Þjóðviljinn - 27.03.1986, Page 20

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Page 20
Engin þjóðarsátt Framhald af bls. 8 og efnahagsmálum. Með því á ég við: Stjórn sem jafnar lífskjörin og eyðir misréttinu, stjórn sem þorir að sækja fjármunina þang- að sem þeir eru, stjórn sem þorir að skera niður milliliðakostnað- inn en færir í staðinn fjármuni til launafólks, til félagslegrar þjón- ustu, til nýsköpunar í atvinnulíf- inu og til framleiðsluatvinnuveg- anna. Með því á ég við stjórn sem þorir að rísa gegn alræði amer- ísku utanríkisstefnunnar sem ræður úrslitum hér á landi um þessar mundir. Eina leiðin til þess að knýja fram slíka stjórn er sterkara AI- þýðubandalag, sem í krafti fylgis og skýrra málefna knýr fram af- gerandi breytingar á þjóðfé- laginu. í kjaramálum getur Al- þýðuflokkurinn átt samleið með okkur ef hann hættir að liggja á hnjánum fyrir framan náðardyr íhaldsins. I utanríkismálum get- um við náð saman við kvennalist- ann. Ég veit um það að innan beggja stjórnarflokkanna er lögð megináhersla á að sömu flokkar stjórni eftir kosningar; Þorsteinn hafi stólaskipti við Steingrím og þá er íhaldið sátt við niðurstöð- una. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka stjórn er sterkt Al- þýðubandalag. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með að bæði Kvennalistinn og Alþýðuflokkur sýna of lítinn skilning á nauðsyn þess að þessi öfl nái saman, um nýja pólitík og baráttu á móti stjórninni á öllum sviðum, m.a. innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er auðvitað kostulegt að horfa upp á það, að þegar kaupmáttur er 25% lægri en á tíma síðustu ríkisstjórnar, að Sjálfstæðisflokkurinn, megin- andstæðingur vinnandi fólks í þessu landi, að hann skuli vera með jafn sterka stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar og raun ber vitni.“ Skortur á umburðarlyndi - Nú hefur Þorsteinn Pálsson biðlað til verkalýðsarms flokks- ins, og sé það skoðað í samhengi við yfirlýsingu Þrastar, er þá hætta á uppgjöri verkalýðsforyst- unnar við aðra arma flokksins? „Næsta verkefni Alþýðu- • bandalagsins eru sveitarstjórn- arkosningarnar, að komast sem allra sterkast út úr þeim og þar þurfa stjórnarflokkarnir líka að fá hirtingu. Það er auðvitað hægt að hnika til áherslum og ná fram breyting- um á flokki með samvinnu og lýðræðislegri skoðanamyndun og ekki síst umburðarlyndi. I flokknum verður að vera hátt til lofts og vítt til veggja, það þarf að vera andrúm fyrir fólk þar. Lýð- ræði er ekki bara það að menn beri hver annan ofurliði í at- kvæðagreiðslu. Lýðræði er fyrst og fremst það að þeir beri virð- ingu fyrir sjónarmiðum annarra. Hlusti á rök og taki tillit til þeirra. Ég er ekkert að leyna því að mér finnst að það sé stundum skortur á lýðræðislegu umburðarlyndi í mínum flokki. Ég held hinsvegar að það sé þroskamerki að menn ræði hlut- ina og hlusti á rök. Áherslur okk- ar eru í grundvallaratriðum þær sömu, en eru þó að breytast með tilliti til aðstæðna á hverjum tíma vegna þess að við finnum fyrir umhverfi okkar. Það hefur orðið mikil breyting á íslensku þjóðfé- lagi síðan 1983. Það tekur á flokk að taka á móti þeim breytingum. Hvað eiga menn við með upp- gjöri, að þeir hjóli hver í annan, að þarna sé um að ræða ósættan- legar andstæður innan flokksins? Það held ég að sé ekki. Ég held að þær séu sættanlegar ef menn vilja og leggja sig fram. Ef menn hins- vegar ganga um, hvort sem það er í flokki eða annarsstaðar, einsog fílar í glervörubúð þá endar þetta með ósköpum." Athugum heildina - Bjarnfríður Leósdóttir hefur lýst því yfir að hún hafi yfirgefið fiokkinn vegna verkalýðsforyst- unnar í honum. „Þegar fólk yfirgefur flokk er það reynslan að slíkt gerist ekki átakalaust. Það er erfitt fyrir ein- stakling að segja sig úr flokki. Til að byrja með bera ummæli vott um sárindi og reiði fremur en yfirvegaða skynsemi. Mér þykir það vænt um Bjarn- fríði að mér dettur ekki í hug að hún sé að hlaupa frá þeim grund- vallarhugsjónum, sem að AI- þýðubandalagið stendur fyrir. Menn sjá