Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Blaðsíða 5
 °8ríkisstjór ' 'i’fktatlsneimiutu J rninbjódaT 'uunujiii’ fjarsem Gudmun^ at4P* <,kkier/mi’Kidfor- ~~ Krivt x atirJ- (juAyy, mundut mknadtilátukaþurfi noOT Kr^Ján ThoHanjy^oni «* «<>»’« '•'V^ ''^JnZ ffr'nadu7/^Zladur Veri' “r ' m-m‘SanefndASIu^SRfí;/Ih. r|.VX V>' lúsnitdislillófiuriuir mDstokkun ífnlan** (;/• lánann _/a., til hpirrn sem kílL •fnunar. Stóraukin lán til þeirra sem kt eiga ígreiðsluerfiðleikum. Ekki afi iði að betta taki tilfórnarlambamisgt Opið bréf til Guðmundar J. Frá Sigurdóri Sigurdórssyni blaðamanni Þjóðviljans Heill og sœll Guðmundur. Undir öllum öðrum kringum- stæðum hefði ég eflaust byrjað þetta bréf með ávarpinu - kæri vinur - og yona raunar að síðar geti ég notað slíkt ávarpsorð. En ég verð að játa að nú er svo þungt í mér í þinn garð að ég get það ekki. Ástæðuna veist þú, sem og allir lesendur dagblaðanna. Ég vil byrja á því til að koma í veg fyrir misskilning að mér er alveg sama hvaða skoðun þú hefur á túlkun Þjóðviljans á nýgerðum kjarasamningum. Það er sem betur fer hverjum manni leyfilegt að hafa sína skoðun á hvaða máli sem er og þegar kemur að því að túlka skoðanir, hverjar sem þær eru, þá eru sjaldan tveir menn sammála. Það sem ég get ekki fellt mig við í málflutningi þínum í frétta- viðtali í Morgunblaðinu sl. þriðjudag eru fjórar ósannar full- yrðingar í garð okkar blaða- mannanna Þjóðviljans. Það er aldrei neinum til framdráttar að segja ósatt Guðmundur. Þú segir í viðtalinu í Mbl. að Þjóðviljinn hafi ekki skýrt frá fundi Dagsbrúnar, þar sem verk- fallsákvörðun var tekin. Laugardaginn 8. febrúar hafði ég viðtal við þig undir fyrirsögn- inni - Mjakast haegt - og undir- fyrirsögn: - Guðm. J. Guð- mundsson formaður Dagsbrún- ar: Við munum biðja um verk- falisheimild á sunnudag, þar sem ekki er hægt að fortaka að til átaka þurfi að koma -. Þetta er að vísu daginn áður en verkfalls- heimildin var samþykkt, en að segja að blaðið hafi ekki sagt frá þessum fundi er ósatt. f annan stað fullyrðir þú að Þjóðviljinn hafi ekki sagt orð frá fundaherferð sem forysta ASÍ fór með stjórnum verkalýðsfélaga um allt land. Þetta er ósatt. Ég átti sjálfur viðtal við Ásmund Stefánsson um fundaherferðina. Það viðtal birt- ist í 4ra dálka forsíðufrétt í Þjóð- viljanum 18. febrúar, þar sem Ás- mundur skýrir frá fundunum og að þeir hafi tekist vel o.s.frv.. I lok viðtalsins eru taldir upp allir staðirnir þar sem fundir voru haldnir. Athugaðu Þjóðviljann, forsíðu þriðjudaginn 18. feb.. Þá segir þú í viðtalinu að Þjóð- viljinn hafi ekki rætt við einn ein- asta forystumann verkalýðs- SIGURDÓR SIGURDÓRSSON hreyfingarinnar í ýtarlegum við- tölum meðan á samningaviðræð- unum stóð. Deila má um hvað er ýtarlegt og hvað ekki. í allt var 11 sinnum á 20 dögum rætt við Ásmund Stefánsson, þrisvar við þig, einn- ig var rætt við Jón Kjartansson og Guðmund Þ. Jónsson og þeir spurðir um gang viðræðnanna. Þú manst kannski líka eftir því þegar ég beið eftir þér að loknum stjórnarfundi í Dagsbrún í miðj- um samningum. Þá baðst þú undan viðtali, en gafst mér gagn- legar upplýsingar. Ég endurtek að þú getur að sjálfsögðu verið óánægður með túlkun blaðsins á samningunum, en það er hreinn óþarfi að hafa okkur fréttamennina fyrir rangri sök. Annars verð ég líka að játa það Guðmundur að þetta upphlaup þitt í garð Þjóðviljans og starfs- manna hans kemur mér ekkert á óvart. í þau 15 ár sem ég hef starf- að hér sem blaðamaður hefurðu orðið reiður útí blaðið með jöfnu og reglulegu millibili. Ég man eftir afsökunarbréfum sem rit- stjórar Þjóðviljans hafa ritað þér vegna þess að þú reiddist skrifum blaðsins. Þú veist það líka að ástæðan fyrir því að ég hef tekið 9 af hverj um 10 viðtölum sem tekin hafa verið við þig á þessum síð- ustu 15 árum er vegna þess að þú varst