Þjóðviljinn - 26.04.1986, Page 5
DJÚÐVIUINN
Umsjón:
Óskar Guðmundsson
Rússnesk rúlletta í háloftunum
Er Helgi Þór leppur Flugleiða? Lukkuriddararnir úr Hafskip komnir afstað.
Vilja eignast flugfélag - en ríkið á að taka áhœttuna
Harðorðar yfirlýsingar Sigurð-
ar Helgasonar eldri, stjórn-
arformanns Flugleiða um höfuð-
andstæðinginn, Arnarflug, vöktu
á dögunum ómælda undrun í
hinni annars lítt uppnæmu veröld
íslcnskra viðskipta. Innan Flug-
leiða sjálfra voru menn hissa á
hörkulegu orðfæri stjórnarfor-
mannsins. Vissulega hefur Arn-
arflug lengi verið þyrnir í augum
Sigurðar og æðstu stjórnar Flug-
leiða, sem skynja að með réttum
aðgerðum gæti Arnarflug orðið
þeim skeinuhætt. Sigurður er að
sönnu þekktur fyrir hörku í við-
skiptum, sem oftar en ekki stapp-
ar nærri ófyrirleitni, en hann er
líka klókur. Og hann hlaut að sjá
það sjálfur, að yfirlýsing af því
tæi sem hann lét frá sér fara um
Arnarflug gat ekki orðið að öðru
en „búmerangi14, sem kæmi aftur
í hnakka hans sjálfs, nema því að-
eins að hann þættist nú loks hafa
öll ráð Arnarflugs í hendi sér.
Þannig var það túlkað af athugul-
um skoðunarmönnum utan við
veröld fjármálanna, sem biðu því
spenntir eftir náðarhögginu.
Atburðarásin sem sigldi í kjölf-
arið gaf heldur yfirlýsingum Sig-
urðar Helgasonar eldri ekkert
eftir, og hefði meir en bærilega
getað sómt sér í amerískri B-
mynd af þeim toga sem gerðu
Ronald Reagan frægan. Fyrst at-
laga að Arnarfiugi sem leiddi til
trúnaðarbrests og dramatískra
yfirlýsinga milli ráðherra sam-
göngumála og Flugleiða. Að því
loknu stígur fram á sviðið dular-
fullur hóteleigandi úr Hveragerði
sem heldur því fram að hann hafi
orðið ríkur- af því að taka meira-
próf og leigja út krana. Meira-
prófshafinn slengir í einu vetfangi
þremur miljónum á borðið til að
staðgreiða hlutabréf Flugleiða í
Arnarflugi, þrátt fyrir að hann
hafi samkvæmt heimildunt Þjóð-
viljans verið í vanskilum með
nákvæmlega sömu upphæð í ó-
nafngreindum banka, og ekki
greitt neitt af henni í næstum hálft
ár. Allt leiðir þetta svo til upp-
náms og írafárs í hópi níu harð-
skeyttra aðila úr viðskiptalífinu
sem höfðu um stundarsakir
brugðið yfir sér hetti Hróa úr
Skíriskógi og ætluðu á elleftu
stundu að bjarga mærinni Maríon
í gervi Arnarflugs úr klóm yfir-
valdsins með því að leggja til tug-
miljónir í hlutafé að uppfylltum
vissum skilyrðum.
í orði gefnu leit út einsog þar
væru á ferð hinir sönnu lukku-
riddarar frjálsrar samkeppni, en
þegar dýpra er skyggnst kemur í
ljós að einnig þeir eru afkvæmi
gamla góða pilsfaldakapítalism-
ans: þeir ætla að láta ríkismadd-
ömuna taka áhættuna en sitja
sjálfir að ágóðavoninni. Sagan
endurtekur sig - hjá ólíklegasta
fólki!
