Þjóðviljinn - 08.03.1986, Side 9
MENNING
Saraste
einn af
þessum stóru
Jukka Pekka Saraste.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Stjórnandi Jukka Pekka Saraste
Einleikari János Starker
Verk eftir Jón Leifs, Prokofieff,
Brahms
Háskólabíó, fimmtudag
Það er ótrúlegt hvað hljóm-
sveitin okkar getur spilað fallega,
þ.e.a.s. hafi hún yfir sér almenni-
legan stjórnanda. Að vísu er það
alltof sjaldgæft. En í fyrrakvöld
var Jukka Pekka Saraste í pont-
unni og þá skeði eitt kraftaverk-
ið.
Það er langt síðan maður hefur
heyrt svona eðlilegan og stfl-
hreinan Brahms, einsog undir
hans stjórn í fjórðu sinfóníunni.
Án þess að ofgera nokkursstaðar
kom hljómsveitin öllu sem máli
skiptir til skila og það svo örugg-
lega að manni fannst á köflum að
þarna væri komið allt annað app-
arat en síðast.
Pað er greinilegt að Saraste er á
leiðinni að verða einn af þessum
stóru. Þó hann slái bæði mikið og
sterkt, þá er múseringin hjá hon-
um aldrei stíf eða skólameistara-
leg, heldur lifandi og full af þeirri
hlýju sem skiptir öllu máli. En
hún er nákvæm og gáfuleg, ekki
vantar það, en þegar Brahms, af
öllum tónskáldum, hljómar eins-
og risavaxin en tær kammermús-
ík, og ekki útblásin píanómúsík,
sem oft vill brenna við hjá með-
aldírigentum, þá er gaman að
lifa. Þá er Brahms besta tónskáld
í heimi. Fyrir hlé var sá stórkost-
legi Janos Starker sólisti í selló-
sinfóníu Prokoffjefs. Þó undirrit-
aður sé ekkert yfir sig hrifinn af
því verki, þá hreif Starker (með
aðstoð Saraste) bæði hann og alla
viðstadda held ég inn í sögur og
ævintýri sem lengi verða að
hverfa úr vitundinni. Og hjart-
anu, já.
Tónleikarnir hófust með
„Leiðslu" eftir Jón Nordal, sem
svo skemmtilega vildi til að varð
sextugur þennan sama dag. Já við
eldumst án þess að taka eftir því.
Mér finnst það hafa verið í fyrra-
gær að Jón var að reyna að kenna
mér að spila úr Mikrokosmos (og
Haydn) og hreinsa eyrun á mér
með tónheyrnaræfingum, sem
tókst stundum svo vel að maður
sveif um göturnar í sæluvímu á
eftir. Heyrði og sá allt í nýju ljósi,
himnesku. Kynnti mann fyrir
Stravinsky Bartók og Berg og
klassíkerunum upp á nýtt: Moz-
art varð mesti módernistinn eftir
tíma hjá Jóni. En það eru 30 ár
síðan og rúmlega það. Og lífið
rétt að byrja.
Leiðsla er að vísu ekki endilega
það verk Jóns sem maður hefði
helst kosið að heyra núna, hann
hefur samið svo margt og meira
spennandi, en það var samt góð
áminning um að við eigum fast
iand undir fótum hvað tónsmíðar
snertir hér á landi.
Það er allsekki svo langt síðan
að maður frétti að okkur stæði
Saraste til boða sem aðaldírigent,
en honum hefði verið hafnað af
því S.B. forstjóri áleit hann hafa
of litla reynslu í faginu. Hvort
öðrum snillingi á stjórnpalli, Páli
Zukofski, var hafnað af sömu
ástæðuin veit ég ekki, (sumir
segja það sé að þjóðernisástæð-
um), en þar misstum við af strætó
rétt einu sinni og þurfum kannski
að bíða lengi eftir næsta.
Vel á minnst: Zukofski ætlar
að stjórna 9. Mahlers á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
Æskunnar núna kl. 11 í M.H. Ní-
undu sinfóníu Mahlers, hvorki
meira né minna. Það er eins gott
að taka sprettinn svo maður missi
ekki af því.
LÞ.
Ljúfir draumar með
Starker
strandaglópur á einhverjum fiug-
velli í útlöndum vegna verkfalla.
Við misstum því af því að heyra /
Starker að þessu sinni í Debussy-
sónötunni stórkostlegu og A dúr
sónötu Beethovens, ásamt fleiru,
en í staðinn fengum við t.d. tvær
sólósvítur eftir Bach, og enginn
getur talið sig svikinn af því.
Starker leikur Bach af fullkom-
inni ró og gefur aldrei tilfinning-
um lausan tauminn, þó ieikur
hans sé fullur af hlýju og
manngæsku. Samt er leikur hans
langt frá að vera haminn og undir
yfirborði hins fullkomna listræna
valds heyrir maður frjálst hugar-
flug snillings, sem er músíkin í
blóð borin.
