Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 14
í r ; I » í í i i i i i i i ■ Þjóðleikhússtjóri og Þjóðleikhúsið: ef fækka ætti verkefnum væri eins gott að leggja leikhúsið niður (mynd: EÓI) Beðið um leikstjórann aftur Gfsli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri erónœgðurmeð Rfkarðs- sýningu leikhússins og telur vanta rökstuðning í íslenska leikhúsgagnrýni Kynlegt blaðamál verðurtil þess að Þjóðviljinn bað Gísla Alfreðsson Þjóðleikhússtjóra um viðtal. Einsog lesendur blaðsins munaskrifaðiSverrir Hólmarsson leikdómari Þjóðviljans um sýningu Þjóðleikhússins á Ríkarði þriðja undirfyrirsögninni Blóðleysi, og fann ýmislegt að uppsetningunni og taldi undarlegt að kalla erlenda menn til þegar þeir leystu sín verk jafnilla af hendi. Blaðið vakti athygli í leikdómnum með frétt á forsíðu undir fyrirsögninni: LeikstjórnarhneyksU? Sverrir leikur nú um stundir aukahlutverk í Tomog V/VhjáAlþýðuleikhús- inu. Líður nú og bíður frammí fyrri viku. LeifurÞórarinssontónskáld sem starfað hefur með konu sinni InguBjarnasoní Alþýðuleikhúsinu skrifar í Mogga um samskipti Alþýöu- og Þjóðleikhúss í húsnæðismálum. Þjóðleikhússtjóri svarar í þarnæsta tölublaði, fjallar þar um húsamál leikhúsanna, og telur að þau hafi endað þannig að hefndarhugur sé hlaupinn í Leif, -sem með öðru er tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans. Gísli upplýsir að Sverrir sé leigjandi þeirra Leifs og Ingu og telur neikvæða umfjöllun hans sprottna af greiðvikni við þau, og af þátttöku hans í sýningu Alþýðuleikhússins. Hefur síðan bæst við þessi skrif, en því miður í önnur blöð en Þjóðviljann. Til að lesendur missi ekki meö öllu af þessu standi fór- blaðamaður á fund Gísla í skrifstofu hans. - Pú sagðir í blaði um daginn að sýning ykkar á Ríkarði þriðja hefði fengið „frekar lofsamlega“ umfjöllun í flestum fjölmiðlum. í öðrum fjölmiðlum hefur uppsetn- ing verksins og leikstjórinn fengið óvœgilega gagnrýni. Hver valdi þennan leikstjóra, John Burgess, og hvers vegna varð hann fyrír valinu? - Þegar ég segi það í blaði að leiksýningin hafi fengið frekar lofsamlega umfjöllun þá er kom- in gagnrýni í Morgunblaðinu, Dagblaðinu, Alþýðublaðinu, út- varpinu, og í Þjóðviljanum og Helgarpóstinum. í öllum þessum fjölmiðlum fær sýningin og leikstjórinn góða dóma, nema í Þjóðviljanum og Helgarpóstin- um, þannig að ég get staðið við þau orð að sýningin hafi fengið frekar lofsamlega umfjöllun. - Ert þú sjálfur ánœgður með þessa sýningu? - Já, ég er það. Bestu meðmceli - Nú, það er mitt að velja leik- stjóra. Þessi leikstjóri er valinn vegna þess að hér hefur verið meðal listamanna Þjóðleikhúss- ins mikil löngun til þess að fá góða erlenda leikstjóra til starfa. Það var orðið nokkuð langt síðan við fengum erlendan leikstjóra til starfa hjá okkur, þannig að okkur þótti við hæfi að fá góðan leik- stjóra að utan til þessarar sýning- ar. Þessi leikstjóri, John Burgess, er mjög vel menntaður, einn af fastráðnum leikstjórum við breska Þjóðleikhúsið og fékk bestu meðmæli. Þessvegna ráðum við hann til starfa. - Ég vil bæta því við að fjöl- margir af þeim leikurum sem eru með í þessari sýningu hafa komið að máli við mig og sagt að þeir hafi sjaldan unnið með erlendum leikstjóra sem hafi verið eins vel undirbúinn, og þeir hafi grætt eins mikið á að vinna með, - og beðið um að hann yrði ráðinn sem allra fyrst aftur til að setja upp aðra sýningu, Shakespeare- verk eða eitthvað annað. - Annað sem ég vil koma að í þessu sambandi er að gagnrýnandi Þjóðviljans sér í dómi sínum sérstaka ástæðu til að fara hrjúfum höndum um leikstjórann en segir hinsvegar að leikararnir standi sig vel. Þetta sýnir að það er