Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 19
FRETTASKYRING
Sveitarstjórnarframboð
Vœnleg baráttuleiðkvenna?
Á undanförnum mánuöum
hafa konurí
Kvennaframboöinu í
Reykjavík og á Akureyri unnið
aö því aö taka ákvörðun um
það hvort bjóöa ætti fram til
sveitarstjórnarkosninga í vor.
Ákvörðunin hefurveriö tekin
hjá þessum samtökum, þau
ætla ekki aö bjóöa fram aftur.
Hins vegar ætla Samtök um
Kvennalista aö bjóöa fram í
Reykjavík og á Selfossi og
hugsanlegaífleiri
sveitarfélögum, en um þaö
hefur enn ekki verið tekin
ákvöröun.
Niðurstaða Kvennaframboð-
anna um að bjóða ekki fram aftur
er byggð á umræðum sem snerust
að mestu um mat á árangri af
starfi innan sveitarstjórna á
kjörtímabilinu og um það hvaða
leið í kvennabaráttunni væri lík-
legust til að skila mestum árangri
á næstu árum. Það gefur auga leið
að afstaða kvenna til þessara
mála var ekki á einn veg, enda
áttu margar konur erfitt með að
gera upp hug sinn þó ýmsar aðrar
hafi ekki verið í neinum vafa.
Umræðan innan Kvennafram-
boðanna leiddi þó flestar konur
að þeirri niðurstöðu að áfram-
haldandi framboð væri ekki væn-
legt að sinni. Þær Kvennafram-
boðskonur sem kusu að halda
starfinu áfram í Reykjavík gera
það nú með Kvennalistanum.
Grasrótarhug-
myndum hafnað
Guðrún Jónsdóttir annar full-
trúi Kvennaframboðsins í borg-
arstjórn sagði í samtali við Þjóð-
viljann að Kvennaframboðið
hefði ákveðið að bjóða ekki fram
vegna þess að meirihlutinn þar
hefði gengið út frá því að þátt-
takan í borgarstjórn væri tíma-
bundin aðgerð. „Með flokks-
starfi skapast ákveðin vandamál
innan hreyfingar sem kennir sig
við grasrótarhreyfingu og hún
hættir að standa undir grundvall-
arhugmyndum sínum. Ég álít að
þátttaka kvennahreyfingar í
Flestar kvenréttindakonur eru sammála um það að allar leiðir í kvennabaráttunni eru mikilvægar. Ágreiningurinn um það
hver áherslan eigi að vera hverju sinni mun þó eflaust alltaf verða til staðar. Ljósm.: Atli.
flokksstarfi sé ekki góð baráttu-
leið sem stendur. Mér finnst
skynsamlegra að halda þessari
leið sem ógnun í lofti og nota
hana í undantekningartilfellum
en ekki að gera hana að varan-
legu tæki í baráttunni. Það verður
aðeins til þess að framleiða at-
vinnupólitíkusa og það er ég ekki
sátt við,“ sagði Guðrún.
Reynslunni
miðlað
Hinn fulltrúi Kvennafram-
boðsins í borgarstjórn Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir er annarrar
skoðunar og hefur því ákveðið að
bjóða sig fram aftur, en hún er í
fyrsta sæti Kvennalistans í
Reykjavík. Ingibjörg Sólrún
sagði að hún hefði ákveðið að
gefa kost á sér í fyrsta sætið vegna
mikilvægis þess að reynslan
skilaði sér óg vegna þess ein-
dregna stuðnings sem hún fékk til
þess frá Kvennalistakonum. „Ég
met stöðuna þannig að á meðan
vænlegri baráttuaðferðir í kvenn-
abaráttunni liggja ekki fyrir er
kvennaframboð til borgarstjórn-
arkosninga mikilvægt. Þegar það
var ákveðið í Kvennaframboðinu
að bjóða ekki fram þótti mér rétt
að við sem tekið höfðum þátt í
borgarstjórnarstarfinu stæðum
skil á okkar gjörðum og miðluð-
um nýjum konum í starfinu af
reynslu okkar." Ingibjörg Sólrún
sagði jafnframt að á síðasta fé-
lagsfundi Kvennalistans hefði
verið samþykkt að engin kona
skyldi sitja lengur en tvö ár sem
fulltrúi í borgarstjórn og ráðum
og nefndum sem tengjast því
starfi, en þannig myndi reynsla
og þekking dreifast á fleiri konur
en ella.
