Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 22
MINNING Óskar J. Snædal Fœddur 6. maí 1917 - Dáinn 27. janúar 1986 Að morgni 27. janúar sl. and- aðist á Landspítalanum tengda- faðir minn Óskar J. Snædal. Jarðaför hans var gerð frá Eski- fjarðarkirkju laugardaginn 1. febr. sl. Óskar var fæddur 6/5 1917 á Eskifirði, sonur hjónanna Ragn- hildar Einarsdóttur og Jóns H. Snædal, og ólst hann upp í for- eldrahúsum. Óskar var næst yngstur fjögurra systkina, þau eru: Póra Snædal búsett á Eski- firði, Einar Snædal búsettur á Neskaupstað, Helga Snædal bú- sett á Fáskrúðsfirði. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurbjörg H. Guðnadóttir og eignuðust þau sjö börn: Guðni Þór f. 12/1 ’37 d. sama ár, Alfreð f. 4/2 ’40 d. 20/9 ’79, Guðni Marinó f. 28/9 ’41, Jón Ragnar f. 9/11 ’42, Margrét f. 16/ 10 ’48, Halla Ósk f. 11/4 ’53, Ríkarð f. 14/7 ’58. Óskar og Sigurbjörg hófu sambúð í Sjávarborg á Eskifirði í kringum 1940 og bjuggu þar til ársins 1961, er þau fluttust að Árbliki, en það hús byggði hann að mestu leyti sjálfur, og hafa þau átt þar heima síðan. Á sínum yngri árum stundaði Óskar eink- um sjómennsku, en síðan alla al- genga vinnu í landi, mest þó raf- magnsvinnu og trésmíðar. Óskar var einkar handlaginn maður, það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Vandvirkari mann hef ég ekki þekkt. Óskar var sérstaklega dagfarsprúður, rólyndur og tillitsamur maður. Óskar var mikill söngmaður og var félagi í karlakór verkamanna og síðan í karlakórnum Glað á Eskifirði. Hann hafði yndi af að hlusta á kórsöng og harmóniku- lög. Óskar var félagi í verka- mannafélaginu Árvakri á Eski- firði í um 50 ár bil, þar af ritari félagsins í 31 ár. Er mér sagt að fundargerðir frá þeim tíma séu með einsdæmum vel gerðar, enda Óskar vandvirkur mjög og hafði mjög góða rithönd. 1. maí 1985 var hann gerður að heiðursfélaga Árvakurs. Vorið 1962 kom ég fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna, en það ár giftum við Alfreð okkur. Mér var afar vel tekið af þeim báðum og hafa þau alla tíð verið mér mjög kær síðan. Við Alfreð bjuggum að vísu aldrei á Austurlandi, þannig að það var lengra á milli okkar en hinna barnanna. En alltaf hlökkuðum við jafn mikið til að koma austur eða fá þau í heim- sókn til okkar. Og ekki minnkaði sambandið við mig og mín börn eftir að ég missti minn mann 1979. Mig óraði þó ekki fyrir því í haust er þau hringdu í mig og sögðu að Óskar ætti að koma suður til lækninga að svo stuttur tími væri til stefnu. Óskar var fyrst lagður inn á Vífilsstaðaspít- ala og kom þá í ljós að hann var með illkynja æxli í lunga. Gekkst hann mjög fljótlega undir aðgerð Siggeir M. Eiríksson Fœddur 23. febrúar 1920 - Dáinn 28. desember 1985 Hinn 28. desembersíðastliðinn lést á Landspítalanum tengdafað- ir minn Siggeir Eiríksson 65 ára að aldri, hann fæddist á Gests- stöðum, Fáskrúðsfirði, sonur hjónanna Eiríks Stefánssonar og Guðrúnar Jónínu Jónsdóttur sem alls eignuðust 12 börn og eru 3 þeirra á lífi í dag. Geiri eins og hann var oftast kallaður kom því frá stóru heimili þar sem verkefnin voru mörg og allir þurfa að taka til hendinni og fylgdi það Geira alla ævi að vilja vera sívinnandi. Hann var í vinnumennsku á bæjum í sveitinni og eins hér fyrir sunnan fyrstu árin eftir að hann kom til Reykjavíkur. Síðan um 1951 fór hann að starfa sem vörubílstjóri hjá Sambandi ísl. samvinnufé- laga og starfaði hann þar um 30 ára skeið eða þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests 1979. Einnig var Geiri alltaf viðloð- andi veitingahús bróður síns Sig- urbjörns Eiríkssonar, fyrst Vetrargarðinn, síðan Glaumbæ og loks Klúbbinn og eru fáir sem ekki kannast við Geira dyravörð og það af góðu því Geiri var mjög glaðvær maður en tillitssamur um leið. Fljótlega eftir að Geiri kom til Reykjavíkur kynntist hann fyrr- verandi eiginkonu sinni Esther Th. Jónsdóttur og eignuðustu þau 4 börn sem öll eru á lífi. Þau slitu samvistum árið 1967 en héldu alltaf góðum vinskap. Geiri bjó svo um 13 ára skeið með Guðrúnu Guðnadóttur en síðustu árin með Guðrúnu Stew- art. Eins og fyrr segir var Geiri glaðvær maður og tillitssamur, einnig var hann einstaklega hjálpsamur og engan veit ég sem betra var að leita til ef aðstoðar var þörf því hann var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti í huga fyrir góða og hlýja viðkynn- ingu. Sigríður Arna Arnþórsdóttir á Landspítalanum og