Þjóðviljinn - 26.04.1986, Side 14
ÞJÓÐMÁL
því að það verði haustkosningar,
sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
—lg-
Stefán Valgeirsson.
Stefán Valgeirsson
Framsóknarflokki
Erfitt og
leiðinlegt
—Þetta hefur ekki gengið
mjög vel og þetta hefur oft verið
erfitt og leiðinlegt en það hefur
líka verið það fyrr. Það hefur
alltaf verið nóg að gera og þegar
þing stendur stutt eins og nú þá er
óvenju mikil pressa á mönnum,
sagði Stefán Valgeirsson þing-
maður Framsóknarflokksins.
—Stærstu málin sem hafa verið
afgreidd á þinginu eru að mínu
mati Sveitarstjórnarlögin sem
eru merkileg lög þó að ég geri ráð
fyrir því að reynslan ntuni sýna að
það þurfi að breyta þeim á næst-
unni, en þetta er merk löggjöf og
ætti að breyta ntiklu.
Hvaða skýringu hefur þú á því
að stjórnarþingmenn hafa tafið
afgreiðslu hvers málsins á fætur
öðru síðustu daga þingsins?
—Menn eru ekki sammála.
Menn voru ekki sammála um
sveitarstjórnarlögin og sama er
að segja um selinn, þar voru mikil
átök. Húsnæðisfrumvarpið er
mikið og merkilegt mál en ég
harma að ekki skyldi tekið nægi-
lega á vanda þeirra sem hafa ver-
ið að byggja á undanförnum
árum þó margt sé búið að gera.
Átt þú von á þingkosningum í
haust?
—Það er ómögulegt að spá um
það. Það ræðst af fjárhagsstöðu
ríkissjóðs og hvort samkomulag
næst um afgreiðslu fjárlaga.
Auðvitað er þessi möguleikí
alltaf fyrir hendi og ekki síst þeg-
ar illa stendur á hjá ríkissjóði,
sagði Stefán Valgeirsson. —lg-
Ólafur G. Einarsson
Sjálfstœðisflokki
Þægilegt þing
—Þegar á heildina er litið þá
finnst mér þetta hafa verið þægi-
legt þing. Þetta hefur ekki verið
Ólafur G. Einarsson.
átakaþing þó auðvitað hafi verið
snarpar umræður á stundum en
yfirhöfuð nokkuð rólegt, sagði
Ólafur G. Einarsson þingflokks-
formaður Sjálfstæðismanna.
—Ég er ekki sammála þeirri
gagnrýni sem heyrst hefur að
þingið hafi verið afgreiðslustofn-
un fyrir aðila úti í bæ. Ég tel þvert
á móti að þetta sé í mjög langan
tíma sem samið er um kaup og
kjör í samræmi við stjórnarstefn-
una en geri samt ekki lítið úr
þeim þætti sem samið var um
uppi í Garðarsstræti
Stjórnarandstæðingar kvarta
undan því að mál hafi komið seint
fram og það hafi gengið illa fyrir
stjórnarandstæðinga að fá mál sín
í gegn, verr en oft áður.
—Þeir hafa nokkuð rétt fyrir
sér með sum mál sem seint hafa
komið frá ríkisstjórninni. Ég tek
undir, en tel að það hafi ekki
komið niður á þeim málum sem
þeir hafá flutt. Það hefur verið
þokkalegasta samkomulag um
afgreiðslu mála yfirleitt og mér
finnst rétt að taka fram að stjórn-
arandstaðan hefur ekki verið
stjórninni til trafala á þessum lok-
adögum og ég er ekki að segja
þeim það til lasts, síður en svo.
Hvað heldur þú með næsta
haustþing. Eigum við von á
haustkosningum?
—Nú er of stórt spurt. Ég
treysti mér ekki til að vera með
spádóma á þessu stigi hvort að
það verði kosningar fyrr en kjör-
tímabilinu lýkur, sagði Ólafur G.
Einarsson. —lg.
Kristín S. Kvaran
utan flokka
Gengið slælega
fyrir sig
—Ég get ekki kallað þctta
starfssamt þing. Þetta hafa verið
óvenju léleg afköst í vetur og þing-
haldið gengið mjög slælega fyrir
sig á allan hátt, sagði Kristín S.
