Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 8
miklu máli, er að í kjarasamning- unum felst ákveðin neitun við frjálshyggjuna. Henni er hafnað með ákveðnum hætti í verð- lagsmálum og í gengismálum sér- staklega. Hið svokallaða „frjálsa" verðlag sem allt átti að leysa breyttist í álagningaokur gagnvart vinnandi fólki í landinu. Þessi stefna er í raun og veru kveðin í kútinn. Viðskiptaráð- herra íhaldsins er á harðahlaup- um eftir aðilum sem eru að hækka verðlag umfram það sem að forsendur samninganna byggja á. Það eru settar skorður við frjálshyggjunni. í fjórða lagi má nefna það að þegar samningarnir voru gerðir þá var gífurlegur bati í þjóðarbú- inu að koma fram, en það var ekki orðið ljóst held ég, hjá stór- um hópi fólks, að þessi bati hefði átt sér stað. Menn voru orðnir svo vanir kreppurausinu og svartsýninni, að þeir áttuðu sig ekki á því að það væri til í dæminu að ná hér upp kaupi. Þeir héldu að þjóðarbúið væri dæmt til versnandi kjara um langa fram- tíð. Þjóðin er að fá inn hvern stór- happdrættisvinninginn á fætur öðrum. Ytri aðstæður eru svo hagstæðar. Afurðaverð erlendis hækkar og olía lækkar í verði stórkostlega frá því sem var. Þessar ytri aðstæður skapa mögu- leika til hærri launa og betri lífs- kjara en hér hafa verið um nokk- urra ára skeið. Þetta á að blása kjarki í brjóst fólks sem hefur í raun og veru trúað því að ísland og íslendingar væru dæmdir til fá- • tæktar til margra ára.“ Sættum okkur ekki við fátæktina - Þrátt fyrir þessar hagstæðu ytri aðstæður er samið um kjara- bætur sem ná ekki að lyfta stórum hluta launafólks yfír fátæktar- mörk. „Okkur er fullljóst að hlutur launafólks í þjóðarframleiðsl- unni hefur ekki verið leiðréttur að marki. Hér er um að ræða hróplegt misrétti í þjóðfélaginu og kaupmáttur launa er ennþá svívirðilega lélegur. Þetta kom mjög vel fram í erindum Sigurðar Snævars, Stefáns Ólafssonar og Ara Skúlasonar, á ráðstefnunni um Fátækt á íslandi sem ég sótti einn alþingismanna. Þar kom í ljós að 20.000 fjölskyldur á ís- landi af 70.000 séu undir því sem á alþjóðlegum mælikvörðum eru kölluð fátæktarmörk. Á ráðstefnunni kom fram að vinnuþrældómurinn hefur aukist, nauðungaruppboðin hafa leitt af sér stórkostleg félagsleg vanda- mál. Það er talað um að eitur- lyfjasala hafi færst í vöxt, hjón- askilnuðum fjölgar, sagt að hér sé stundað vændi, en allt eru þetta afleiðingar af þessari siðlausu stefnu peningahyggjunnar sem hér hefur verið fylgt. Fyrir mína hönd og Alþýðubandalagsins skal því verða lýst yfir í eitt skipti fyrir öll: Alþýðubandalagið mun aldrei sætta sig við þennan veru- leika hvað sem öllum kjarasamn- ingum líður. Gagnvart þessum veruleika dugir engin sáttfýsi af neinu tagi. Alþýðubandalagið hefur það hlutverk að segja þessu siðleysi, þessum mannfórnum auðhyggjunnar, stríð á hendur. Það ætlum við að gera og það munum við gera, einsog við höf- um gert.“ Skatta á stór- eignir og hátekjumenn - Ef við snúum okkur aftur að kjarasamningunum, þá ætlar rík- issjóður sér að mæta kostnaðin- um af niðurfærslunni með lán- tökum, en hugmyndum um stór- eignaskatt og launaskatt á banka og þjónustu var hafnað. „Það er rétt og það er áhyggju- efni að ríkisstjórnin skuli ætla að fjármagna niðurfærsluna með lántökum. Það er ljóst að ríkis- sjóður mun eiga í vaxandi erfið- leikum og átök næstu mánaða verða um það, hvernig þeim erf- iðleikum á að mæta. Við höfum okkar svör á reiðum höndum. Þessum erfiðleikum á að