Þjóðviljinn - 08.03.1986, Síða 4
LEIÐARI
Svikin em byrjuð
Allra augu beinast nú aö því, hvort ríkisstjórn-
in standi viö loforðin sem hún gaf varöandi
kjarasamningana. Samningarnirhafa veriö um-
deildir, ekki síst hér í Þjóðviljanum, og þaö er
alveg Ijóst aö menn munu ekki veröa á eitt sáttir
um ágæti þeirra. Hins vegar er líka jafn Ijóst, aö
allir, hvaöa skoðun sem þeir kunna aö hafa á
samningunum og aödraganda þeirra, veröa aö
sameinast í því aö standa vörö um aö ríkis-
stjórnin bregðist ekki þeim loforðum sem hún
gaf viö undirritun samninganna og eru raunar
hornsteinar þeirra.
Þaö er klárt, að verkalýðsforystan skrifaöi
undir samningana í trausti þess aö ríkisstjórnin
stæöi viö loforö sín um hóf í hækkunum. En nú
eru svikin byrjuö, og miklu fyrr en jafnvel þá sem
mest efuðust um samningana, óraöi fyrir. Ríkis-
stjórnin sjálf hefur nú gengiö á undan meö illu
fordæmi og hleypt hækkanahrinunni af staö.
Þetta er dæmigert fyrir svikaeöli stjórnarinnar.
Henni er alls ekki aö treysta, einsog Þjóöviljinn
eitt blaöa benti harkalega á viö undirritun samn-
inganna, og ekki viö miklar vinsældir.
Nú sem sagt standa menn frammi fyrir því aö
ríkisstjórnin sjálf er byrjuö að leyfa hækkanir á
þjónustu ríkisstofnana. Ríkisbankarnir urðu
þannig fyrstir til að hækka þjónustugjöld sín,
beint ofan í kjarasamningana og loforö ráöherr-
anna um hið gagnstæöa. Og þaö verður aö
segjast, aö þessar hækkanir eru engar smá-
ræðishækkanir. Þjónustugjöldin hækkuöu allt
upp í 100 prósent, og einkabankarnir voru meö í
hrinunni. Þaö er athyglisvert aö eini bankinn
sem ekki hækkar, er Alþýðubankinn, sá banki
sem verkalýöshreyfingin hefur stofnsett og allir
verkalýössinnar eiga auðvitaö aö skipta viö.
Þaö er Ijóst, að þessi hækkun er ekkert annað
en hrein storkun við þá sem undirrituðu samn-
ingana fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar.
Hún er ekkert annaö en ögrun viö alþýðufólk í
landinu og viö þeirri ögrun veröa samtök verka-
lýösins aö bregðast af fullri hörku. Veröi þaö
ekki gert strax, þá er auðvitað morgunljóst að
fleira siglir í kjölfariö. Þess vegna verða
samtök verkafólks að stappa niður fæti og
hreinlega sjá til þess að þessi hækkun verði
dregin til baka.
Matthías Bjarnason ráöherra hefur aö vísu
skrifaö bönkunum kurteislegt bréf á vestfirska
vísu og beöiö þá vinsamlegast að hætta viö
hækkanirnar. En það er ekki nóg. Þeim er í lófa
lagið aö hundsa tilmæli ráöherrans, og alþýðan
étur ekki bréf ráöherra. Það verður að draga
hækkunina til baka.
Þaö þurfa líka fleiri en ríkisstjórnin aö standa
við orö sín. Viö skulum ekki gleyma, aö í sigur-
vímunni í lok samninganna lofuöu iönrekendur
því aö beita sér fyrir lækkunum á framleiöslu
sinna félaga. Hvar eru þessar lækkanir? -
Það er sennilega dæmigert fyrir hversu innan-
tóm loforö atvinnurekenda voru líka, aö Víg-
lundur Þorsteinsson, einn af oddvitum iðnrek-
enda og aöalmaöur í samningunum lýsir því
blákalt yfir í Þjóðviljanum í dag, aö hann muni
ekki lækka sína framleiðslu. Þannig standa
þessir herrar viö orö sín.
Þannig eru efndirnar, hvort heldur er hjá ríkis-
stjórn eöa atvinnurekendum: svik, svik og
ekkert nema svik!
Þeim mun hins vegar ekki veröa kápan úr
þessu klæði. Þó aðrir horfi meö blinda auganu á
hækkanirstjórnarog burgeisa, þástendur Þjóö-
viljinn vöröinn og mun gera allt sem í hans valdi
stendur til aö upplýsa um svik stjórnar og at-
vinnurekenda. Hann er málsvari róttækrar
verkalýðsstefnu, og mun starfa í anda hennar
hvaö sem á dynur. Þaö munu menn sjá í þeim
darraðardansi sem framundan er í glímunni viö
ríkisstjórnina og atvinnurekendur.
Þeim mun ekki takast að fela svikin!
-ÖS
! LJÖSÖPÍÐ Ljósmynd: Einar Ól.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: GaröarGuöjónsson, Guölaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Möröur Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friö-
þjófsson, Víðir Sigurösson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guöbjörnsson, Garöar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríöur Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörö.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Roykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. mars 1986