Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 12
Hvað er
maðurinn
eiginlega
að tala
um?
Án þess að rýra hlut nokkurs
manns má fullyrða að enginn
einn maður á meiri þát't í þeim
framförum, sem átt hafa sér stað í
aðbúnaði og hollustuháttum á
vinnustöðum í landinu en Guð-
jón Jónsson formaður Málm- og
skipasmiðasambandsins,. Hann
hefur verið vakinn og sofinn í
baráttunni fyrir úrbótum á þessu
sviði í um 30 ár. Hann var líka
einn aðal maðurinn í samningu
lagafrumvarpsins um þessi mál
og Vinnueftirlit ríkisins frá 1980.
Það er því við hæfi að fá Guðjón
til að segja frá upphafinu og fá
hans álit á því hvernig ástandið er
um þessar mundir, nær 30 árum
eftir að baráttan fyrir þessum
málum hófst.
Verst í málmiðnaði
Það fór ekki framhjá mér né
neinum öðrum, sem vann að
málmiðnaði hve mikið var um
heyrnarskemmdir hjá mönnum í
þessum greinum. Ég fór svo að
vinna í þessum málum 1967, en
þá var eins og augu manna væru
alveg lokuð fyrir þessu. Það var
engu líkara en menn litu á þetta
sem óumflýjanlegan hlut. Á-
standið var þá slæmt í málmiðn-
aði og er raunar enn, þó margt
hafi verið lagfært. Ég verð að
játa, að það var æði þungt fyrir-
tæki til að byrja með, mönnum
þótti þetta ekkert stórmál. Það
var svo árið 1967 að við fengum
tilkynningu frá Alþjóðasam-
. bandi málmiðnaðarmanna um ab
ráðstefna yrði haldin um vinnu-
verndarmál í Osló. Ég dreif mig
þangað og tók hluta af sumarfrí-
inu mínu til þess arna. Ráðstefn-
an stóð yfir í viku og þarna voru
fluttir fjölmargir fyrirlestrar um
allt sem að öryggis og hollustu-
háttum á vinnustöðum viðkom.
Segja má að þarna hafi opnast
fyrir mér þetta mikla vandamál.
Áuðvitað vissu menn hér heima
ekkert mjög mikið um þetta og
því var svona ráðstefna háskóli
fyrir mann hvað öryggismálunum
viðkom. Ég viðaði að mér ýmsum
gögnum og upplýsingum og kom
hlaðinn af þessu heim og skoðaði
12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN
þetta síðan vel og fór í gegnum
þau gögn sem ég kom með. Ég
fékk enn litlar undirtektir hjá
mönnum og mér fannst eins og
mönnum þætti óþarfi að vera
eitthvað að hreyfa við þessu.
Þó var einn maður sem hafði
áhuga á málinu, það var Sören
Sörensson heilbrigðisfulltrúi. Ég
hafði haft nokkurt samband við
hann og hann var áhugamaður
um úrbætur á þessum sviðum og
allt vel lesinn um allt sem að þess-
um málum snéri. Við vorum sam-
mála um að eitt mesta vandamál-
ið væri hávaðinn í málmiðnaði,
enda sýndi sá fjöldi málmiðnað-
armanna, sem var með skerta
heyrn hversu mikið vandamál var
þarna á ferðum. Sören dreif svo í
því að gefa út bækling um hávaða
og heyrnartól 1969. Hann samdi
bæklinginn og lét borgarlæknis-
embættið gefa hann út. Segja má
að þetta sé það fyrsta sem gert er í
þessu máli. Ég hélt svo áfram að
berjast í þessu og það næsta sem
gerðist var að gerðar voru saman-
burðarmælingar á heyrn málm-
iðnaðarmanna og bankastarfs-
manna. Mælingin var fram-
kvæmd að tilhlutan Félags járn-
iðnaðarmanna og þetta var
haustið 1973. Borgarlæknisemb-
ættið sá um framkvæmdina og
niðurstöðurnar láu fyrir 1974 og
þær voru vægt sagt hrikalegar
fyrir málmiðnaðarmenn og aðra
þá sem unnu við hávaðasama
vinnu, hvað heyrn þeirra var
mikið meira skert en þeirra sem
unnu á hljóðlátum vinnustöðum.
Bara aukinn
kostnaður
Niðurstöður mælinganna voru
teknar fyrir og ræddar á þingi
MSÍ 1974. Miklar umræður urðu
um málið og margar og merkar
ályktanir gerðar. Þar á meðal var
ákveðið að hefja baráttu fyrir
úrbótum.
Hvernig tóku smiðjueigendur
þessu?