Kvaran þingmaður utan flokka.
Hvernig hefur þér sem stjórn-
arandstöðuþingmanni gengið að
koma málum fram?
—Það er nánast útilokað. Ég
kynnti snemma í vetur brýnt mál
er varðar úttekt á aðstæðum
barna undir 12 ára aldri. Nú á
síðustu dögum þingsins er síðan
samþykkt mál frá stjórnarþing-
manni um úttekt á lífskjörum al-
Kristín S. Kvaran.
mennt. Ég lagði til við þá nefnd
sem hafði málið til umfjöllunar,
að mín tillaga yrði felld inní hina
tillöguna en það var ekki einu
sinni hlustað á það. En mér tókst
með lagni, að fá það fram að
minnar tillögu yrði getið í álitinu
og það var gert neðanmáis við
sjálft álitið. Þetta þingskjal er ör-
ugglega einsdæmi og þetta er
með því lengsta sem maður
kemst, að verða getið neðan-
máls.
Hvað með næsta haustþing,
heldur þú að hugsanlega komi til
kosninga?
—Ég ætla ekki að spá til um
það. Eg hef svo oft haldið því
fram að þetta stjórnarstarf gæti
ekki staðið lengur og mér finnst
það raunar með ólíkindum að
þetta skuli hanga saman, sagði
Kristín S. Kvaran. —Ig.
HVAÐ ER AÐ GERAST 1ALÞÝÐUBANDALAGINU?
AB - Akureyri
Kosningaskrifstofan verður fyrst um sinn opin virka daga kl. 17 00
til 19.00 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18.
AB Kópavogi
1. maí kaffi
Að venju verður Alþýðubandalagið í Kópavogi með 1. maí kaffi á
baráttudegi verkalýðsins í Þinghóli, Hamraborg 11. Húsið opnað
kl. 14.30. Kaffiveitingar, ávörp og uppákomur. Nánar auglýst
síðar.
Stjórn ABK
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Fáið frambjóðendur á fund!
Hafið samband sem allra fyrst og fáið frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík á vinnustaðafundi því oft reynist erfitt að
verða við áskorun um fundi síðustu vikurnar fyrir kjördag.
Hringið í síma 17500 og ræðið við Gísla Þór.
Alþýöubandalagið í Reykjavík
AB Akranesi
Félagar og stuðningsmenn!
Fundur í Rein mánudaginn 28. apríl kl. 20.30.
Umræðuefni:
Skólamál - Dagvistunarmál - Félagsleg þjónusta - Málefni aldr-
aðra - Menningarmál - Jafnréttismál.
Unnið í starfshóþum.
Lokafrágangur stefnuskrár laugardaginn 3. maí og sunnudag-
inn 4. maí í Rein kl. 14-18.
Mætum öll - Kosningastjórn
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Opið hús
Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu í Hafnafirði í Skálanum
Strandgötu 41 á laugardagsmorgnum frá kl. 10-12 fram að
kosningum.
Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til áð líta inn og taka þátt í
kosningastarfinu. Heitt á könnunni og frambjóðendur á staðnum.
- Kosningastjórnin.
Utankjörstaða-kosningaskrifstofa
Alþýðubandalagsins
• Kærúfrestur vegna kjörskrár rennur út 16. maí.
• Kjörskrá liggur frammi fyrir allt landið.
• Kjósendur eru hvattir til að athuga hvar og hvort þeir eru á
kjörskrá.
• Að láta skrifstofuna vita af þeim sem verða líklega ekki heima á
kjördag 31. maí n.k. (vegna páms, atvinnu, sumarleyfa, ferða-
laga o.s.frv.).
• Kosningaskrifstofan er I Miðgarði Hverfisgötu 105, risi.
Símarnir eru 91-12665 og 12571.
Umsjónarmaður skrifstofu er Sævar Geirdal.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Viðtalstímar
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins eru á
þriðjudögum frá kl. 17.30-18.30 í Miðgarði
Hverfisgötu 105. Þriðjudaginn 29. apríl
verður Adda Bára Sigfúsdóttir til viðtals.