Björgunaraðgerðir
Arnarflug hefur um skeið verið
í erfiðleikum. Á síðasta ári nam
tap þess milli 60-70 miljónum, og
samkvæmt uppgjöri frá 20. apríl
voru skuldir umfram eignir 183,8
miljónir við síðustu áramót. Ofan
á fjárhagsraunir Arnarflugs
bættist svo, að helsti keppin-
auturinn, Flugleiðir, átti rösk 40
prósent af hlutafé Arnarflugs, og
í krafti þess tvo fulltrúa í fimm
manna stjórn. Flugleiðir gátu því
haft áhrif á stjórn félagsins, og
vissu ævinlega allar fyrirætlanir
þess. Samkeppni getur orðið
meir en erfið við slíkar aðstæður.
Stjórnendur Arnarflugs lögðu
þó ekki árar í bát. Fyrir skömmu
tókst þeim að hrifsa framan við
nefið á Flugleiðum drjúgan skerf
af pílagrímaflugi í Arabalöndun-
um, sem Arnarflug telur að muni
gefa þeim sæmilegan hagnað.
Um það eru þó áhöld. En stærsta
björgunarvon félagsins felst í því
að þeirn tókst að hóa saman hópi
níu reyndra og harðskeyttra aðila
úr viðskiptaheiminum, sem að
uppfylltum vissum skilyrðum
voru reiðubúnir til að ganga inn í
Arnarflug með 60 miljónir í nýju
hlutafé.
Rússnesk rúlletta
Væntanlegu hluthafarnir voru
Hörður Einarsson og Sveinn R.
Eyjólfsson hjá Frjálsri fjölmiðl-
un, Guðlaugur í Karnabæ, Pétur
Björnsson í Kók, ferðaskrifstofan
Atlantik, Hótelin Holt og Saga,
Magnús Gunnarsson hjá SIF (og
Útsýn) og að lokunt
Samvinnuferðir-Landssýn.
Ferðaskrifstofan Terra hefur síð-
an slegist í hópinn, og fleiri sýnt
áhuga (Hagvirki, ferðaskrifstof-
an Útsýn, Jóhanna Tryggvadótt-
ir). Þeir Hörður Einarsson og
Helgi Jóhannsson hjá
Samvinnuferðum-Landssýn urðu
forystutvíeykið í hópnum og hjá
þeim voru fundir hans haldnir.
Þegar rennt er yfir þennan hóp
fer ekki hjá því að nafn Hafskips
sáluga komi upp í hugann. Ýmsir
úr honum komu nefnilega við
sögu í lokadrama þess mikla
ævintýris. En flestir í hópnum
tengjast þó ferðamálum eða sam-
göngum á einn eða annan hátt, og
því giska auðvelt að skilja þátt-
töku þeirra í Arnarflugi. Hins
vegar er torfundnari skýringar á
þátttöku lukkuriddaranna úr
Hafskipsævintýrinu, manna á
borð við þá Svein R., Hörð, og
janvel þá Guðlaug og Pétur í
Kók. Félagar þeirra í hópnum
kunnu engar skýringar heldur.
Gamla Hafskipsgengið heldur
hins vegar þeirri skoðun á lofti að
það sé í krossferð gegn einokun-
arsinnunum í Flugleiöum og
Eimskip (en sömu aðilarnir og
knésettu þá í Hafskip eru ráðandi
í Flugleiðum). Á þeim vængnum
tala menn um rússneska rúllettu,
þeim virðist áfram um að koma
því inn hjá fólki að þeir séu vilj-
ugir til að ganga inn í Arnarflug
og taka þannig meðvitaða áhættu
af einskærum hugsjónaástæðum,
leika einskonar rússneska rúll-
ettu sem gæti allt eins leitt til rnilj-
ónataps viðkomandi aðila til þess
eins að sporna gegn einokun.
Raunveruleikinn er þó heldur
öðruvísi.
Hörð skilyrði
Skilyrðin sem hópurinn setti
fyrir þátttöku sinni voru fyrst og
fremst þríþætt: samningar tækj-
ust viö lánadrottna Arnarflugs
unr að ekki yrði gengið að fé-
laginu í bráð, ríkisstjórnin veitti
ríkisábyrgð fyrir stóru láni, og öll
hlutabréf í Arnarflugi yrðu metin
niður á 10 prósent af nafnvirði og
í ofanálag yrðu Flugleiðir að selja
sinn hlut í fyrirtækinu til hópsins.
