Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 22
útboð ^SRARIK
Vk ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-86005: Götuljósaperur
Opnunardagur: Miðvikudagur 23. apríl 1986, kl.
14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn-
unartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með þriðjudegi 26. mars 1986 og kosta kr.
200,- hvert eintak.
Reykjavík 25. mars 1986
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Námskeið í myndbandagerð
Fyrirhugað er að hefja nýtt sex vikna námskeið
14. apríl nk. Kennsla fer fram í Miðbæjarskólan-
um og verða kenndar 4 kennslust. 2 kvöld í viku.
Megináhersla verður lögð á: Kvikmyndasögu,
mynduppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í
kvikmyndum, handritsgerð auk æfingar í með-
ferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og
hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda.
Innritun og uppl. í símum 12992 og 14106.
Blaðberar óskast
í Garðabæ:
Tún og Mýrar
Hoitsbúð
Móaflöt
DJÚÐVIUINN Simi 681333
FELAGSMALASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Námskeið
fyrir starfsmenn
í öldrunarþjónustu
Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið og Háskóli íslands
efna til námskeiðs fyrir starfsmenn í öldrunar-
þjónustu dagana 9.-13. júní 1986.
Fyrirlesari og leiðbeinandi á námskeiðinu verður
Ragnhild G. M. Seljee, lektor í Gautaborg.
Meginefni: Hvernig er unnt að mæta umönnun-
arþörf aldraðra?
Hámarksfjöldi þátttakenda 25.
Þátttaka tilkynnist fyrir 11. apríl nk. í Ellimáladeild
F.R., sími 25500.
Námskeiðsgjald kr. 2.000.-
Skákkeppni
stofnana og fyrirtækja 1986
hefst í A-riðli mánudag, 7. apríl kl. 20 og í
B-riðli miðvikudag, 9. apríl kl. 20.
Teflt verður í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46.
Keppt er í fjögurra manna sveitum, og er
öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil
þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir
hefja þátttöku í B-riðli. Þátttökugjald fyrir
hverja sveit er kr. 4000.-
Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma
Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Loka-
skráning í A-riðil verður sunnudag, 6.
apríl kl. 14-17, en í B-riðil þriðjudag, 8.
apríl kl. 20-22.
Taflfélag Reykjavíkur,
Grensásvegi 44-46, Rvík.
Símar 8-35-40 og 68-16-90.
Bœkur
Saga
sagnfræði
Út er komið hjá Sagnfræði-
stofnun háskólans rit eftir Inga
Sigurðsson lektor og nefnist Is-
lensk sagnfrœði frá miðir 19. öld
til miðri 20. aldar.
í bókarfrétt úgefanda segir að
þetta sé fyrsta yfirlitsritið um
sagnfræðiiðkun söguþjóðarinnar
og sé jöfnum höndum ætlað til
háskólakennslu og almennings-
fróðleiks.
„f bókinni er stutt yfirlit yfir
sagnaritun fslendinga fyrir miðja
19. öld. Síðan eru færð rök að því
að viðfangsefni bókarinnar megi
skipta niður á þrjú skeið, 1850-
90, 1890-1920 og 1920-50, og eru
megin einkenni hvers skeiðs fyrir
sig rakin. Þá er fjallað sérstaklega
um félagslegf baksvið söguiðkun-
ar, alþýðlega sagnaritun heimild-
aútgáfu. Einnig er rætt um sögu-
speki í ritum íslendinga og helstu
hugmyndastefnur sem þar birt-
ast, rómantík, þjóðernishyggju,
frjálslyndisstefnu, sögulega efn-
ishyggju og fleiri. Loks er kafli
um sögukennslu."
LjÓð
Mál; verk-
færi; eldur
Út er komin Ijóðabókin Mál;
verkfæri; eldur eftir sænska
skáldið Göran Sonnevi í þýðingu
Sigurðar Á. Friðþjófssonar.
Göran Sonnevi er tæplega
fimmtugur, Sprák; Verktyg; Eld
kom út 1979 og var tíunda bók
höfundar. Hún er nokkuð stytt í
þýðingunni. í bókarkynningu frá
útgefenda segir að Sonnevi sé í
hópi fremstu ljóðskálda á Norð-
urlöndum, og hafi þessi bók vak-
ið mikla athygli „enda um þrótt-
mikinn og þroskaðan kveðskap
að ræða, þar sem tilvistarspurn-
ingar nútímamannsins eru vægð-
arlaust krufnar til mergjar."
Svart á hvitu gefur út.
FÓLKÁFERÐ! \
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
UMFERDAR >
ráð y
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
MÁLNING -
MÁLNINGARVÖRUR
Áður en þú byrjar að mála er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir hvar best er að kaupa efni til verksins.
JL-Byggingavörur hafa mikið úrval af málningarvörum og
ráðleggingar starfsmanna okkar eru fyrsta skrefið í vali á besta
og hagstæðasta efninu.
Afsláttarkjörin okkar á málningu er hagstæðasta verðið í dag.
5% afsláttur af kaupum yfir kr. 2500,-
10% afsláttur af kaupum yfir kr. 3200,-
15% afsláttur af kaupum yfir kr. 4600,-
20% afsláttur af heimkeyrðum heilum tunnum.
E3l BYCClNGAVÖBÖBl
MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120.