Þjóðviljinn - 14.03.1986, Side 15
ÍÞRÓTTIR
Körfubikarinn
Haukar úr skugga UMFN
Bikarmeistarar aftur eftir hörkuspennandi úrslitaleik og 93-92 sigur
Haukarnir tryggðu sér bikar-
meistaratitilinn annað árið í röð í
hreint ótrúlega spennandi leik.
Þeir sigruðu Islandsmeistara
UMFN með 93 stigum gegn 92 í
Laugardalshöll í gærkvöldi.
Lokamínútur leiksins voru
ótrúlegar. Ellert jafnar fyrir
Njarðvík 89-89 þegar 1 mínúta og
15 sekúndur eru eftir. ívar Ás-
grímsson kemur Haukum yfir á
ný þegar 1 mínúta er eftir. Njarð-
víkingar missa boltann þegar 50
sekúndur eru til leiksloka og
Henning skorar þegar 25 sekúnd-
ur eru eftir, staðan þá 93-89. Jó-
hannes skorar 3 stiga körfu fyrir
Njarðvík þegar 15 sekúndur eru
eftir. Haukarnir byrja með bolt-
ann, en missa hann og Njarðvík-
ingar reyna ákaft að skora en
Haukavörnin er sterk. Loks þeg-
ar 3 sekúndur eru til leiksloka er
dæmt uppkast og ívar Webster
slær boltann langt yfir á vallar-
helming Njarðvíkinga og þeir
náðu ekki boltanum fyrr en
leikurinn var úti.
Sigurgleði Haukanna í lokin
var mikil. Eftir að hafa staðið í
skugga Njarðvíkur í allan vetur
fengu þeir loks uppreisn æru.
Róleg byrjun
Leikurinn var rólegur framan
af, en þegar líða tók á hann fór
hraðinn að aukast. Leikurinn var
opinn og menn hittu mjög vel.
Liðin skiptust á að vera með for-
ystuna, en Haukarnir voru yfir í
hléi 48-45.
Haukarnir hófu síðari hálf-
leikinn með miklum látum. Þeir
náðu 11 stiga forskoti og þá fékk
Valur Ingimundarson sína 5.
villu. Bjuggust flestir við því að
það myndi draga úr Njarðvíking-
um, en svo fór ekki. Barátta
þeirra jókst til muna og þeir söx-
uðu á forskotið. Hraði leiksins
jókst stöðugt og þegar 11 mínútur
voru til leiksloka fór Ólafur
Rafnsson útaf með 5 villur, en
Haukarnir héldu alltaf 5-7 stiga
forystu. Þegar 8 mínútur voru
eftir náðu þeir 11 stiga forskoti á
ný. Njarðvíkingar skoruðu þá 8
stig í röð og minnkuðu muninn í 3
stig. Þeir náðu svo að jafna og
lokamínútunum var lýst hér að
framan.
Haukarnir sýndu ótrúlega góða
baráttu. Þeir voru sem einn maður og
lagði það öðru fremur grunninn að
sigri þeirra. Þeir léku hraðan og
skemmtilegan körfubolta og var þessi
leikur líklega þeirra besti í vetur. Þeir
Pálmar, Webster, Henning og Ólafur
i, voru í lykilhlutverkum eins og fyrri
daginn og skiluðu sínu mjög vel. Attu
allir mjög góðan leik. Pálmar var
potturinn og pannan í sóknarleiknum
og ívar Webster sterkur í vörninni,
hitti einnig mjög vel í sókninni. Þeir
Kristinn, Eyþór og fvar Ásgrímsson
áttu góðan leik og Hálfdán lék ótrú-
lega vel miðað við hve lítið hann hef-
ur æft. Þeir sýndu það þarna
Haukarnir að þeir eru með samstillt
lið og eru vel að sigrinum komnir.
Njarðvfkingar léku einnig vel, þó
að þeir hafi ekki náð Haukunum.
Baráttan var góð og hreint ótrúlegt að
sjá hvernig menn sameinuðust þegar
Valur fór útaf. Mesta athygli vakti
góður leikur þeirra Teits og Jóhann-
esar, en Valur var undir gæslu allan
leikinn og náði ekki að sýna sitt rétta
andlit. Þeir Kristinn, Helgi og ísak
áttu allir góðan leik og Ellert kom á
óvart með mikilli baráttu lokamínút-
urnar.
Leikjum Hauka og Njarðvíkur hef-
ur lengi fylgt gæðastimpill og eru
þetta yfirleitt góðir og skemmtilegir
leikir og var þessi engin undantekn-
ing.
Stig Hauka: Ivar Webster 28, Pálmar
Sigurðsson 24, Henning Henningsson 17,
Hálfdán Markússon 7, Kristinn Kristinsson
6, Ólafur Rafnsson 5, Eyþór Arnason 4 og
Ivar Ásgrímsson 2.
Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörnsson
25, Teitur Örlygsson 18, Helgi Rafnsson
12, Valur Ingimundarson 10, ísak Tómas-
son 9, Ellert Magnússon 8, Kristinn Einars-
son 6, Hreiðar Hreiðarsson 2 og Ingimar
Jónsson 2.
Pálmar Sigurðsson, fyrir-
liði Hauka:
„Þetta var hraður og skemmtilegur
leikur og bæði liðin hittu mjög vel.
Liðin komu vel stemmd til leiks og við
vorum ákveðnir í að halda í titilinn.
