Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 7
Úr kvikmyndinni Jörð í Afríku sem nú er sýnd í Laugarásbíói: elskhugarnir Denys Finch Hatton Bjixen (Meryl Streep) ásamt eiginmanni sínum Bror Blixen barón (Klaus Maria Brandauer) í mynd (Robert Redford) og Karen Blixen (Meryl Streep). Sidney Pollacks. þess að hún hafi ein hvítra manna gripið svörtu börnin í fangið og haldið á þeim: „Við krakkarnir kölluðum hana mömmu," segir hann. Karen hefur skrifað mikið um samband sitt við Afríkubúa en minna um hitt ástarsambandið sem hófst á sama tíma: hjóna- bandið. En þau voru alsæl til að byrja með. Bror fór með hana í fyrsta sinn á villidýraveiðar- saf- ari - sumarið 1914 og hún varð hissa á því hvað hún reyndist blóðþyrst og hvað hún skemmti sér vel. Þrjátíu árum síðar sagði hún við vin sinn einn: „Ef það er eitthvað sem mig langar til að lifa upp á nýtt þá er það að fara á villidýraveiðar með Bror Blix- en". Sama ár smitaði hann hana af sárasótt. Bror var léttúðarpjakkur, átti margar vinkonur og ástkonur, svartar og hvítar. Þetta píndi Karen, og sárasóttarsmitið var henni þungt áfall. Samt bjó hún með Bror áfram í mörg ár og sá í gegnum fingur við hann þegar hann hélt framhjá henni eins og hann gerði við hana þegar hún tók upp ástarsambönd utan hjón- abandsins. Hins vegar virðist Bror ekki hafa fundið eins mikið fyrir sjúkdómnum og Karen, hún þjáðist af honum með reglulegu millibili alla sína ævi þótt allt væri gert til að lækna hana. Ást milli jafningja Kaffiræktin gekk illa og hjóna- bandið sömuleiðis Jjótt Karen bæri höfuðið hátt. Astandið var alveg sérstaklega slæmt árið 1918, en í apríl það ár kynntist Karen breskum aðalsmanni, Denys Finch Hatton, í boði hjá vinum sínum. Hana hafði lengi langað til að hitta þennan ævin- týramann, og hún varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann reyndist vera hávaxinn, grannur, ótrúlega lag- legur þótt hárið væri farið að þynnast, listelskur og frábærlega orðheppinn. Hún varð yfir sig ástfangin á augabragði og næstu ár voru þau eins mikið saman og aðstæður leyfðu. Þó fer hún furðu sparlega með hann í frá- sögnunum í Jörð í Afríku, hann var henni of dýrmætur til að hún gæti bruðlað með hann. Eftir að Karen og Bror skildu loksins árið 1922 flutti Denys föggur sínar heim til Karenar í Ngong, en hann dvaldi aldrei lengi hjá henni í einu. Flökkunáttúran var rík í honum, hann var ýmist heima í Englandi eða annars staðar í Evr- ópu eða á villidýraveiðum. Hann var hinn goðkynjaði einfari, hinn „frjálsi karlmaður", og Karen vildi vera honum hornsteinn, sið- menntuð, jarðnesk kona sem beið hans hvenær sem honum þóknaðist að leita hennar. Þráin eftir Denys skín milli lín- anna í Jörð í Afríku. Þegar hann Karen Blixen ásamt tveimur vinum sínum frá Afríkuárunum. kom var svo gaman. Hann var jafnoki hennar á andlega sviðinu sem Bror hafði aldrei verið - hún fullyrti til dæmis að Bror hefði ekki haft hugmynd um hvort endurreisnin kom á undan eða eftir krossferðunum - en Denys kenndi henni grísku og reyndi að kenna henni að meta nútímalist. Þetta var ást milli jafningja sem hún hafði ævinlega óskað sér. Þó lék hún hlutverk fyrir honum, bældi þörfina fyrir að hafa hann hjá sér alltaf, ýtti burt voli og víli meðan hann var hjá henni, stundum svo harkalega að hún lagðist í rúmið eftir að hann fór aftur. Hún dáist að sambandi milli karls og konu æ ofan í æ í sögum sínum. í einni stendur til dæmis að sá sé fífl sem ekki viti að hálft sé meira en heilt. En auðvit- að var það blekking, sjálfsafneit- un en ekki sannleikur, um það bera geðbrigði hennar vott. Karen lýsir því í Jörð í Afríku hvernig Denys átti til að koma allt í einu og án þess að gera boð á undan sér, færa henni gjafir, taka á móti henni með tónlist á fullum styrk þegar hún kom heim úr eft- irlitsferð um búgarðinn. Þau klæddu sig upp á þótt þau væru ein, nutu matar og drykkjar og jafnvel annarra vímugjafa, og eftir máltíðina sagði hún elsk- huga sínum sögur. Eins og Sjer- asade í Þúsund og einni nótt. Hvað gerðist eftir sögulok veit enginn. Þegar fram í sótti fór Karen að nota tímann milli heimsókna Denys til að hripa sögurnar niður eftir langt hlé á skriftum. Þegar þessi frumdrög eru skoðuð má sjá að þar er kominn efniviður í flest sem hún skrifaði fullþroska rit- höfundur, þá voru sumar sögurn- ar búnar að vera áratugi í smíð- um. Karen fékk lögskilnað