enginn rökstuðn- ingur að baki fullyrðingum hans um leikstjórann. Hvernig getur leikari staðið sig vel í sýningu en leikstjóri illa? Leikstjóri á hlut- deild í frammistöðu leikarans. Ég hef séð fáar sýningar hér þar sem leikarar í heilli sýningu standa sig allir jafn vel. Ég nefni sem hlið- stæður dæmi úr öðrum listgrein- um: það er ekki hægt að segja að allir hljóðfæraleikarar í Sinfóní- unni hafi staðið sig alveg frábær- Iega vel en hljómsveitarstjórinn verið alveg kolómögulegur, - eða að málverkið sé alveg frábært en listmálarinn ómögulegur. Þetta er álíka gáfuleg röksemdarfærsla og kemur fram í gagnrýni Þjóð- viljans. 1 dómnum er raunar talað um að leikararnir hafi „flestir lagt sig alla fram", og „bjargað því sem bjargað varð“. Allt um það; - nú skilur hver maður að hingað séu fengnir erlendir leikstjórar. Þegar það er gert sýnist manni að annað tveggja verði að koma til: að leikstjórinn sé þaulvanur hefð- bundinni uppsetningu þess verks sem um rœðir, eða að leikstjórinn hafi sýnt að hann er líklegur til að taka viðfangsefnið nýjum tökum eða óvœntum, til dœmis í stíl við Lé konung í Pjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. - Nú virðist þessi leikstjóri, hvaða álit sem menn hafa á honum, hvorki vera ífyrra hlutverkinu né hinu síðara? Út í hött - Þessi maður hefur sett upp fjöldann allan af klassískum sýn- ingum þótt hann hafi ekki sett upp Shakespeare áður, hann hef- ur sett upp gríska klassík, og þýska, og hann er vel menntaður í breskri leikhúshefð, enda held ég að sýningin beri merki þess. Hann hefur fyrst og fremst leikhúshefð sína og menntun til að leggja. Þau meðmæli sem við fengum með honum voru að hér væri einn af efnilegustu ungu leikstjórum breta á ferðinni. Þessi gagnrýni frá þínu blaði er að mínu mati alveg útí hött og órök- studd. Og að slá þessu upp á for- síðu einsog gert var, það finnst mér ekki rétt. Þegar þessi ungi maður skrifaði og tók gagnrýni Sverris til skoðunar, - þá hefði eins mátt standa á forsíðu blaðs- ins: Gagnrýnandahneyksli. Stendurðu enn við þau blaða- ummœli þín að meðferð Þjóðvilj- ans á þessari gagnrýni hafi verið sorpblaðamennska? - Ég veit það nú ekki, það er sagt ýmislegt í hita leiksins. Það getur vel verið að hér sé oft sterkt að orði komist. Fjármál í kringum Ríkarð þriðja? - Það er ljóst að uppsetning á verki einsog Ríkarði þriðja er fjárfrek. Hinsvegar er rétt að það komi fram að ýmislegt af því sem lagt er í Ríkarð þriðja endist lengur en sýningin sjálf. Til dæm- is komum við til með að nýta þennan hallandi pall, sem er meginuppistaðan í leiktjöldunum í mörg ár, og var reyndar nýttur í Rashomon, - hann var löngu til- búinn vegna þess að Ríkarður tafðist sem kunnugt er við verk- fallið um árið. Eins er með bún- inga, þeir nýtast okkur, það hefur sýnt sig með þa öúninga sem gerðir eru fyrir þessi klassísku verk. Við höfum enn ekki tekið saman allan kostnað við þessa sýningu og ég hef því miður ekki á reiðum höndum tölur. Ég vil taka það fram að þeir erlendu listamenn sem fengust hér til starfa, ungir og efnilegir breskir listamenn, komu hér fyrir laun sem á okkar mælikvarða teljast hæfileg, svipuð og við mundum borga íslendingum. Að öðru. Þú hefur látið ýmis orðfalla um „leigjandann“ Sverri Hólmarsson í framhaldi af leikdómi hans um Ríkarð þriðja. Heldurðu að leikhúslíf hér á landi vœri í þeitn blóma sem það þó er ef leiklistargagnrýni væri skrifuð af þeim hvötum sem þú hefur eignað leikdómara Þjóðviljans? - Þetta er svolítið snúin spurn- ing, - ég sé ekki samhengið. Hér hafa gilt vissar siðareglur um það hverjir eiga að skrifa gagnrýni. Þeir sem hafa verið við störf í öðr- um leikhúsum hafa ekki skrifað