Þörfin á
Kvennaframboði
ekki brýn
Valgerður Bjarnadóttir annar
bæjarfulltrúi Kvennaframboðs-
ins á Akureyri sagði ástæðuna
fyrir því að þær byðu ekki fram
þar aftur margþætta. Áherslur í
máli Valgerðar voru þó ekki á
sama veg og hjá Guðrúnu Jóns-
dóttur, þó Valgerður gæti vel
tekið undir þá afstöðu Guðrúnar
að framboð ætti að vera tíma-
bundin aðgerð og grasrótarhug-
myndum væri ógnað með áfram-
haldandi þátttöku. Það sem
skipti mestu um niðurstöður
Kvennaframboðsins á Akureyri
að sögn Valgerðar er það að á
síðustu fjórum árum hafa átt sér
stað breytingará vettvangi bæjar-
stjórnamála sem gera þörfina á
kvennaframboði ekki eins brýna
og áður. Þar beri helst að nefna
aukinn fjölda kvenframbjóðenda
í öruggum sætum á framboðslist-
um stjórnmálaflokkanna. „Við í
Kvennaframboðinu gáfum út þá
yfirlýsingu að við myndum bíða
með það að taka ákvörðun þar til
flokkarnir hefðu stillt upp listum
sínum. Listarnir líta mun betur út
en á horfðist fyrir nokkrum mán-
uðum þannig að ég lít svo á að
Kvennaframboðinu hafi tekist að
brjóta þá hefð að karlar einoki
bæjarstjórn og nefndir á vegum
þess.“
Guðrún Jónsdóttir sagði að í
Reykjavík hefði það sýnt sig að
listarnir hefðu ekki að neinu
verulegu leyti breyst. „Konum
hefur jú f jölgað á framboðslistum
en hlutfall kvenna í öruggum sæt-
um og í vaidastöðum innan flokk-
anna hefur lítið breyst. Það er
heldur ekki bara nóg að konum
fjölgi á þessum vettvangi, það
skiptir máli hvaða flokki þær til-
heyra og hverjar konurnar eru
því tilhneigingin er auðvitað sú
að þær lúta flokksböndum svo
lengi sem karlar hafa þar undir-
tökin,“ sagði Guðrún.
Engin uppgjöf
Valgerður Bjarnadóttir sagði
jafnframt um þátttöku Kvenna-
framboðsins í bæjarstjórn, að
tekist hefði að hrinda af stað um-
ræðu sem áður hefði ekki farið
fram innan kerfisins og að þess
mætti vænta að henni yrði að ein-
hverju leyti fylgt eftir af kven-
fulltrúum stjórnmálaflokkanna.
„Hlutverk kvennaframboðsins
verður engu að síður það að
þrýsta á afgreiðslu mála, að þessu
sinni utan frá. Við höfum með
þátttöku okkar í bæjarstjórnar-
starfinu kynnst leiðum kerfisins
og vitum því hvernig við eigum að
bera okkur að. Þar að auki þá
höfum við margar okkar á síð-
astliðnum fjórum árum öðlast, í
gegnum starf okkar í kerfinu,
reynslu sem hefur gefið okkur
kjark til þess að axla ábyrgðar-
meiri störf úti á vinnumarkaðin-
um. Þessum störfum fylgja í flest-
um tilfellum meiri völd en við átt-
um að venjast áður og því hefur
svigrúm okkar til þess að hafa
áhrif innan kerfisins aukist al-
mennt.“ Valgerður bætti því við
að ábyrgðarmeiri og tímafrekari
störf fulltrúa Kvennaframboðs-
ins í bæjarstjórnarstarfinu væri
ein af mörgum ástæðum fyrir því
að þær byðu ekki fram aftur, það
væri hreinlega enginn tími
aflögu. „Ástæðurnar fyrir því að
við bjóðum ekki fram eru margar
en engin þeirra er uppgjöf," sagði
Valgerður.
Að lokum sagði Valgerður að
starf Kvennaframboðskvenna
framundan yrði mikið bundið við
það að vinna að því að styrkja
samtakamátt kvenna, en þar yrði
lögð sérstök áhersla á að endur-
vekja Samtök kvenna á vinnu-
markaði.
-K.ÓI.
_______________LEIÐARI___________
Hvers vegna samtíðaimaður?
