Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 12
Kóngar
4
Kafli úr nýútkominni barnabók eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur
Nú í dymbilvikunni gefur Mál og eftir Hrufnhildi Valgarðsdóttur. henni greinir frá tveim góðum fé- vinnur úti og hann má því gera bókarinnar sem ber heitið Katt-
menning út nýja barnabók eftir Hrafnhildur hefur áður birt smá- lögum, Lalla og Jóa, sem eru að allt sem hann vill, en móðir Lalla arhreiður. Teikningarnar úr
íslenskan höfund. Bókin ber sögur í blöðum og tímaritum en verða tíu ára. Hamingju þeirra er er heima og gleymir honum aldr- bókinni eru eftir Brian Pilking-
heitið Kóngar í ríki sínu og er þetta er fyrsta bókin hennar. í misskipt því Jói á mömmu sem ei. Hér fer á eftir annar kafli ton.
Lalli hentist í loftköstum niður á bryggju. Jói
hlaut að vera þar. Jú, þarna stóð vinur hans,
skítugur upp fyrir haus og var að dorga. Á
bryggjunni hjá honum lágu nokkrir marhnútar,
tveir sandkolar og einn ufsi.
„Loksins komstu. Hvar hefurðu eiginlega
verið?“ spurði Jói þegar hann sá Lalla.
„Ég fór í skólann að sækja einkunnirnar mín-
ar.“
„Nú, átti að sækja þær í dag?“
„Já, hvers vegna komst þú ekki?“
„Æ, ég gleymdi því. Pað skiptir ekki máli. Ég
er hvort sem er alltaf með þeim lægstu.“
„Ég tók einkunnabókina fyrir þig, en hún er
ennþá í skólatöskunni minni. Ég læt þig fá hana
seinna.“
Jói safnaði saman fiskunum og setti þá í poka.
„Ég þarf að segja þér dálítið leyndarmál,“
sagði hann og svipur hans varð dularfullur. „Ég
fann kattarhreiður.“
„Kattarhreiður? Hvað áttu eiginlega við?“
„Þú veist, villikött með sjö kettlinga. Þú
steinþegir um það. Þetta er okkar leyndarmál.“
„Auðvitað. Hvar er hreiðrið?“
„Það er hérna uppi í hlíðinni. Komdu fyrst
með mér heim, því að ég ætla að sjóða þessa
fisktitti og færa kattarræflinum. Hún getur
aldrei veitt nóg af músum og fuglum handa
sjálfri sér og líka hugsað um alla þessa kett-
linga.“
Þeir fóru heim til Jóa og beint inn í eldhús.
„Byrjaðu að skera fiskana í tvennt svo þeir
komist í pottinn,“ sagði Jói eins og myndarleg
húsmóðir.
Lalli skar, en Jói leitaði að nógu stórum potti.
Hann saltaði vatnið og tíndi svo fiskana ofaní.
„Þetta verður fínasta máltíð fyrir greyin,“
sagði hann og þurrkaði fiskslorið af höndunum í
buxurnar sínar. „Já, þá man ég það. Ég var
ekkert búinn að borða sjálfur.“
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986
Jói gramsaði í eldhússkápnum, dró þaðan út
gamalt brauð og skar sér þykka sneið.
„Vilt þú líka?“
Lalli hristi höfuðið. „Nei takk, ég var að
borða.“
Jói nennti ekkert að smyrja brauðið. Hann
hámaði það í sig og drakk mjólk með. Lalli
horfði á með aðdáun. Það hlaut að vera stór-
kostlegt að geta farið sjálfur inn í eldhús, drullu-
skítugur upp yfir haus og borða gamalt brauð,
án þess að þvo sér um hendurnar áður.
„Heyrðu, ég er með fína hugmynd. Við
byggjum okkar kofa og búum þar í sumar,“
sagði Jói með fullan munninn af brauði.
Lalli kinkaði kolli hrifinn.
„Við fáum leyfi hjá hreppstjóranum til að
byggja kofann hérna rétt fyrir utan bæinn. Við
getum ræktað kartöflur og rófur og étið það
hrátt, eða búið okkur til hlóðir og soðið það. Þá
getum við sofið og vakað þegar okkur sýnist,
eins og fuglarnir.“ Jói þurrkaði sér um munninn
með peysuerminni. „Það verður flott maður."
„En til hvers þurfum við að fá leyfi hjá
hreppstjóranum?“ spurði Lalli.
„Til þess að hafa þetta allt löglegt maður.
Annars verður kofinn rifinn burt þegar kallarnir
fara að hreinsa í sumar. Þeir kalla allt drasl og
henda öllu. Þeir fara um allt, meira að segja upp
í fjall.“
„Hvað eruð þið eiginlega að drullumallast,
strákaóféti?“ Það var amma hans Jóa sem
stormaði inn í eldhúsið.
„Við erum búnir að taka að okkur sjö börn og
eina mömmu,“ sagði Jói eins og ekkert hefði
ískorist. Lalli horfði niður á tærnar á sér og
þorði ekki að bæra á sér.
„Hvurslags bull er þetta í þér, strákur? Hvað
ertu að tala um sjö börn og eina mömmu?“
„Jú, sjáðu til amma mín. Ég fann villikött
með sjö kettlinga. Og nú er ég að sjóða handa
henni fiska sem ég veiddi niðri á bryggju áðan.“
Þá rak amma upp öskur, varð eins og rauður
belgur í framan og engdist sundur og saman.
Lalla brá og leit á’Jóa. En Jói lét sem ekkert væri
og spurði þurrlega:
„Og hvað er svona fyndið við það?“
Amma náði varla.andanum. Hún hlassaði sér
niður á stól og svo fór hún að hósta. Lalli bjóst
við að hún myndi springa þá og þegar, en Jói
sagði ósköp rólega:
„Iss, þessar ömmur. Þær hlæja að engu og
rífast út af engu. Svona, nú eru fiskarnir soðnir.
Við skulum setja þá í vaskafat og láta þá kólna.“
Amma hélt áfram að hósta og æpa, eða hlæja,
eða hvað sem það nú var. Loks náði hún andan-
um nógu vel til að geta talað.
„Það byrjar snemma, fjölskyldubaslið hjá
ykkur, pöddurnar mínar.“ Hún var orðin
óvenju blíðleg í rómnum, en ennþá gusaðist
einhvers konar hlátur upp úr henni. Jói kyssti
ömmu á kinnina.
„Við getum ekki látið kettlingagreyin deyja
úr hungri, þótt þeir séu villikettir. Ekki geta þeir
að því gert þótt þeir hafi fæðst.“
Þá rak amma upp annað öskur.
„Komdu,“ sagði Jói og þreif í Lalla. „Hún er í
kasti.“
„í kasti? Hvað áttu við?“
„Þá hlær hún allan daginn að engu.“
Lalli hraðaði sér út og Jói kom á eftir með
gamalt, ryðgað vaskafat. Það rauk úr fiskinum í
fatinu.
„Þetta kólnar á leiðinni,“ sagði Jói.
Lalli var með fiðring í maganum eftir að hafa
hlustað og horft á allan þennan einkennilega
hlátur.
Eftir svolitla stund komu þeir að mjóum
gangstíg sem lá upp að fjallinu.
„Við erum svona tíu mínútur að labba að
hreiðrinu. Við getum skipst á að halda á fatinu,“
sagði Jói.
Leiðin var brött og þeir gengu rösklega.