Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 16
VINNUVERND Aðbúnaður byggingariðnaðarmanna er víða fyrir neðan allar hellur, hvorki kaffi- né hreinlætisaðstaða. Alvarlegt vinnuslys í byggingariðnaði í miðborg Reykjavíkur varð ekki fyrir langt löngu. Vinnupallurinn hrundi og mikil mildi að ekki varð banaslys. Byggingariðnaöurinn Oryggisráðstöfunum VERULEGA áfátt Gluggað í niðurstöður nýlegrar skýrslu Vinnueftirlitsins. 1-2 dauðaslys og tugir annarra slysa árlega í byggingariðnaði. XðbúnaðUr og öryggismál víða í miklum ólestri öryggisskóm, aðstöðu við þak- vinnu, ástand véla og tækja, út- búnaði byggingarkrana, hættu fyrir utanaðkomandi og hvernig framfylgt væri lögum um skipan öryggistrúnaðarmanna og örygg- isvarða. Pá var athugaður almennur að- búnaður starfsmanna og holl- ustuhættir. Öryggismálin í ólestri I ljós kom við athugunina að aðeins tæp 10% vinnupalla voru í lagi en rúmlega 40% var mjög ábótavant og yfir 15% algerlega ófullnægjandi og var frekari notkun þeirra þegar bönnuð. Um fjórðungur stiga var í !agi, tæp- lega helmingur var lítillega ábótavant en tæplega fjórðung þeirra var mikið ávótavant. Ým- ist voru stigar of stuttir, rimlar eða kjálkar brotnir og hætta á að þeir skriðu útundan sér. Aðeins rúm 9% handriða voru í lagi en tæplega helmingi allra handriða á byggingarvinnustöð- um var mikið ábótavant og um fjórðungur alls ófullnægjandi og handrið vantaði á tæplega 8% vinnustaða. Almenn umgengni var í góðu lagi á fjórðungi vinnustaða en á fimmta hverjum stað var henni mikið ábótavant. Pað sem vakti einna mesta at- hygli í könnuninni var hversu byggingarmenn nota lítið ýmsan öryggisbúnað. Yfir 60% þeirra notaði ekki öryggishjálma þó margsannað sé að þeir hafi bjarg- að lífi byggingariðnaðarmanna og ríflega helmingur þeirra notar ekki öryggisskó. Hitt var ánægjulegra að aðbún- aður og öryggi við þakvinnu var Öryggismálum er í fiestum tilfellum verulega ábótavant í byggingariðnaði á höfuðborg- arsvæðinu. Aðbúnaður starfs- manna er verulega bágborinn á smærri vinnustöðum og innra öryggis- og eftirlitsstarfi hjá fyrirtækjum í byggingar- iðnaði er verulega ábótavant. Þetta eru meginniðurstöður í skýrslu um aðbúnað og hollustu- hætti og öryggi í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu sem Vinnueftirlit ríkisins gaf út á sl. ári, en Kári Kristjánsson starfs- maður eftirlitsins vann að ítar- legri athugun á þessum málum þar sem skoðaðir voru samtals 83 vinnustaðir í byggingariðanði á þessu svæði þar sem vinna á ann- að þúsund manns. Skoðun hvers vinnustaðar var jafnframt eftir- litsferð þar sem gerðar voru kröf- ur um úrbætur á því sem ábóta- vant reyndist. Við könnunina var m.a. gerð úttekt á vinnupöllum, stigum, handriðum, gönguleiðum, al- mennri umgengni á vinnustöð- um, notkun á öryggishjálmum og Þakvinnan er hættulegust og alltot víöa er engan öryggis- eða varnarbúnaö með besta móti og aðeins ófull- nægjandi í 10% tilvika. Sama var að segja um ástand véla og tækja, þau voru yfirleitt í góðu lagi en einkum var að hjólsagir væru ekki hafðar með hlífðarbúnaði. Frágangur byggingarkrana var yfirleitt í góðu lagi en honum var samt ábótavant eða hann ófull- nægjandi í nær 18% tilvika. Hitt var sorglegra að á aðeins 10% vinnustaða hafði verið skip- aður öryggistrúnaðarmaður og öryggisverðir störfuðu aðeins á 15% vinnustaðanna. Engar kaffistofur Aðbúnaðarmálin voru í óglæsi- legu standi. Á aðeins tæpum þriðjungi vinnustaða voru kaffi- stofur í lagi og þær vantaði með öllu á 14,5% vinnustaða. Enn verra var ástandið hvað varðar búningsherbergi því þau vantaði algerlega á rúmlega helming allra vinnustaða, voru aðeins í lagi á fimmta hverjum vinnustað. Pað sorglegasta er þó sú staðreynd að á yfir helmingi þessara vinnust- aða var enga salernis- eða hreinlætisaðstöðu að finna. 1-2 dauðaslys á ári í skýrslunni kemur fram að undanfarin ár hefur fjöldi slysa í byggingariðnaði við verklegar framkvæmdir verið mjög mikill eða 36 slys árið 1981, 33 slys árið 1982 og 47 slys árið 1983. Dauðaslys eru að jafnaði 1-2 á hverju ári. Slysatölurnar eru í al- geru lágmarki því vitað er að mik- ill misbrestur er á að vinnuslys séu tilkynnt Vinnueftirlitinu. Flest slysin verða með þeim hætti að menn falla af vinnupöll- um eða vinnupallar falla á menn. Fall af húsþökum og plötubrún- um er algengt, einnig áverkar af, völdum véla og tækja og eins að menn falli vegna hálku eða um rusl á vinnustaði. Þrátt fyrir bágborið ástand í ör- yggismálum oft á tíðum þá hefur ástandið breyst til betri vegar á síðustu árum. Þannig sjást nú víða ýmsar varúðarráðstafanir og öryggisbúnaður við þakvinnu. Stórátak nauðsynlegt í lokaorðum skýrslunnar bend- ir höfundur á að öryggisráðstöf- unum í byggingariðnaði sé veru- lega áfátt og komi þar bæði til að nauðsynlegan öryggisbúnað skortir á vinnustöðum og eins hitt að búnaður, sem fyrir hendi er, er ekki notaður af starfsmönnum. Til að bæta hér úr sé nauðsynlegt að stórauka fræðslu og áróður um þessi mál, jafnframt því sem aukið tillit verði tekið til öryggis við skipulagningu og framkvæmd starfa í greininni. Þá sé einnig athyglisvert að könnun Ieiðir í Ijós mikinn mun á aðbúnaði stafsmanna í stórum fyrirtækjum annars vegar og litl- um fyrirtækjum hins vegar. í síðarnefndu fyrirtækjunum er að- búnaðurinn langt frá því að vera í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum og þær kröfur sem reglu- gerð um húsnæði vinnustaða ger- ir ráð fyrir. Bendir vinnueftirlitið á þá leið til lausnar að byggingarmeistarar á einstökum svæðum taki upp með sér skipulagt samstarf og reisi t.d. sameiginlega starfs- mannaaðstöðu í nýbyggingar- hverfum. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.