leikdóma. Það hefur ekki þekkst hér á landi. Og þetta ætti ekki síst að eiga við þegar það leikhús sem leikdómari Þjóðviljans starfar við telur sig eiga í útistöðum við Þjóðleikhúsið, sem mér var reyndar grunlaust um. Sleggjudómar - Annað er það að við höfum hér lengstaf verið fátækir að gagnrýnendum sem kunna þá list að rökstyðja sitt mál, færa rök fyrir sinni gagnrýni, bæði lofi og lasti, og vera þannig leikurum, og öðrum listamönnum, sá brunnur leiðbeiningar sem gæti leitt til þróunar í leiklistinni. Þetta hefur byggst of mikið á því að gagnrýnendur eru með órök- studda sleggjudóma þegar þeir eru neikvæðir. Og gagnrýnendur eru í of miklum mæli að reyna að slá sjálfa sig til riddara með hressilegum og djörfum setning- um, og vera með allskonar yfir- lýsingar í fyrirsögnum á gagnrýninni, - tíska sem var inn- leidd hér fyrir svona um fimmtán árum, einsog í Þjóðviljanum, Blóðieysi varþar sagt um Ríkarð þriðja. Og gjarna birta þeir mynd af sjálfum sér, eða blöðin þá mynd af þeim. Gagnrýnin virðist oft beinast frekar að því að slá upp manninum sem skrifar gagnrýnina en að vera rökstudd- ur og leiðbeinandi dómur um það verk sem fjallað er um. Ríkarður þriðji fœr neikvœða gagnrýni í Þjóðviljanum en önnur verk í Þjóðleikhúsinu í vetur hafa fengið öðruvísi gagnrýni og jafnvel mjög jákvœða, til dœmis Upphitun eftir Birgi Engilberts. Leikhúsfólk virðist vera við- kvæmara fyrir gagnrýni en aðrir sem undir mega sitja. - Já, það er ósköp eðlilegt að leiklistarfólk sé viðkvæmara fyrir gagnrýni en aðrir. Rithöfundur- inn, listmálarinn, og hljómlistar- maðurinn í mörgum tilvikum , - þeir eiga verk sín á bókum, í mál- verkum og hljómplötum, sem lifa, og það er alltaf hægt að endurmeta afstöðu sína til verks- ins. En þegar leiksýningu er lokið standa umsagnir í blöðunum ein- ar eftir. Þessvegna er eðlilegt að leikhúsfólk sé viðkvæmt fyrir því sem þar stendur og vilji að þeir sem um það fjalla viti í hverju þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í leikhúsi séu fólgin, - að gagnrýnin sé faglegri og skrifuð af meiri þekkingu á leikhúsi en nú er. Peningar Að lokum: á nýafstöðnu leiklistarþingi kom fram að fjár- veitingar hafi minnkað verulega á undanförnum árum til menning- armála almennt og til Þjóðleik- hússins sérstaklega. Viðbrögð þín? - Því miður hefur það verið svo að fjárveitingar hafa minnkað, til Þjóðleikhússins í öllu falli. Það hafa ævinlega verið nokkur átök, en núna hefur dregið verulega úr því sem leikhúsinu er ætlað á fjár- lögum. Þetta hefur komið sér afar illa, sérstaklega vegna þess að margt í byggingunni er í niður- níðslu. Leikhúsbyggingin er orð- in yfir 50 ára gömul og það gefur auga leið að margt þarf að endur- nýja og lagfæra. Við höfum orðið að taka fé úr rekstrinum núna til slíkra hluta, og höfum staðið í þeirri trú að þetta mundi verða okkur bætt, - og ég vona svo sannarlega að svo verði. - Þetta hefur lækkað verulega. Meðaltalsfjárveiting á árunum 1973 til 1983 var um 64,9 prósent af rekstrinum en er nú tæp 48 prósent. Hafa þessi fjármál haft áhrif á leiklistarstefnu Þjóðleikhússins? - Ekki ennþá. Leikárið verður að skipuleggja með það löngum fyrirvara að þegar verið er að velja verkefni er ekki vitað hvort fjármagn fæst. Ef það ætti að breyta stefnunni þegar fjárlög liggja fyrir yrði það dýrara en að halda sig við áætlun. Þetta hefur þó haft þau áhrif að verkefni leikhússins eru eins fá og hugsan- legt er við rekstur leikhúss af þessari stærð. Við getum ekki fækkað verkefnum meira. Nema menn taki um það ákvörðun, og þá lægi beinast við að taka þá ákvörðun að loka Þjóðleikhús- inu. -m 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.