Til að stytta þeim stundir sem
ekki láta sér sellóið eitt nægja,
hafði Starker fengið í staðinn
fyrir píanóið hvorki meira né
minna en milli 20 og 30 hljóð-
færaleikara úr S.í. og hljóm-
sveitarstjórann Jukka Pekka Sar-
ase. Með þessu liði lék hann
Rokkókótilbrigðin eftir Tsjækof-
skí og þarna var leikstíllinn
auðvitað allt annar en í Bach.
Þarna svifu hárómantískir og við-
kvæmir andar yfir vötnum og var
ótrúlegt hvað samleikur Starkers
og lítt undirbúinna hljómsveitar-
manna var öruggur og tær. Enda
var enginn aukvisi við stjórnvöl-
inn... Jukka Pekka Saraste er
áreiðanlega með albestu hljóm-
sveitarstjórum sem hér hafa
komið í seinni tíð.
Svo lauk Starker þessum yndis-
legu tónleikum með sólósvítu
eftir spánska sellóvirtúósinn
Gaspar Cassado... svítu sem að
sumu leyti er kannski sniðin eftir
Bachsvítunum... en svo spænsk í
anda að manni fannst maður
augnablik vera staddur í Katalón-
íu á leiðinni suður til Andalúsíu.
Já, það fylgja ljúfir draumar
leik snillingsins Janos Starker.
LÞ
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Janos Starker
með félögum úr S.í. undir stjórn J.P.
Saraste
Verk eftir Bach, Tsjækovskí, Cassado
Tónlistarfélagið
Austurbæjarbíó, þriðjudag
Einn fremsti sellóleikari okkar
tíma, Janos Starker, lék fyrir
Tónlistarfélagið s.l. þriðjudag i
Austurbæjarbíó. A síðustu
stundu varð hann að breyta efn-
isskránni allverulega, því auglýst-
ur undirleikari, Alain Planés, pí-
anóleikari frá Frakklandi, varð
Frönsk kvikmyndavika
Tvennir tímar
Myndir frá gullöldum frakka
Alliancefrancaise, Regnboginn
og franska sendiráðið heiöra
okkur nú í viku með kvikmynda-
viku þarsem sýndareru franskar
kvikmyndirfrá þeim tvennum tím-
um sem frönsk kvikmyndalist rís
einna hæst, - „gullöldinni" báðu-
megin við stríðið og „nýbylgju"
sjöunda áratugarins.
Frá fyrra tímabilinu eru mynd-
ir eftir Renoir, René Clajr og
Autant-Lara þarsem fólk einsog
Louis Jouvent og Jean Gabin eru
í aðalhlutverkum: Le Crime de
Monsieur Lange/Glæpur herra
Lange eftir Renoir frá 1935, Les
bas Fonds/Undirheimar Renoirs
frá 1936, Le silence est d’or/Þögn
er gulls ígildi eftir René Clair frá
1947 og Le rouge et le noir/Rautt
og svart eftir Claude Autant-
Lara.
Frá nýbylgjuárum eru Tirez
sur le pianiste/Skjótið píanóleik-
arann eftir Francois Truffaut frá
1960, Alphaville Jean-Luc Go-
dards frá 1965 og Le genou de
Claire/Hnéð á Clarie eftir Eric
Rohmer frá 1965.
Að auki eru tvær nýjar myndir
á dagskrá, Une chambre en ville/
Herbergi í bænum frá 1982 eftir
Jacques Demy og Un mauvais
fils/Vondi sonurinn eftir Claude
Sautet frá 1980.
Kvikmyndavikan hefst í Regn-
boga í dag og myndir sýndar
frammá fimmtudag kl. 3, 5, 7, 9
og 11.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Sæbraut 1-2, Seltjarnarnesi
Laus staða
Deildarstjóri óskast á dagdeild frá 1. apríl nk.
Viðkomandi þarf að hafa uppeldisfræðilega
menntun auk sérþekkingar og reynslu í starfi
með fötluð börn. Umsóknir berist til forstöðu-
manns fyrir 15. mars nk.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í end-
urnýjun hitaveitulagna í steyptum stokk í Hverfis-
götu, Snorrabraut, Rauðarárstíg og Stórholt.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir-
kjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skilatrygg-
ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað,
fimmtudaginn 13. mars nk. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
F i ikir kjuvogi 3 Simi 25800
Útboð
Tilboð óskast í eftirfarandi vegna Slökkvistöðvar-
innar í Reykjavík.
Ford F 600, slökkvibifreið, árgerð 1962. Bifreiðin
er með 171 ha. vél og tvískiptu drifi. Dælan er
þriggja þrepa Champion lág- og háþrýstidæla.
Afköst 3000 l/mín. við 7/rúmcm, og 250 l/mín.
við 70 kg/rúmcm, miðað við 1,5 metra soghæð.
Vatnstankur rúmar ca. 1100 lítra.
Bifreiðin er tii sýnis á Slökkvistöð Reykjavíkur.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, fimmtudaginn 3. apríl 1986
kl. 14.
INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR
Fnkuk|uvcgi 3 Smii 25800
Utboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í undir-
byggingu Djúpvegar - Óshlíð III.
(Lengd 1760 m, skering 125.000 m3).
Verki skal lokið í síðasta lagi þann 1. september
1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með
10. mars nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00
þann 1. apríl 1986.
Vegamálastjóri