Þeir voru eins og aðrir atvinnu-
rekendur, höfðu heldur lítinn
áhuga og töldu þetta óþarft. Hér
væri bara um nýjan kostnaðar-
auka að ræða fyrir þá, sem verka-
lýðsfélagið væri að stofna til. Þá
var starfandi öryggiseftirlit ríkis-
ins og raunar líka heilbrigðiseftir-
lit. Lögifi um öryggiseftirlit voru
síðan 1952 og orðin úrelt og
stofnunin stöðnuð. Niðurstaða
okkar máimiðnaðarmanna var sú
að það þyrfti að stokka þetta allt
saman upp, bæði löggjöfina og
vinnubrögð stofnunarinnar.
Þegar kom að sólStöðusamn-
ingunum 1977 samdi ég heljar
miklar kröfur um úrbætur á ör-
yggiseftirlitinu og eftirliti með ör-
yggis og hollustuháttum á vinnu-
stöðum. Þegar unnið var að
kröfugerðinni fyrir samningana
tók ASÍ málið upp sem eina af
kröfunum. Þegar svo kröfurnar
voru lagðar fram tók VSI þessu
ekki illa. Strax var farið að vinna
eftir kröfugerðinni sem ég hafði
samið. Síðan varð samkomulag
hjá aðilum vinnumarkaðarins,
eins og það heitir, um að óska
eftir endurskoðun á lögunum um
öryggiseftirlit. Loks var kosin
nefnd til að semja frumvarp að
nýrri löggjöf.
Þarna verður vendipunktur í
málinu. Það má geta þess, að
þetta var fyrsta atriðið sem sam-
komulag varð um í sólstöðu-
samningunum. Ég má til með að
nefna Barða Friðriksson í þessu
sambandi. Hann vann að lausn
málsins fyrir VSÍ og augu hans
opnuðust fyrir því að þarna væri
um mikilvægt mál að ræða, ekki
síður fyrir atvinnurekendur en
verkafólk. Hann sá auðvitað
hagnaðinn af því að koma í veg
fyrir slys og skaða sem atvinnu-
rekendur yrðu síðan að greiða
fyrir. Strax að loknum samning-
um var nefndin skipuð af ríkis-
stjórninni. í nefndinni áttu sæti
fulltrúar frá ASÍ, VSÍ, Vinnu-
málasambandinu og öryggis- og
heilbrigðiseftirliti ríkisins.
Nefndin hóf þegar störf og viðaði
að sér mörgum gögnum, þar á
meðal var farið yfir nýja löggjöf
frá Danmörku um öryggi og holl-
ustuhætti á vinnustöðum. Við
samningu frumvarpsins var mjög
stuðst við þessa dönsku löggjöf.
Ástandiö var
hrikalegt víöa
Nefndin lauk störfum 1980 og
þá var frumvarpið um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum og Vinnueftirlit ríkisins
lagt fram og samþykkt og tók
gildi frá 1. janúar 1981. Sam-
kvæmt ákvæðum í lögunum átti
að endurskoða þau eftir 5 ár til að
sjá hvort ástæða væri til að breyta
þeim. Nú hefur nefnd fram-
kvæmt þessa endurskoðun og
niðurstaða hennar var sú að þess
gerðist ekki þörf og því eru þau
óbreytt í gildi til 1990.
Þú talaðir áðan um hávaða á
vinnustöðum, var það ef til vill
það atriði sem komst fyrst í lag?
Hávaði á vinnustöðum var það
atriði þessara mála sem opnaði
augu manna fyrir því að það væri
ýmislegt að varast á vinnustöðum
annað en bein slys. Menn sáu
þarna orsök heilsutjóns sem úti-
lokað var að bæta, heyrnartjón
verður aldrei bætt. Vissulega hef-
ur mikið verið lagfært, en það er
samt fráleitt að tala um að þetta
mál sé komið í lag. Það er víða
pottur brotinn í hávaðamengun á
vinnustöðum.
En önnur atriði, svo sem að-
búnaður á vinnustað, hreinlætis-
aðstaða, matar og kaffiaðstaða
og fleira, hvað um þau mál?
Blessaður vertu, á þessum
árum var ástandið víða hrikalegt.
Hreinlætisaðstaða lítil eða
jafnvel engin, kaffistofur skítug-
ar, aðstaða til að skipta um föt
lítil eða engin. Og það sem verra
var, hugsunarháttur manna var
þannig að hér væri bara um minn-
iháttar mál að ræða, jafnvel hrein
aukaatriði. Menn höfðu vanist
því að þetta væri svona og töldu
enga ástæðu til að breyta því. Það
var oft horft á mig stórum augum,
sem spurðu: Hvað er maðurinn
eiginlega að tala um?. Menn voru
orðnir svo samdauna þessu, að
það tók langan tíma að fá þá til að
skilja það að hér væri um þýðing-
armikið atriði að ræða. Hvað þá
að hér væri um kjaraatriði að
ræða.