Við tókum Val stíft og það kom okk-
ur á óvart hvernig þeir tvíefldust þeg-
ar hann fór útaf.
Við unnum þetta á góðri breidd,
við misstum 3 menn útaf og þeir sem
komu inná komu beint inní leikinn.
Það skipti líka miklu máli að við vor-
um að fá trú á okkur. Ég hefði ekki
mætt í vinnuna ef við hefðum tapað,
en sem betur fer unnum við og ég held
að við höfum átt það skilið.
Einar Bollason, þjálfari
Hauka:
„Það er stórkostlegt að enda þetta
svona og það er ekkert vafamál að
þetta eru tvö langbestu liðin í dag.
Við höfðum undirtökin allan síðar
hálfleikinn og vorum betri. Það sýnir
Pálmar Sigurðsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum eftirsótta. Mynd: E.ÓI.
Cora Barker, fyrirliði KR, með bikarinn. Mynd: E.ÓI.
HandboltUbikar ^
Fram vann IBK
Leiðrétting
Þróttur
áfram
í blaðinu í gær snerust við úrslitin í
leik Ármanns-b og Þróttar í bikar-
keppninni í handknattleik. Það voru
Þróttarar sem unnu leikinn 34-33 og
komast áfram í keppninni og biðjumst
við velvirðingar á ruglingnum.
Spútniklið ÍBK í handknattleik
sem vann 3. deildina örugglega í
vetur mætti ofjarli sínum í 1.
deildarliði Fram í bikarkeppn-
inni í Keflavík í gærkvöldi.
Keflvíkingar stóðu þó í
Frömmurum í fyrri hálfleik og
lyktaði honum með stöðunni 10-9
fyrir Fram. f seinni hálfleik höfðu
piltarnir úr Álftamýrinni öll ráð í
hendi sér og sigruðu með 28
mörkum gegn 20.
Hermann Björnsson var
markahæstur í liði Fram með 9
mörk, Dagur Jónasson skoraði 8
og Egill Jóhannsson 3. Gísli Jó-
hannsson var drýgstur í liði ÍBK
og skoraði 7, Freyr Sverrisson
skoraði 5 og Theodór Sigurðsson
4 mörk.
í Vestmannaeyjum stóð til að
3. deildarlið Týs keppti við 1.
deildarlið KA í sömu keppni en
norðanmenn komust ekki til
Eyja sökum ófærðar.
ÞH
kannske best andann í liðinu að Hálf-
dán, sem kemur inná hefur lítið æft og
hefur lítið úthald, keyrir hreinlega
áfram á baráttunni. En það sem ein-
kennir þetta lið er sterk trú.“
Gunnar Þorvarðarson,
þjálfari UMFN:
„Mistök dómara að taka af okkur
stig (þriggja stiga skot Jóhannesar) og
þannig jafntefli og framlenging. Og
ég er ekki þannig maður að ég sætti
mig við annað sætið. En þetta var
hraður og skemmtilegur leikur, rétt
eins og bikarleikir eiga að vera og ég
óska Haukunum til hamingju með
sigurinn.“
Þrjú stig?
Um miðjan síðari hálfleik átti Jó-
hannes Kristjbörnsson skot fyrir utan
og hitti. Njarðvíkingar héldu því fram
að þetta hefði verið 3 stiga karfa, en
þeir fengu aðeins 2 stig. Ekki er hægt
að fullyrða svona eftirá hvort þetta
var þriggja eða tveggja stiga karfa, en
ef þetta hefur verið 3 stiga karfa hefði
það getað skipt miklu því leiknum
Íauk með aðeins eins stigs mun.
- Logi.
ívar Webster átti stórgóðan leik með Haukum og skorar hér tvö stiga sinna
Mynd: E.ÓI.
Kvennakarfa
Tvöfalt hjá
KR-stúlkum
Sigríður skoraði 33 af47 stigum í
sigrinum á IS!
KR-stúlkurnar urðu í gær-
kvöldi bikarmeistarar kvenna í
körfuknattlcik er þær sigruðu ÍS
47-28 í úrslitaleik í Laugardals-
höll. KR varð Islandsmeistari
fyrir skömmu, tapaði fyrsta leik
Isiandsmótsins en vann hina 11.
Yfirburðalið í körfuknattleik
kvenna í vetur.
Fyrri hálfleikur var jafn. KR
átti þá erfitt með að komast
áleiðis gegn hávöxnu liði Stú-
denta og staðan í hálfleik var 18-
15, KR í hag. En í seinni hálfleik
náðu KR-stúlkurnar að keyra
upp hraðann, Sigríður Baldurs-
dóttir var í fararbroddi í fjöl-
mörgum hraðaupphlaupum og
þegar upp var staðið hafði KR
unnið öruggan sigur. Sigríður var
í miklum ham í leiknum, skoraði
33 af 47 stigum KR sem er ein-
stakt hlutfall í úrslitaleik.
Stig KR: Sigríður Baldursdóttir33, Cora
Barker 6. Erna Jónsdóttir 5 og Kristjana
Hrafnkelsdóttir 3.
Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 12, Kolbrún
Leifsdóttir 4, Anna Björk Bjarnadóttir 4,
Vigdís Þórisdóttir 2, Ragnhildur Steinbach
2 og Helga K. Friðriksdóttir 2.
—Logi/VS
Föstudagur 14. mars 1986: ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15