Stjórn Árnarflugs tókst að
tryggja stuðning Matthíasar
Bjarnasonar samgönguráðherra
við ofangreind skilyrði. Stuðn-
ingur hans byggðist á tvennu:
annars vegar andúð hans á mögu-
legri einokun Flugleiða, en hins
vegar var honum líka ljóst, að
takist ekki að bjarga Arnarflugi
með einhverjum ráðum er það
deginum ljósara að fyrirtækið
rúllar og velþekktur og hrösunar-
gjarn ríkisbanki, Útvegsbankinn,
fær á sig skuldahnút upp á tæpar
200 miljónir.
Flugleiðir eiga ýmsa erfiðleika
fyrir höndum, og þurfa senn að
ganga bónarveg að ráðherra.
Honum reyndist því auðsótt að
telja þá á að færa hlutabréf sín
niður í 10 prósent af nafnvirði. og
taldi sig hafa orð Sigurðar Helga-
sonar eldri fyrir því að hinir vænt-
anlegu hluthafar fengju bréfin
keypt.
Leppur?
Sigurður hafði hins vegar talið
Arnarflug vera á síðasta snúning
og brást illa við þegar ljóst varð
að áhrifamiklir aðilar úr við-
skiptaheiminum töldu unnt að
setja spelkur á Arnarflug. Hann
tók því til óspilltra málanna.
Fundinn var kaupandi á bak við
tjöldin, og án þess að tilkynna
Matthíasi ráðherra seldu Flug-
leiðir bréf sín í Arnarflugi marg -
frægum Helga ÞórJónssynifyrir
14 prósent af nafnvirði.
Þetta olli trúnaðarbresti milli
Flugleiða og ráðherra. Matthías
lýsti því yfir að stjórn Flugleiða
hefði komið aftan að sér, og hér í
Þjóðviljanum lét hann hafa eftir
sér, að það yrði erfiðara að trúa
Flugleiðamönnum í næsta
skiptið. í því fólst auðvitað dulin
hótun um að þegar Sigurður eldri
kemur bónarveg að honum í
haustbyrjun, þá kunni að blása
kaldir vindar úr ráðuneyti.
Því hefur verið ákaft neitað að
Helgi Þór Jónsson sé leppur í
höndunt Flugleiðamanna. Því er
hins vegar erfitt að trúa. Ráðu-
nautar hans eru þeir Þorstcinn
Guðnason og Pétur Þór Sigurðs-
son hjá Fjárfestingafélaginu. En
það fyrirtæki hefur einmitt starf-
að mjög rnikið fyrir Flugleiði og
haft af góðan hagnað. Meðal
.annais sá það unr sölu á bréfurn
ríkisins í Flugleiðum.
Þjóðviljinn hefur fyrir því
heimildir, að upphaflega hafi
Helgi Þór einungis viljað ganga
til samstarfs við nímenningana.
Ráðgjafar hans hafi hins vegar
ráðið honum ákaft frá því og bent
honum frekar á að kaupa bréf
Flugleiða á 14 prósent af
nafnvirði. Þetta olli því að á tírna-
bili virtist sem skyndileg íhlutun
Helga Þórs væri að sprengja
væntanlega aðild nímenninganna
að Arnarflugi og þarmeð eyði-
leggja framtíð félagsins. En það
hefði auðvitað verið mjög að
skapi Sigurðar Helgarsonar eldri.
Það var líka Ijóst að því lengur
sent liði án samkomulags við nýju
hluthafana vænanlegu ntyndu lík-
ur á þátttöku þeirra í Arnarflugi
minnka. Öll töf var því Flug-
leiðurn kærkomin. Á yfirborðinu
lítur skyndileg kraftbirting Helga
Þórs því út einsog snjöll flétta af
hálfu Sigurðar Helgasonar eldri.
