Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 4
LEIÐARI Skömmtunarseðlar Davíðs í tíð Davíðs Oddssonar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tekið upp þá fáheyrðu svívirðu að merkja þá sem leita ásjár Reykjavíkurborgar með opinberum fátæktarstimpli. Hinir siðlausu skömmtunarseðlar Davíðs Oddssonar eru nefnilega ekkert annað en slíkur stimpill, sem nauðstöddu fólki er gert að sýna til að eiga kost á mataraðstoð. Þeir eru því ekkert annað en opinbert fátæktarvottorð, gefið út af Sjálfstæð- isflokknum. Það er eftirtektarvert, að enginn staður á ger- völlu landinu hefur kosið að fara þessa lítilsvirð- andi leið, nema höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík. Af öllum bæjar- og sveitarstjórum á landinu er líka bara einn sem heimilar að þurf- andi fólk sé niðurlægt með þeim hætti sem felst í útgáfu skömmtunarseðlanna: Davíð Oddsson. Skömmtunarseðlar Davíðs eru niðurlægjandi fyrir alla aðila málsins. Menn upplifa fátækt sem niðurlægingu. Menn upplifa það sem niðurlæg- ingu að eiga engra kosta völ nema leita eftir fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera. Menn gera það ekki að gamni sínu. „Það er reyns.la okkar, að sjaldnast sækir fólk um fjárhagsaðstoð nema það sé í sárri nauð, og þó undarlega hljómi sækir það sjaldnast um meira fé en það má minnst komast af með“, sagði Jón Björns- son félagsmálastjóri Akureyrar í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni. En í Reykjavík er niðurlægingu bætt á niðurlægingu ofan, með því að Davíð Oddsson gefur út skömmtunar- seðla fyrir þá sem leita aðstoðar. Hvílík rausn - hvílíkur stórhugur! Fyrir aðra Reykvíkinga er niðurlægjandi að vita til [Dess að samborgarar í neyð eru beittir lítilsvirðingu af þessu tæi. Það hefur enginn Reykvíkingurgefið Sjálfstæðisflokknum umboð til að framkvæma slíkt í okkar nafni. Síðast en ekki síst hlýtur það að vera niður- lægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og borgarfull- trúa hans, að teljast ábyrgir fyrir þessu. Að vísu var útgáfa skömmtunarseðlanna ákveðin fram- hjá öllum ráðum og nefndum, sem ættu að öllu eðlilegu að hafa fjallað um málið. Það er því Davíð Oddsson borgarstjóri einn, sem er form- lega ábyrgur fyrir skömmtunarseðlunum. Fá- tæktarstimpillinn verður að skrifast á hans reikning. En það hlýtur samt að vera niðurlægj- andi fyrir aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins að slík ákvörðun sé tekin fyrir þeirra hönd. íslendingar eru í eðli sínu hjartagóð þjóð, hvort sem þeir teljast fyljgendur hægri stefnu eða vinstri. Sem þjóð höfum við staðið saman fyrir söfnunum handa erlendum þjóðum í nauðum. Sem þjóð höfum við skapað ríka hefð fyrir samhjálp. Fólk í erfiðleikum hefur alla jafna átt hauka í horni meðal landsmanna. Við teljum það einfaldlega sjálfsagt, að koma manni í vanda til hjálpar án þess að á hann sé festur sérstakur merkimiði fátæktarinnar. Framkoma Sjálfstæðisflokksins, og þá sérí- lagi borgarstjóra sem ber ábyrgð á skömmtun- KLIPPT OG SKORIÐ arseðlunum, er því í andstöðu við íslenskar hefðir. Hún erandstæð hjartalagi íslendingsins, hvort heldur hann er hægri maður eða vinstri. Hún er lítilla sanda. Það er dæmigert fyrir þetta mál, og fyrir þá einræðisstjórnun sem búið er að taka upp undir stjórn núverandi borgarstjóra, að því var haldið leyndu fyrir stjórnarandstöðunni. Hin útgreidda notkun skömmtunarseðlanna kom ekki fram í dagsljósið fyrr en embættismenn upplýstu um hana á fátæktarráðstefnunni sællar minningar. Það útaffyrir sig sýnir hversu fjölgar nú alvar- legum mistökum innan borgarkerfisins, vegna þess að Davíð Oddsson kýs að sneiða hjá kjörnum ráðum og nefndum, og stjórna beint gegnum embættismennina. Kerfið er við það svipt raunverulegu aðhaldi. Einasta aðhald þess er þá orðin dómgreind borgarstjóra. Reynslan sýnir hins vegar sterklega að hún er fráleitt nógu traust. Þess vegna verða mistök einsog hinir skammarlegu skömmtunarseðlar, sem eru Reykjavík sem borg til ævarandi hneisu. Þjóðviljinn sendir að lokum sérstakar páska- kveðjur til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með þeirri frómu ósk, að þeir gefi sér tíma yfir páskana til að líta upp frá páskasteikinni og hugleiða eilítið stöðu þeirra skjólstæðinga Reykjavíkurborgar sem sitja heima yfir skömmtunarseðlunum. -ÖS Andlig spektin „En alla hluti skildu þeir jarð- ligri skilningu, því að þeim var eigi gefin andlig spektin...