Þjóðviljinn - 21.03.1986, Síða 8
GLÆTAN
„Haföu fyrirsögnina: Ungtfólk
á uppleið", sagði Ólafur Guð-
mundsson, 21 árs gamall á upp-
leið, sem blm. Glætunnar tókst
að fá í lauflétt viðtal, fyrir gamalla
vina sakir, til að forvitnast um feril
hans.
Byrjum þegar þú varst
fímmtán ára. Þá fluttirðu til Sví-
þjóðar. Af hverju og hvernig var?
„Ég flutti út með mömmu því
hún var að fara í nám þar og ég
fylgdi bara með. Ég ætlaði að
klára grunnskólann þarna úti og
fara svo í sænskan menntaskóla
en ég fór heim eftir eitt ár“.
Enginn
uppakomplex
„Við bjuggum í smábæ rétt
fyrir utan Lund. Hann heitir
Kávlinge. Mér gekk mjög vel í
skólanum, var t.d. hærri en Sví-
arnir í sænsku. Þetta er ekkert
mont. Ástæðan er kannski sú að
íslenskan er flóknari en sænskan
og því er maður vanur að þurfa að
velta fyrir sér málinu. Svo lagði
ég líka meira á mig en sænsku
krakkarnir því ég stefndi jú að því
að fara í menntó en ekki var
metnaðinum fyrir að fara hjá
krökkunum í þessum smábæ.
Lífið hjá strákunum snýst um það
að verða kallar, ná sér í kerlingu
og vera þarna áfram alla ævi.
Þarna var sláturhús sem hægt var
að fá vinnu í án þess að hafa mikla
menntun og þau stefndu mörg að
því að vinna þar. Sem sagt enginn
uppakomplex hjá þeim“.
Náði ekki
kontakti
Af hverju fórstu svona fljótt
heim?
„Það var þroskandi að prófa
þetta en ég bara náði ekki kon-
takti við krakkana, var utan við.
Ég umgekkst mest fullorðið ís-
lenskt fólk sem var þarna og ég
saknaði vinanna heima.
Þó að ég hafi verið hár í sænsk-
unni á prófum þá gat maður lítið
tjáð-sig. Fólkið talaði skánsku
sem er hryllingur að skilja svo ég
skellti mér bara heim. Það er að
mínu mati frekar erfitt að flytja
milli landa á þessum aldri“.
Leigði hjá afa
„Þegar ég kom heim, án
mömmu, fór ég að leigja í íbúð-
inni hans afa og svo byrjaði ég í
MH“.
Komstu inn í klíku?
„Já, ég byrjaði strax í leiklist-
inni og maður var alltaf í klíku
sem myndaðist í kringum hvert
leikrit sem við settum upp. Fyrsta
árið voru þetta dæmigerð „ung-
lingamenntaskólapartý“. Einn í
klikunni hélt alltaf partý og þar
sátu allir og enginn átti pening.
Skríðandi
frummenn
Svo fór maður seinna að vera líka
í klíkum fyrir utan leiklistina".
uppleið
„í MH settum við oft upp mjög
skemmtileg leikrit en stundum
gerðum við eintómt flipp og vit-
leysu. T.d. vorum við heilan vet-
ur í einhverjum spunahóp þar
sem við vorum í hópvinnu út frá
allskyns textum. Eftir veturinn
vildum við sýna einhvern afrakst-
ur (og líka eignast einhvern pen-
ing) og því vorum við með pró-
gramm í Norðurkjallara MH.
Þetta var þannig að einn var
völva sem stóð á miðju gólfi og
sagði allskyns speki sem við fund-
um í bókinni Um veginn. Við öll
hin skriðum í kringum völvuna
eins og einhverjir frummenn.
Þetta var ferleg vitleysa en það
komu fullorðnir leikarar sem
sögðu að þetta væri frábært, við
hefðum verið svo einlæg, þeir
göptu alveg af hrifningu“, sagði
Óli og skríkti.
Varstu búinn að ganga lengi
með þann draum í maganum að
komast í leiklistarskólann?
„Nei, ég ákvað það ekki fyrir
en rétt fyrir inntökuprófin að
reyna að komast inn í leiklistar-
skólann. Maður ætlar sér alltaf
svo stórt. Ég hafði t.d. hugsað
mér að fara til Frakklands, læra
frönsku og látbragðsleik. En ég
sem sagt komst inn í skólann hér
og það er mjög gaman en getur
líka verið erfitt".