Kristur, sú píslarsaga sem rifjuö er upp á
hverjum páskum, er mörgum mönnum hinn
endanlegi sannleikur, þaö eina sem treysta má
á hverfanda hveli. Aörir eru einhvernveginn
staðsettir utan viö þann skilning, aö meö kross-
festingu farandprédikara úr Galíleu, sem var
yfirvöldum í rómversku skattlandi þyrnir í aug-
um, hafi oröiö afdrifaríkustu umskipti í sögu
mannsins. En hvaö sem líöur þeirri staöreynd,
aö glíma einstaklingna viö hinar stærstu gátur
hefur leitt þá og mun leiöa þá til mismunandi
skilnings á hinu kristna drama, þá er þaö víst aö
fáa menn lælur píslarsagan ósnortna.
Sú saga hefur fyrir sakir uppeldis okkar, á-
hrifamátt mikillar listar og vegna þess svars,
sem hún leitast viö að gefa eilífum spurningum
um þýðingu andlegs hugrekkis, staöfestu og
fórnfýsi, sest til í vitund okkar flestra, sem fædd
erum og lifað höfum í okkar heimshluta. Og
kannski eru þær hugrenningar sem af píslar-
sögunni, af fordæmi Jesú frá Nasaret spretta,
hvergi nærri eins ólíkar innbyrðis og menn gætu
haldiö, þegar þeir hugsa til hugmyndalegrar
ringulreiðar okkar daga.
Má vera að furöu margir gætu, ef aö væri gáö,
tekið undir flest í eftirfarandi tilraun til útskýring-
ar á því, hvernig á því stendur, aö hvaö sem líður
þeim tuttugu öldum sem liðnar eru frá ráös-
mennskutíö Pontíusar Pílatusar, er Jesús frá
Nasaret þýöingarmikill samtíöarmaöur þeirra
sem nú lifa.
Hann tók hiklaust afstööu meö þeim snauöu
og útskúfuöu í mannlegu samfélagi. Meira en
svo - hann er meðal þeirra, hann er einn þeirra,
hann fórnar lífi sínu og bíður herfilegan ósigur
aö því er allir aörir telja. Þar meö er hann mikil
og merkileg ögrun viö heim, sem er ekki um-
burðarlyndur nema gagnvart fátækt og misrétti,
við samfélag sem er á hatöahlaupum eftir
„fræöilegri" réttlætingu á sérhyggju þeirra sem
meö auð og völd fara, viö þaö viöhorf sem dýrk-
ar sigurvegara dagsins, hvort sem þeir slá um
sig í sporti, pólitík eöa bisness.
Líf þess manns, sem vísaði til fugla himins og
blóma vallarins, er stórt strik í reikning þeirra
sem trúa á þær framfarir sem píska menn áfram
í nafni lífshamingjunnar til meiri neyslu, meiri
eignagleöi, meiri sóunar á auðlindum jaröar.
Frelsi þaö sem í fordæmi slíks manns er aö
finna, er ekki síst frelsi undan nauðung
neyslunnar og þeirrar lífsstefnu sem ensku-
mælandi menn kenna viö rottukapphlaup.
Frelsi undan þeirri áráttu aö hafa, til þess aö
vera, svo vitnaö sé til þekktrar greiningar á
lífsstefnum hjá þýska heimspekingnum Erich
Fromm.
Og fyrst og síðast er Galíleumaöurinn
krossfesti aldrei sáttfús viö þaö sem er - hvorki
samfélag né einstakling. Þessi ósáttfýsi tvinn-
ast saman viö þá erfiðu frelsiskröfu, aö menn
losni undan því aö belgja út sitt eigiö sjálf - losni
kannski alveg úr viðjum þess. Og síöan má af
þessu fordæmi öllu lesa boð um aö menn bæöi
geti og þurfi aö breyta lífi sínu sjálfir. Þar meö er
sýnt tilræði viö örlagahyggju ytri aðstæðna, en
eins og menn vita er skírskotun til hins mikla
valds þeirra algengasta sjálfsréttlæting hins
ófrjálsa manns.
Og svo sannarlega er heimurinn meira en
fullur af ófrelsi - bæöi því sem fram kemur í
fátæklegum og sérgóöum mannlegum sam-
skiptum og svo því, sem dæmir stóran hluta
mannkyns til ánauðar skorts og réttleysis. .
Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19