frá Bror árið 1925 og hefur h'klega þráð heitt að giftast Denys. Víst er að hana langaði til að eignast barn með honum en það varð ekki. Hún missti fóstur, kannski oftar en einu sinni, enda erfitt fyrir sár- asóttarsjúkling að halda þunga. Denys var heldur ekki tilbúinn til að binda sig, óforbetranlegur piparsveinn sem hann var, en hann gaf henni hring úr mjúku gulli sem tákn fyrir varanlegt samband þeirra. Þessum hring skilaði Karen eftir rifrildi og uppgjör árið sem jörðin var seld undan henni, meðal annars vegna þess að Denys var ekki til- búinn til að lána henni fé til að halda jörðinni. Þá var komið árið 1930 og skömmu eftir þetta örlag- aríka uppgjör fórst Denys í flug- slysi. Frá Afríku Karen sneri heim til Danmerk- ur 1931, vonsvikin, sjúk, harmi slegin yfir missi sínum. Öllu hafði hún glatað, manninum sem hún elskaði og jörðinni sem var orð- inn hluti af henni sjálfri. Nú átti hún að verða eins og heimasæta Elskhuginn frá Afríkuárunum, Denys Finch Hatton. Myndin er tekin á þriðja áratugnum. hjá mömmu, orðin 46 ára, þola húsaga og stöðugt slúður fjöl- skyldunnar, og það varð geð- heilsu hennar nánast um rnegn. En hún fékk líka frið til að skrifa, og nú vann hún sjö sögur úr hand- raða sínum í bókarhandrit á ensku - því enska var henni tam- ari en danska eftir dvölina löngu í Afríku - og fékk hana útgefna í Ameríku árið 1934 undir heitinu Seven Gothic Tales (Sjö gotnesk- ar smásögur). Sjálf faldi hún sig bak við ættarnafn föður síns, Dinesen, og setti framan við það skírnarnafnið ísak, hebreskt karlmannsnafn sem þýðir „sá sem hlær". Sjö gotneskar smásögur er afar persónuleg bók, unnin úr ímynd- unum og sálarangist höfundar sem koma svo skýrt fram að sög- urnar gerðu hana feimna seinna nieir. Bókin fékk geysigóðar við- tökur í Bandaríkjunum, bæði meðal kaupenda og gagnrýn- enda. Frægð bókarinnar barst til Danmerkur með þeirri viðbót að bak við fsak Dinesen leyndist danskur höfundur, og hans var ákaft leitað. Arið eftir kom svo bókin út í danskri endurgerð Kar- enar sjálfrar, en þá brá svo við að dönskum gagnrýnendum fannst lítið til koma. Kreppan var í al- gleymingi, atvinnuleysi í Dan- mörku hastarlegt og mönnum fannst óbragð af þessum úrkynj- uðu, rómantísku sögurn aftan úr öldum, fullum af sjúklegum til- finningum og hneigðum. Dóm- arnir voru harðir og Karen Blixen fyrirgaf löndum sínum þá aldrei. Fljótlega byrjaði Karen að skrifa næstu bók sem hún átti sumpart íbútum, og Jörð í Afríku kom út árið 1937, í Ameríku, (Out of Africa) í Danmörku og á Englandi. Heimsfrægð Karenar Blixen var viðurkennd. Bókin varð geysivinsæl í Ameríku og nú tóku Danir Karen líka opnum örmum, sannfærðust um að hún væri jarðbundin ogmannleg þrátt fyrir sögurnar sjö. Stíllinn á bók- inni er agaður, tilfinningum hald- ið í skefjum bak við járnrimla setninga á borð við: „Þetta svæði lá reyndar helst til hátt fyrir kaffi- rækt, og það var erfitt að láta reksturinn bera sig." Samfelldur saknaðartónn hljómar gegnum allt verkið, allt frá fyrstu setning- unni: „Ég átti jörð í Afríku við rætur Ngongfjallsins." Búgarður- inn var engin paradís en þó lýsir Karen Blixen paradísarmissi í bókinni. og hún er þrungin til- finningu og einlægni þrátt fyrir agaðan stílinn: Eitt árið brást stórrigningin. Pað var átakanleg, lirœðileg reynsla, og sá bóncii, sem einu sinni hefur orðið fyrir því, gleymirþvíaldrei síðan. Mörgum árum seinna, óraveg frá Afríku, i norðlœgu loftslagi, þýtur hann upp með andfœlum á nóttunni, er hann heyrir skyndilega regnskúrá þakinu og segir: „Loksins. Loks- ins. “ Þótt Dönum fyndist Karen koma nær þeim íJörð í Afríku en gotnesku sögunum sjö varð raun- in sú að á aldarfjórðungnum sem hún átti eftir ólifaðan varð hún sífellt líkari lifandi goðsögn en manneskju. Hún gaf út eins kon- ar framhald af Jörð í Afríku, Skugga í grasinu og nokkur smá- sagansöfn og þótti sögumaður með óvenjulega náðargáfu. Allar bækur hennar eftir Jörð í Afríku náðu miklum vinsældum. bæði í Danmörku og Ameríku, luin varð eftirsóttur útvarpsmaður og skrifaði talsvert í blöð og tímarit. Hún var hvað eftir annað tilnefnd til Nóbelsverðlauna en hlaut þau ekki. í einkalífi sínu var hún á- stríðuheit og óútreiknanleg fram á seinustu ár þrátt fyrir langvar- andi sjúkdóma, makalaus rithöf- undur og manneskja. Hún lést árið 1962. Fímmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.