Þjóðviljinn - 26.04.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Side 4
LEIÐARI Sviplausu þingi lokið Sviplausu og átakalitlu þingi er lokiö. Þrátt fyrir deyföina á alþingi og umleikis þaö á liönum vetri hafa oröið mörg tíðindi sem snerta löggjafarsamkomuna; stööu hennar í nútíö og framtíð. Viöburðir í þjóöfélaginu á liðnum vetri benda til þess aö þingið sé ekki eins sterkt og oft áður. Þaö er heldur ekki jafn trúverðugur spegill þjóðlífsins og fyrrum. Menn hljóta aö ætlast til þess, aö umræöur og stefnumótun á alþingi endurspegli þjóðlífið; stéttaátök og skoðanamun. Þaö er ætlast til þess aö alþingi veiti ríkisstjórn aöhald og aö valdakerfið sé til stööugrar gagnrýninnar umfjöllunar á alþingi. Margt bendir til þess aö þaö alþingi sem nú hefur lokiö störfum hafi ekki svarað væntingum af þessum toga. Þingiö stóö skemur en alla jafnan, - og ýmsir vankantar því bersýnilegri en ella. Fyrri hluti þingtím- ans fór í fjárlagagerð, tímafreka og erfiða vinnu. Þessi vinna var nánast aö engu gerö með kjara- samningum í Garöastræti í febrúarmánuði. Ríkis- stjórnin stóö aö málum með hendur fyrir aftan bak, - ýmis stærstu mál þingsins voru unnin útí bæ, auk fjárlaganna frumvörpin um húsnæðiskerfið og sjóöakerfi sjávarútvegsins. Frumvörp ríkisstjórnar- innar komu seint fram og svosem alltof algengt er var fjöldi mála afgreiddur í flýti á síðustu dögum þingsins. Ekkert af þessu er líklegt til aö styrkja þingræðið í landinu. Vinnubrögö af þessum toga leiða þvert á móti til þess, að mikilvæg mál fá ónóga umfjöllun á alþingi, litla umræðu í þjóðfélaginu og vinnulagið er þannig skeröing á lýðræðinu. Svo virðist sem breyting á þingsköpum, m.a. í þá átt aö stytta ræðutíma og skerða rétt þingmanna til aö fylgja eftir málum í fyrirspurnartímum á alþingi hafi leitt til þess aö dregið hefur úr aöhaldi aö ríkis- stjórninni. Viö slíkum breytingum mátti stjórnkerfið á alþingi ekki, - og þaö er full ástæða til aö breyta þingsköpum aftur í þaö horf aö auka rétt þingmanna til málafylgju og aöhalds í umræöum á alþingi. Sumir telja aö meö samningagerðinni og um- skráningu fjárlaga í vetur, hafi alþingi framkvæmt valdaafsal. Hér á þessum vettvangi hefur oft veriö vakin athygli á því, aö auka þyrfti vald alþingis. Það þyrfti aö auka eftirlitsvald þess með lagaframkvæmd og möguleika til beinni afskipta af málum sem varöa alla þjóðina. Á alþingi í vetur kom fram tillaga um opna starfsnefnd til aö fjalla um Hafskipshneykslið, en þrátt fyrir aö skoðanakönnun gæfi til kynna yfir- gnæfandi stuöning almennings meö slíkri nefnd, á- kvaö alþingi aö styöja lokaða rannsókn. Síöan er þaö hneyksli aö falla í gleymsku og dá. Hafskipshneyksliö leiddi í Ijós veikleika á ríkis- stjórninni og reyndar líka alþingi. Ekkert bendir til þess að alþingi hafi dregiö lærdóma af því máli. Ríkisstjórnin hefur gengiö í gegnum fleiri hneykslismál á liðnum vetri - og hún hefur oröið máttlausari meö hverjum mánuöinum. Hins vegar hefur þaö grundvallaratriði í stjórnarstefnunni, að skeröa kaupmátt samningsbundinna launa, þegar í upphafi stjórnarferilsins, veriö staöfest ár eftir ár og afleiöingar þessa eru sífellt að koma fram. Jákvæöi alþingis gagnvart niöurstöðum Garða- strætisviöræönanna gaf íhaldspressunni tilefni til aö halda því fram, að um „þjóöarsátt" hefði veriö aö ræöa. Slíkar yröingar eiga ekki við rök að styðjast, enda hefur Svavar Gestsson formaöur Alþýðu- bandalagsins marglýst því yfir aö þaö yrði aldrei þjóöarsátt um þá þjóöarskömm sem láglaunin og fátæktin er í landinu. Ríkisstjórnin hefur veriö jafn ruddaleg í garð stjórnarandstöðunnar á alþingi og viö launafólkið í landinu. „Þaö er alger meginregla hjá stjórnarflokkunum að því er viröist, að afgreiða engin mál, sem stjórnarandstaðan er meö“, segir Ragnar Arnalds þingflokksformaður Alþýðubanda- lagsins í viðtali við Þjóðviljann í dag. Ragnar Arnalds bendir einnig á, sem ekki hefur veriö mikiö um fjallað opinberlega, aö efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar leiðir m.a. til mikils halla á ríkissjóöi. „Þaö er þarna verið aö hlaða upp skulda- stíflu sem hlýtur að flæða yfir þjóöina fyrr en síðar, og þó að menn séu að benda á lágar veröbólgutölur, þá veröa þeir að hafa í huga, að verðbólgan er dulin. Vísitalan er verulega fölsuö og vitaö mál aö verö- bólguhraðinn væri miklu meiri ef ríkissjóöur væri ekki rekinn með þessum stórhalla". Þegar ríkisstjórnarflokkarnir taka til við aö berja saman fjárlagafrumvarp í haust, munu vandkvæöin koma uppá yfirborðið. Þá munu timburmenn þess, sem einhverjir leyfa sér aö kalla „þjóöarsátt" hellast yfir stjórnarliðanna. Ragnar Arnalds útilokar ekki kosningar í haust. Víst er að haustið verður heitt, - þrátt fyrir logn á þinginu í vetur. -óg Ljósmynd Sigurður Mar. LJOSOPIÐ DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.