“ segir í einum staö. Petta var að vísu ekki skrifað um ritstjóra Morgun- blaðsins. En hitt er skiljanlegt, að þessi fornu orð gamals stórhöfð- ingja um spektar skort fljúgi fyrir sjónir góðviljaðra manna, sem reglulega leggja það á sig að lesa leiðara Morgunblaðsins. Skulu menn þó varast að gera of miklar kröfur til leiðarahöfunda þess gamalgróna blaðs. En Mogginn er eitt þeirra fyrir- bæra sem telja sig handhafa hinna löggiltu skoðana, og þeir sem bleki bjóða í ritstjórnarsöl- um skoðanafabrikkunnar í Aðal- stræti skrifa yfirleitt einsog þeir telji sig fá safann úr ávöxtum skilningstrésins beint í æð. En allt er það fremur á línu hinnar „jarð- ligu skilningar“ og þykir bestu mönnum stundum nóg um hversu átakanlega vel hin gömlu orð Snorra eiga við: „...því að þeim var eigi gefin andlig spektin...“. Mogginn er hiessa Þetta var dæmigert í leiðara Morgunblaðsins á þriðjudag. Hann fjallaði um niðurstöður skoðanakönnunarHagvangs, þar sem í ljós kom að eini flokkurinn með fljúgandi byr var Alþýðu- bandalagið. Þetta var auðvitað lítt að skapi Morgunblaðsins. Enn síður andspænis þeirri stað- reynd að Mogginn hefur eytt öllu sínu pólitíska púðri síðustu vikur til að telja landsmönnum trú um að í gervi Alþýðubandalagsins færi flokkur á fæti fallanda. Þar væri stríð í gangi, og vísast að mikið fylgishrun biði á bak við leiti. En hið þveröfugá gerðist. Þrátt fyrir skoðanaskipti, á stundum berorð og hreinskiptin, þá er AI- þýðubandalagið á uppleið. Og er nú Mogginn krossbit, veit ekki sitt rjúkandi ráð og gott ef Matt- hías kastaði ekki upp stöku af þessu tilefni. Hver fjárinn! „Alþýðubandalagið er að sækja í sig veðrið samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar...“ segir Morgunblaðið í upphafi leiðara síns, og greinir frá því, að dagana sem könnunin fór fram hafi það einmitt skýrst að innan flokksins séu menn ekki á eitt sáttir um afstöðuna til kjara- samninganna. „Annars vegar eru þeir, sem stjórna Þjóðviljanum“, segir Morgunblaðið og fýlir grön eins- og svoleiðis dót sé í það minnsta holdsveikt, „og eru andvígir samningunum, hins vegar eru þeir sem stjórna verkalýðsforyst- unni og eru hlynntir samningun- um“. Hvernig sem ritstjórar Morgunblaðsins hnykla svo brýrnar af þessu tilefni, þá geta þeir alls ekki skilið hvernig í ósköpunum svona flokkur, sem ekki er á eitt sáttur, skjótist upp á fylgishimininn. Sitthvað hefði nú Snorri hugsað. Því í sama leiðara er einsog gef- in skýring einmitt á þessu, sem Mogginn skilur illa: „Við höfum dæmi fyrir okkur um það úr stjórnmálabaráttu undanfarinna ára, að það þarf ekki að vera slæmt fyrir flokka í könnunum á milli kosninga, að hart sé tekist á innan þeirra. Flokkarnir komast í sviðsljósið og menn muna því frekar eftir þeim en ella“. í þokunni í Aðalstræti grilla menn sumsé ekki sitt eigið ljós. Og þykir fáum týra. Konur í myrkrinu ramba svo ritstjórar Morgunblaðsins enn nær skýring- unni sem þeir ná þó ekki að höndla: „Við eitt atriði er ástæða til að staldra sérstaklega, og það er að konur snúast til stuðnings við Alþýðubandalagið og er það einkum áberandi, þegar spurt er um fylgi í þingkosningum. Ráða- menn Sjálfstæðisflokksins þurfa ekki síst að huga að þessu og velta því rækilega fyrir sér, hvað hér er að gerjast“. Þetta var merkileg ábending Morgunblaðsins til forystu Sjálf- stæðisflokksins. En skyldi það vera, að sama orsök sé að fylgis- tapi þess flokks á meðal kvenna, og fylgisaukningu Alþýðubanda- lagsins á sama vettvangi? - Ekki þykist Moggi koma auga á það. En staðreynd er það eigi að síður, að samningarnir, sem Morgunblaðið sté stríðsdans kringum þartil það fékk blöðrur á iljarnar, koma síst út fyrir konur. Sjálfstæðisflokkurinn var sér- stakur málsvari samninganna. Vísast hefur það leitt til þess, að allnokkrar konur létu af fylgi sínu við flokkinn. Á sama hátt má segja, að sú staðreynd að forystukona í Al- þýðubandalaginu, varaformaður flokksins, tók mjög harkalega á niðurstöðum samninganna, hafi fremur stuðlað að því að til að mynda láglaunakonurnar sem næstum felldu samninginn í stétt- arfélögum sínum gæfu upp fylgi við flokkinn. Ekki síst vegna þess að á þá staðreynd var bent á aftur og aftur af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar. Gagnkvæmt tillit Staðreyndin er, að Alþýðu- bandalagið er ekki lengur flokkur hinnar einu og hreinu skoðunar. Þar er munur á viðhorfum. En hitt skulu menn skilja, að það er bitamunur en ekki fjár-. Menn eru áfram að tosa fram hinum sameiginlega eyk hinna stóru markmiða. Breytingin á eðli flokksins veldur, að hann er ekki lengur stökkur, seigjan og þan- þolið hafa komið í stað hörku tinnunnar. En það þarf gagn- kvæmt tillit. _ös DJOÐVIIIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Siðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.