mæta með skattlagningu á hátekju- og stóreignamenn og fjármagns- gróðann, sem er til staðar í þjóðfélaginu núna og er skatt- frjáls. Alþýðubandalagið mun þessvegna berjast gegn tilraunum íhaldsins sem munu koma upp þegar líður á árið, til að skera niður félagslega þjónustu og mæta þannig vanda ríkissjóðs. Við erum reyndar eini flokkur- inn sem hefur sett sér það mark- mið að verja samneyslu og félags- lega þjónustu. Bæði kvennalist- inn og kratarnir hafa tekið undir nauðsyn þess að skera niður ríkis- umsvifin. Sú krafa er ekki um neitt annað en að skerða félags- lega þjónustu. Bæði í heilbrigð- ismálum, skólamálum og menn- ingarmálum, en þau eru líka Iífs- kjör. Þetta er eitt af því sem er slæmt við þessa kjarasamninga. Það er líka ljóst að þegar kemur fram á árið munu framleiðsluatvinnu- vegirnir verða reknir með vax- andi halla. Þeir leggja fram pen- inga vegna þessara kjarasamn- inga og þegar líður á árið munu þeir krefjast gengisfellingar. Þar með væri verðbólguspanið farið af stað á nýjan leik. Okkar tillögur í þessu eru skýrar. Við segjum: niður með vextina, niður með tilkostnað framleiðsluatvinnuveganna, til þess að þar verði hægt að hækka laun og koma í veg fyrir gengis- fellingu. Neikvæðu þættirnir í framhaldi kjarasamninganna eru því kaupmátturinn, ríkissjóður og staða útflutningsatvinnuveg- anna.“ Stærsti ávinningurinn - Hvað með húsnæðismálin? Hafa menn trú á að nýtt húsnæð- iskerfi nái í gegnum þingið fyrir þinglok? „Það er algjört skilyrði og það væru svívirðileg svik ef það verð- ur ekki gert. Eg er þeirrar skoð- unar að þessi þáttur sé lang stærsti ávinningur kjarasamning- anna. Ég var á fundi með íslensk- um námsmönnum í Lundi og Kaupmannahöfn fyrir nokkrum vikum og þeir sögðu: Við treystum okkur ekki til að flytja heim vegna þess hve kaupið er lágt en einnig vegna ástandsins í húsnæðismálum, við ráðum ekki við að ganga inn í það dæmi. Ég held að með þessu nýja húsnæð- islánakerfi sé verið að færa ísland nær öðrum siðmenntuðum þjóð- um í húsnæðismálum. Það eru ýmis tæknileg vanda- mál, sem verður að leysa við út- færslu þessara hugmynda. En það er ljóst að eftir að nýja hús- næðislánakerfið er orðið að lögum, mun engin ríkisstjórn þora að brjóta það niður, hvað sem öllum vaxtamun líður. Fyrsta vandamálið sem kemur upp er vaxtamunurinn sem ríkis- sjóði er ætlað að borga. Nú er ljóst að raunvextir verða ekki 9% til frambúðar, slíkt stangast á við allar efnahagslegar og umfram allt mannlegar forsendur. Þrátt fyrir það verður vaxtamunurinn talsverður um skeið og þeirra peninga á að afla með stóreigna- sköttum á þá sem hafa grætt og sölsað undir sig eignir á tíma hinna neikvæðu vaxta og hinnar gífurlegu verðbólgu. Útfærslan á húsnæðisafslættin- um verður einnig mjög flókin. Menn munu fá fastan frádrátt á sköttum en það á eftir að útfæra það og verður eflaust pólitískt á- takaefni. Þriðja atriðið sem kallar á nán- ari útfærslu er spurningin um sambýli hins nýja húsnæðislána- kerfis og félagslega íbúðakerfis- ins. Það verður jafnvel hagstæð- ara fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap, að kaupa gamalt á frjáls- um markaði en nýtt í verkamann- abústað. Það þarf því að breyta áherslunum í verkamannabú- staðakerfinu og flytja þær í auknum mæli yfir á leiguhúsnæði og húsnæðissamvinnufélög með búseturéttarfyrirkomulagi. Nýja húsnæðislánakerfið kallar því á lagfæringar á verkamannabú- staðakerfinu. Ég tel samt að við eigum að halda okkur