En að sjálfsögðu er erfitt að
fullyröa að Helgi Þór sé leppur
Flugleiðantanna. Margt bendir
þó til þess. Þrátt fyrir tröllasögur
um auðævi hans virðist honum
ekki mikið fé útbært. Á síðasta
ári greiddi hann ekki nema 46
þúsund krónur í útsvar og að-
stöðugjöld, og sé hann ekki því
meiri skattsvikari gefur það til
kynna að maðurinn hafi árið 1984
haft minna en hálfa miljón í tekj-
ur. Þjóðviljinn hefur sömuleiðis
heimildir fyrir því, að Helgi
skuldar verktökum sem unnu
fyrir hótelbygginguna í Hvera-
gerði verulegar upphæðir.
Þjóðviljanunt er líka kunnugt
að í ónefndum banka hefur Helgi
verið í vanskilum í næstum hálft
ár með erlent lán vegna krana-
kaupa. Upphæðin? Næstum því
nákvæmlega þrjár miljónir, eða
svo til sama upphæð og hann
slengdi á borðið sem staðgreiðslu
fyrir bréf Eluglciða. Þessutan
upplýsti Þjóðviljinn á dögunum
að Helgi Þór hafi nýverið fengið
erlent lán að upphæð 20-30 milj-
ónir króna, eða nákvæmlega
sömu upphæð og hann hefur rætt
um að færa með sér í nýju hlutafé
í Arnarflugi.
Þegar haft er í huga hversu
þægileg tímasetningin var fyrir
Flugleiöi, tengsl ráðgjafa Helga
viö Flugleiði og fjárþröng hans
sjálfs, þá er erfitt að bægja þeirri
hugsun frá að það hafi verið Flug-
leiðirsent hlupu undir bagga með
Helga.
Það er svo til marks um ein-
stakt viðskiptavit mannsins, að
hann keypti bréf Flugleiða á 14
prósent af nafnvirði. Tveimur
dögum síðar liafði hann svo fallist
á að meta þau á tíu prósent, yrði
af samstarfi hans við nímenning-
ana. Með einu pennastriki tapaði
hann þannig einni miljón.
Undir pilsfaldinn
Alþingi hefur nú samþykkt sér-
stök lög um ríkisábyrgð fyrir 95
miljónir króna handa Arnarflugi.
Veðiö seni ríkið fær er að vísu
allsendis ófullnægjandi að flestra
dómi: kaupréttur á flugvél sem
Arnarflug tekur á kaupleigu-
samning og fær rétt lil að kaupa
vel undir markaðsverði árið 1988
(en hvert verður markaðsverðið
þá?).
Samt sem áður er enn hik á
hinum nýju hluthöfum. Þeir
tregðast enn við að fara inn í Arn-
arflug. Þrefið stendur núna um
það, aö ríkið lýsi yfir, að það
ntuni ekki taka yfir kaupréttinn.
Ástæðan er sú, að magalendi
Arnarflug með brauki og bramli
á ríkið veðið í kaupréttinum og
gæti nteð því krafsað inn 95 milj-
ónirnar sínar. Nýju hluthafarnir
myndu hins vegar tapa öllu sínu
hlutafé. Og það finnst hinum
nýju lukkuriddurunt frjálsrar
samkeppni ekki nógu gott.
Þrátt fyrir allt eru þeir ekki
alltof vissir um að Árnarflug
haldist til lengdar skýjum ofar.
Og þeim er einfaldlega ekki gefið
um að eiga of mikið á hættu sjálf-
ir, því þrátt fyrir orðræðurnar um
meðvitaða áhættu, krossferð
gegn einokuninni og rússneska
rúllettu í háloftunum eru þeir
ekkert öðruvísi en aðrir íslenskir
pilsfaldakapítalistar: þeir þora
ekki að taka áhættu - nenra undir
faldi ríkismaddömunnar sem
tæki af þeim ntögulegan skell.
Þessvegna getur allt eins farið
svo, að ekkert verði af inngöngu
þeirra í Arnarflug. Neiti ríkið að
gefa eftir kaupréttinn er áhættan
þeirra. Þaðfinnstlukkuriddurun-
um ekki nógu gott: þeir vilja
eignast flugfélag - en ríkið á að
taka áhættuna.
Það er svo notalegt undir
pilsfaldinum.
Ossur Skarphéðinsson.
Laugardagur 26. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5