Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 24
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. DJODVIUINN Fimmtudagur 27. mars 1986 72. tölublað 51. örgangur. Katla h.f. Fólkið fær loks laun Starfsfólk Kötlu h.f. í Vík ekkifengið krónu síðan íjanúar. Byggðastofnun tekst ekki aðfinna rekstraraðila að Kötlu Fyrrverandi starfsmenn þrota- bús Kötlu h.f. í Vík í Mýrdal eru nú þessa dagana að fá sínar fyrstu launagreiðsiur frá í lok janúar. Ríkissjóður er ábyrgur fyrir launum starfsfólksins þar til uppsagnarfrestur rennur út og í gær var málið afgreitt hjá ríkisfé- hirði. Kröfur starfsfólks til launa eru forgangskröfur í þrotabú. Byggðastofnun hefur sem kunnugt er hug á að kaupa eignir Kötlu h.f. og leigja reksturinn síðan út til að bæta atvinnu- Noregur Þorskeldi á tilrauna- stigi Norðmenn hafa gert athyglisverðar tilraunir með þorskeldi. Mörgum spurningum enn ósvarað. Björn Björnsson fiskifræðingur: Bíðum ogsjáum hvað seturhjá Norðmönnum Norðmenn hafa um 10 ára skeið stundað tilraunir með þorskeldi, einkum seiðaeldi með hafbeit fyrir augum og eins að rækta þorsk upp í kvíum. Björn Björnsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur kynnt sér þessi mál í Noregi. Hann var I gær spurður hvað þessum tilraunum liði og hvort eitthvað hefði þar komið fram sem hentað gæti okkur íslending- um. Björn sagði að Norðmenn ætl- uðu sér nokkur ár enn í jressar rannsóknir og fyrir okkur Islend- inga væri best að bíða og sjá hvað útúr rannsóknum Norðmanna kæmi. Hann sagði að vissulega hefði margt athyglisvert komið fram hjá Norðmönnunum, einkanlega hvað varðar seiða- eldi. Þeir hafa verið með það í því sem hann kallaði polla og þar hefði tekist að ala seiði á ódýran hátt, en hvað svo tæki við væri enn á rannsóknastigi. Hafbeit hefur verið reynd með ágætum árangri. Eins standa yfir tilraunir með að nota hljóðmerki til að kalla á þorskinn til að fá fæðu og hefði þar einnig náðst athyglisverður árangur. Þá vilja Norðmenn gera tilraun með að sleppa seiðum, þar sem þorskur hefur ekki verið fyrir, þar eða þeir telja vafasamt að sleppa seíðum á hefðbundin mið þorsksins, sem yrði þá til þess að auka samkeppnina um fæðuna. Hin raunverulega kostnaðarhlið við þorskeldi liggur heldur enn ekki fyrir, þar sem málið er allt á tilraunastigi. En Björn sagði sjálfsagt fyrir okkur íslendinga að fylgjast vel með tilraununum í framtíðinni. -^S.dór ástandið í Vík, en að sögn Stefáns Melsted, lögfræðings Byggða- stofnunar hefur enn ekki tekist að finna aðila sem er reiðubúnn að leggja út í rekstur prjónasto- funnar. Meðan svo er mun stofn- unin ekki leggja fram kauptilboð í þrotabúið. Byggðastofnun á í viðræðum við nokkra aðila um hugsanlega leigu á Kötlu, en Stefán vildi ekki tjá sig nánar um þær viðræður. Það sem helst veldur tregðu manna til að taka Kötlu á leigu er verkefnaskortur sem nú er við- varandi í framleiðslu á ullar- vorum. -gg Páskar Norðaustan Flest bendir til þess að norð- austanáttin verði ríkjandi fram yfir páska, að áliti Veðurstofunn- ar. Trúlega fylgja henni einhver éljadrög norðan- og austanlands en bjartara verður yfir syðra. Veðurspá fimm daga fram í tímann verður þó að taka með allri varúð, enda undirstrikaði veðurfræðingurinn, sem við var rætt, að hér væri um að ræða á- giskanir, byggðar á þeim upplýs- ingum, sem fyrir lægju, en ekki óyggjandi sannindi. -mhg f 3ja vikna Úrvalsfer til gwW^raheims Cnp) f A getur einn fjcM^ldu- n » iimurinn fertet frfé' Úrval býður nú frábæran barna- afsláttá 3ja vikna sólarferðum til sumarleyfisstað- arins Cap d’Agde á Miðjarðarhafs- strönd Frakk- lands Verð fyrir fullorðna er frá kr. 30.800.- Börn 0-1 árs greiða aðeins 10% af því verði. Börn 2-11 ára greiða 50% og 12-15 ára krakkar greiða 75% af fullorðinsverði. Þannig geta hjón með tvö börn 2-11 ára sparað heilt fargjald. Aukavika kostar aðeins frá kr. 3.000.- Innifalið í þessu verði er flugfar; Keflavík - Montpellier - Keflavík, akstur milli flugvallar og gististaðar við komu og brottför, gisting án fæðis og íslenskur fararstjóri. Cap d’Agde Sumarleyfisbærinn Cap d’Agde er mikið ævin- týraland. Þar er frábær aðstaða fyrir alla fjölskyld- una að njóta lífsins í sólinni: Falleg strönd, volgur sjór, endalausar vatnsrennibrautir og öldusundlaugar, tennis, „gokart“-braut, torfæru- hjólarall, mini-golf, frá- bærir lygilega ódýrir matsölustaðlr, verslanir, ísbarir, hringekjur, diskó- tek, næturklúbbar og einstaklega sjarmerandi nágrannabyggðir. Brottfarir - gisting - París Úrvalsfarþegar gista á glæsilegu íbúðahóteli á besta stað. Brottfarir eru 11. júní, 2. júlí, 23, júlíog 13. ágúst. Hægt er að hafa viðdvöl í París á heimleið. Lágt verðlag - engir tungumála- erfiðleikar. Verðlag í Frakklandi er mjög hagstætt. Þarert.d. sérlega ódýrt að snæða konunglega veislurétti. ( Cap d’Agde tala flestir eitthvað í ensku og jafnvel heyrist hrafl á íslensku með áberandi frönskum hreimi! Þaul- kunnugur íslenskur fararstjóri er þér innan- handar. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og umboðsmenn um land allt. Munið að panta tímanlega. Það borgar sig að bóka sem fyrst. * Miðað við hjón með tvö börn 2-11 ára. FERMSKRIFSTOFON URVAL Ferdaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. GOTT FÓLK / SÍA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.