Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 3
Misskildar mannætur Hinir illræmdupiranha fiskar íAmazon eru ekkiþeir skaðrœðisgripir sem haldið erfram í heimsbókmenntunum Mannætufiskarnir í Amazonfljót- inu í Brasilíu koma víöa viö í heimsbókmenntunum og þykja hinar mestu skaðræöisskepnur. fyluniö þiö ekki eftir því úr Andrési Önd þegar sá seinheppni fugl datt í fljótið og komst viö illan leik á þurrt aftur, allur útbitinn af grimmum smáfiskum? Nú liggja höfundar undir grun um svívirðilegar staðreyndafals- anir því vísindamenn hafa komist að því að mannætufiskarnir eru alls engar mannætur nema þá í algerum undantekningartilvikum og hörðustu hallærum. Flestir þeirra eru mas. grænmetisætur! í Amazon lifa tugir tegunda af þessum misskilda fiski og eru þær allt frá 10 sm upp í hálfan metra aðlengd. Sumarþeirralifaájarð- arávöxtum, aðrar á skelfiski og fiskhræjum og örfáar slá upp veislu ef girnilegt smádýr á leið hjá þeim. Annars segja vísinda- menn að erfitt sé að greina teg- undir í sundur eftir matarvenjum því þær eru mjög svipaðar hjá þeim flestum. í bókmenntunum birtast mannætufiskarnir oftast sem gráðugir og grimmir fiskar sem éta allt sem að kjafti kemur Þessu er þveröfugt farið í veru- leika fljótsins. Sumir fiskar eiga það til að bíða þolinmóðir tímun- um saman við árbakkann eftir því að ofþroskaðir ávextir falli af trjánum. Og þegar vísindamenn sprettu upp kviðnum illræmdustu tegundinni, svörtum piranha, kom í ljós að þessi vel tennti fiskur nærðist á fjöl- breyttum kosti, blöndu af fiski, kjöti og ávöxtum. Sögðu þeir að margir matsóðar af mannkyni mættu taka sér borðsiði mannæt- ufiska til fyrirmyndar. —ÞH (Byggt á Illustreret Videnskab) Þótt mannætufiskarnir svonefndu séu vel tenntir nota þeir eggvopnin uppi í sér aðallega til að saxa niður ávexti. THiW Ofarlega á þessu korti má sjá hin fornu landamæri Afríku og Ameríku. Flórída var hluti af Afríku Það er sannað mál að fyrir margt löngu voru heimsálfurnar sameinaðar í einu stóru megin- landi. Fyrir 100 miljónum ára losnuðu þær í sundur og „flutu“ hver í sína áttina. Nú telja jarð- vísindamenn í Bandaríkjunum sig hafa fundið hin gömlu „landa- mæri“ Norður-Ameríku og Afr- íku norðan við Flórídaskaga. Vísindamenn hefur lengi grun- að að Flórída hefði í árdaga verið hluti af Afríku. Steingervingar og samsetning bergs líkist mun meira því sem gerist í Afríku en afganginum af Ameríku. t3eir hafa hins vegar átt í brösum með að finna hvar landamærin lágu. Með nýrri tækni í bergmálsmæl- ingum telja þeir sig nú hafa fund- ið þessi fornu landamæri heims- álfanna. Liggja þau frá fylkinu Alabama, þvert yfir Georgíu og út í Atlantshafið. Þarna er um að ræða 70 km breitt belti sem nær niður á 5-35 km dýpi. Ekki hefur þeim enn tekist að rannsaka bergtegundirnar á þessu belti en telja ekki ósennilegt að þar sé einkum grjótmulningur frá því heimsálfurnar rákust saman af feiknaafli fyrir 300 miljónum ára. Drekkum mjólk á hverjum degi ’ Mjólk: Nýmjólk, létfmjólk, eða undanrenna. Allt frá því að tennurnar byrja að vaxa þurfa þœr daglegan kalkskammt, fyrst til uppbyggingar og síðan til viðhalds Rannsóknir benda til að vissa tannsjúkdóma og tannmissi á efri árum megi að hluta til rekja til langvarandi kalkskorts. Með daglegri mjólkur- neyslu, a.m.k. fveimur glösum á dag, er líkamanum tryggður lágmarks kalkskammtur og þannig unnið gegn hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts. Tennurnar fá þannig á hverjum degi þau byggingarefni sem þœr þarfnast og verða sterkar og fallegar fram eftir öllum aldri. Gleymum bara ekki að bursta þœr reglulega. Helstu heimildir: Bæklingurinn Kalk og beinþynning eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Calloway. Holt Reinhardt and Winston, 1984. Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki ímg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Böm 1-10 ára 800 3 2 Unglingarll-18ára 1200 4 3 Ungtfólk og fullorðið Ófrískar konur og 800*“ 3 2 brjóstmœður 1200"“ 4 3 • Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk. " Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem likamlnn þarf úr öðnjm matvœlum en mjálkumnat en slfkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœrlngarfrœði. Hér er mlðað vlð neysluvenjur elns og þaer ttðkast t dag hér á landl. "• Margir sérfrœðlngar telja nú að kalkþörf kvenna efllr ttðahvörf sé mun melri eða 1200-1500 mg á dag. "“ Nýjustu staðlar fyrir RDS t Bandartkjunum gera ráð fyrir 1200 tll 1600 mg á dag fyrir þennan höp. lyóLK ÉRMÍWTIIR MJÓLKURDAGSNEFND Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vttam(n, A-vítam(n, kalíum, magn(um, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Kkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í Itkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvðtum. Til þess að Ifkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.