Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Sambandsmenn eoa samvinnumenn
[ nýútkomnu Þjóðlífi, tímariti félagshyggju-
fólks, er grein um sérfræðingaveldið hjá Sam-
bandinu og hvernig Sjálfstæðisflokksmenn
hafa hafist til aukinna metorða innan Sam-
bandsveldisins í Reykjavík á undanförnum
árum.
Sú var tíð, þegar Sambandið naut tilsagnar
Jónasar frá Hriflu og slíkra manna, að litið var á
það sem grundvallaratriði að samvinnumenn
veldust til trúnaðarstarfa og valda hjá Sam-
bandinu. Það var beinlínis tilgangur með stofn-
un Samvinnuskólans að búa fólk undir störf hjá
samvinnuhreyfingunni. Jónas frá Hriflu taldi
Verslunarskólann of hallan undir einkarekstur
auk þess sem hagfræði sem þar væri kennd,
væri „í vil auðsöfnun einstakra manna án sér-
lega nákvæms tillits til hagsmuna almennings".
I Þjóðlífi kemur fram, að nær allur yfirmanna-
flotinn hjá Sambandinu hefur sérfræðinám að
baki og kemur stundum beint úr háskólum til
staila, ellegar hefur unnið hjá fyrirtækjum eins-
og ísal, Eimskip, Hafskipi, hernum, bönkunum
eða hjá ríkinu. Félagslegur bakgrunnur þessara
nýju forstjóra er á sömu lund; Hvöt og Heimdall-
ur vænlegri félagsskapur til framdráttar en hug-
sjónafélög samvinnumanna.
í tímaritsgreininni koma fram áhyggjur sam-
vinnumanna vegna þessarar þróunar. Margir
þeirra segja, að þessi þróun hafi orðið á kostn-
að kaupfélaganna og landsbyggðarinnar. Hinir
miðstýrðu „fulltrúar óheftrar markaðshyggju"
þekki ekki bakgrunn samvinnuhreyfingarinnar,
skilji ekki atvinnurekstur og kaupfélagastarf á
landsbyggðinni, og nú sé svo komið að hægt sé
að skipta mönnum upp í samvinnumenn annars
vegar og Sambandsmenn hins vegar.
Sumir heimildamenn Þjóðlífs ganga jafnvel
enn lengra og segja sem svo, að meðvitað sé
gengið framhjá samvinnumönnum og reyndum
mönnum af landsbyggðinni við ráðningu í lykil-
stöður hjá Sambandinu og segja að engu sé
líkara en Sjálfstæðisflokkurinn sé að yfirtaka
Sambandið.
Nú er Ijóst að Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa efnt til hjónabanda sín á
milli um margvíslega hagsmuni. Það hafa þess-
ir flokkar gert í íslenskum aðalverktökum, ríkis-
stjórnum, um skiptingu dómara og sýslu-
■ r m
Nú um nokkurt skeið hefur verið unnið að
undirbúningi að stofnun félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni. 20 manna hópur til-
nefndur af áhugahópum og aðildarfélögum ASÍ
á svæðinu hefur starfað að þessum undirbún-
ingi þessara merku félagasamtaka, sem 60 ára
og eldri geta gengið í. Talið er að um 20 þúsund
manns séu á þessum aldri á þessu svæði.
Það er orðið mjög nauðsynlegt að mynda slík
samtök hér á landi. Með breyttum atvinnuhátt-
mannaembætta, - og víðar. Á þessu kjörtíma-
bili hafa SÍS og Morgunblaðið ásamt fleiri ætt-
ingjum sínum í hinum pólitíska viðskiptaheimi,
sett á laggirnar fjölmiðlafyrirtækið ísfilm, eins-
konar afbrigði af hjónabandinu á Keflavíkurvelli.
Og samkvæmt greininni í Þjóðlífi er engu líkara
en þetta hjónaband sé að verða ofan á í valda-
pýramídanum hjá Sambandinu. Þetta huggu-
lega samkvæmi á sér hins vegar engar rætur í
þeim félagslega jarðvegi, sem samvinnuhrey-
fingin á sínum tíma nærðisi í.
Astæða er til að óttast að Sambandið sé að
fjarlægjast uppruna sinn og þorna upp í félags-
legu tilliti; að Sambandið nærist ekki lengur af
rótum sínum vítt um landið. Því þarf að breyta.
Eða þarf nýja samvinnuhreyfingu?
t skref
um og þjóðfélagi og lengri ævi manna veröur
stöðugt nauðsynlegra að undirbúa fólk fyrir
gjöfula og góða elli. Þjóðfélag gróðans og
hraðans er oft miskunnarlaust við gamalt fólk og
það hefur fengið að reyna það miskunnarleysi á
Islandi dagsins í dag. Þess vegna er löngu tíma-
bært að stíga þetta jákvæða skref. Stofnfundur
þessa félags verður haldinn á Hótel Sögu, á
morgun laugardag klukkan hálf tvö.
-óg.
KLIPPT OG SKORIÐ
Sjónvarp
til góðs og ills
Pað var snemma á sjónvarps-
öld að ungur sveinn frétti að afi
hans væri látinn. Og hann brást
við með þeirri spurningu sem
fræg hefur orðið: Hver skaut
hann afa?
Þessi saga er venjulega rifjuð
upp þegar spurt er um áhrif sjón-
varps á uppvaxandi kynslóð. Og
þau áhrif voru til umfjöllunar í
síðasta þriðjudagsþætti um sögu
og þýðingu sjónvarps, en sú þátt-
aröð hefur reynst fróðlegri en
flest annað sem sjónvarpið hefur
haft upp á að bjóða að undan-
förnu.