sjaldnast reiður mér, vegna ævarandi vináttu sem tókst á milli okkar í því fræga 6 vikna verkfalli Dagsbrúnar 1955. Þá stóð ég stráklingurinn verkfallsvaktir með þér allan tímann og við urð- um vinir. Þú manst líka án vafa eftir því þegar þú skrifaðir bréfið í þetta eina skipti sem þú hefur reiðst mér alvarlega. Þá sagðir þú í yfir- lýsingu sem þú ætlaðir að fá birta að ég hafi sagt ósatt viljandi í frétt. Þú manst líka samtal okkar þá og þú vissir að ég hafði ekki sagt ósatt, enda voru það utanað- komandi menn sem þrýstu á þig þá. Þú viðurkenndir að ég hefði sagt satt með því að breyta mjög svo harðorðri yfirlýsingu í snyrti- legt kvörtunarbréf, eftir að ég sagðist myndu segja upp starfi sem blaðamaður, þar sem ég sæti ekki undir því að vera kallaður ósannindamaður eftir að hafa skýrt satt og rétt frá. Ég veit að þú réðst ekki einn þessu upphlaupi núna og ég veit líka að þú hefðir aldrei fram- kvæmt það nema af því að aðrir kröfðust þess. Þú hefðir látið þér nægja að reiðast okkur uppá gamla mátann, sem er miklu við- kunnanlegra. Með vinsemd og virðingu, Sigurdór Sigurdórsson. VIÐHORF Sameinaðir stöndum við - hvar? Það ætlar að birta mjög hægt. Samt er eins og bjartsýnisalda fari um þjóðina. Tímamótasamn- ingar, sætir sigrar í handbolta, hækkandi verð á afurðum okkar erlendis. En hvað kemur til með að blasa við okkur þegar vorsólin fer að skína? Þjóð í sátt segja sumir, sameinuð og sterk þjóð sem getur gert mörg mörk bæði í handbolta og í glímunni við verð- bólguna. En hætt er við því að þegar dagurinn lengist þá blasi við sameinuð þjóð á ystu nöf, sameinaðir bandingjar - launa- þrælar sem hafa verið hlekkjaðir við þrælahaldarann með sínum eigin „forystumönnum“. Þeir sem ráða landinu segja sem svo það er gott að hafa tölvuvædda höggdeyfa þar sem verkalýðsfor- ystan er. Það er fínt að hafa hirð af hagfræðingum í þeirra röðum svo lengi sem þeir hafa ekki bisn- issvit. Ævar Kjartansson skrifar „Hér hlýtur eitthvað meira að búa undir, einsogþað sem mönnum dettur fyrstíhug, aðforysta Alþýðubandalagsins sé að setja sig í startholurnar til þess að taka þátt í kapphlaupi viðJón Baldvin um að verðafyrstir íeina sœng með íhaldinuu Hagfræðingar með bissnissvit hefðu aldrei gert samninga eins- og þá sem undirskrifaðir voru um daginn. Meðan verðið á vörunni þ.e. vinnuafli launafólks sem þeir áttu að selja, var svo hrikalega lágt, hefðu bisnissmenn aldrei farið að gera víðtækan lífskjara- samning, - það hefðu þeir aldrei gert þegar verðið á þeirra vöru stæði vel. Þetta er svo stórfelldur afleikur að varla er hægt að ímynda sér að allri forystusveit verkalýðssambandanna hafi sést yfir hann á einu bretti og forystu „verkalýðs“flokksins í þokkabót. Hér hlýtur eitthvað meira að búa undir, eins og það sem mönnum dettur fyrst í hug að for- ysta Alþýðubandalagsins sé að setja sig í startholurnar til þess að taka þátt í kapphlaupi við Jón Baldvin um að verða fyrstir í eina sæng með íhaldinu. Annars er tilgangslaust að vera með slíkar vangaveltur. Hitt er síðan enn meira áhyggjuefni hvernig kynning á afrekum samn- ingamanna hefur verið. Það er ef- laust ekki oft sem útsett hefur verið fyrir jafnmargar raddir í halelúja hljómsveitinni einsog sá fagnaðaróður sem hefur dunið yfir landsmenn síðustu daga. Ihaldspressan hefur átt í erfið- leikum með að hemja gleðilætin og fréttamenn ríkisfjölmiðlanna hafa allir blásið út í því hlutverki að segja nú tíðindin sem alla varðar. Túlkunin hefur jafnvel tekið á sig hjartnæman kammerata blæ eins og í laugardagsþættinum Hér og nú þegar Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur Vinnuveitenda kom því að í hugguspjalli við Björn Björnsson 3ja hagfræðing ASÍ að þeir væru nú gamlir ^ skólabræður og ættu því auðvelt T Fimmtudagur 6. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.