Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Blaðsíða 1
Holland Ruddalegir leigu- bílstjórar Haag - Hollenskir bílstjórar hafa nú verið skikkaöir til að taka próf í almennri kurteisi og góðurr) siðum. Þeir munu vera annálaðir fyrir ruddaskap gagnvart viðskipta- vinurn, eftir því sem segir í skýrsl- um hollenskra neytendasamtaka. Eiga þeir að gangast undir sér- stakt próf sem mælir „eðlisþætti samskiptaforma þeirra", eins og segir í tilkynningu Hins konung- lega hollenska flutningasam- bands. Salvör Nordal með eitt Picassomálverkið: „Þetta verður mikil og falleg sýning". (Mynd Sig.) Málverk Picassos Valin sérstaklega fyrir Listahatid 55 málverk og teikningar. Lögregluvarsla allan sólarhringinn. Nokkrar myndanna aldrei verið sýndar áður opinberlega Nú eru myndirnar komnar hingað til lands og komnar í skothelda geymslu þar til sýn- ingin verður sett upp cn hún opnar 31. maí, sagði Salvör Nordal framkvæmdastjóri Listahátíðar er Þjóðviljinn f'or- vitnaðist um Picassomálverkin sem verða sýnd hér á Kjarvals- stöðum í vor. „Þetta eru 55 myndir í allt, aðallega málverk en nokkrar blýantsteikningar eru með líka. Elsta myndin er frá 1920 og þær yngstu frá 1971 og 72. Meðal þessara mynda cru 23 myndir sem voru á sýningu í Avignon 1973 og var stolið það- an. Það var mikið mál þá eins og geta má nærri en svo fundust þær aftur en hafa ekki verið sýndar síðan fyrr en núna“. Sýningin verður í austursal Kjarvalsstaða og Jacqueline Picasso ekkja málarans mun koma hingað til lands og stjórna uppsetningu sýningarinnar. Ríkið sér alfarið um trygginga- málin sagði Salvör enda eru þessi málverk milljarðaverð- mæti. Stöðug varsla verður á sýningunni, bæði dag og nótt og sagðist Salvör gera ráð fyrir að lögreglan tæki hana að sér. Aðspurð hvernig það hefði komið til að þessar myndir kæmu hingað á listahátíð sagði Salvör það hafa verið í gegnum Erro. „Þau sátu saman ásamt einum vini sínum og voru að drekka morgunkaffi og tala um sýningar á Picassoverkum og Erro sagði „Af hverju ekki á Islandi?" „Já, af hverju ekki?“ mun frúin hafa svarað og þar með fór boltinn að rúlla“. „Þetta eru allt myndir úr einkasafni frúarinnar, nokkuð margar þekktar myndir eru þarna með, - allflestar hafa myndirnar verið sýndar áður en þó eru málverk þarna sem hafa ekki farið áður á sýningar." Sal- vör sagðist auðvitað vera stress- uð yfir aö vera með þetta í höndunum en hún hefði verið mikið fegin þegar flugvélin var lent með allt heilt innanborðs. Myndirnar komu beint úr safni frú Picasso og fara beint þangað aftur. „Þær eru valdar sérstak- lega fyrir þessa sýningu" sagði Salvör að lokum. ing. Borgarmötuneyti Allt að 80% hækkun Matarmiðar ímötuneyti borgarinnar við Skúlatún hœkkaðir um allt að 80%. Engar skýringar. Haraldur Hannesson: Munum óska eftir skýringum. Leggjum áherslu á að verðlagi verði haldið í skefjum Þessari hækkun var skcllt á al- veg óforvarindis og okkur þvkir þetta auðvitað óeðlilegt á sama tíma og talað er um að halda eigi verðlagi í skefjum, sagði starfsmaður á Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðviljann í gær, en matarmiðar í mötuneyti borgarinnar við Skúlatún hafa verið hækkaðir um allt að 80%, án þess að nokkrar skýringar hafi verið gefnar á hækkuninni að sögn starfs- manna. Starfsmenn