Þjóðviljinn - 14.03.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 14.03.1986, Side 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. DIOÐVIUINN Föstudagur 14. mars 1986 61. tölublað 51. örgangur. Mjólkur- fræðingar felldu Geir Jónsson formaður Mjólku rfrœðinga - félagsins: Höfurn óskað eftir samninga- viðrœðum. Bíðum eftir svarifrá atvinnu- rekendum Afunduni í félaf>i mjólkurfræð- inf<a sl. þriðjudaKof> miðviku- da;> voru nýgerðir kjarasamning- ar felldir með 28 atkvæðum gegn 5. Mjólkurfræðingafélagið er landsfélag með 75 félaga með at- kvæðisrétt. Geir Jónsson formaður félags- ins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að félagið hefði nú óskað eftir viöræöum við atvinnurek- endur, þar sem ræða á sérkröfur mjólkurfræðinga. Hann sagði að atvinnurekendur hefðu enn ekki svarað og því mætti segja að framhald málsins væri í þeirra höndum. -S.dór Jóhanna Leopoldsdóttir: Ábyggilega skemmtilegt starf, í þaö minnsta í hálfan mánuð. Mynd: E.ÓI. Alþingi Mjolkurkvotar brenna á fólki Jóhanna Leopoldsdóttir útibússtjóri á Vegamótum ífyrsta sinn á Alþingi: Mjólkurmálin skipta mestu í minni byggð Kannaðar verði allarfœrar leiðir til aðfullnýta mjólk til iðnaðar Mér líst ágætlega á þetta starf og held að það sé ábyggilega skemmtilegt, í það minnsta í hálf- an mánuð“, sagði Jóhanna Leop- oldsdóttir sem nú situr á Alþingi í fyrsta skipti. Hún hefur tekið sæti Skúla Alexanderssonar og inun sitja á þingi fram að páskahléi. Jóhanna er útibússtjóri versl- unar Kaupfélags Borgfirðinga á Vegamótum. Aðspurð hvort ekki hefði veriö erfitt að hlaupa burt frá verslunarrekstrinum inná Alþingi sagði hún að það hefði allt gengið vel með góðu samstarfi við samstarfsfólkið. „Ég ætla að leggja fram þings- ályktunartillögu um könnun á fullnýtingu mjólkur. Mjólkur- kvótarnir brenna mjög á fólki í mínu kjördænri og byggðin stend- ur og fellur með þessari fram- leiðslu. Mér finnt eins og fleirum að það sé byrjað á öfugum enda þegar skera á niður framleiðsluna og þá um leið grunninn undir þessum byggðum í stað þess að Íeita allra ráða til að vinna úr mjólkinni ýmsar afurðir til iðnað- ar sem við flytjum inn til landsins í dag í stórum mæli. Þar er um að ræða ýmis konar mjólkurduft til matargerðar og eins má nefna aðrar landbúnaðarafurðir eins og eggjaduft, þurrkaðan kjötkraft og súpukraft að ég tali ekki um frosið og niðursoðið grænmeti sem flutt er til landsins í stórum stíl. Ég trúi ekki öðru en þing- menn taki vel í þessa tillögu og þessi mál verði könnuð ræki- lega“, sagði Jóhanna Leopolds- dóttir. -lg- Framsóknarflokkurinn Breytingar á æðsta ráðinu? Miðstjornarfundur Framsóknarflokksins haldinn um helgina: Vangaveltur um að Erlendur Einarsson, Valur Arnþórsson og Guðmundur G. Þórarinsson muni hætta Ahugi á að Páll Pétursson taki að sérforystu íflokknum £ g tel allar líkur á því að miklar mannabreytingar verði æðstu stjórn Framsóknarilokks- ins; að Guðmundur G. Þórarins- son muni hætta scm gjaldkeri flokksins og að Sambandsmcnn- irnir þeir Erlendur Einarsson og Valur Arnþórsson muni hætta í framkvæmdastjórn ilokksins, sagði miðstjórnarmaður sem Þjóðviljinn hatði samband við í gær vegna miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um helg- a ina. Heimildamenn blaðsins sögðu að það væri opinbert leyndarmál í Framsókn að menn væru að hætta í æðstu stjórninni af ýmsum ástæðum. Sambandsmennirnir væru að hætta vegna þess að þeir vildu draga úr tengslunum við Framsóknarflokkinn - eða þá að reyna að koma nýjum Sambands- mönnum að svosem Þorsteini Ól- afssyni. „Það er ekkert launungarmál, að við á landsbyggðinni bæði við bændur og aðrir byggðarmenn erum sáróánægðir með stjórnar- þátttökuna og ekki síst nýjustu tíðindi þaðan", sagði einn bóndi úr hópi miðstjórnarmanna í sam- tali við Þjóðviljann. Hann kvað menn vera að íhuga þann mögu- leika að fá Ingvar Gíslason eða Pál Pétursson til formennsku í flokknum, „og það væri ekkert vitlaust núna að kjósa Pál Péturs- son til að byrja með í gjaldkera- stöðuna í stað Guðmundar áður en Páli væri falin formennska í flokknum". Aðrir heimildamenn kváðu það liggja í stöðunni, að miðju- menn og vinstri menn í Fram- sóknarflokknum myndu styrkja stöðu sína í flokknum enda ættu þau öfl sem lent hefðu í ýmsum leiðindamálum og hneyksli síð- ustu misseri ekki uppá pallborðið meðal miðstjórnarmanna. Auk Páls og Ingvars hefur Finnur Ing- ólfsson verið orðaður við gjald- kerastöðuna, en menn eru minna farnir að spá í það hverjir eigi að leysa þá Val og Erlend af í fram- kvæmdastjórninni. -óg Kjarasamningarnir Verðlagsstofn un Fólk besta gæslan Verðlagsstofnun kannar verð á heimilistœkjum og matvöru. Jóhannes Gunnarsson: Allar ábendingar vel þegnar Verðlagsstofnun er að safna gögnum og kanna verð á heimilistækjum auk þess sem ver- ið er að kanna verðlag í matvöru- verslunum. Er búist við niður- stöðum úr þessum könnunum í næstu viku. Jóhannes Gunnarsson, útgáfu- stjóri Verðlagsstofnunar sagði við Þjóðviljann í gær að það væri mikið um að fólk hefði samband við Verðlagsstofnun og væru all- ar ábendingar vel þegnar. Stofn- unin tekur allar slíkar ábendingar alvarlega og kannar hvað hæft er í þeim. „Það er augljóst að fólk er vakandi og ber að fagna því enda er það besta verðgæslan", sagði Jóhannes. Bankagróðinn Hagnaður hjá einkabönkunum Enginnþeirra vildiþó gefa upp hve mikill hagnaðurþeirra var á síðasta ári. Bíða verður aðalfunda þeirra ÍUósi hins gífurlega hagnaðar hjá ríkisbönkunum, spurðumst við fyrir um afkomu einkabank- anna í gær. Enginn forsvarsmað- ur þeirra vildi gcfa upp hver af- koman var og sögðust þeir ekki geta gert það fyrr en á aðalfundi þeirra. Ekki náðist í neinn svara- mann fyrir Samvinnubankann. Guðmundur Ágústsson hjá Al- þýðubankanum sagði að senni- lega yrði Alþýðubankinn við núllið eins og hann orðaði það, en að öðru leyti sagðist hann ekki geta gefið afkomuna upp. Valur Valsson hjá Iðnaðar- bankanum sagði að afkoman 1985 væri betri en 1984 en þá var tap á rekstri bankans. Hann var þá spurður hvort um hagnað hefði verið að ræða og sagði hann svo vera en vildi ekki gefa upp að svo komnu hve mikill hann væri. Það sama var uppá teningnum hjá Kristjáni Oddssyni í Verslun- arbankanum, hagnaður á árinu 1985 eftir tapár 1984. En tölurnar yrðu að bíða aðalfundar. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.