stundum hlutina ekki í nógu víðu samhengi heldur horfa blint á einstaka atburði, eina kjarasamninga, eitt forval, eða hvað það nú er, að þetta gefi tæmandi mynd af flokknum. Menn hafa tilhneigingu til þess að horfa á hlutina út frá þröngu sjónarhorni. Hvað er Alþýðubandalagið? Alþýðubandalagið er sósíalískur flokkur. Alþýðubandalagið er verkalýðsflokkur, ekki vegna þess að hann hefur verkalýðsfor- ystu, heldur vegna þess að hug- myndafræðilega stöndum við með þeirri stétt sem á ekkert til að selja nema vinnuafl sitt. En Alþýðubandalagið er líka þjóð- frelsisflokkur. Alþýðubandalag- ið er flokkur sem telur það höfuð- skyldu að vinna að því að ís- lenska þjóðin verði frjáls, fullvalda, herlaus og standi utan hernaðarbandalaga. Allt þetta er Alþýðubandalag- ið, og við verðum að dæma eftir heildinni en ekki einstökum við- burðum og muna af hverju við lögðum afstað. Þaðeralveg ljóst eins og ég tók fram í upphafi að eini marktæki kosturinn gegn íhaldinu í komandi kosningum er Alþýðubandalagið. Þeir sem vilja hafna siðleysi fjármagnsins, fátæktinni og stefnu nauðungar- uppboða, afsiðun gróðahyggj- unnar þeir styðja Alþýðubanda- lagið. Því þá eru kjósendur jafn- framt að styðja kröfuna um jöfnun, lýðræði og frjálst og fullvalda Island. -Sáf. ÞJÚÐVILJINN blaðið sem vitnað * r eri UM PÁSKANA 1 Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir í Gallerí Grjóti 16 verk. Þar er opið helga daga frá kl. 14-18 en virka daga frá kl. 12-16. laust ísland LÁ kl. 9.30 í Gerðubergi. Guðrún Agnars- dóttir og Gunnar Gunnarsson hefja umræður að loknum venjulegum störfum fundar- ins. Friðardagskrá á vegum samstarfshóps frið- arhreyfingaá Páskadag. Hefstkl. 15.00fráGerðu- bergi. Skákþing íslands helduráfram af fullum krafti Fl, FÖ, LA, SU og MÁí Skákheimili TR við Grensás- veginn.Skákog mát. Kvenfélag Háteigssóknar með fund ÞRI 1. apríl kl. 20.30 í Sjómanna- skólanum. Hátíðarfundur AA-samtakanna FÖ langa 28. mars í Háskólabíói kl. 21.00. Vönduðdagskrá. Strætó ekur sem hér segir næstu daga. Skírdag: eins og á SU, föstudaginn langa: hefst kl. 13.00 og eftir SU töflu, laugar- dagur: venjuleg tafla, páska- dagur: hefst kl. 13.00 og ekið eftirSU töflu, 2. ípáskum: einsogSU. messa í skólanum kl. 11.00 og einnig kl. 8.00 á páskadag. Skíði Skíðalandsmótið var sett í gær á Hótel Loftleiðum og keppni hefst ídag, Fl kl. 11 í Bláfjöllum: Stórsvig karlaog kvenna. Fl: 13.00 styttri ganga karlar, konur, piltar, stúlkur. FÖ: 13.00 boð- göngur, FÖ: 16.00 Skíðaþing í Laugardal. LA: 11.00 svig kvenna og karla. LA: 13.00 stökk. SU. 11.00og samhliða svig.SU. 13.00 lengri göngur. Mótslit og verðlaunaafhend- ingSU: 20.00 HótelLoft- leiðum. Handbolti Bikarkeppni HSÍ eftir páska, ÞR: Týr-Haukar í Eyjum, Selfoss-Stjarnan á Selfossi. Blak Páskamót í blaki, KFUM Osló og fjögur íslensk lið. í Haga- skóla Fl frá 13.00, LA, MAfrá hádegi. i Stefán Höröur Grímsson er einn af sex Ijóðskáldum sem lesa úr verkum sínum á skáldavöku Tónlistarfélags Kristskirkju, 2. í páskum kl. 16.00 í Safnaðarheimilinu Hávallagötu 14. ÁRBÆJARSAFN Ljóðormur Ljóðakvöld Ljóðorms á Gauki áStöngÞRLapríl. Frá Árbæjarsafni Hrittu ei frá þér herrans hönd Fíladelfía með páskaguðsþjónustur Skírdag kl. 14.00 og kl. 20.00, FÖIangakl. 20.00, LAkl. 22.00, Páskadag kl. 20.00 og 2. í páskum. Fíladelfía Hátúni 2, þarermessað. Átt þú barna- eða kvenfatnað (ekki endilega spariföt) frá fyrri hluta þessarar aldar eða fram undir 1960? Safnið hefur mikinn hug á að eignast slíkt eða fá að láni í óákveðinn tíma. Þeir, sem geta hjálpað okkur, vinsamlegast hafið samband á skrifstofutíma í síma 84412 fyrir apríllok. Kristskirkja Tónlistarfélag Kristskirkju ef nir til skáldavöku á 2. í pásk- um í Safnaðarheimilinu Há- vallagötu 14 kl. 16.00. Sex skáld lesa úr verkum sínum en einnig leikin tónlist. Allir velkomnir. Seljasókn Mikið um að vera á Skírdag, tværfermingarguðsþjónustur kl.10.30og 14.00. Kl. 18.00 hefst svo föstuvaka í Öldu- selsskóla. Á FÖ langa verður 20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.