við það markmið, að þriðjungur allra bygginga í landinu, verði á félags- legum grundvelli." - Er líklegt að núverandi ríkis- stjórn geti staðið við þær skuld- bindingar sem hún hefur tekið á sig? Kalla samningarnir ekki á nýtt stjórnarform einsog bent hef- ur verið á? „Til þess að svara þessum kjar- asamningum, til þess að halda verðbólgunni niðri, til þess að hækka kaupmáttinn, til þess að auka hina félagslegu þjónustu, þá verður auðvitað ríkisstjórnin að fara frá. Það er þegar uppgjafar- tónn í ráðamönnum.“ Hinn þríeini flokkur - Þýðir það þá kosningar í haust? „Þetta gæti þýtt kosningar í haust. Það er kosningahljóð í stjórnarflokkunum. Það er alveg greinilegt, vegna þess að þeir halda að þeir geti látið kjósa áður en vandinn kemur í ljós, sem hlýst af þeirra stefnu í sambandi við þessa kjarasamninga.“ - Eitt af því skoplega í kjölfar þessara samninga er, að komið hafa upp deilur um hver sé höf- undur þeirra? „Það er aumkunarvert þegar stjórnarflokkarnir eru að reyna að slá sig til riddara á hinum já- kvæðu þáttum þessara kjara- samninga. Afhverju voru þeir ekki búnir að gera þetta fyrir löngu? Þeir eru með 37 menn á þingi. Eftir hverju voru þeir að bíða? Staðreyndin er auðvitað sú að ríkisstjórnin var sett út í horn á mörgum sviðum í sambandi við þessa kjarasamninga. Ef það er einhver einn maður sem á hug- myndina að þessum samningum, þá er það Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar." - Er Alþýðubandalagið þrí- klofíð einsog andstæðingarnir segja, þar sem flokksforræðisöfl skipa einn hóp, lýðræðisfylking annan og verkalýðsforystan hinn þriðja? „Ihaldið er alltaf að búa til svona kenningar um Alþýðu- bandalagið. Það er alltaf verið að skipta Alþýðubandalaginu í ein- hverja hópa. Stundum var talað um ráðherraliðið, stundum gáfu- mannafélagið o.s.frv. Ég held að allar þessar tilraunir Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins að draga Alþýðubandalagsmenn í dilka, séu að meira og minna leyti skáldskapur og tilraun til að breiða yfir vandamálin í eigin flokki. Það eru hvergi aðrar eins andstæður innan nokkurs stjórnmálaflokks einsog innan Sjálfstæðisflokksins. Þar eru t.d. heiftarlegar andstæður milli ráð- herra í máli eftir máli. Þetta krafs Þrosteins Pálssonar er aumkun- arverð tilraun til að breiða yfir eigin vanda. Hinsvegar er Alþýðubandalag- ið Iifandi flokkur og það eru uppi mismunandi sjónarmið um hin ýmsu mál. Það er eðlilegur hlutur. Alþýðubandalagið er stór stjórnmálaflokkur, þar sem menn sýna hver öðrum umburð- arlyndi og þó að mismunandi sjónarmið komi upp þá þarf það ekki að vera óheillamerki. Menn ræða hlutina opinskátt út á við. Það er örugglega hægt að ganga of langt í því að bera ákveðin vandamál á torg, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að flokkarnir hafa breyst, að minnsta kosti Alþýðubandalag- ið, það er opinn stjórnmálaflokk- ur, sem vill hafa lifandi umræðu um hlutina og þessi umræða sem hefur farið fram, m.a. um verka- lýðsmálin, um starfshætti flokks- ins á síðasta ári og fleira og fleira, hún hefur gengið yfir, hún hefur ekki orðið til að veikja flokkinn. Flokkurinn hefur sýnt mikið innra þrek. Þessar umræður reyna oft á flokkinn og sérstak- lega á forystu flokksins, en ef unnið er skynsamlega og af heil- indum og í samræmi við okkar grundvallarsjónarmið þá á um- ræða af þessu tagi að styrkja flokkinn er fram í sækir.