allt virtist ganga að óskum. Hann var ús- krifaður af spítalanum, en átti samt að vera hér fyrir sunnan meðan hann færi í geislameðferð en fáum dögum seinna var hann fluttur aftur fársjúkur á Lands- pítalann. Ég heimsótti hann dag- lega og alltaf var hann jafn glaður að sjá mig. Hann sagði oft við mig er ég kom í heimsókn: „Ég vissi að þetta varst þú, ég þekki fóta- takið“. Hann var ákveðinn í því að komast heim fyrir jólin og það tókst honum. Hann var að vísu mjög þreyttur eftir ferðalagið austur. Hann átti samt mjög góð jól heima með sinni konu og mági, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Þökk sé guð fyrir það. Oskar kom suður aftur viku af janúar og lagðist þá aftur inn á Landspítalann. Hann tók veik- indum sínum með mestu ró og alveg fram á síðustu stundu gerði hann að gamni sínu á meðan ég staldraði við hjá honum. Ég þakka guði fyrir að hafa gefið mér slíkan tengdaföður. Elsku Gógó mín, ég votta þér og fjöl- skyldu þinni mína dýpstu samúð og guð styrki þig í sorg þinni. Sagt er að Drottinn leggi ekki meiri byrði á okkur en við getum borið. Oddný S. Gestsdóttir. HVAÐ ERAÐ GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU? AB Borgarness Fundur verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 20.30 í Röðli. Fundarefni: undirbúningur sveitastjórnarkosninga. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til almenns félagsfundar miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Kynntar tillögur uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. 2) Kosningastarfið. 3) Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði, mánudaginn 10. mars kl. 20.30 í Lárus- arhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 11.3.; 2. Starfað í málefnahópum: a) félagsmál, b) skólamál. Félagar og stuðningsmenn! Mætið vel og dyggilega og hafið með því áhrif á stefnuna. Stjórn bæjarmálaráðs. AB Selfoss og nágrennis Starfshópur um bæjarmál Nú eru starfshópar um málefni bæjarins að taka til starf a.. Umhverfis- og skipulagsmál: fimmtudaginn 6. mars. Allir fundirnir eru að Kirkjuvegi 7 og hefjast kl. 20.00. Listafólk AB Selfoss og nágrennis Opið hús að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardaginn 8. mars kl. 15-18. Um- ræður um bæjarmál, kaffi og með því. Allir velkomnir. Nefndln. AB Selfoss og nágrennis Félagsmála- námskeið Fimmtudaginn 13. mars hefst 5 kvölda námskeið í ræðu- flutningi og fund- arsköpum sem opið er öllum félögum og stuðningsmönnum Alþýðubandalags- ins. Kristín Margrét Leiðbeinendur verða Margrét Frímannsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Önnu Kristínar í s. 2189 fyrir 9. mars. Stjórnin. BYGGÐAMENN AB Áhugamenn um sveitarstjórnarmál Ráðstefnu frestað til 12.-13. apríl Ráðstefnu Byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórn- armál hefur verið frestað til helgarinnar 12.-13. apríl n.k.. Þar mun verða rætt um sveitarstjórnarmálin almennt og undirbúning kosn- inganna í vor. Nánar auglýst síðar. Stjórn Byggðamanna AB AB Keflavíkur og Njarðvíkur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30 í húsi Verslunar- mannafélagsins Hafnargötu 28. Frummælendur verða Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sem ræðir um stjórnmálaástandið og kosningafnar í vor og Tryggvi Þór Aðal- steinsson framkvæmdastjóri MFA sem ræðir um fræðslu- og félagsmál verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnin AB Norðurlandi vestra Almennir fundir Kristín Á Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, og Ragn- ar Arnalds alþingismað- ur mæta á almennum fundum: Á Sauðárkróki (Villa Nova) laugardag 8. mars kl. 16:00 Á Siglufirði (Alþýðuhúsinu) sunnudag 9. mars kl. 16:00 Ragnar Kristín Alþýðubandalagið Aðalfundur verkalýðsmálaráðs verður haldinn sunnudaginn 9. mars kl. 14.00 í Miðgarði, Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) staða verkalýðsmála- ráðs AB, 3) tengsl flokks og verkalýðshreyfingar, 4) almenn kjara- umræða. Fundir verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins eru opnir öllum flokksmönnum og stuðningsmönnum AB. - Formaður. AB Vestmannaeyjar Félagsmálanámskeið verður haldið í Alþýðuhúsinu dagana 7. - 9. mars nk. Námskeiðið hefst fyrri daginn kl. 20.00. Allir félagar og stuðningsfólk velkomið. Leiðbeinandi verður Baidur Óskarsson. 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 6. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.