virði að eyða litlu broti af skattpeningunum til að þakka fyrir sig,“ sagði Ellert í samtali við Þjóðviljann í gær. Flann sagði jafnframt að menn hefðu talið rétt að láta þessa tillögu koma fram í dag sem móralskan stuðn- ing við landsliðið fyrir baráttu- leikinn við Svía síðdegis. -•g- Okurmálið Tíðindi fyrir páska Vinnsla þessa máls gengur hægt og bítandi og við vonumst til þess að geta látið einhvcr tíðindi út ganga fyrir páska, kannski í lok vikunnar 16.-22. mars, sagði Jónatan Sveinsson saksóknari í samtali við Þjóðviljann í gær. Rannsóknarlögregla ríkisins lauk rannsókn okurmálsins í lok janúar á þessu ári og síðan hefur ákæruvaldið haft málið til með- ferðar. Mikið pappírsflóð er þessu fylgjandi og í raun og veru er þarna um að ræða að sögn Jón- atans nær hundrað sjálfstæð sakamál. -gg bankarnir nema Alþýðubankinn hækkað útsöluverð tékkhefta nú síðustu vikurnar. Búnaðarbankinn hækkaði sín hefti í 140 kr. þann 1. mars sl. en Iðnaðarbankinn hækkaði sín hefti í 140 kr. 17. febrúar sl. Verslunarbankinn hækkaði sín hefti í 120 kr. 1. febrúar sl. Út- vegsbankinn hækkaði 15. febrúar sín hefti í 110 kr., Landsbankinn hækkaði heftin í 110 kr. 10. janú- ar. Sparisjóðirnir hækkuðu í 110 kr. í ársbyrjun og tékkhefti Sam- vinnubankans hafa kostað 110 kr. frá því í nóvember á sl. ári. Aðeins Alþýðubankinn hefur haldið verði tékkheftanna óbreyttu í 100 kr. „Það er rétt að ég hef sent Bún- aðarbankanum erindi vegna þessarar hækkunar. Ég tel hana óþarfa á sama tíma og stefnt er að því að koma verðlagi í landinu niður. Þetta getur ekki skipt sköpum í rekstri heils banka. Ég hef óskað eftir því að þeir hverfi frá þessari hækkun," sagði Matt- hías. Kristján Gunnarsson hjá hag- deild Búnaðarbankans sagði í samtali við Þjóðviljann að erindi ráðherrans væri byggt á misskiln- ingi. Búnaðarbankinn hefði alls ekki verið að ríða á vaðið með þessar hækkanir heldur fylgt eftir hækkunum annarra bankastofn- ana. Þessi hækkun er einungis til að hafa uppí kostnað og ég get engu svarað um viðbrögð bank- ans við erindi ráðherrans fyrr en búið er að skýra þessi mál fyrir honum,“ sagði Kristján. ->g- Dagsbrúnarfundurinn í gaer, en þar mættu 191 félagi til að greiða atkvæði um samningana. 125 greiddu þeim atkvæði en 47 voru á móti. Tillaga um aðógilda fordæmingu stjórnar Dagsbrúnar á Þjóðviljanum fékkst ekki borin upp. Ljósm. Sig. Dagsbrúnarfundurinn Ungir menn í andstöðu Kjarasamningarnir voru samþykkir 125:47 hjá Dagsbrún. Áberandi andstaða hjá ungu mönnunum. Fundarstjóri neitaði að taka stuðningstillögu við Þjóðviljann á dagskrá Kjarasamningarnir voru sam- þykktir með 125 atkvæðum gegn 47 á félagsfundi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún á 191 manns fundi í Austurbæjarbíói í gær. Áður hafði verið borin upp tillaga um að fella samningana og var hún felld með 131 atkvæði gegn 60. í upphafi skýrðu þeir Guð- mundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar og Þröstur Ólafsson hagfræðingur samning- ana. Á eftir tóku fimm menn til máls og mæltu allir gegn samn- ingunum. Það var athyglisvert að þeir sem harðastir voru á móti samningunum voru allir ungir menn. Það sem menn gagnrýndu harðast við þessa samninga var hve kaupið og kaupmátturinn hækkaði lítið. Jóhannes Sigur- svcinsson bar fram tillögu um að fella þessa samninga, sagði í ræðu sinni að hann bæri hana fram vegna þess að fólk gæti ekki lifað á launum sínum. Hann sagði svo komið að verkalýðshreyfingin yrði að gefa út leiðbeiningarbæk- íing til fólks um hvernig það eigi að lifa á launum sínum. í lok fundarins, bar Páll Vald- imarsson fram tillögu um að fundurinn drægi til baka fordæm- ingu stjórnarfundar Dagsbrúnar á skrifum Þjóðviljans. Halldór Björnsson varaformaður félags- ins og fundarstjóri neitaði að taka tillöguna á dagskrá. Þegar Páll bar fram tillögu sína glumdi við mikið lófaklapp í salnum. Eftir að mælendaskrá hafði verið lokað, sagðist Halldór hafa gleymt því að Þröstur Ólafsson hefði beðið um orðið síðastur á fundinum. Sagðist Páll vita að þetta væri ekki rétt og að hann myndi bera fram vantraust á fundarstjóra ef hann gæfi Þresti orðið eftir að mælendaskrá hafði verið lokað og dró Þröstur þá ósk sína um orðið til baka. Að lokum var svo gengið til atkvæðagreiðslu sem fór eins og í upphafi sagði. -S.dór Verslunarskólinn Getum ekkert gert Hinn furðulegi brottrekstur skrifstofustúlku hjá Verslun- arskólanum fyrir að taka þátt í undirfatasýningu í frítíma sínum hefur vakið mikla athygli. Þjóðviljinn innti Magnús L. Sveinsson formann VR eftir því hvað félagið ætlaði að gera í þessu máli. Magnús sagði að fé- lagið gæti ekkert gert, vegna þess að samkvæmt lögum geta at- vinnurekendur sagt fólki upp án ástæðu, sem og með henni. „Það skiptir ekki máli hver mín skoðun í þessu og samskonar málum er, en ég tel að þessi mál þurfi að taka upp og fá fram aukinn rétt fyrir launþega, en það er annað mál.“ -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.