Ballett
„Þetta er mjög tímafrekt nám.
Ég hef mjög gaman af að hreyfa
mig og dansa og var byrjaður í
ballettskóla Þjóðleikhússins en
þurfti að hætta vegna leiklistar-
skólans. Þetta var of mikið".
Hvað lærirðu á 1. ári í leiklist-
arskólanum?
„Mér finnst ég vera að læra að
þekkja vinnu leikaranna. Hvern-
ig maður nálgast hlutverkin í
handritinu og hvernig maður út-
færir karakterinn og ekki síst
hvernig maður nær til áhorfand-
ans. Við lærum ákveðna tækni til
að ná út í sal. Svo er maður nátt-
úrlega að læra að draga fram allt
það sem maður hefur upp á að
bjóða. í menntó gerði maður
bara það sem leikstjórinn sagði
manni að gera en nú er verið að
víkka út möguleika manns sem
leikara.
Annars vil ég ekki tala mikið
um þetta nám því ég er rétt að
byrja“.
Segðu okkur samt hvað er erf-
itt við þetta og hvernig skóladag-
urinn gengur fyrir sig.
„Það er stundum dálítið erfitt
þegar maður heldur að maður sé
að gera eitthvað voðalega flott og
svo er fundið heilmikið að því. Þá
verður maður bara að átta sig á
því að það er verið að setja út á
vinnuna en ekki mann sjálfann.
Stundum fer maður samt heim og
heldur að maður eigi ekki eftir að
geta leikið neitt almennilega í
framtíðinni".
Út um
allar trissur
„Ef ég á að segja hvernig
venjulegur skóladagur er þá eru
miðvikudagarnir t.d. þannig að
við byrjum í leikfimi upp í Kram-
húsi íd. 8.40. Svo er pása frá 10-
12. En frá 12 til rúmlega 13 er
íslenskutími í Lækjargötunni og
þá tekur við leiktúlkun á Frí-
kirkjuveginum til kl. 18. Á kvöld-
in erum við alltaf niðri í Lindarbæ
þegar Nemendaleikhúsið er með
sýningar. Við þurfum að sjá um
ljósin og selja aðgöngumiða og
fleira. Svo er dálítið heimanám.
Annars fer mesta orkan í þennan
flæking út um allan bæ til að kom-
ast í tímana. Skólinn er á svo
mörgum stöðum. Við erum sem
betur fer að fá nýtt húsnæði bráð-
lega“. Með það var Óli rokinn
heim til að safna kröftum fyrir
næsta dag. SA.
FeUaheUir
(1) When the going get’s tough - Billy Ocean
(2) Sara - Starship
(3) In a livetime - Clanad
(4) Sanctify yourself - Simple Minds
(5) West end girls - Pet Shop Boys
(6) Burning heart - Survival
(7) Living in America - James Brown
(8) Great Wall of China - Rikshaw
(9) Boarder line - Madonna
(10) Rebei yell - Billy Idol
Grammió
(9) 1. Raindogs -Tom Waits
(1) 2. Holidays in Europe - Kukl
(6) 3. Kona - Bubbi Morthens
(2) 4. Once upon a time - Simple Minds
(-) 5. Mcalla - Clannad
(-) 6. From the cradle to the grave -
Sub Humans
(-) 7. Steve McQueen - Prefab Sprout
(-) 8. Kill me in the morning - Float up CP
(-) 9. The missins Brazilians - Warzone
(-) 10. Biography - Bob Dylan
Rás 2
1. ( 1) System Addict - Five Stars
2. ( 3) Gaggó Vest - Gunnar Þórðarson, Eiríkur
Hauksson ofl.
3. ( 4) King for a Day - Thompson Twins
4. ( 2) How will I know - Whitney Houston
5. ( 6) When the goin’ gets tough - Billy Ocean
6. ( 8) Tears are falling - Kiss
7. (16) Won’t Forget - Herbert Guðmundsson
8. (26) La-líf - Smartband
9. ( 9) Borderline - Madonna
10. (19) Little Girl - Sandra
SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNlFöstudagur 21. mars 1986