Þessi saga sagði kost og löst á
sjónvarpi. Þar var minnt á að,
hve háskalegt það geti verið að
hvert barn sjái svo sem fimmtán
þúsund morð með tilheyrandi
hrottaskap áður en það kemst á
fullorðinsár. Eins þótt það verði
ekki nema lítill minnihluti barna
sem fyrir bragðið týnir niður
öllum greinarmun á mynd og
veruleika og fremji sjálft morð
eða önnur hermdarverk í ein-
hverju óútskýranlegu bríaríi.
Það var líka minnt á það, að
mörg eru dæmi þess að sjónvarp
hafi breitt út þekkingu og miðlað
merkilegri reynslu - ekki síst til
ólæsra eða annarra þeirra sem
hafa að mestu farið á mis við það
sem í bókum má finna. Við sáum
dæmi um sjónvarp sem frístund-
aháskóla í iðnríki og sem verk-
menntaskóla í þróunarlandi eins
og Indlandi. Og við vorum enn
minnt á þau undur veraldar, sem
sjónvarpið hefur flutt inn á
heimilin með frábærum náttúru-
lífsmyndum.
Og svo þegar lagt er saman og
dregið frá þá stöndum við uppi
með þessa kenningu hér: sjón-
varpið er hvorki gott né vont í
sjálfu sér. Sjónvarpið er það sem
við kjósum að gera úr því.
Erfitt að andmæla því.
Hver ræður
sjónvarpi?
En þar með er náttúrlega sagan
ekki sögð nema til hálfs. Hverjir
eru þessir „við“ sem ætlum að
leggja eitthvað til mála um sjón-
varpsdagskrár og sjónvarps-
stefnu? Eru það þeir sem hafa
einhvern metnað fyrir hönd sjón-
varps, gera til þess kröfur - og fá
þá skömm í hattinn fyrir að þeir
séu hrokafullir menningarvitar.
prédikandi herkerlingar, forræð-
ishyggjumenn sem ekki geti séð
hinn „almenna mann“ í friði?
Eða eiga þeir að hafa fyrsta og
síðasta orðið, sem stúdera mark-
aðsgildi hinna ýmsu strauma á
vinsældalistum sjónvarpsþátta og
gerast sérfróðir í æ magnaðri
blöndum úr tilfinningasætsúpu,
hálfklámi og fimmaurabröndur-
um og hrottaskap? Og hljóta fyrir
ríkulega umbun fjármálastjóra
og magnaðan lofsöng út um allar
þorpagrundir fyrir að vera þeir
sönnu frelsiskappar sem vita
alltaf „hvað fólkið vill“.
Allir vilja leggja eitthvað til
málanna, en það þarf ekki lengi
að spyrja að því hverjum vegnar
betur. Sjálfir þéir þættir um sögu
sjónvarpsins sem lofaðir voru hér
að ofan minntu okkur svo sem
nógu rækilega á það.
Vímugjafinn
mikli
En það er kannski ekki það
versta við þá sjónvarpsþróun sem
við blasir, að gott efni á í vök að
verjast. Það er heldur ekkert nýtt
við það. Góðar kvikmyndir hafa
alltaf átt það á hættu að drukkna í
ruslinu, góðar bækur sömuleiðis.
Það lakasta er, að sjónvarpið fær
í vaxandi mæli á sig einkenni vím-
ugjafa. Og þá skiptir ekki höfuð-
máli lengur hver gæði dag-
skránna eru, heldur hve mikið
magn af sjónvarpsefni menn inn-
byrða allt frá blautu barnsbeini.
Við gátum einmitt af þeim
þáttum, sem hér er verið að
leggja út af, ráðið margt um
skyldleika sjónvarps við vímugj-
afa. Svo virðist sem á vissu skeiði
hafi sjónvarp örvandi og gagnleg
áhrif, það stækkar vitundina,
kemur nýjum sneiðum af
heimninum inn í hana, hristir upp
í daufum hversdagleika. Gott ef
það hvetur menn ekki til dáða af
ýmsu tagi. En þegar frá líður er
sem úr sjónvarpsvímunni leki
flest það sem jákvætt er. Sjón-
varpsávaninn dregur úr annarri
notkun tímans, sker niður
mannleg samskipti, lokar hvern
mann inni í vaxandi sljóleika og
allt að því „hassísku" kæruleysi
um allt og alla.
Fráhvarfs-
einkenni
Og þegar gerð er sú tilraun
með nokkrar fjölskyldur í ólíkum
þjóðlöndum, að svipta þær sjón-
varpi í fjórar vikur, þá Iíður ekki
á löngu þar til fólkið fer að þjást
af fráhvarfseinkennum. Því líður
illa. Það saknar vinar í stað. Það
man ekki lengur hvernig tilveran
var áður en sjónvarp kom til sög-
unnar: leiddist öllum þá eða
hvað?
Gáum að þessu.
Það eru til ágæt samtök í
heiminum, AA fyrir alkahólista,
NA fyrir eiturlyfjaneytendur -
það eru meira að segja til „anon-
ym“ samtök til að venja menn af
því að hafa samfarir í tíma og ó-
tíma eða berja konuna sína. Eins
víst að til verði áður en langt um
líður TVA, Samtök nafnlausra
sjónvarpssjúklinga.
Um sjónvarp gildir eitt öðru
fremur: betra er minna.
Fórnum aldrei fimmtudegin-
um sjónvarpslausa.
ÁB
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar; Ární Bergmann, Össur Skarphéöinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mars 1986