Vélamiðstöðvar- innar og fleiri starfsmenn borgar- innar borða hádegismat í þessu mötuneyti. Á mánudaginn var hækkuðu matarmiðar talsvert. Þannig kostar kjötmáltíð með súpu nú 180 krónur en kostaði áður 100 krónur, sem var staðlað verð allra máltíða fyrir hækkun. Eftir hækkun kostar fiskréttur með si^pu 120 krónur. Hægt er að fá einungis súpu og eina brauðsneið með smjöri á 60 krón- ur, en ef keyptur er aðalréttur fæst ekkert brauð, segja starfs- menn. „Við munum óska skýringa á þessu, þeir þurfa að færa fyrir því gild rök að þessi hækkun sé rétt- lætanleg. Það er beinlínis hluti af síðustu kjarasamningum og við leggjum auðvitað á það mikla áherslu að verðlagi verið haldið í skefjum," sagði Haraldur Hann- esson formaður Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar og for- maður Verðgæslunefndar BSRB þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hann í gær. Til samanburðar má geta þess að matarmiðar í mötuneyti borg- arinnar í Austurstræti kosta 85 krónur og í öðrum mötuneytum borgarinnar er verðið svipað, sums staðar lægra, sums staðar hærra. Mötuneytið við Skúlatún var því í hærri kantinum fyrir hækkun. Haraldur sagði í gær að sam- kvæmt samningum hefðu fulltrú- ar starfsmanna rétt á að skoða reikninga mötuneytisins og sá réttur yrði iíklega nýttur í þessu tilviki. -gg MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Arnarflug Helgi með 46 þúsund kr. útsvar Helgi Þór Jónsson, sem snar- aði út 3 miljónum króna til að staðgreiða hlutabréf Flugleiða í Arnartlugi, - var með 46 þúsund krónur röskar í útsvar og að- stöðugjald á sl. ári. Sjá bls. 5 Innflutningur Útlendu grænmeti pakkað Davíð Scheving hefur hafið innflutning á 11 tegundum af frystu grænmeti frá Danmörku og hefur komið hér upp fullkom- inni pökkunarstöð. Oskar Þor- móðsson hjá Sól h.f. sagði að þetta hefði byrjað um síðustu jól með innfiutningi á jarðarberjum en nú væru tegundirnar orðnar 11. Niels Marteinsson hjá Sölute- lagi garðyrkjumanna sagðist að- spurður ekki hafa trú á því að þessi innflutningur drægi neitt úr sölu innlends grænmetis vegna þess að fólk tekur alltaf ferskt grænmeti framyfir frosið. Aftur á móti væri gott að hafa á boðsól- uni frosið grænmeti þegar ferskt er ekki til. -S.dór Grásleppuhrogn Umtalsverð hækkun Verðhœkkunin nemur 13% ígjaldeyrien vegna hœkkunar þýska marks- ins erhœkkunin enn meiri. Umtalsverð verðhækkun hefur orðið á grásleppuhrognum frá því í fyrra. í fyrra fengust 925 v-þ mörk fyrir 105 kg. tunnu en nú fást 1050 mörk í'yrir sama magn. Þetta segir þó ekki alla sög- una, því að vegna hækkunar á þýska markinu er hækkunin hér innanlands raunar mun meiri. í fyrra fengu menn 12-13 þúsund krónur fyrir tunnuna en í ár 17 þúsund krónur. Alfreð Þórsson hjá Steinavör, sem er stór útflutningsaðili grá- sleppuhrogna, sagði að fyrir norðan væru grásleppuveiðar hafnar fyrir all nokkru og hefðu gengið sæmilega. Hér syðra og fyrir Vesturlandi væru veiðarnar rétt að hefjast. Verð á grásleppuhrognum frá sjómönnum til verkenda er frjálst og liggur á bilinu 75-113 krónur fyrir kflóið. Sumir grásleppukarl- arnir verka hrognin sjálfir en aðr- ir veiða bara og selja til verk- enda. Skortur er nú á hrognum og mikið spurst fyrir um grásleppu- hrogn nú. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.