ABR
Adda Bára
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
1. maí kaffi í Skálanum
Að venju verður oþið hús hjá Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði í
Skálanum, Strandgötu 41, á 1. maí, baráttudegi verkafólks. Boðið
verður upp á veitingar og þau Sigurður T. Sigurðsson varafor-
maður Verkamannafélagsins Hlífar og Sigurbjörg Sveinsdóttir
iðnverkakona og stjórnarmaður í Landssambandi iðnverkafólks,
flytja stutt ávörþ.
Dagskráin í Skálanum hefst þegar að loknum útifundi
Verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Félagar og stuðningsmenn eru
hvattir til að mæta.
Stjórn ABH.
AB Kópavogi
Fundur með frambjóðendum
Frambjóðendur G-listans í Kóþavogi eru boðaðir til fundar í Þing-
hóli þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 20.30. Mætum öll og tökum þátt í
kosningastarfinu.
AB Selfoss
Opið hús
að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 26. apríl kl.
14.00. Guðrún Helgadóttir alþingismaður
verður gestur okkar. Kaffi og meðlæti
venju.
Aprilnefndin
Guðrún
Aiþýðubandalagið á Suðurlandi
Árshátíð Abl. á Suðurlandi verður haldin í Félagsheimili Ölfusinga
í Hveragerði föstudaginn 2. maí. Hefst með borðhaldi kl. 20.30 og
að því loknu verða ýmis skemmtiatriði. Miðaverð kr. 500. Félagar
fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Kosningaskrifstofa G-listans
Mosfellssveit
Skrifstofan hefur verið oþnuð í Kvennabrekku (beygja til hægri
fyrir neðan Reykjalund). Skrifstofan er fyrst um sinn opin frá kl.
20.00 til 22.00 á virkum dögum, kl. 10.00-16.00 á laugardögum
og 14.00 til 17.00 á sunnudögum. Síminn er 667113. Nefndin
AB Hafnarfjörður
Kosningaskrifstofa
hefur verið opnuð í Skálanum Strandgötu 41. Opin daglega 15.-
18.30 fyrst um sinn svo og á laugardagsmorgnum. Síminn á
skrifstofunni er 651925.
Kosningastjórn
Málefnahópar Alþýðubandalagsins
Hópur um utanríkismál
kemur saman til fundar í Miögarði Hverfisgötu 105 þriðjudaginn
29. apríl kl. 20.00.
Formaður
AB Keflavíkur og Njarðvíkur
Baráttu- og skemmtifund-
ur
verður haldinn í Verslunarmannafélags-
húsinu 1. maí kl. 20.30. Ræðumaður kvöld-
sins verður Birna Þórðardóttir. Frekari dag-
skrá auglýst síðar.
Stjórnín.
Birna
AB Kópavogi
Kosn i ngaskrif stofa
hefur verið opnuð í Þinghóli, Hamraborg 11. Oþið fyrst um sinn frá
kl. 15-19. Síminn nú er 45715. Kosningastjóri er Ásgeir Matthias-
son. Kjörskrá liggur frammi! ABK
AB Borgarnesi
Fundur í Röðli
sunnudaginn 26. apríl kl. 15.00. Fundarefni: 1) undirbúningur
kosninga, 2) framboðslisti AB, 3) önnur mál.
Kvöldvaka 1. maí
í Röðli. Dagskrá hefsl kl. 20.00. Nánar auglýst síðar.
AB - Vestmannaeyjar
Kosningaskrifstofa
hefur verið opnuð að Bárugötu 9 (Kreml). Opið fyrst um sinn kl.
20-22 á þriðjudögum og kl. 14-16 á laugardögum og sunnu-
dögum. Síminn er 1570. Umsjónarmaður skrifstofunnar er Einar
Birgir Steinþórsson. AB-V-
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Opinn stjórnmálafundur
verður haldinn í dag laugardag kl. 14.00 í Miðgarði Hverfisgötu
105. Almennar umræður um starfið framundan o.fl.
Stjórnin.
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. apríl 1986