“ Ný nýsköpun - H vað með þá hugmynd Þrast- ar Ólafssonar, að eðlilegt fram- hald af þessum kjarasamningum sé ný ríkisstjórn Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks? „Þessi hugmynd Þrastar er ekki ný. Hún hefur heyrst áður frá honum. Þessi hugmynd er m.a. sett fram í Ijósi reynslunnar af nýsköpunarstjórninni, sem var góð stjórn. En sú stjórn var ekki stjórn Sósíalistaflokksins og alls Sjálfstæðisflokksins, verslunar- auðvaldið í Sjálfstæðisflokknum var á móti stjórninni, milliliða- kóngarnir ráku opinbera stjórn- arandstöðu, m.a. í blaði sínu Vísi á þeim tíma. Þarna var um að ræða stjórn Sósíalistaflokksins og meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem vildi halda uppi hlut fram- leiðsluatvinnuveganna. Nú er ekkert slíkt í boði af hálfu Sjálf- stæðisflokksins óg hann verður ekki samstarfshæfur um eitt eða neitt, við einn eða neinn eftir næstu kosningar, nema hann fái refsingu, verði flengdur af kjós- endum í næstu kosningum. Ef hann færekki slíka refsingu, þá telur hann það staðfestingu á því, að stefnan sem fylgt hefur verið, hafi verið rétt, stefna sem hefur leitt fátækt yfir 20.000 fjöl- skyldur á fslandi. Hann mun fyll- ast hroka og sigurvissu fái hann sæmilega útkomu úr kosningum og telja stefnu sína og fátæktar- innar rétta. Þessvegna er höfu- ðatriði í næstu kosningum að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur fái umtalsverða refs- ingu. Alþýðubandalagið er ekki til viðræðu um neina þjóðarsátt um þá þjóðarskömm sem ástandið núna er í landinu. Það kemur ekki til greina. Það er hæpnara nú en nokk- urntímann að ætla að stjórna þjóðinni eftir meðaltölum þegar bilið milli lífskjara láglaunafól- ksins og lífskjara forríka feita minnihlutans er orðið meira en það hefur áður verið. Á milli þessara hópa er þvílík gjá að það hefur aldrei verið annað eins. Sennilega eru andstæðurnar, í þessum efnum ljósari í Reykjavík en annarsstaðar. Hér eru einstak- lingar með skuggalega mikla fjármuni og hrikalega eyðslu en hér eru einnig þúsundir einstæðra foreldra og gamals fólks sem er svo illa á sig komið að það á ekki fyrir mat síðustu daga hvers mán- aðar. Þegar ég byrjaði að vinna í pó- litík, þá var það okkar verkefni að byggja upp velferðarþjóðfé- lagið en nú stöndum við frammi fyrir nýju verkefni, að útrýma skortinum, sem hefur verið leiddur til öndvegis á tugum þús- unda íslenskra heimila. Megin- verkefnið er því að ná í pening- ana frá þessum lýð, sem hefur verið að kreista blóðið undan nöglunum á vinnandi fólki á ís- landi. Það er enginn flokkur sem er tilbúinn í alhliða stríð við aftur- haldið, nema Alþýðubandalagið. Því miður liggur formaður Al- þýðuflokksins á hnjánum fyrir framan dyrnar hjá íhaldinu og biður um að fá að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Al- þýðubandalagið á sér meiri metn- að en þetta. Alþýðubandalagið er ekki til þess í íslenskum stjórnmálum, að öðlast uppfyll- ingu óska sinna í kvistherbergi í höilum Verslunarráðsins. Við setjum okkur það mark að henda peningaöflunum og helst báðum gömlum kerfisflokkunum, Sjálf- stæðisflokknum og Framsókn, út úr stjórnarráðinu, til þess að hér verði hægt með pólitík að breyta þjóðfélaginu. Það er ljóst að það verður ekki gert öðruvísi." A-fiokkar og Kvennaiisti - Hvernig ríkisstjórn vill for- maður Alþýðubandalagsins sjá að loknum næstu kosningum? „Ég vil sjá stjórn þar sem pó- litík Alþýðubandalagsins ræður úrslitum bæði í utanríkismálum Framhald á bls. 20 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.