Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 9
FISKIMAL Ég sem þessar línur rita sat í nefnd þeirri fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið sem undirbjó lögin um Ferskfiskmatið haustið 1958 og var við að stjórna því tilrauna- mati á nýjum fiski sent sett var af stað í upphafi vetrarvertíðar 1959 og stóð til vors. Mér eru því vel þekktar ásfæðurnar fyrir því hversvegna ráðist var í að setja sérstaka löggjöf um þetta. A- stæðurnar voru þessar: Það barst of mikið á land af iélegum vinnslufiski og fyrir þennan fisk var greitt sama verð og fyrir góð- an vinnslufisk. Slagvatnsgerill var þegar hér var komið orðinn talsvert útbreiddur um borð í fiskiskipum svo og í hráefnis- geymslum í landi. Þetta hvoru tveggja oili sjávarútveginum miklum skaða. Það var því ekki að ástæðulausu að lögin um fers- kfiskmatið voru samin og sant- þykkt af Alþingi. I nefndinni sem undirbjó lögin áttu sæti menn frá öllum greinum sjávarútvegsins og var dr. Þórður heitinn Þorbjarnarson formaður hennar. Tilraunamatið á vertíð- inni var kostað af hinum ýmsu greinum sjávarútvegsins nema mitt kaup, það var greitt af sjáv- arútvegsráðuneytinu. Niður- staða tilraunamatsins var sú að talsverðar umbætur náðust í meðferð á nýjum fiski sem varð til þess að hin fjölmenna nefnd var sammála um að setja yrði nýja löggjöf á þessu sviði. Leiðin sem valin var Árið 1958 voru Norðmenn komnir talsvert langt á undan okkur íslendingum í meðferð á nýjum fiski og var þar í landi þá farið að starfrækja Ferskfiskmat. Fengin var norska reglugerðin og hún þýdd á íslensku svo ekkert færi á milli mála um skilning nefndarmanna á henni. Þessi reglugerð gekk í aðalat- riðum út á það fyrirkomulag að starfræktar eru matsstöðvar, þær dreifa síðan sérstökum nótubók- um til allra fiskkaupenda en þeir verða að vera samþykktir af „Fiskarlaget". Aðeins eitt fisk- verð gildir í Noregi sem lág- marksverð fyrir hverja fiskteg- und. Komi seljandi og kaupandi sér saman um að fiskurinn sé fyrsta flokks gæðavara þá stað- festa þeir það með undirskrift sinni. Uppfylli fiskurinn ekki þessa kröfu og þeir séu sammála um það, þá mega þeir verðfella hann um allt að 20% af fyrsta- flokksverði og undirskrifa það. Verði hinsvegar kaupandi og seljandi ekki sammála um gæðin þá er kallað á Ferskfiskmatið sem þá metur viðkomandi fisk. Þeim dómi er ekki hægt að áfrýja, hann er endanlegur. Auk þessa koma eftirlitsmenn á vinnslustöðvarnar með stuttu millibili og skoða hrá- efnið. En verði menn uppvísir að því, að hafa skráð gæði rangt í bækur þá er tekið hart á því. Norska fyrir- komulaginu hafnað Eftir að nefndin hafði vandlega skoðað norsku reglugerðina um framkvæmd á ferskfiskmati þá hafnaði hún henni og ástæðurnar voru þessar. í fyrsta lagi: í Noregi er útgerð og fiskvinnsla að mestu aðskilin þar sem sjómenn eiga mest af fiskveiðiflotanum, en hér eiga hinsvegar fiskvinnslustöðv- arnar meginhluta flotans. f öðru Reynslan af íslensku ferskfiskmati íslenskt ferskfiskmat hefur nú starfað í um aldarfjórðung. Ég vissi hvernig ástandið var áður en það tók til starfa þar sem ég gerði úttekt á því sumarið 1958 á veg- um sjávarútvegsráðuneytis og í kjölfar þeirrar úttektar var hin fjölmenna nefnd sjávarútvegsins skipuð sem kom á umbótum og undirbjó lagasetningu um fersk- fiskmat. Síðan þetta var hefur margt já- kvætt verið gert í þessum efnum en þó er hægt að gera betur ef rétt er að því staðið. Það sem eftir stendur ennþá ógert það er að samræma betur en nú er veiðar og vinnslu í landi. Stytta veiði- ferðir skipanna, svo fiskurinn komi sem nýjastur að landi úr togurunum, og setja heilfrystingu um borð í stærstu skipin sem þau notuðu fyrri hluta veiðiferðar en ísuðu í kassa síðari hlutann. lagi: Þá komust nefndarmenn að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega rannsókn á kostnaðarhliðinni, að norska fyrirkomulagið væri ekki ódýrara í framkvæmd nema síður væri. Var nefndin svo einhuga um að best hentaði íslenskum að- stæðum að láta meta ákveðinn fiskfjölda úr hverjum farmi af nýjunt fiski og leggja það mat ti! grundvallar að gæðum fisks við löndun. Með þessu væri hægt að auka hagkvæmni í útgerð stærri skip- anna sem nú eru of lengi í ísfisks- ferðunt. Hér hefur staðið á stjórnvöldum að setja skynsam- lega reglugerð og greiða fyrir þeirri breytingu sem þarf að korna. Þá hefur sú nauðsynlega fræðsla sent Fiskmat ríkisins hélt uppi síðustu árin sem það starf- aði, nteð útgáfu hins svokallaða „Fréttabréfs" alveg fallið niður. Sú fræðsla skilaði miklum ár- angri. Við Islendingar búum yfir mikilli reynslu í meðferð á fiski bæði á sjó og landi. Þessari reynslu þarf að skila til nýrra kyn- slóða sem ganga inn í störfin ár- lega, þvi sé þetta ekki gert þá stöðnum við en öll stöðnun leiðir til hnignunar og afturfarar. Sú meðferð á fiski sem skilaði mest- unt gæðum á sjónum rg í landi hana þarf að kenna og 'firfæra á Franthald a bls. 14 DÆMI SEM VERT ER AÐ ATHUGA í HÚSG AGNADEILD -HUSSINS JÓHANN J. E. KÚLD SERSTAKT PASKATILBOÐ Engir vextir í 4 mánuði Ath. Aðeins í húsgagnadeild Dæmi I: Húsgagnakaup fyrir kr. 25.000, kr. 5000 út og kr. 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Dæmi 2: Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. ATH. Einnig skuldabréf í allt að 8 mánuði með 20% útborgun. Zj LllJ auQaai-,! Jón Loftsson hf Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 i I m ; - Opið í ölium deildum frá kl. 9~16 í dag. Af innlendum vettvangi 1 C O/ STAÐGREIÐSLU- X %J / O AFSLÁTTUR ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.