í þessu slæma ástandi voru til
undantekningar. Það voru til
staðir þar sem þessi mál voru í
þokkalegu lagi. Ég vil í því sam-
bandi benda á Vélsmiðjuna Héð-
in. Þar var komið mötuneyti sem
var í góðu lagi, þótt ýmislegt ann-
að væri í ólestri í þeirri ágætu
smiðju.
Hávaðinn enn
mesta vandamálið
Hvaða atriði varðandi aðbún-
að og hollustuhætti á vinnustöð-
um var fyrst farið að takast á við
og hvað komst fyrst í lag?
Eftir að niðurstöður mæling-
anna lágu fyrir, var fyrst farið að
fjalla um þetta sem vandamál og
reyna að koma vörnum við. Þá
komu heyrnarhlífar og farið var
að reyna að draga úr hávaða á
vinnustöðum. Samt sem áður er
hávaðinn enn eitt mesta vanda-
málið og það eru víða vinnustaðir
sem þetta vandamál er til staðar.
Og það er rétt nýlega að gefin
hefur verið út reglugerð um há-
vaða og hávaðavarnir. Það var
Vinnueftirlit ríkisins sem gaf
hana út á grundvelli laganna frá
1980.
Ef þú lítur nú yflr vinnustaðina
í dag, hvað er það þá sem er helst
ábótavant eða réttara sagt hvern-
ig er ástandið?
Mér þykir, því miður, ennþá
langt í land varðandi hreinlæti á
vinnustöðum. í fyrsta lagi á vinn-
ustaðnum sjálfum og eins varð-
andi salerni, þvottaaðstöðu og
aðbúnað til að skipta um föt, og
jafnvel á matar- og kaffistofum.
Víða er þessu mjög ábótavant.
Samt hefur þetta breyst til batn-
aðar frá því sem var áður en lögin
komu 1980. Þegar að þau voru
sett og Vinnueftirlit ríkisins tók
til starfa varð mikil vakning með-
al bæði verkafólks og atvinnurek-
enda, en mér þykir sem hún hafi
dvínað verulega og því tel ég
nauðsynlegt að gera einhverjar
þær ráðstafanir sem lyfta bylgj-
unni upp á ný.
Vinnuslysin
Ef við komum inná vinnuslys-
Fimmtudagur 27. mars 1986
in, þá virðast sem við íslendingar
stöndum langt að baki nágranna-
þjóðunum varðandi vinnuöryggi
og fjöldi vinnuslysa hér er óhug-
gnaniega mikill. Hvað veldur
þessu?
Það eru margir þættir sem þar
koma saman. Vanbúnaður er
einn þeirra, sjálfsagt er vandinn
einnig stjórnunarlegs eðlis og
jafnvel kæruleysi manna. Ég get
nefnt sem dæmi að við erum bún-
ir, í nærri 20 ár, að reyna að fá það
innf samninga að mönnum í
málmiðnaði séu lagðir til öryggis-
skór. Það hefur enn ekki tekist,
þrátt fyrir þá staðreynd að 20% af
slysum í málmiðnaði eru á fótum
manna, sem örvggisskór gætu
komið í veg fyrir. Ég er hinsvegar
að vonast til að Vinnueftirlitið
gefi út reglugerð um að slíkir skór
skuli notaðir í málmiðnaði. Það
hefur komið fram við rannsóknir
að vinnuslys eru flest í bygginga-
iðnaði og málmiðnaði.
Fer það saman að aðbúnaður á
vinnustöðum í byggingaiðnaði og
málmiðnaði sé verri en annars-
staðar og að í þessum greinum er
fjöldi vinnuslysa mestur?
Nei.það þarfekki að vera. Að-
búnaður í byggingaiðnaði er æði
misjafn. Hjá stærri fyrirtækjum
er hann all-góður en aftur á móti
er hann víða lélegur hjá minni
fyrirtækjum. Og þannig er það
líka í öllum atvinnugreinum. Á-
standið er best hjá stórum fyrir-
tækjum en svo hallar á eftir því
sem fyrirtækin verða minni og
verst er ástandið hjá minnstu
fyrirtækjunum.
Varðandi smiðjurnar þá verð
ég að segja alveg eins og er að
ástandið er ekki nógu gott.
