Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 20
ÁVARP / tilefni alþjóða ieikhúsdagsins í dag, 27. mars, eralþjóða leikhúsdagurinn. Hannerhald- inn hátíðlegur í yfir 50 þjóð- löndum eða öllum þeim, sem að- ild eiga að alþjóðasamtökum leikhúsmanna. Á alþjóða leikhúsdaginn hefur löngum ver- ið minnst hinna ýmsu listgreina, sem á leiksviðinu búa og í ár ákvað leiklistarsamband íslands að gefa fulltrúa dansins orðið. Því stend ég hér og ávarpa ykkur í nafni leikhúsfólks. Áður en maðurinn hafði orðið hafði hann dansinn. Sagan segir okkur að dansinn hafi átt ríkan þátt í menningar- þróun mannsins. Þörfin til að tjá sorg og gleði, ást og athafnir í dansi hefur fylgt manninum frá örófi alda. Frummaðurinn dansaði á vorin til dýrðar nýju lífi, hann dansaði þakkardans á haustin fyrir góða uppskeru. Frá fæðingu til dauða átti hver merkisatburður í lífi frummannsins sér dans. Hvatinn að dansi mannsins voru hreyfingar náttúrunnar, sjávarföll, vindar og leikur dýr- anna sem hellaristur frá steinöld hinni fornu bera vitni um. Hofdansar Forn-Grikkja og Egypta að ógleymdum dönsum fornra menningarríkja Austur- landa, segja okkur að staða dans- ins hafi borið hátt í trúarmenn- ingu þessara þjóða. Á miðöldum tíðkuðust dansar frá heiðinni tíð í helgisiðum krist- innar kirkju, og er víða hægt að finna leifar þessa nú á tímum, m.a. í Seville stíga kórdrengir dómkirkjunnar dans fyrir framan altarið við ýmsar trúarathafnir. En í aldanna rás breyttist við- horf kirkjunnar til dansins og var hann lagður niður og litið á hann sem syndsamlegt athæfi. Þessi viðhorf kirkjunnar höfðu örlaga- rík áhrif á stöðu dansins. Hér á landi reyndi kirkjan þegar á 12. öld að banna dansinn, og með húsagaskipan um 1700 hverfur dansinn úr okkar menningarlífi í rúma öld. Með þeim samfélagsbreyting- um sem urðu á endurreisnartíma- bilinu, komu fram ný viðhorf í Evrópu. Hirðdansinn hefst til vegs og virðingar og leikdansar eru samdir. Við hirð Lúðvíks 14. var samið kerfi, sem dansararnir voru þjálfaðir eftir og getur list- dans nútímans rakið uppruna sinn til þess tfma. Eins og fyrr segir hefur dansinn verið ríkur þáttur í lífi mannsins og menningu þjóða. Sem tjáning-' arform og listgrein er dans alhliða andleg og líkamleg athöfn, sem uppfyllir þörf mannsins til að sameina hreyfingar og tilfinning- ar, sem leið til samskipta við um- hverfi sitt. Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning á sviði dans- ins, diskó- og freestyle-dansinn fóru eins og eldur um sinu um allan heim, og gaf ungmennum tækifæri til að skapa og tjá sinn eigin dans. Break-dansinn stuðlaði að byltingu í samskiptum unglinga í fátækrahverfum stórborga Bandaríkjanna, í stað blóðugra átaka var tekist á í dansi. Er dansinn ekki jafn nauðsyn- legur nútímamanninum sem skapandi afl og hann var í bernsku mannkyns? Hver á staða dansins að vera í okkar listmenningu, sem er for- senda framþróunar og fegurra mannlífs? Listdans er ung listgrein hér á landi. Atvinnuflokkur hefur ver- ið starfandi síðan 1973. Á þessum þrettán árum hefur verið unnið mikiö og óeigingjarnt starf og margir lagt hönd á plóginn. Nú eigum við fríðan hóp dansara sem við getum öll verið stolt af. Listdansinn er heillandi list- grein, með ótakmarkaða túlkun- armöguleika í formi og myndum, hann á sér enginn landamæri, og segir meira en orð fá lýst. Islenski dansflokkurinn hefur vaxið úr grasi, en verður að fá möguleika til að efla starfsemi sína enn frekar, og verða leiðandi afl í danssköpun í landinu. Á þessum degi vil ég að lokum beina orðum mínum til þeirra sem að leikhúslistum starfa. Vinnum saman að listsköpun sern á rætur í uppruna okkar og stuðl- um þannig að lifandi leikhúsi sem er í senn spegill og dómari á samtíð okkar. Nanna Ólafsdóttir Listdansstjóri Þjóðleikhússins. WALCHSEE kr. 21.859.-* WALCHSEE ER NÝR SUMARSTAÐUR FLUGLEIÐA í AUSTURRÍKI Walchsee er lítið tírólskt þorp í Austurríki, örskammt frá landamærum Vestur-Þýskalands. Nafn sitt dregur þorpið af stóru og fallegu stöðuvatni sem það stendur við. í Walchsee eiga stórar og smáar fjölskyldur sæla daga. Þeir sem leita hvíldar og endurnæringar geta slakað á í rólegu og þægilegu umhverfi. Fyrir þá athafnasömu eru næg verkefni. Vatnið er skemmtilegur leikvangur og í þorpinu eru m.a. tennisvellir, keilu- og minigolfvellir. Þá er tilvalið að leigja bíl og heimsækja Salzburg, Innsbruck eða Munchen. Aðeins 400 km eru til Vínarborg- ar og 450 km til Feneyja á Ítalíu. Flugleiðir bjóða farþegum sínum ýmsa möguleika í gistingu, á íbúðahótelum og gistihúsum. Flogið er í beinu áætlunarflugi til Salzborgar, þar sem rútur og bílaleigubílar bíða farþeganna. Fararstjóri í Walchsee er Rudi Knapp. • Miöað við verðtlmabilið 3. júli til 21. águst 1986. Verð fyrir einstakling, miðað við 2 I ibúð á fbúðahótelinu llgerhot I 2 vikur. og ftug báðar leiðir. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Söluskrifstofan Lækjargötu sími 27477, Hótel Esju sími 685011, Álfabakka 10 sími 79500. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIÐIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.