Óhreinindi eru alltaf mjög mikil í
málmiðnaði og það vantar uppá
að vinnustaðirnir séu nógu vel
hreinsaðir og að persónustaða
manna sé nógu góð. Uppá þetta
vantar mikið. Hitt er svo annað
mál að þetta hefur lagast frá því
að umræðan um þessí mál hófst
og síðan lagasetningin. Þá komst
mikil hreyfing á málin, en samt
vantar á að öll vandamál séu
leyst.
RættviöGuðjón
Jónsson
formann Málm-
og
skipasmiðasa-
mbandsinssem
öðrumfremur
hefurbarist fyrir
úrbótum ásviði
öryggis og
hollustuháttaá
vinnustöðum
Guðjón Jónsson formaður Málm-
og skipasmiðasambands íslands.
(Ijósm. Sig. Mar.)
Langt aö baki
Norðurlanda-
þjóöunum
Stöndum við að baki Norður-
landaþjóðunum á þessum svið-
um?
Ég tel það vera. Það vantar
nokkuð á að við stöndum þeim
jafnfætis í öryggis og hollustu-
háttum á vinnustöðum. Verka-
lýðssamböndin á Norðurlöndum
hafa lagt mikla vinnu í að bæta úr
þessum málum. Þau eru með
sérstaka starfsmenn sem annast
þessi mál og raunar sum með
heilar deildir, sem annast útgáfu
á fræðslu- og áróðursbæklingum
varðandi málið. Það er feikilega
miklum áróðri og fræðslu haldið
uppi hjá þeim. Ég tel að það sem
fyrst og fremst skortir á.hjá okkur
sé fræðsla og áróður. Að vísu hef-
ur vinnueftirlitið gefið svolítið út
af bæklingum, en hvergi nærri
nóg. Það er fyrst og fremst fjár-
skortur sem hefur komið í veg
fyrir meiri útgáfu hjá Vinnueftir-
litinu. Ég hef þó von um að takist
að auka mjög bæði fræðslu og
áróður á næstunni.
Hefur Vinnueftirlitið náð þeim
árangri sem að var stefnt með
stofnun þess?
Ég tel að Vinnueftirlitið hafi
náð árangri og miklar framfarir
orðið á sviði öryggis og hollustu-
hátta á vinnustöðum eftir að það
tók til starfa. Hins vegar er það
alveg ljóst, að Vinnueftirlitið eitt
getur ekki komið þessum málum
í fullkomið lag. Starfsfólk á
vinnustöðum verður einnig að
koma til. Þess vegna vil ég nú
hefja áróður og fræðslu meðal
fólks á ný og reyna með því að
hefja aftur á loft þá bylgju sem
reis í kringum lagasetninguna
1980. Það er alltaf svo að svona
má! rísa upp en hjaðna svo. Það
er okkar allra að sjá urn að þau
hjaðni ekki niður og það verður
ekki gert nema með fræðslu og
áróðri.
-S.dór
Ihöfudverk og augnþreytu
Iþegar þú vinnur viö tölvuna.
Þá œttir þú aö reyna skjásíu frá
XIDEX. Skjásían varnar glampa og
gefur skarpari mynd. Þess vegna
dregur hún úr höfuöverk og augn-
þreytu þeirra er vinna viö tölvur.
XIDEX skjásíuna er hœgt aö nota viö
flestar geröir af tölvum.
Fást hjá:
Skrlfstofuvélum, Hverfisgötu 33. Reykjavtk.
Örtölvutœkni st, Ármúla 38, Reykjavík.
Fénnanum. Hallarmúla 2, Reykjavik.
Griffli. Siöumúla 35. Reykjavik.
Máli og menningu, Laugavegi 18, Reykjavík.
Tölvutœkni sf„ Gránufélagsgötu 4, Akureyri.
Bókaverziun Jónasar Tómassonar, Hafnarstræti2. ísafiröi.
Bókabúö Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Keflavík.
TÆKNI
VAL
Grensásvegi 7, Reykjavík, Símar 681665 og 686064.
SUMARAUKI
9. APRÍL
Vegna frábærra samninga við samstarfsaðila okkar á Mallorka bjóðum við fjög-
urra vikna ferð á þriggja vikna verði 9. apríl til 6. maí.
Og við bjóðum enn betur. Börn innan 12 ára aldurs fá frítt með foreldrum sínum.
Þetta er einstakt tækifæri, frábær sumarauki.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Verð frá 17.800,- pr. fjölskyldumeðlim.*
•Verðdæmið erjafnaðarverð fyrirfjögurra manna fjölskyldu.
OtCOMIK
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu,
Hallveigarstíg 1, símar: 28388 og 28580.
Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13